Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 36
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurningum
varðandi sálfræði-,
félagsleg og
vinnutengd málefni
til sérfræðinga á vegum
persona.is. Senda skal tölvupóst
á persona@persona.is og
verður svarið jafnframt birt
á vefsetri persona.is
„Tilfinningagreind“ er nýtt nafn
á gamalli hugsjón, sem rekja má
aftur til gríska heimspekingsins Aristótelesar,
um að meðalhóf í tilfinningum sé einn lykillinn
að farsælu lífi. Tilfinningar eiga samkvæmt því,
ef vel er, hvorki að vera of daufgerðar né ofsa-
fengnar: Hollt er að geta reiðst réttlátri reiði
en hvorki skapofsi („of“) né geðleysi („van“)
eru af hinu góða. Öllu máli skiptir, sagði Ar-
istóteles, að geta fundið til réttu tilfinninganna
við réttar aðstæður gagnvart réttu fólki og í
réttum mæli.
Fyrir rúmum áratug endurvöktu bandarísku
sálfræðingarnir John Mayer og Peter Salovey
þessa gömlu hugsjón og klæddu í nútímalegan
búning. Hjá þeim merkir tilfinningagreind m.a.
að bera skynbragð á eigin tilfinningar, geta
stjórnað þeim og hvatt sjálfan sig til dáða, sem
og að kunna skil á tilfinningum annarra og geta
stillt sig inn á þær. Sá sem sett hefur þessar
hugmyndir fram á aðgengilegastan og alþýð-
legastan hátt er annar bandarískur sálfræð-
ingur, Daniel Goleman. Hann hefur bæði skrif-
að almenna metsölubók um hugtakið og
hugsjónina tilfinningagreind og aðra um þátt
tilfinningagreindar í velgengni á vinnustað.
Viðgangur hugsjónarinnar um tilfinn-
ingagreind á síðustu árum er afleiðing tvenns
konar hræringa í heimspeki og sálfræði. Ann-
ars vegar er endurreisn svokallaðra vits-
munakenninga um tilfinningar (eða a.m.k. til-
tekinn flokk þeirra, geðshræringar), er gera
ráð fyrir því að geðshræringar séu viljabundin
viðhorf, sem hægt sé að hafa áhrif á með upp-
eldi og umræðu, fremur en einhverjar óræðar
kenndir sem koma og fara. Hins vegar eru
rannsóknir á forsendum lífsárangurs og lífs-
hamingju sem m.a. hafa leitt í ljós að sjálfs-
stjórn barna á leikskólaaldri, t.d. við að fresta
svölun löngunar í sælgæti í stundarfjórðung,
veiti betri forspá um velfarnað og námsárangur
á fullorðinsaldri en hefðbundið greindarpróf.
Þrátt fyrir brautargengi kenninganna um
tilfinningagreind og þýðingu hennar, sem ratað
hafa inn í námskrár allt frá viðskiptadeildum
bandarískra háskóla til skólanámskráa í lífs-
leikni í íslenskum leik-, grunn- og framhalds-
skólum, ljúka ekki allir upp einum munni um
gildi kenninganna. Sumir sálfræðingar benda á
að talsmenn tilfinningagreindar noti orðið „til-
finningu“ í mun víðtækari merkingu en við-
tekið er í fræðunum, þannig að það nái ekki að-
eins yfir geðshræringar á borð við reiði, gleði,
ótta, stolt og afbrýðisemi heldur hvers kyns
langanir og skapgerðareinkenni, svo sem
sjálfsaga. En þar með merki hugsjónin lítið
annað en að fólk með jákvæða skapgerð sé lík-
legt til að spjara sig vel í lífinu sem hvorki sé ný
eða bitastæð hugmynd heldur fremur upp-
skrift að enn einum óvísindalegum „kína-
lífselixír“. Heimspekinga óar við því að tilfinn-
ingagreindarpáfar á borð við Goleman mæli
árangur greindarinnar einkum á kvarða vel-
gengni í viðskiptum, þannig að ekkert útiloki
t.d. að útsmoginn eiturlyfjabarón teljist tilfinn-
ingagreindur. En þá er búið að slíta tilfinn-
ingagreind úr hinu siðferðilega samhengi sem
hún var í hjá Aristótelesi, sem hluti „siðvits“.
Uppeldisfræðingar benda síðan á að ýmsir aðr-
ir greindarflokkar en tilfinningagreind hafi
áhrif á árangur í námi, lífi og starfi. Samkvæmt
hinni umtöluðu fjölgreindarkenningu Howards
Gardner er tilfinningagreind t.d. ekki sér-
flokkur heldur aukageta tveggja annarra:
sjálfsþekkingargreindar og samskiptagreind-
ar.
Öll þessi gagnrýni breytir því ekki að margt
er til í hugmyndinni um að yfirvegaðar tilfinn-
ingar séu óaðskiljanlegur hluti heilbrigðs, far-
sæls lífs og að skynsamlegt er að ljá henni
meiri þýðingu en gert var til skamms tíma í sið-
legu uppeldi. Þar skipta fyrstu æviárin ugg-
laust mestu máli þó að ekkert komi í sjálfu sér í
veg fyrir að einnig sé reynt að „kenna gömlum
hundum að sitja“: að við sem eldri erum reyn-
um einnig að taka sjálfum okkur tak á tilfinn-
ingasviðinu.
Þó að hugsjónin um tilfinningagreind njóti
um þessar mundir umtalsverðar hylli meðal
lærðra og leikra virðist erfitt að breyta þeirri
hugsunar- og málvenju hversdagsins að ginn-
ungagap sé staðfest milli skynsemi og tilfinn-
inga. Þekktur handboltasérfræðingur, sem
raunar er einnig sálfræðingur, lét t.d. þau orð
falla eftir hrakfarir Íslendinga á heimsmeist-
aramótinu í handbolta, að öllu skipti að menn
hefðu nú kjark til að fara yfir málið „á yfirveg-
aðan hátt“ en létu ekki „tilfinningarnar ráða“.
Ef eitthvað er til í hugmyndinni um tilfinn-
ingagreind geta tilfinningar hins vegar verið
jafnyfirvegaðar, jafnþrungnar af vitsmunum,
og skynsemin og ekkert minni ástæða til að
taka mark á tilfinningarökum en öðrum rök-
semdum.
Frekara lesefni: Pistill um tilfinningar og
geðshræringar á www.persona.is og bók
Golemans, Tilfinningagreind, sem til er í
ágætri íslenskri þýðingu.
Hvað er tilfinningagreind?
Höfundur er prófessor í heimspeki við
Háskólann á Akureyri.
Öll þessi gagnrýni breytir
því ekki að margt er til í
hugmyndinni um að yfirveg-
aðar tilfinningar séu
óaðskiljanlegur hluti
heilbrigðs, farsæls lífs og
að skynsamlegt er að ljá
henni meiri þýðingu en
gert var til skamms
tíma í siðlegu uppeldi.
eftir Kristján Kristjánsson
SVAR
36 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Genameðferð
Sjúklingum tryggðar
auknar upplýsingar
Atvinnusjúkdómar
Nýjum atvinnuháttum
fylgir andlegt álag
Svefn
Sagt frá vefsetri um svefn
og svefnörðugleika.
Sykursýki
Nýtt meðferðarform
hefur vakið vonirHEILSA
MAÐURINN, sem gekk fyrstur allra
undir handarágræðslu, er orðinn ein-
hentur á ný. Ágrædda höndin var tek-
in af fyrir skemmstu þegar í ljós kom
að líkami mannsins hafnaði limnum.
Læknar mannsins segja að þetta
megi rekja til þess að handarþeginn
neitaði að fara að ráðum þeirra.
Hér ræðir um Clint nokkurn Hall-
man, fésýslumann frá Nýja-Sjálandi
sem búsettur er í Ástralíu. Hann
missti vinstri höndina og hluta hand-
leggsins í vinnuslysi árið 1984. Fjór-
tán árum síðar, í september 1998,
gekkst hann undir sögulega aðgerð
þegar grædd voru á hann hönd og
handleggur af 41 árs gömlum manni
sem þá lá í dauðadái. Aðgerðin tók 13
klukkustundir en hana framkvæmdu
læknar frá Frakklandi, Bretlandi,
Ítalíu og Singapúr.
Fyrir hópnum fór hins vegar ástr-
alskur skurðlæknir, Earl Owen að
nafni. Owen skýrði fréttamönnum frá
því á mánudag að ágrædda höndin
hefði nú verið tekin af Clint Hillman.
Ekki fylgdi sögunni hvenær aðgerðin
sú fór fram en hún var framkvæmd í
Lundúnum. Owen upplýsti að Hall-
man hefði krafist þess að höndin yrði
tekin af honum. Kvað hann einn
þeirra átta lækna sem græddu hönd-
ina á Hallman árið 1998 hafa tekið
hana af. „Aðgerðin tókst mjög vel.
Hann mun innan skamms fara af
sjúkrahúsinu,“ sagði Owen.
Hallman komst á ný í fréttirnar í
fyrra þegar hann sagði að hann vildi
að læknar tækju af honum ágræddu
höndina. Hann kvað hana vera „hönd
látins manns“ og sagðist enga tilfinn-
ingu hafa í henni. Earl Owen sagði í
yfirlýsingu á mánudag að Hallman
hefði ítrekað hundsað það reglulega
eftirlit sem hann átti að sæta af hálfu
lækna sinna. „Okkur er kunnugt um
að vitandi vits tók hann ekki lyf sín
vikum saman á þeim rúmlega tveimur
árum sem hann bar ágræddu höndina
og að hann fylgdi ekki þeirri áætlun
sem hann féllst á áður en aðgerðin var
framkvæmd. Þetta spillti fyrir mögu-
leikum okkar til að veita honum bestu
mögulegu meðferð og óhjákvæmilegt
varð að líkaminn hafnaði höndinni
með þeim afleiðingum að nauðsynlegt
reyndist að fjarlægja liminn heilsu
þegans vegna,“ sagði í yfirlýsingunni.
Owen lét þess og getið að Hallman
hefði haft ágæta tilfinningu í hönd-
inni. Hallman hefði hins vegar ekki
gert þær æfingar sem fyrir hann voru
lagðar með þeim afleiðingum að hann
hefði ekki náð fullri stjórn á henni.
Sagði læknirinn að hann og starfs-
bræður hans „hörmuðu“ þessar lyktir
málsins en bætti við að sex manns
hefðu gengist undir handarágræðslur
frá árinu 1998 og hefðu þeir allir náð
ágætum árangri. Owen kvaðst ekki
vera vonsvikinn þar sem stórbrotinn-
ar þekkingar hefði á sínum tíma verið
aflað með aðgerðinni á Hallman sem
nýtast myndi við slíkar ágræðslur í
framtíðinni.
Gekkst fyrstur allra undir handarágræðslu
Höndin tekin af
sökum vanrækslu
Adelaide. Reuters.
Reuters
Clint Hallman eftir aðgerðina
sem átta læknar framkvæmdu
haustið 1998.
MENN sem þjást af
offitu bregðast öðru
vísi en grannir menn
við máltíð, sem er rík
af kolvetni, að því er
vísindamenn greina
frá. Þegar þeir fengu
sams konar máltíð
höfðu þeir, sem þyngri
voru, tilhneigingu til
meiri fituframleiðslu í
lifrinni, aukinnar tíðni
tiltekinna blóðfituteg-
unda og minni fituox-
un.
Ef þessi efnaskipta-
viðbrögð við einföldu
kolvetni – eins og til
dæmis því sem er í
franskbrauði, pasta og einföldum
sykrum – eru viðvarandi, geta þau
valdið ójafnvægi í næringarefnabú-
skap líkamans, segir einn af höf-
undum rannsóknarinnar, dr. J. Al-
fredo Martinez, við Háskólann í
Navarra í Pamplona á Spáni.
Þessar niðurstöður kunna að
þýða að sumt fólk verði of feitt
vegna þess að það geti safnað sykri
sem fitu með auðveldari hætti en
aðrir, að því er Martinez segir.
Rannsóknin leiðir þó ekki í ljós
hvort munurinn á fituframleiðslu á
rætur að rekja til offitu, eða hvort
offita leiðir til breytinga á fitu-
framleiðslu.
Við rannsóknina
borðuðu sex grannir og
sjö of feitir menn máls-
verð, sem var kolvetn-
isríkur en fitulítill, eftir
nær 18 tíma föstu.
Nokkrir þættir í efna-
skiptum líkama mann-
anna voru mældir á
meðan þeir föstuðu og
eftir að þeir höfðu
borðað, að því er fram
kemur í grein um rann-
sóknina í American Jo-
urnal of Clinical Nutri-
tion. Höfundarnir taka
fram að frekari rann-
sókna sé þörf til að
skilningur fáist á því
hvernig líkamar fólks nýti næring-
arefni, þ.á m. á hugsanlegum mun
á genum sem gæti útskýrt muninn.
Höfundarnir segja ennfremur að
til að viðhalda heilbrigðri líkams-
þyngd sé mikilvægt að gæta þess
að jafnvægi sé á milli neyslu á pró-
teinum, kolvetni og fitu. Neyti
maður kolvetnis þarf líkaminn síð-
ur að reiða sig á fitu sem eldsneyti
og telja rannsakendurnir að það
hvernig líkaminn nýtir kolvetni
geti haft áhrif á líkamsþyngd.
Rannsóknir á offitu
Framleiða meiri
fitu eftir málsverð
New York. Reuters.
TENGLAR
.....................................................
American Journal of Clinical Nutr-
ition: http://intl.ajcn.org/
Framleiðslan
í undirbúningi.
Associated Press