Morgunblaðið - 10.02.2001, Side 72

Morgunblaðið - 10.02.2001, Side 72
DAGBÓK 72 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Sava Lake kemur í dag. Ask- ur fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Venus fór í gær. Hamra- svanur kom í gær. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag verður félagsvist kl. 13.30. Pútt- æfing í Bæjarútgerðinni mánudag kl. 10–12, tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Á þriðjudag verður brids og saumar. Línudans á miðvikudag kl. 11. Á miðvikudag og föstudag verður mynd- mennt. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeginu. Fyrsti fræðslufundur „Heilsu og hamingju“ verður í dag, laugardag- inn 10. febrúar kl. 13.30, í Ásgarði, Glæsibæ. Ólafur Ólafsson, formað- ur FEB og fyrrverandi landlæknir, gerir grein fyrir rannsóknum sínum á heilsufari og högum aldraðra. Þorsteinn Blöndal yfirlæknir greinir frá helstu sjúk- dómum í lungum, sem aldraðir verða fyrir. All- ir velkomnir. Leikhóp- urinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17 í Ás- garði, Glæsibæ. Miða- pantanir í símum 588- 2111, 568-9082 og 551- 2203. Þriðjudagur: Meistarakeppni í skák hefst í dag, þriðjudag, kl. 13.30. Allir velkomn- ir, mætið tímanlega. Al- kort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi mæting kl. 9.45. Sjávarfangsveisla, haus- ar, hrogn, lifur og ým- islegt annað góðgæti úr sjávarfangi verður hald- in 16. febrúar, dansað á eftir borðhaldi. Skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Breyting hefur orðið á viðtalstíma Silf- urlínunnar, opið verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10–12 f.h. Upplýsingar á skrifstofu FEB í síma 588-2111 frá kl. 10–16. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánu- dögum kl. 9.25 og fimmtudögum kl. 9.30. Umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Á þriðjudag kl. 13 boccia og á föstudögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Vesturgata 7. Miðviku- daginn 21. febrúar verð- ur farið kl. 13.20 í Ás- garð, Glæsibæ. Sýndar verða gamlar perlur með Snúð og Snældu. Kaffiveitingar seldar í hléinu, skráning í síma 562-7077. Fimmtudag- inn 15. febrúar kl. 10.30 verður fyrirbænastund í umsjón sr. Hjálmars Jónssonar dóm- kirkjuprests. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður í kvöld kl. 21 í Konnakoti Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Félagsstarf SÁÁ. Félagsvist í Hreyf- ilshúsinu (3. hæð) laug- ardaga kl. 20. Allir vel- komnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530-3600. Úrvalsfólk. Vorfagn- aður Úrvalsfólks verður haldinn á Hótel Sögu, Súlnasal, föstudaginn 16. febrúar kl. 19 miða- og borðapantanir hjá Rebekku og Valdísi í síma 585-4000. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Opið hús í Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 13. febrúar kl. 20.30. Snorri Ingi- marsson fram- kvæmdastjóri kynnir ís- lenska krabbameins- verkefnið. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarkort Breið- firðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni, s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þeir sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort vinsam- legast hringi í síma 552- 4994 eða síma 553-6697, minningarkortin fást líka í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. Minning- arkort Kvenfélags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju s. 520- 1300 og í blómabúðinni Holtablómið, Langholts- vegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Langholtssóknar fást í Langholtskirkju sími 520-1300 og í blómabúðinni Holta- blómið, Langholtsvegi 126. Gíróþjónusta er í kirkjunni. Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Nes- kirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkju- húsinu v/Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555-0104 og hjá Ernu s. 565-0152 (gíró- þjónusta). Minningarkort ABC hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum börn- um. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561- 0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hrings- ins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborg- arsvæðinu. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Ás- kirkju eru seld á eft- irtöldum stöðum: Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, þjónustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótek- inu Glæsibæ og Ás- kirkju, Vesturbrún 30, sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 í s. 588- 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581, og hjá Krist- ínu Gísladóttur, s. 551- 7193, og Elínu Snorra- dóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553-9494. Í dag er laugardagur 10. febrúar, 41. dagur ársins 2001. Skólastíku- messa. Orð dagsins: Þá tók Pétur til máls og sagði: „Sannlega skil ég nú, að Guð fer ekki í manngreinarálit. Hann tekur opnum örmum hverjum þeim, sem óttast hann og ástundar réttlæti, hverrar þjóðar sem er.“ (Post. 10, 34-35.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 samfleyttur, 8 lélega spilið, 9 fjallstopps, 10 spil, 11 fiskur, 13 líffærið, 15 hættulega, 18 ledda, 21 hreysi, 22 veður, 23 hinn, 24 sambland. LÓÐRÉTT: 2 líkamshlutar, 3 kona, 4 hljóðfærið, 5 alda, 6 draug, 7 espið, 12 skán, 14 smágerð sletta, 15 vit- ur, 16 hyggur, 17 ræktuð lönd, 18 framendi, 19 þekktu, 20 siga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kafli, 4 gusta, 7 rætin, 8 urðar, 9 arð, 11 aura, 13 hríð, 14 fimar, 15 stál, 17 ólga, 20 gró, 22 ormur, 23 lætin, 24 tunga, 25 asnar. Lóðrétt: 1 karfa, 2 fótur, 3 inna, 4 gauð, 5 siður, 6 afræð, 10 rómar, 12 afl, 13 hró, 15 skott, 16 álman, 18 lotan, 19 arnar, 20 gróa, 21 ólma. Í VELVAKANDA 7. feb. 2001, segir Pétur Sigurðs- son að áreigendur greiði ekki krónu til samfélagsins í formi skatta af tekjum ánna. Þetta er misskilning- ur hjá Pétri. Veiðiréttareig- endur greiða gríðarlega tekjuskatta. Lauslega áætl- að nema þessir skattar yfir 5 þús. kr. á hvern veiddan lax. Þess utan eru tekjur veiðibænda tífaldaðar í fasteignagjaldstofni. Tekjur íslensku þjóðar- innar af villtum laxi nema milljörðum króna á hverju ári. Mikilvægt er að þessum hagsmunum verði ekki fórnað og að óháðir sér- fræðingar fái að meta að- stæður áður en lagt er í risaeldi á Íslandi, með laxa- stofnum sem eru framandi í íslenskri náttúru. Orri Vigfússon, Reykjavík. Heilsuhælið í Hveragerði HEILSUHÆLIÐ í Hvera- gerði er frábær staður með úrvals starfsfólki. Ég var einn mánuð á Heilsuhælinu og þegar maður kemur er tekið á móti manni með hlýju og manni sýnt allt húsið og maður lærir að rata á 1-2 dögum. Öll her- bergin eru mjög góð, mat- urinn mjög góður, þó að það sé ekkert kjöt, og öll þjón- usta í matsal til fyrirmynd- ar. Daglega fer fólk í þjálf- un, sund og léttar leikfimisæfingar og einnig daglega í gönguferðir. Um þessa þjálfun sjá ungar stúlkur sem kunna sitt fag fullkomlega og maður hlakkar til að komast í heilsusund eða leikfimi (léttar æfingar) eða göngu- túra sem þessar stúlkur sjá um af stakri alúð og hlýju. Ekki má gleyma kvöldvök- unum á fimmtudagskvöld- um, sem frábær maður sér um af mikilli snilld. Allt um- hverfi Heilsuhælisins er fal- legt og snyrtimennskan í fyrirrúmi. Mikið er um að hjón komi saman, einnig einhleypir. Fólk kynnist ótrúlega fljótt enda er góður andi í húsinu, sem hefur jákvæð áhrif á alla. Ég mæli með því að dvelja þarna. Ég er ákveðinn í því að koma aftur næsta sumar. Vilhjálmur Sigurðsson, Njálsgötu 48a, Reykjavík. Eðal-ginseng frá Kóreu EÐAL-ginseng frá Kóreu hefur mikið verið auglýst að undanförnu. Það á að vera óskaplega gott fyrir alla, unga sem aldna, maður verður bæði hraustur og sterkur af því að taka það inn og fær gott úthald. Það er hvergi nefnt að eðalgin- seng veldur miklu svefn- leysi. Maður vaknar upp um miðja nótt og getur ekki sofnað aftur. Ég hef verið að tala við fólk sem hefur tekið þetta inn og flestir hafa sömu sögu að segja. Það þyrftu að vera betri merkingar og meiri upplýs- ingar á umbúðunum. Guðrún. Hvaða reglur gilda eiginlega um af- greiðslu í bönkum? MAÐUR tekur jú númer og bíður. Ég beið í 45 mínútur hinn 5. febrúar sl. í Búnað- arbankanum Smáratorgi. Það var mikið álag á tölv- ur og vinnsla sein enda síð- ustu forvöð að borga Visa- reikningana og mánudagur að auki. Ofan á þessa hægu af- greiðslu bættist það, að a.m.k. þrisvar sinnum kom fólk aðvífandi með númer, sem löngu var komið fram hjá, gekk beint að gjaldkera og fékk afgreiðslu. Biði fólk í röð án númera og kysi að hverfa frá, dytti nokkrum í hug að koma löngu síðar og troðast fram fyrir alla sem standa í röðinni? Ég hef líka orðið vitni að þessu hjá SPRON á sama stað. Mér er því spurn. Hef ég misskilið eitthvað þegar ég tek mér númer í banka? GHG. Tapað/fundið Nikon-myndavél tapaðist NIKON-myndavél í tösku tapaðist á göngustígnum undir Vífilsstaðahlíð í Heið- mörk fyrir stuttu. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 565-7001. Dýrahald Tvo kettlinga vantar heimili TVO svarta kettlinga vant- ar góð heimili. Þeir eru fjögurra mánaða og kassa- vanir. Upplýsingar í síma 695-8996 eða 899-1120. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Misskilningur Víkverji skrifar... FRÉTT Morgunblaðsins síðastlið-inn þriðjudag, af manninum sem eyddi 400 þúsund krónum á nektar- dansstað og lét svo stela af sér veru- legum fjármunum til viðbótar, hefur vakið umtal – sem von er. Í fyrsta lagi eru margir furðu lostnir yfir því hvernig, og í hvað, hægt er að eyða slíkri fjárhæð á einu kvöldi og eins spyrja menn sig hvað manninum hafi gengið til með því að fara út að skemmta sér með alla vasa troðfulla af peningum. Þetta minnir einna helst á lýsingarnar á Bör Börsyni, í ódauðlegri skáldsögu Johan Falk- berget, en Bör karlinn átti það til að slá um sig og sýna almúganum veldi sitt og ríkidæmi með því að láta seðl- ana standa upp úr vösunum, þegar sá gállinn var á honum. Reyndar birti DV framhaldsfrétt um málið þar sem dregið var í land varðandi eyðslu mannsins umrætt kvöld og var sú frétt byggð á frásögn starfsmanna á staðnum. Samkvæmt þeirri frétt átti maðurinn að hafa eytt 20 þúsund krónum í einkadans, gefið eiginkonunni, sem dansar á staðnum, 40 þúsund krónur í þrjórfé og eytt 60 þúsundum í kampavín. Og þætti mörgum nóg samt. Nú vill Víkverji ekki gera mann- inum upp heimskupör eða aulahátt enda mönnum í sjálfsvald sett í hvað þeir eyða peningunum sínum. Og hvort heldur framburður viðkomandi viðskiptavinar staðarins eða starfs- manna er réttur ætti þetta atvik að vekja menn til umhugsunar og verða víti til varnaðar. Það er liðin tíð að menn geti skilið eftir jakkann sinn á stólbaki á skemmtistöðum og kvöld- stund á súlustað getur orðið mönnum ansi dýrkeypt, einkum og sér í lagi ef þeir hafa sljóvgað skilningarvitin með áfengisneyslu. x x x TALANDI um áfengisneyslu varðVíkverja hugsað til þess að nú er runninn upp tími árshátíða í fyrir- tækjum og stofnunum. Af því tilefni birti apótekið „Lyf og heilsa“ heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem minnt var á ýmislegt sem er ómissandi á árshátíðinni. Fyrir utan sjálfsagðan varning fyrir konur, svo sem sokkabuxur, varalitafesti, gervi- neglur, háreyðingarkrem, hárliti og hárskraut, er þarna ýmislegt annað forvitnilegt að finna, sem getur komið sér vel fyrir og eftir árshátíðina. Nú eru til dæmis komnar á mark- aðinn töflur við timburmönnum, svo- kallaðar „Morning fit-töflur“. Vík- verji hefur að vísu ekki prófað virkni þessa undralyfs, en er staðráðinn í að gera það á næstu árshátíð. Í auglýs- ingunni er einnig getið um „Treo- freyðitöflur, verkjalyf sem getur skipt höfuðmáli“, eins og það er orðað í auglýsingunni. Þá er þarna að finna „Vega Milk sem léttir undir með lifr- inni“ og „Nelson massage treatment relax“, sem fólk á að bera á sig til að „slaka á fyrir og eftir árshátíðina“. Svo geta árshátíðargestir verið brún- ir og sætir þetta kvöld með því að bera á sig „Piz Buin Jet Bronzer Gel“. Það sem vakti þó mesta eftirvænt- ingu í huga Víkverja er hann skoðaði þessa skondnu auglýsingu var klaus- an um ákveðnar pillur, „Vigorex forte“ og „Vigorex femme“, sem „eykur kraft og kynlöngun hjá kon- um og körlum“, að því er segir í aug- lýsingunni. „Ja, hérna,“ hugsaði Vík- verji með sér. „Getur þetta verið rétt? Það er ekki að spyrja að framþróuninni á öllum sviðum nú á tímum.“ Menn geta svo aftur á móti velt því fyrir sér hvort kynlöngun karla og kvenna hafi ekki verið næg fyrir og hvers vegna verið sé að hvetja fólk til að taka inn svona lyf, einmitt fyrir árshátíðina. Hitt er þó víst, að Vík- verji getur varla beðið eftir henni að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.