Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALA! Plymouth Breeze árgerð 1999  4cyl 2,5 150 hö.  Ljós að lit  Ekinn 48 þús km.  Sjálfskiptur  Loftpúðar  Fjarræsibúnaður o.fl.. Listaverð 1.900 þ. kr. Aðeins 1.400 þ. kr. stgr. Upplýsingar í síma 695 9362 - Hægt að fá allt að 70% bílalán Medea aftur í Iðnó AUKASÝNINGAR á Medeu eftir Evrípídes verða fimmtudaginn 22., föstudaginn 23., laugardaginn 24. og sunnudaginn 25. febrúar í Iðnó. Það er leikfélagið Fljúgandi Fiskar sem sýnir þessa nýju leikgerð á gríska harmleiknum í leikstjórn Hilmars Oddssonar. Medea var frumsýnd 17. nóvem- ber. Uppsetningin er nýstárleg, not- ast er við margmiðlun þar sem kvik- mynd, ljós og leikur mynda heild og tónlist hins breska Jonathans Coop- er leikur þar stórt hlutverk. Jonath- an leikur einnig lifandi tónlist í sýn- ingunni. Leikarar eru Þórey Sigþórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Námskeið um söngleik Í TILEFNI af sýningu Þjóð- leikhússins á söngleiknum Sing- in’ in the Rain eða Syngjandi í rigningunni standa Endur- menntunarstofnun HÍ og Þjóð- leikhúsið fyrir kvöldnámskeiði fyrir almenning um söngleiki. Á námskeiðinu, sem hefst 20. febrúar, verður rakin saga söngleikja og sérstök áhersla lögð á blómaskeið þeirra í Bandaríkjunum. Þá verða ís- lenskir söngleikir gaumgæfðir og söngleikurinn skoðaður sem leiklistarform. Þátttakendur á námskeiðinu fara í heimsókn í Þjóðleikhúsið og fylgjast með dans-, söng- og leikæfingum á Syngjandi í rigningunni. Þeir sjá svo sýninguna fullbúna stuttu fyrir frumsýningu og spjalla við aðstandendur sýning- arinnar. Melkorka Tekla Ólafsdóttir leiklistarráðunautur hefur um- sjón með námskeiðinu, en kenn- arar eru Stefán Baldursson leik- hússtjóri, Árni Blandon Einarsson og Karl Ágúst Úlfs- son. Síðustu sýningar Iðnó – Sýnd veiði Síðasta sýning á leikritinu Sýnd veiði verður í Iðnó föstudaginn 16. febrúar. Leikritið segir frá fernum hjónum í bandarískum smábæ sem hafa hist einu sinni í mánuði í 18 ár og borðað saman kvöldverð. Leikarar eru Edda Björgvinsdótt- ir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Rósa Guðný Þórsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Eyvindur Karlsson og Ragnar Hansson. Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljóm- sveitar áhugamanna á morgun verður frumfluttur nýr íslenskur orgelkonsert eftir Hildigunni Rún- arsdóttur. Tónleikarnir eru þeir fjórðu á starfsári sveitarinnar og hefjast í Neskirkju við Hagatorg kl. 17. Stjórnandi er Ingvar Jónasson og einleikari á orgel er Lenka Mát- éová. Auk konsertsins er á efnis- skránni sinfónía nr. 4 eftir Beeth- oven. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur starfað frá árinu 1990. Ingvar Jónasson er einn af aðalhvatamönn- um hennar en hann á að baki lang- an og farsælan tónlistarferil. Sveit- in var stofnuð í kjölfar heimkomu Ingvars frá Svíþjóð en rík hefð er fyrir áhugamannahljómsveitum af þessu tagi á hinum Norðurlönd- unum. „Sveitina skipar fyrst og fremst fólk sem hefur lært mikið í tónlist, jafnvel útskrifast úr tónlist- arskóla en ákveðið að leggja hana ekki fyrir sig,“ segir Hildigunnur Rúnarsdóttir, höfundur hins nýja orgelkonserts, en hún hefur starfað með sveitinni um árabil. „Þannig er í sveitinni fólk úr öllum mögulegum stéttum. Það eru tónlistarkennarar, lögfræðingar, jarðeðlisfræðingar, tölvufólk og fólk héðan og þaðan.“ Hildigunnur segir starf sveitarinnar hafa eflst mjög á þeim rúmlega tíu árum sem hún hefur starfað, hljóm- svetin sé mjög virk og hafi hlotið góðar umsagnir í kjölfar afmæl- istónleika sinna á síðasta ári. Vísanir í ólík tímabil Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur þrisvar áður frumflutt verk eftir Hildigunni. Nýi orgelkonsert- inn er saminn fyrir orgel, strengi og slagverk og tekur um tuttugu mínútur í flutningi. „Þetta er eig- inlega uppgjör við árþúsundið,“ segir Hildigunnur. „Fyrsti kaflinn er vísun í barokktímabilið, þetta er fúgukafli sem er engu að síður nokkuð frjálsari í formi en ströng- ustu fúgur. Þar leik ég mér með eitt aðalstef. Annar kafli er í són- ötuformi. Þar er vísun í klassíska tímabilið, en tónskáld þess tímabils notuðu sónötuformið mikið. Síðasti kaflinn er nær okkar tíma. Hann er frjáls fantasía með hröðum kafla í 5/8, takti sem ekki var farið að nota fyrr en á síðustu öld.“ Hildigunnur segist þó ekki notast við klassískt tónmál í verkinu. „Ég nota mitt eig- ið tónmál, enda liggur vísunin fyrst og fremst í forminu.“ Hildigunnur stundaði tónlistar- nám í Reykjavík, Hamborg og Kaupmannahöfn og starfar við tón- listarkennslu og tónsmíðar. Hún leikur á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og er auk þess með- limur í sönghópnum Hljómeyki. Hildigunnur hefur samið fjölda tón- verka, með áherslu á kórverk og sönglög, m.a. fyrir Hamrahlíðarkór- inn. Nýtt orgelverk frumflutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna „Uppgjör við árþúsundið“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hildigunnur Rúnarsdóttir ásamt syni sínum, Finni Jónssyni. ØKSNEHALLEN er steinsnar frá Aðaljárnbrautastöðinni og bókamess- an var haldin í rúmgóðum húsakynn- um, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Þarna sýndu ýmis útgáfufyr- irtæki Norðurlanda bækur höfunda sinna. Höfundar, útgefendur og um- boðsmenn með alls 70 sýningabúðir, gáfu gestum upplýsingabæklinga, lesið var upp úr bókum, sungið og leikið á stóra sviðinu og Pjerrot, þekktur danskur trúður, skemmti. Stjórnendur messunnar buðu ein- um íslenskum höfundi, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, þátttöku til kynningar á eigin verkum. Við Pala- vertréð (þorpstréð, frétta- og sam- komustaður í afrískum bæjum) las Kristín Helga danska þýðingu á kafla úr nýjustu bókinni sinni „Mói hrekk- jusvín“. Að loknum lestri og kynningu annarra bóka, varð hún við þeirri beiðni eins hlustand- ans að lesa eitthvað upp á íslensku. Að því loknu sagði áheyrand- inn, að hann hefði skil- ið heilmikið, þótt hann kynni ekki málið. Berlingske Tidende gaf út sérblað, „Læse- føllet,“ með upplýsing- um um útgáfu og lest- ur barnabóka. Fyrir 100 árum var fólk í vafa um hve hollt það væri börnum að lesa fagurbókmenntir. Næsta stig efagirninn- ar var óttinn við, að barnabækur væru of léttvægar. Þá kom tímabil uppeldis- fræðilegs raunsæis, sem ætlaði allt að drepa úr leiðindum. Í dag óttast sum- ir samkeppni við rafeindabúnað hvers konar. – Deyr bókin meðan börnin eru að leika sér á veraldarvefnum? – spyrja margir. Danski prófessorinn í barnabókafræðum, Torben Wein- reich, segir, að engin hætta sé á ferð- um, m.a. vegna þess að Norðrið eigi framúrskarandi góða barnabókahöf- unda. Messan var lifandi dæmi þessa. Nánari upplýsingar: www.berl- ingske.dk Þetta var fyrst og fremst kynning- armessa, en auk þess voru bækur til sölu fyrir ótrúlega lágt verð. Ýmis forlög höfðu hannað smekklegar búð- ir. Meðal þeirra var fær- eyska „Bokadeild Før- oyafelags“ sem hefur látið þýða og gefið út margar bækur eftir Guð- rúnu Helgadóttur. Spurning er hve margar færeyskar bækur hafa verið þýddar og gefnar út á Íslandi. Svíar kunna kynningarlistina betur en margir aðrir og þeirra búð var stór og ríkuleg. Aðalfulltrúi þeirra var bókmenntafræðingurinn Inger Norberg frá Svenska Barnboksinstitutet í Stokk- hólmi. Hún sýndi íslenska þátttak- andanum mikla athygli. Finnar voru með glæsilega búð á staðnum, en bæði íslenskrar og norskrar búðar var saknað. Þó sendi Mál og menning fulltrúa sinn Sigþrúði Gunnarsdóttur á messuna og það bætti töluvert úr skák. Bókakynningarfyrirtækið „Bog- mekka“ var á staðnum, en tveir ungir menn standa fyrir þeirri nýjung að gefa út fimmblöðung mánaðarlega, sem sýnir forsíður nýrra bóka, verð og upplýsingar um útgefendur. Þeir fjármagna fyrirtækið með auglýsing- um og dreifa blöðungnum á kaffihús, bókasöfn o.fl. Frekari upplýsingar fást á: www. bogmekka. dk og kaupa má bækur hjá þeim á www.bol.com. Sala bóka á Íslandi bendir til þess, að Íslendingar séu meðal mestu lestr- arhesta heims. Gagnkvæm samskipti og þýðingar til og frá „latínu Norð- ursins“ hlýtur að magnast eftir því sem kynningar eflast og hvers konar samskipti auðveldast, sakir hinnar öru samskiptavæðingar. Barnabókin mun halda áfram að liggja undir jólatrénu og koddanum og nútíma samskiptatækni mun efla áhuga manna á því, sem við aðskiljum undir heitinu barnabækur, en sem eru, þegar vel tekst til, í raun og veru frábær andleg næring fyrir hið innra barn á öllum aldri. Barnabókamessa í Kaupmannahöfn Norræna Barnabóka- messan var haldin í ann- að sinn í Øksnehallen í Kaupmannahöfn í byrjun þessa mánaðar. Inga Birna Jónsdóttir var þar. Kristín Helga Gunnarsdóttir Höfundur er lektor. VERKIÐ á myndinni nefnist „Man with Switch,“ sem útleggja má á ís- lensku sem Maður með rofa. Verkið er unnið úr leir og öðrum efnum og er eftir listamanninn Joseph Seigenthaler. Maður með rofa er hluti af sýn- ingunni Árekstur við leir: Lista- menn sem þjóðfélagsgagnrýn- endur, sem þessa dagana stendur yfir í American Craft Museum- safninu í New York. Maður með rofa AP ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.