Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 56
UMRÆÐAN
56 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í LEIÐARA Morg-
unblaðsins sunnudag-
inn 4. febrúar sl. sem
ber heitið „Staða aldr-
aðra kvenna“ er m.a
fjallað um skýringar á
verri efnalegri stöðu
kvenna á ellilífeyris-
aldri en karla. Ein
skýringin snýr að líf-
eyrissjóðum og segir í
leiðaranum: „Þá var
sú breyting gerð á
makabótum lífeyris-
sjóðanna fyrir nokkr-
um árum, að þær eru
aðeins greiddar fyrstu
þrjú árin og hálfar
næstu tvö ár. Þetta
var grundvallarbreyting á starf-
semi lífeyrissjóða og var rökstudd
með aukinni atvinnuþátttöku
kvenna og eigin aðild þeirra að líf-
eyrissjóði.“
Þessi skýring á við um flesta líf-
eyrissjóði, en ekki alla. Lífeyris-
sjóður verkfræðinga hefur gengið
skemmra í skerðingu makalífeyris
en flestir aðrir sjóðir og því getur
maki látins sjóðfélaga öðlast lífeyr-
isrétt að nýju við 67 ára aldur, eins
og nánar er lýst hér á eftir.
Breytingar á makalífeyri hafa
einkum orðið í tveimur lotum:
Í kjölfar skýrslu svonefndrar 17
manna nefndar um framtíðarskipan
lífeyrissjóða, sem birt var undir lok
níunda áratugarins og leiddi m.a. til
þess að lagt var fram stjórnarfrum-
varp um lífeyrissjóði, ákváðu marg-
ir sjóðir að skerða makabætur, m.a.
með þeim rökstuðningi sem vísað
er til í leiðaranum. Líf-
eyrissjóður verkfræð-
inga skerti þá maka-
bætur, en gekk
skemmra en ýmsir
aðrir sjóðir og ákvað
jafnframt að hækka
ellilífeyri og barnalíf-
eyri í staðinn.
Í kjölfar laga um
starfsemi lífeyrissjóða
sem sett voru í árslok
1997 urðu margir líf-
eyrissjóðir að gera
veigamiklar breyting-
ar á reglum sínum,
ekki síst á trygginga-
reglum, þar sem eignir
þeirra nægðu ekki að
óbreyttu til að mæta nýjum kröfum
laganna. Við þá endurskoðun var
staða Lífeyrissjóðs verkfræðinga
mjög sterk og var ákveðið að hrófla
ekki við makalífeyrisrétti í sjóðn-
um, heldur lögð áhersla á að vera
áfram í fremstu röð hvað makalíf-
eyri áhrærði.
Maki öðlast lífeyrisrétt við fráfall
sjóðfélaga, annars vegar tímabund-
inn rétt í minnst 24 mánuði og hins
vegar rétt frá 67 ára aldri. Í stuttu
máli má lýsa þessum rétti svo:
Makalífeyrir er greiddur til
maka látins sjóðfélaga í minnst
24 mánuði og lengur ef eitt af eft-
irfarandi skilyrðum er uppfyllt:
1. Makinn er fæddur fyrir 1940
2. Yngsta barn sjóðfélaga er
yngra en 19 ára
3. Makinn er 50% öryrki
Makalífeyrir getur fallið niður
eftir tvö ár hafi maki ekki náð 67
ára aldri.
Við 67 ára aldur maka látins
sjóðfélaga öðlast hann á ný rétt
til makalífeyris, enda hafi maka-
lífeyrir fallið niður áður og mak-
inn ekki gengið í hjónaband á ný.
Þessi lífeyrisréttur helst til ævi-
loka nema maki sjóðfélaga gangi
í hjónaband á ný.
Slíkan makalífeyrisrétt frá 67 ára
aldri er almennt ekki að finna í öðr-
um lífeyrissjóðum. Sú gagnrýni
hefur verið höfð í frammi gegn
samtryggingarsjóðum að inneign í
þeim erfist ekki. Hún á ekki við að
þessu leyti um Lífeyrissjóð verk-
fræðinga.
Það skal tekið fram að enginn
greinarmunur er gerður á kynjum.
Sömu reglur gilda hvort sem mak-
inn er karl eða kona.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu sjóðsins: www.lifsverk.is.
Makalífeyrir og staða
aldraðra kvenna
Stefán
Halldórsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Lífeyrissjóðs verkfræðinga.
Lífeyrissjóðir
Lífeyrissjóður verk-
fræðinga, segir Stefán
Halldórsson, hefur
gengið skemmra í
skerðingu makalífeyris
en flestir aðrir sjóðir.
ÁGÚST Dalkvist er
stórorður um ýmislegt
er snýr að fyrirhuguðu
tilraunaverkefni með
íslenskar mjólkurkýr
og kýr af erlendum
stofni í grein sinni í
Mbl. 7. febrúar sl.
Markmið tilraunarinn-
ar er að öðlast þekk-
ingu á því hvernig hið
innflutta kyn reynist
við íslenskar aðstæður
og hvort íslenskir kúa-
bændur eigi möguleika
á að bæta afkomu sína
með því að kynbæta ís-
lenska kúastofninn
með umræddu kúa-
kyni.
Áhugaverð
tilraun
Í mjólkurframleiðslu eins og í
öðrum atvinnurekstri skiptir það
miklu máli að sem mest velta sé á
hverja einingu í föstum kostnaði.
Því hefur kynbótastarf og bætt fóð-
urverkun og fóðrun stefnt í þá átt
undangengna áratugi að auka nyt-
hæð íslenskra kúa.
Vegna smæðar íslenska kúa-
stofnsins, eru erfðaframfarirnar
mun hægari en gerist hjá kúabænd-
um nágrannaþjóðanna, og er sá
munur að aukast ár frá ári. Nærri
lætur að kynbótaframfarir í naut-
griparækt á Íslandi geti að hámarki
orðið 70–80% af kynbótaframförum
í nágrannalöndum okkar ef ein-
göngu er kynbætt fyrir einum eig-
inleika, en munurinn er enn meiri
þegar samtímis er lögð áhersla á
fleiri eiginleika. Kúabændur í öllum
nálægum löndum hafa brugðist við
með því að þjappa sér saman og
stækka ræktunarhópana.
Umsókn um leyfi til tilraunainn-
flutnings var send 31.mars 1998,
eftir langa umfjöllun á vegum sam-
taka bænda. Umsóknin var til um-
fjöllunar á vegum landbúnaðarráðu-
neytisins í 31 mánuð. Af þeim tíma
fór eðlilega verulegur hluti í könn-
um fagfólks á heilbrigðisástandi
nautgripa í Noregi. Því til viðbótar
leitaði landbúnaðarráðherra álits
fagstofnana s.s. Landbúnaðarhá-
skólans á Hvanneyri, Hagþjónustu
landbúnaðarins og Rannsóknastofn-
unar landbúnaðarins. Einnig skip-
aði hann sérstakan starfshóp, þar
sem fulltrúi landlæknis átti sæti, til
að fjalla um mjólkurgæði eins og
þau mál tengdust þessu verkefni.
Niðurstöður allra þessara álits-
gerða voru einróma á þann veg að í
tilrauninni fælust engar hættur en
hún væri líkleg til að gefa mikla og
gagnlega þekkingu. Má fullyrða að
engin rannsóknaverkefni í landbún-
aði hafi verið betur studd faglegum
og vísindalegum rökum en þessi til-
raun.
Fósturvísar
taldir öruggir
Á vísindavef Háskóla Íslands er
að finna svar Ástríðar Pálsdóttur,
lífefnafræðings við Tilraunastöð
Háskóla Íslands í meinafræði að
Keldum, við spurningu Kristjáns
Geirssonar um kúariðu. Í greininni
segir Ástríður m.a.:
,,Kúariðan smitast eingöngu með
fóðri sem inniheldur sláturafurðir af
nautgripum.“
Sami skilningur virtist einróma
ríkjandi á fundi sem haldinn var á
Selfossi 10. október sl., en þann
fund sátu m.a. dýralæknarnir
Brynjólfur Sandholt, Grétar Hrafn
Harðarson, Halldór Runólfsson,
Ólafur Valsson og Sigurður Sigurð-
arson.
Hinar almennu reglur einstakra
þjóðlanda hvað varðar viðbrögð
vegna kúariðu munu byggjast á
þessum skilningi á sjúkdómnum og
smitleiðum hans. Af lestri blaðavið-
tala og eftir fund með Margréti
Guðnadóttur, er mér ljóst að hún
hefur annan skilning á sjúkdómnum
kúariðu, eða telur að
minnsta kosti ótíma-
bært að fullyrða að
eðli hans sé með þeim
hætti sem fram kemur
í grein Ástríðar Páls-
dóttur.
Í ljósi þess að:
Kúariða hefur ekki
komið upp í Noregi.
Í fyrirhuguðu til-
raunaverkefni er
hægt að skoða heila
þeirra kúa er gefa
fósturvísana, og
heila þeirra gripa er
vaxa upp af fóstur-
vísunum áður en af-
kvæmi eru flutt til
lands, eru engin efni til að óttast
að kúariða geti borist með um-
ræddum fósturvísum.
Það er grunnforsenda aðildar
Landssambands kúabænda að
þessu verkefni að ekki er talið að
því fylgi áhætta fyrir íslenska naut-
griparækt. Væri um eitthvað slíkt
að ræða hefði leyfi til verkefnisins
að sjálfsögðu heldur ekki verið veitt
31.október sl.
Félagsleg
meðferð málsins
Nú er nýlokið fulltrúafundi
Landssambands kúabænda. Á fund-
inum var eftirfarandi tillaga sam-
þykkt með 26 samhljóða atkvæðum:
,,Fulltrúafundur Landssambands
kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 6.
febrúar 2001, ákveður fyrir sitt leyti
að tilraunaverkefni með NRF-kúa-
kynið verði frestað eftir að töku
fósturvísa í Noregi lýkur.
Jafnframt ákveður fundurinn að
áður en fósturvísarnir verða settir í
kýr í Hrísey, fari fram atkvæða-
greiðsla meðal mjólkurframleiðenda
um framhald verkefnisins. Stjórn
Landssambands kúabænda vinni
tillögur um tímasetningu og form á
atkvæðagreiðslu fyrir næsta aðal-
fund LK.
Þá leggur fundurinn áherslu á
góða kynningu á tilgangi og mark-
miðum tilraunarinnar og því hversu
takmörkuð hún er’’.
Ástæða þess að í tillögunni er tal-
að um fyrir sitt leyti, er sú að Bún-
aðarþing, sem er fulltrúafundur
Bændasamtaka Íslands, á eftir að
fjalla um málið, en Bændasamtök
Íslands og Landssamband kúa-
bænda sóttu sameiginlega um leyfi
til að framkvæma umrædda tilraun.
Í þessari atkvæðagreiðslu verður
að sjálfsögðu kosið um aðild Lands-
sambands kúabænda og væntanlega
einnig Bændasamtaka Íslands, að
umræddu verkefni. Kosningin hefur
ekkert með kynbætur og kúakyn að
gera, enda er það á valdi hvers kúa-
bónda að ákveða hvaða gripi hann
ræktar, einn eða í félagi með öðr-
um.
Ástæða frestunar er sú úlfúð sem
er nú um verkefnið og gerir að
verkum að ekki er varlegt að halda
óbreyttri áætlun.
Með skoðanakönnuninni 1997 var
málið sett í almenna umfjöllun kúa-
bænda og úr þeim álitamálum sem
uppi eru, verður að skera með al-
mennri atkvæðagreiðslu meðal
þeirra áður en fósturvísar verða
fluttir til Hríseyjar. Hvenær sú at-
kvæðagreiðsla fer fram er ekki ljóst
nú.
Þórólfur
Sveinsson
Höfundur er formaður
Landssambands kúabænda.
Mjólkurkýr
Erfðaframfarirnar, seg-
ir Þórólfur Sveinsson,
eru mun hægari en ger-
ist hjá kúabændum
nágrannaþjóðanna.
Markmiðið er að
öðlast þekkingu