Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ari Birgir Páls-son fæddist á Sauðárkróki 8. mars 1934. Hann lést á heimili sínu 4. febrú- ar síðastliðinn. Ari bjó fyrstu 17 ár sín í Langadal, A-Hún, bæði á Móbergi og Glaumbæ. Foreldrar Ara voru Ósk Guð- rún Aradóttir frá Móbergi, Langadal og Páll H. Árnason frá Geitaskarði, Langadal. Ari flutti til Vestmannaeyja 17 ára með foreldrum sínum og tveimur bræðrum, þeim Árna Ás- grími sem kvæntur er Lindu Gústafsdóttur, eiga þau þrjú börn, og Hildari Jóhanni. Ari var kvæntur Rebekku Ósk- arsdóttur, en hún lést 26. október 1971. Þau áttu þrjú börn: Ósk Guðrúnu, sem á soninn Ólaf Birgi; Óskar Val- garð, hann á tvær dætur, Helgu Krist- ínu og Sigurbjörgu, og Guðnýju Elvu sem gift er Héðni Hákonarsyni og eiga þau tvær dæt- ur, Rebekku og Unni. Ari og Rebekka hófu búskap sinn í Stakkholti í Vest- mannaeyjum en fluttu svo í Uppsali þar sem Ari bjó þar til hann lést. Ari stundaði sjómennsku á yngri ár- um eftir að hann kom til Eyja, en fór svo út í bifreiðastjórastörf sem hann vann við á meðan kraft- ar entust, bæði í Vestmannaeyj- um og uppi á landi Útför Ara Birgis fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur langar að kveðja þig, elsku pabbi, tengdapabbi og afi, með örfáum orðum þótt erfitt sé að koma þeim á blað. Það er margt sem flýgur um hugann því þær stundir sem við áttum með þér veittu okkur bæði gleði og sorg. Þegar allt var í lagi var gott að koma til þín til Eyja, þú varst til í að hjálpa okkur við það sem þú gast, lána okkur bílinn eða skutla hingað og þangað. En þegar Bakk- us var í heimsókn kvaddi maður eyjarnar með leiða í hjarta yfir því að hann skyldi vera tekinn fram yfir okkur, en þessi sjúkdómur, alkóhólismi, virðist vera öllu yf- irsterkari. En í minningunni varstu góður faðir og afi þrátt fyr- ir þessi veikindi og þú áttir alltaf hlut í hjarta okkar og barnabörn þín sjá nú á bak góðum afa og vini. Þú komst líka oft til Reykjavík- ur til okkar í heimsókn, bæði þeg- ar þú varst að vitja lækna vegna annarra sjúkdóma sem þú þurftir að berjast við og líka þegar þú komst bara í heimsókn, þá naut maður þess að fá að hafa þig hjá sér. Vestmannaeyjar voru þér mjög hjartfólgnar og þar leið þér best og þú vildir helst hvergi annars- staðar vera. Þrátt fyrir að börn þín og barnabörn væru flutt til Reykjavíkur var ekki möguleiki að fá þig til að flytja þig um set. Þú áttir líka góða að í Eyjum en Guðný við hliðina og dóttir hennar Ármey sem kallaði þig alltaf afa voru þér ómetanlegar vinkonur og nágrannar. Ekki má gleyma Gústa litla sem var þér góður vinur og reyndist þér mjög vel. Þau missa nú góðan nágranna og vin. Það hefði verið gaman ef tónlist- arhæfileikar þínir hefðu fengið að njóta sín betur, það var sama hvaða hljóðfæri var á staðnum, þú gast spilað á þau öll. Og ef gott djasslag kom í útvarpinu þá gleymdir þú stað og stund enda átti djassinn hug þinn allan. Enda voru djassuppákomur þín besta skemmtun og á þeim hlóðstu oft batteríin því hægt var að sjá gleðina sem geislaði frá þér er þú ræddir um þær. Eftir að við keyptum sumarbú- staðinn á Þingvöllum var gaman að sjá hvað þú hafðir gaman af því að geta rétt okkur hjálparhönd við að dytta að honum enda undirðu þér vel svo dögum skipti einsamall fyrir austan þar sem þú vissir að þetta yrði kannski framtíðarstaður þar sem fölskyldan gæti hist með börnin. Eftir að þú misstir mömmu og ömmu aðeins þrítuga að aldri árið 1971 var sem slokknað hefði að einhverju leyti lífsneisti þinn enda jafnaðirðu þig aldrei eftir fráfall hennar. Því miður leitaði sjúkur hugur eftir það oft á náðir Bakk- usar og svo fór með þig einsog margan góðan manninn að sjúk- dómur þessi dró þig út úr hinu al- menna daglega lífi oft og tíðum og markaði djúp spor í líf þitt og sam- skipti við þína nánustu. Hvað sem á bjátaði stóðu þér alltaf margar dyr opnar en það er með þetta eins og trúna að það er eingöngu hægt að opna dyrnar að hjálpinni og lausninni öðrum megin. Það skref er mörgum erfitt að taka en handan þessara dyra er mikil hjálp, kærleikur og ást. En nú ert þú kominn á góðan stað þar sem við vitum að þér líður vel, hjá konu þinni og foreldrum. Við söknum þín en vitum að við hittum þig öll þegar okkar tími kemur. Guð geymi þig og varðveiti. Þín börn, tengdabörn og barnabörn. Elsku pabbi, fráfall þitt kom okkur í opna skjöldu því þú hafðir nýverið verið í rannsóknum hér fyrir sunnan og allt virtist í himna lagi. En svona er lífið, við vitum aldrei hvenær kallið kemur. Við áttum margt eftir að gera og ég var loksins farin að nálgast þig eftir leið sem ég vildi óska að þú hefðir ekki skilið við á sínum tíma þegar þú hafðir fundið hana. En þessi leið er trúin. Við áttum sam- an eitthvert það eftirminnilegasta spjall sem ég man eftir sl. að- fangadagskvöld en þá sagðir þú mér að þú hefðir gengið veg trú- arinnar í alllangan tíma eftir að þú fórst í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir nokkrum árum og fórst síðan í kjölfarið að vinna þar og lentir í því að stýra samkomum og þannig verið sjálfur í að miðla trúnni og hjálpa öðrum. Þessu lýstir þú á þann veg að þér líkaði þetta vel og hefðir alveg getað hugsað þér að ganga veg trúarinnar og meira að segja hugleitt það að taka skírn. Mikil Guðsblessun hefði það nú orðið. Þetta voru mér mikilvæg orð því þessa hlið hafðir þú ekki sýnt af þér gagnvart mér áður. En því miður þá höfðu önnur öfl betur í baráttunni um þína sál. Einnig ræddum við það í fyrsta skipti að móðir mín hafði líka tekið nokkur skref í þessa átt en hún villtist einnig af leið. En ástæða þess að við fórum að ræða þessi mál var sú að við höfðum farið í kirkju saman fyrr um daginn, aðfangadag, í Fíladelfíu, með Guðrúnu systur og líkaði þér vel við samkomuna en þessi stund verður eftirminnileg og á eftir að bæta upp margar miður skemmtilegar minningar úr fortíðinni. En þú hafðir að geyma góðan mann og í minningunni eru líka góðar stundir en ósjaldan minntist þú á svaðilför þá er við fórum á Vinnslustöðvarbílnum eitt sinn í janúar, ég þá 12 ára, til ARI BIRGIR PÁLSSON ✝ Hildur Bjarna-dóttir fæddist í Hveragerði 15. júní 1953. Hún lést á Sjúkrahúsinu í Foss- vogi 4. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Tómasson frá Hellu- dal í Biskupstungum, f. 17. júní 1915, d. 26. ágúst 1993, og Guð- rún Guðmundsdóttir frá Blesastöðum á Skeiðum, f. 17. des- ember 1914, d. 22. mars 1997. Systkini Hildar eru: Tómas, f. 14. janúar 1939, d. 13. mars 1996; Óskar, f. 7. mars 1940, d. 31. desember 1961; Guðmundur, f. 2. febrúar 1942; Kristín, f. 29. júní 1943, d. 15. október 1993; Stein- unn, f. 20. mars 1945, maki Ingi Sæ- mundsson; Haf- steinn, f. 20. ágúst 1950, maki Valdís Steingrímsdóttir; Birgir, f. 15. júní 1953; Guðrún, f. 14. júlí 1955, maki Jón- as Helgason; Kol- brún, f. 12. júlí 1958, maki Morten Otte- sen; Björk, f. 12. júlí 1958, maki Sigurjón St. Björnsson. Útför Hildar verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þig faðmi liðinn friður guðs og fái verðug laun þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ljóss og lífs oss lýsa gegnum tár. Vér munum þína högu hönd og hetjulega dug, og ríkan samhug, sanna tryggð og sannan öðlingshug. Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt, og bjart um nafn þitt er. Og vertu um eilífð ætíð sæl ! Vér aldrei gleymum þér. (Jón Trausti.) Í dag kveðjum við með söknuði kæra vinkonu okkar, Hildi Bjarna- dóttur. Árið 1982 flutti Hildur á sam- býlið að Árvegi 8 á Selfossi og bjó hún þar til dauðadags. Hildur fékk lausn frá þessu lífi og veikindum sínum aðfaranótt sunnudagsins 4. febrúar. Þeirri líkn getum við, vin- ir hennar, fagnað nú meðan sorg og eftirsjá blandast öllum kærum minningum sem við eigum um hana. Sorgin og gleðin eru systur og enginn getur glaðst af hjarta nema sá sem hefur kynnst sorg- inni, stendur einhversstaðar. Hild- ur var einstaklega sterkur per- sónuleiki og vissi ávallt hvað hún vildi, hvort sem hún var við leik eða störf. Vildi hafa allt í röð og reglu enda mjög snyrtileg. Hún hafði yndi af mörgu svo sem hann- yrðum, söng, ættfræði og börnum svo eitthvað sé nefnt. Hildur kemur úr stórum systk- inahóp og var fjölskyldan henni eitt og allt. Hún átti margar og góðar minningar frá æskuheimil- inu sínu í Hveragerði og var hugur hennar oft þar . „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og þeirra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Jerri Fernandez.) Með þessum fáu orðum viljum við þakka Hildi samfylgdina. Systkinum hennar og fjölskyldum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi björt minning um góða konu styrkja ykkur á stund saknaðar og sorgar. Bessuð sé minning hennar. Jón Sæmundur, Haraldur, Guðmundur Karl, Baldvin, Kristín Þóra, Anna, Hulda, Hrafnhildur, Inga Dóra, Guðrún, Ingveldur Hafdís, Svanhildur, Margrét Auður og Svava. Það er hætt við að margur telji að þegar fatlaður einstaklingur kveður þennan heim sé ekki efni til langra minningaskrifa. Hvorki verði talin upp starfsheiti né tí- undaðar virðingarstöður í sam- félaginu. Það má til sanns vegar færa, en það er bara oftast af svo mörgu öðru að taka. Það á svo sannarlega við Hildi Bjarnadóttur að margs er að minnast, allt frá bernskudögum í Hveragerði til síðustu ára á sambýlinu á Árveg- inum á Selfossi. Hildur ólst upp hjá foreldrum sínum í Hveragerði ásamt tíu systkinum sínum. Þrátt fyrir fötlun sína gekk hún í grunnskóla nokkra vetur. Með hjálp góðra manna lærði hún með- al annars að lesa og átti það löngum eftir að stytta henni stund- ir síðar meir á ævinni. Eftir stutta dvöl á Sólheimum í Grímsnesi og Skálatúni fluttist Hildur árið 1982 ásamt Stínu systur sinni á nýstofn- að sambýli fyrir fatlaða á Árvegi 8 á Selfossi þar sem hún bjó til ævi- loka. Naut hún þar einstakrar um- hyggju og aðstoðar, ekki síst á síð- ustu árum þegar veikindi tóku sí- fellt stærri toll af þreki hennar. Hildur var alla tíð tengd Hvera- gerði sterkum taugum og þótt hún byggi lengst af ævinnar á öðrum stöðum var Hveragerði ávallt „heim“ í hennar huga. Fátt vissi hún betra en þegar einhver kom í heimsókn og fór með hana í bíltúr í Hveragerði, ræddi um gamla daga og rifjaði upp sögur af frændfólki og vinum yfir kaffibolla í Eden. Var hún lengst af minnug á fólk og löngu liðna atburði og gaf hvergi eftir í samræðum þótt ein- hver teldi sig muna betur. Það átti raunar löngum við að hún gaf hvergi eftir í sínum mál- flutningi og var ekki auðsnúið eftir að hún hafði markað sína stefnu. Í öllum ferðum í Hveragerði voru það fastir liðir að koma við í ein- hverri gróðrarstöðinni og kaupa grænmeti til þess að hafa með sér heim og gefa sambýlisfólki sínu. Raunar voru gjafmildi Hildar lítil takmörk sett og fór hún helst aldrei af bæ án þess að fullvissa sig um að hún hefði meðferðis næga fjármuni til þess að kaupa gjafir handa systkinum sínum. Gilti þá einu hvort skroppið var í kaffi í Hveragerði eða haldið í or- lofsferð til útlanda. Að lokum viljum við færa starfs- fólki á Árvegi 8 sérstakar þakkir fyrir að búa Hildi notalegt heimili í öll þessi ár. Einnig viljum við þakka læknum og hjúkrunarfólki á Sjúkrahúsinu í Fossvogi frábæra umönnun síðustu vikur. „Hve langt sem er milli okkar og hversu mjög sem lífið hefur breytt okkur, þá eru tengsl okkar órjúfanleg. Þú verður alltaf sér- stakur hluti af lífi okkar.“ (For- málsorð bókarinnar „Alveg einstök systir“ eftir Pam Brown, þýðing: Óskar Ingimarsson.) Guðrún, Kolbrún og Björk. Elsku Hildur. Um huga minn streyma minningar um þig. Efst í huga mér er minningin um það hvað þú varst alltaf glettin og dug- leg að takast á við lífið og hvað þú hafðir mikla ánægju af því að fylgjast með því sem var að gerast í kringum þig. Aldrei kvartaðir þú, þótt þú hefðir átt við mikla vanheilsu að stríða allt þitt líf. En nú er þessu jarðneska lífi þínu lokið og nýtt og betra líf hef- ur tekið við hjá þér. Nú ert þú komin til foreldra þinna og systk- ina, Tomma, Óskars og Stínu, þar sem engar þjáningar eru til og eilíf birta ríkir. Hildur mín. Þakka þér fyrir allt. Minningin um þig mun lifa innra með mér. Einhvern tíma munum við hittast aftur. Ég vil kveðja þig með eftirfar- andi ljóði: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég votta eftirlifandi systkinum og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Megi guð veita ykkur styrk á þessum erfiðu tímamótum. Bryndís Jónsdóttir. Elsku Hildur. Í dag kveðjum við þig vinnufélagarnir á Vinnustof- unni. Þín verður sárt saknað en við eigum góðar minningar um þitt góða skap, dugnaðinn og alla kæt- ina sem þú vaktir oft hjá okkur með þinni léttu lund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guði þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Við þökkum Guði fyrir öll árin sem við fengum að eiga með þér, Hildur. Guð blessi þig og veri með þínum nánustu. Allir á Vinnustofunni á Selfossi. HILDUR BJARNADÓTTIR EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.