Morgunblaðið - 10.02.2001, Side 40
40 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það gisti óður
minn eyðiskóg
er ófætt vor
bjó í kvistum,
með morgunsvala
á sólardyr
leið svefninn ylfrjór
og góður.
(Snorri Hjartarson.)
Skáldskapur, hvort sem er á bók,
í kvikmynd, leikhúsi eða sjónvarpi,
er ímyndun ein þar til skaparinn
hefur fangað hann og bundið í sýni-
legt áþreifanlegt form. Hugmynd er
því eiginlega ekki til nema í huga
skáldsins og verður ekki til fyrr en
hún er meitluð í eitthvert það efni
sem hentar hugsun okkar og skiln-
ingarvitum líkt og bók. Þá fyrst lifn-
ar hún við og myndar ákveðið form
eins og „Bjart í Sumarhúsum“, „101
Reykjavík“ eða kyrrðina í verkum
Þórarins B. Þorlákssonar. Skáldið
sjálft rennur til hliðar og verður
meira sem árétting á stílbrigðum
frekar en áberandi gerandi og þeg-
ar skáld deyr hverfa þessi einkenni
smátt og smátt en verkið rís eða
hnígur í eigin heimi sjálfbærrar til-
veru þar sem það öðlast eigið líf,
jafnvel þótt það sofi um stund.
Þessa hugsun má heimfæra á
drauminn vegna eiginleika hans að
vera nálægur án þess að sjást, áber-
andi en samt til hlés og hafa áhrif á
gang lífsins án þess að vera til í hlut-
lægum skilningi. Draumurinn er jú
eins og skáldskapurinn hugmynd
eða frjó sem kviknar í vitundinni og
verður ekki til fyrr en maðurinn
sofnar og dreymir það sem virðist
einungis hugmynd þess sem dreym-
ir. Sú mynd verður svo ekki raun-
veruleg fyrr en dreymandinn vakn-
ar og segir hana öðrum, skráir á
bók, í blað eða kemur henni á fram-
færi á einhvern annan hátt sem
mörgum er tamur, svo sem sjón-
varp. Þá er draumurinn orðinn
sjálfstæður heimur út af fyrir sig og
efni hans bitastætt þeim er vilja
nærast af draumum um leið og þeir
veita honum líf.
Að fanga draum er því leið hug-
ans inn á víðfeðmar lendur vitundar
þar sem listin er sjálfsprottið tré,
sannleikurinn silfurtær lind og Guð
spegill þess sem horfir.
Draumur „Írisar
frá 7. janúar“
Ég var að segja hópi af fólki frá
breskri bíómynd sem hafði verið
tekin í heimabæ okkar árið 1970.
Um leið birtist myndin í brúnum
mildum tónum. Aðalpersónan og sú
eina til að byrja með var ungur mað-
ur sem hafði það verk með höndum
að finna fé sem hafði horfið. Hann
var staddur í miðbænum og gekk
frá leigubílastöð yfir ómalbikað
svæði þar sem voru forarpollar eftir
rigningar og að umráðasvæði skipa-
félags sem stóð við höfnina en er nú
búið að rífa. Höfnin hefur einnig
lagst af sem togarabryggja.
Á þessari stundu hætti ég að vera
sögumaður og verð maðurinn, og
þar sem ég horfi yfir fjörðinn sé ég
togaraflota útgerðarfélags í bænum
sigla út fjörðinn. Ég hugsa með
mér, það er af sem áður var. Síðan
sé ég skyndilega glufu í jörðinni og
beygi mig niður til að athuga þetta
nánar og sé að gylltum bjarma slær
á hluti sem þarna eru. Þegar ég
teygi höndina eftir því er rifan full
af gylltum pakkaborðahnyklum eins
og notaðir eru til að binda utan um
jólapakka. Hnyklarnir eru mjög
verðmætir í mínum augum og ég
tek þá upp. Sumir eru byrjaðir að
rakna upp en aðrir eru óuppteknir.
Ég geng síðan í átt að húsi í mið-
bænum en um það leyti hætti ég að
vera aðalpersónan og fer að lifa
sjálfstæðu lífi og er eins og ég var á
aldrinum 10 til 13 ára en ungi mað-
urinn yngist einnig á sama aldur.
Ég er bláklædd í fötum sem ég átti
á þessum aldri. Við förum saman
inn í húsið sem er þá orðið að gisti-
húsi. Við förum í risherbergi á ann-
arri hæð og þar teljum við saman
allt gullið okkar en í herberginu var
meira gull. Lauk svo draumnum.
Ráðning
Allt sem maðurinn sér, heyrir eða
finnur raðast sjálfkrafa í minning-
arhólf vitundarinnar og bíður þess
að hugurinn hvarfli aftur í hólfin
þegar tíminn kemur að mynda ný
tengsl. Það getur verið lykt sem
rennur fyrir vit mér og kveikir
minningar úr æsku um fyrstu
sjoppuferðina eða ferð í bíó. Sú
regla draumsins að raða þessum
myndum í skringilegar raðir vegna
táknanna virðist furðuleg en samt
sjálfsögð þótt súrrealísk (hjárænu-
leg) sé.
Draumur þinn hefur þennan
nostalgíustíl og notar minningar til
Að fanga draum
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Mynd/Kristján Kristjánsson
Hver er innri gerð snjókorna?
Eru engin tvö snjókorn eins?
Snjókristallar myndast þegar
vatn í andrúmsloftinu kólnar niður
fyrir frostmark, annaðhvort vegna
tilkomu kaldara lofts eða vegna þess
að rakinn berst upp í kaldari lög loft-
hjúpsins. Vatnið frýs þó ekki við það
eitt, heldur helst ofurkælt sem kall-
að er, það er að segja undir frost-
marki án þess að breytast í ís, þar til
það finnur eitthvert fast efni til að
storkna á.
Dæmigerður snjókristallur mynd-
ast utan um agnarsmátt rykkorn og
vex fljótt upp í sexstrending sem er
nokkrir míkrómetrar að stærð (1
míkrómetri er einn milljónasti úr
metra). Þessi upphaflega sexstrenda
lögun stafar af því hvernig vatns-
sameind er í laginu (eitt súrefn-
isatóm milli tveggja vetnisatóma
með 104 gráða horni á milli sín).
Horn eða brúnir kristallsins standa
aðeins út úr honum og eru því í meiri
snertingu við yfirmettað loftið (sjá
einnig svar við spurningunni
„Hvernig myndast frostrósir á rúð-
um?“ á Vísindavefnum). Þannig
byrja armar að vaxa út úr kristall-
inum.
Vöxtur kristallsins er á þessu stigi
aðallega háður hitastigi. Á vissu
hitastigsbili vex kristallinn hraðast í
einni sléttu (plani) en við annan hita
vex hann hraðast í annarri sléttu,
það er að segja í allt aðra átt. Þar
sem snjókristallinn þyrlast um verð-
ur hann fyrir stöðugum hitabreyt-
ingum og vaxtarstefna hans verður
því bæði síbreytileg og óregluleg.
Auk þess eru tilviljunarkenndir gall-
ar í kristallsgrindunum, mismargir
eftir aðstæðum, og þeir geta valdið
því að vöxturinn tekur enn aðra
stefnu en áður var lýst.
Þessu til viðbótar getur það verið
skilgreiningaratriði hvenær tveir
hlutir teljast eins; eru til dæmis
tvær vatnssameindir eins? Þær hafa
allar sama efnatáknið, H2O, sem
merkir að þær eru allar úr sömu
frumefnum og hafa sömu efnafræði-
legu eiginleikana. Hins vegar geta
komið fyrir í þeim aðrar samsætur
frumefnanna, bæði vetnis og súr-
efnis. Slíkar sameindir víkja talsvert
frá hinum í massa.
Ef við leikum okkur aðeins að töl-
um má nefna að í dæmigerðum
litlum snjókristalli er einn milljarður
milljarða af vatnssameindum
(1.000.000.000.000.000.000 stykki!).
Eitt af hverjum 5000 vetnisatómum
er frábrugðið hinum vetnisat-
ómunum, svonefnt tvívetni. Í okkar
tilfelli þýðir það að um milljón millj-
arða af vetnisatómum í hverjum
snjókristalli (1000.000.000.000.000
stykki!) eru öðruvísi en hin. Tvívetn-
ið kemur tilviljunarkennt inn í
grindina og eykur þannig enn á fjöl-
breytileika kristallanna. Samsætur
súrefnis gera það ekki síður. Á leið
sinni til jarðar festast svo snjókrist-
allarnir venjulega hver við annan og
mynda hið eiginlega snjókorn sem
við öll þekkjum svo vel. Snjókorn
eru oft gerð úr 2–200 slíkum snjó-
kristöllum.
Þó að snjókornin í heiminum séu
vissulega geysimörg þá eru þau þó
margfalt færri en möguleikarnir í
gerð þeirra. Niðurstaðan er því sú
að nær útilokað sé að finna tvö ná-
kæmlega eins snjókorn.
Halldór Svavarsson, eðlisfræðingur við
Raunvísindastofnun Háskólans, og
Þorsteinn Vilhjálmsson,
prófessor í eðlisfræði og vísindasögu.
Hver er ábyrgð manns gagn-
vart tjóni í árekstri tveggja
bifreiða ef ökuskírteini hans
er fallið úr gildi?
Í stuttu máli hefur útrunnið öku-
skírteini ekki áhrif á tjónaábyrgð en
viðkomandi þarf þó að greiða sekt
fyrir að aka án gilds ökuskírteinis.
Meginregla er, bæði hér á landi og
annars staðar í heiminum, að sér-
stakt leyfi þurfi til að geta stjórnað
vélknúnu farartæki. Farartækin eru
mismunandi að stærð og gerð, allt
frá litlum skellinöðrum upp í stórar
fraktflugvélar og stór olíuskip. Eftir
því sem tækin eru stærri og hættu-
legri, því meiri kröfur eru gerðar til
stjórnanda farartækisins.
Til að öðlast réttindi til að stjórna
bifreið þarf að útvega sér öku-
skírteini. Um útgáfu þess og skilyrði
fyrir umsókn eru almenn ákvæði í
umferðarlögum nr. 50 frá árinu
1987, nánar tiltekið greinar nr. 48 til
58. Í 48. gr. segir að enginn megi
stjórna bifreið eða bifhjóli nema
hann hafi til þess gilt ökuskírteini
sem lögreglustjóri getur út. Þrjú
meginskilyrði eru fyrir veitingu öku-
skírteinis:
1. Viðkomandi sé orðinn 17 ára.
2. Viðkomandi sér og heyrir nægi-
lega vel og er að öðru leyti nægi-
lega hæfur andlega og líkamlega.
3. Viðkomandi hefur hlotið
kennslu löggilts ökukennara og
sannað með prófi að hann hafi
næga aksturshæfni og nauðsyn-
lega þekkingu á ökutækinu og
meðferð þess og umferðarlöggjöf.
Sá sem uppfyllir þessi skilyrði
getur fengið almennt ökuleyfi sem
veitir honum rétt til að keyra bifreið
sem er léttari en 3.500 kg og tekur 8
farþega eða minna í sæti. Hafi hann
áhuga á að aka bifreið sem er til
dæmis þyngri en 3.500 kg þarf hann
að taka svokallað meirapróf eða próf
til aukinna ökuréttinda.
Sá sem fær ökuleyfi fær fyrst í
hendur svokallað bráðabirgða-
skírteini sem gildir í tvö ár. Ef allt
gengur snurðulaust fyrir sig er hægt
að endurnýja bráðabirgðaskírteinið
að tveimur árum liðnum og fá svo-
kallað fullnaðarskírteini sem gildir
til sjötugs. Eftir þessi tvö fyrstu ár
er viðkomandi skylt að endurnýja
skírteinið ef hann hefur ennþá vilja
og löngun til að halda áfram akstri.
Grunnskilyrðið fyrir því að vera
gildur ökumaður í umferðinni er að
hafa gilt ökuskírteini. Sá sem ekur
um án þess getur hlotið sekt og jafn-
vel getur þetta hindrað endurnýjun
Vísindavefur Háskóla Íslands
Sofa
hákarlar
og hvalir?
Undanfarna viku hafa birst á Vísindavefn-
um svör um teningana sem Sesar kast-
aði, hitastigseininguna kelvín, hvað er atóm, helmingunartíma
geislavirkni frá kjarnorkuúrgangi, tíðni og tíðniróf á mannamáli,
hraða raunverulegra geimfara, dýrið sem étur mest, naggrísi, hvít-
háf og Síberíu-tígrisdýr.
Á þriðjudaginn í þessari viku voru staðfestir samningar um það að
Vísindavefurinn verður starfræktur áfram af fullum krafti að minnsta
kosti út þetta ár. Nýjast í starfseminni er það að vefurinn tekur þátt
í átaki samtakanna Heimilis og skóla og Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna. Hópur barna mun taka
þátt í að svara spurningum á vefsetrinu og eru fyrstu svörin af þeim
toga að birtast þessa dagana.
VÍSINDI
Mynd/California Institute of Technology
VIKULOK
Snjókristallar.