Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 67
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 67
Útsala - Útsala - Útsala
Síðustu dagar útsölunnar
Aukaafsláttur
Opið
í dag frá kl. 11-16 Mörkinni 3, s. 588 0640
VERSLUNIN Face hefur verið opn-
uð í Kringlunni en verslunin var áð-
ur á Laugaveginum.
Boðið er upp á úrval af förð-
unarvörum sem og alla almenna
förðun. Face býður upp á faglega
og persónulega þjónustu en þar
starfa einungis förðunarmeistarar,
segir í fréttatilkynningu. Einnig er
boðið upp á förðunarnámskeið fyrir
hópa sem og einstaklinga og einnig
er rekinn förðunarskóli sem býður
upp á 7–14 vikna nám. Meðal nýj-
unga sem Face býður upp á er förð-
unarlína fyrir yngri kynslóðina og
einu sinni í mánuði verður „Face
Youth“-stúlka kynnt til sögunnar.
Þórunn Högnadóttir förð-
unarmeistari er eigandi Face en
hún rekur verslunina og skólann
ásamt manni sínum, Brandi Gunn-
arssyni. Verslunarstjóri er Þórunn
Sif Garðarsdóttir og aðrir starfs-
menn eru Birna S. Björgvinsdottir,
Ester Bow og Kolbrún Pálína
Helgadóttir.
Morgunblaðið/Ásdís
Þórunn Sif Garðarsdóttir, verslunarstjóri Face í Kringlunni.
Verslunin Face
opnuð í Kringlunni
STAÐBUNDIN sjónvarpsút-
sending fer fram í Kópavogi
næstkomandi sunnudag. Þá
verður upptaka frá kynningu á
niðurstöðum íbúaþingsins, sem
haldið var í Smáraskóla síðast-
liðinn laugardag, send út á
SkjáVarpi.
Íbúaþingið var haldið í
tengslum við stefnumótun
Kópavogs í Staðardagskrá 21,
með virkri þátttöku íbúa Kópa-
vogs. Fulltrúi SkjáVarps var til
staðar á íbúaþinginu og fylgdist
með vinnuhópum og tók fjölda
ljósmynda sem voru, ásamt
sjónarmiðum íbúanna, notaðar
til að útbúa myndræna kynn-
ingu á framtíðarsýn íbúa Kópa-
vogs. Sigurborg Kr. Hannes-
dóttir ráðgjafi í umhverfismál-
um nýtti myndræna úrvinnslu
SkjáVarps þegar hún kynnti
niðurstöður íbúaþingsins á
opnum fundi í Smáraskóla síð-
astliðið þriðjudagskvöld.
Fyrirlestur Sigurborgar um
niðurstöður íbúaþingsins og
ávörp ráðamanna í Kópavogi
verða send út á SkjáVarpi í
Kópavogi sunnudaginn 11.
febrúar og hefst útsendingin kl.
17.
Staðbundin
sjónvarps-
útsending í
Kópavogi
FERÐAFÉLAGIÐ Útivist fer
í fróðlega og skemmtilega
göngu í Vatnsleysustrandar-
hreppi á sunnudaginn 11.
febrúar og er brottför kl.11 frá
BSÍ en stansað við kirkjugarð-
inn í Hafnarfirði. Þetta er um 3
klst. ganga og er ágæt fjöl-
skylduganga, segir í fréttatil-
kynningu.
Flekkuvík er eyðibýli við
samnefnda vík. Þar í túninu er
lítill hóll sem nefnist Flekku-
leiði og á honum er rúnasteinn.
Staðarborg er ævagömul, fal-
leg, hringhlaðin fjárborg
áStrandarheiði
Verð. 1.200 kr fyrir félaga og
1.400 kr fyrir aðra. Frítt er fyr-
ir börn með foreldrum sínum.
Útivistar-
ganga á
sunnudag
STEINSTEYPUDAGURINN 2001
verður haldinn föstudaginn 16.
febrúar næstkomandi á Grand Hót-
el Reykjavík og er það í fimmtánda
skiptið sem ráðstefnan er haldin.
Flutt verða 10 erindi þar sem bland-
að er saman rannsóknarverkefnum,
umfjöllun um sérstök steinsteypt
mannvirki og öðru efni sem er í
deiglunni.
„Það er óhætt að fullyrða að jarð-
skjálftarnir sem urðu á Suðurlandi á
síðasta sumri séu enn ofarlega í
hugum manna og ekki draga jarð-
skjálftarnir sem nú hrella Indverja
úr því. En getum við dregið ein-
hvern lærdóm af þessum atburðum?
Dr. Ragnar Sigbjörnsson prófessor
mun í erindi sínu fjalla um jarð-
skjálftana, mælingar, kannanir á
skemmdum steinsteyptra og hlað-
inna húsa, greiningu áraunar, tengsl
mældrar hreyfingar og skemmda og
reyna síðan að draga einhverjar
ályktanir sem að gagni geta komið í
hönnun.
Þá mun Bjarni Bessason, verk-
fræðingur hjá Verkfræðistofnun HÍ,
fjalla um jarðskjálftamælingar við
Þjórsábrú, en í jarðskjálftunum
mældist mikill munur á yfirborðs-
hreyfingum á austur- og vestur-
bakka árinnar.
Trefjar hafa ekki verið notaðar
mikið í steinsteypu á Íslandi fram að
þessu nema þá einna helst í spraut-
usteypum á berg. Eitthvað hefur
verið um, að stáltrefjar hafa verið
fyrirskrifaðar í tiltölulega þunn
ásteypulög á eldri steypu og í plötur
á fyllingu. Er hugsanlegt, að hönn-
uðir hér á landi séu seinir til að til-
einka sér nýja tækni og nýjungar?
Svo virðist í fljótu bragði, að það
ætti a.m.k. að vera hagkvæmt að
járnbenda plötur á fyllingu með
stáltrefjum. Hagkvæmnin felst þá í
minni vinnu og styttri framkvæmda-
tíma. Plasttrefjar virðast ekki álit-
legur kostur, sem járnbending. Það
er hins vegar ljóst, að þær má nota
til þess að draga úr eða minnka lík-
ur á plastískum sprungum steyp-
unnar. Hvernig eru trefjar notaðar í
öðrum löndum og í hversu miklum
mæli? Eru til einhverjar nothæfar
hönnunarleiðbeiningar í þessu
sambandi? Í erindi sem prófessor
Henrik Stang frá Danmarks Tekn-
iske Universitet flytur, mun hann
gera grein fyrir ákveðnum þáttum í
þessu sambandi.
Menntun og starfsmenntun þeirra
sem vinna í steypugeiranum hefur
stundum verið umtöluð hér á landi.
Þá hefur Steinsteypufélagið fengið
Þorvald Nóason, verkfræðing frá
norska Steinsteypufélaginu, til að
koma og fræða ráðstefnugesti um
hvernig Norðmenn hafa tekið á
þessum málum.
Auk þessara erinda verða flutt er-
indi um nokkur rannsóknarverkefni.
Má þar nefna erindi Rögnvalds
Gíslasonar, verkfræðings hjá Rann-
sóknarstofnun byggingariðnaðarins,
um raka í hefðbundnum steinsteypt-
um útveggjum. Guðni Jónsson,
verkfræðingur hjá Rb, flytur erindi
um rýrnunarvara til varnar
sprungumyndunar í steinsteypu, en
slík efni hafa komið fram á allra síð-
ustu árum.
Vélunninn sandur er heiti á erindi
dr. Börge Wigum hjá verkfræðistof-
unni ERGO. Í erindinu mun hann
m.a. fjallað um áhrif unnins sands í
sjálfútleggjandi steypu.
Í byggingareglugerð frá 1998
voru settar fram auknar kröfur um
hljóðvist í fjölbýlishúsum, sem kalla
á nýjar og breyttar byggingaaðferð-
ir. Steindór Guðmundsson, verk-
fræðingur hjá Rb, mun fjalla um
hvaða áhrif þessar kröfur hafa á
hefðbundnar byggingaaðferðir og
auk þess kynna niðurstöður athug-
ana á steypt fljótandi gólf o.fl.
Flotfræði (rheology) er fræði-
greinin um formbreytingu efna und-
ir álagi. Notkun hennar fer sívax-
andi í heiminum m.a. við gerð
hástyrkleika- og sjálfútleggjandi
steypu. Dr. Ólafur Wallevik verk-
fræðingur hjá Rb er án nokkurs
vafa í fremstu röð í heiminum varð-
andi þróun steinsteyputækninnar.
Ólafur mun í erindi sínu gefa okkur
innsýn í flotfræðina og möguleika
hennar.
Í lok Steinsteypudags mun Óskar
Valdemarsson, forstjóri Fram-
kvæmdasýslu ríkisins, segja frá
stækkun flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar. Fjallað verður um aðdrag-
anda og forsendur stækkunar á
FLE, verkefnisstjórnun, burðar-
virki og skipulag byggingarinnar og
ráðstafanir vegna þátttöku Íslands í
Schengensamkomulaginu.
Eins og ætíð er ráðstefnan opin
öllum áhugamönnum um stein-
steypu. Þátttökugjaldi er stillt í hóf
og er aðeins 12.000 krónur og er
innifalið í því: Ráðstefnugögn, fjöl-
rituð í möppu, hádegisverður og
kaffiveitingar og veitingar í lok
Steinsteypudags
Hægt er að tilkynna þátttöku með
tölvupósti til steypais@mmedia.is.
Fjölmörg erindi um
ýmsar rannsóknir
Steinsteypudagur 2001