Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 1
34. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. FEBRÚAR 2001 ÞESSI mynd rússneska ljósmyndarans Júrís Shtúkíns var valin fréttamynd ársins 2000 í al- þjóðlegri samkeppni sem samtökin World Press Photo standa fyrir árlega. Myndin sýnir afleið- ingar sprengjutilræðis í neðanjarðarlestarstöð í Moskvu 8. ágúst. Mynd bandaríska ljósmyndarans Lara Jo Reg- an af fátækri innflytjendafjölskyldu í Texas var valin ljósmynd ársins, en hún var birt í tímarit- inu Life. Alls sendu 3.938 ljósmyndarar frá 121 landi 42.321 mynd í keppnina að þessu sinni. AP Fréttamynd ársins ARIEL Sharon, verðandi forsætis- ráðherra Ísraels, ræddi í gær við Ehud Barak, fráfarandi forsætisráð- herra, og bauð honum embætti varn- armálaráðherra í hugsanlegri þjóð- stjórn þrátt fyrir ágreining þeirra um hvernig koma ætti á friði við Palest- ínumenn. Sharon ræddi einnig við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, í síma og sagði honum að frið- arviðræður gætu ekki hafist nema Palestínumenn hættu uppreisn sinni. Sharon vill griðasamning Ekki var vitað hvernig Barak svar- aði tilboðinu. Ísraelskar útvarps- stöðvar sögðu að Barak hefði sagt Sharon að hann myndi ekki hafa af- skipti af stjórnmálum um hríð eftir að hann lætur af embætti. Arafat hringdi í Sharon í gær og er það í fyrsta sinn sem þeir ræðast við eftir forsætisráðherrakosningarnar í Ísrael á þriðjudaginn var. „Arafat sagði Sharon að hann vildi frið og hefði hug á að hefja friðarviðræður að nýju,“ sagði heimildarmaður á skrif- stofu Sharons. Að sögn heimildarmannsins kvaðst Sharon einnig vilja finna leið til að hefja friðarviðræður og draga úr þjáningum saklausra íbúa sjálfstjórn- arsvæða Palestínumanna. „Skilyrðið er að ofbeldisverkunum verði hætt al- gjörlega,“ hafði heimildarmaðurinn eftir Sharon. Í viðtali, sem dagblaðið Yediot Ahronot birti í gær, kvaðst Sharon vilja gera griðasamning við Palestínu- menn, en ekki formlegan friðarsamn- ing. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti að hann hygðist fara til Miðausturlanda 23. þessa mánaðar. Ísraelskir hermenn skutu 16 ára Palestínumann til bana nálægt byggð gyðinga á Gaza-svæðinu í gær. Einnig kom til skotbardaga milli ísraelskra hermanna og palestínskra byssu- manna í borgunum Ramallah og Hebron á Vesturbakkanum. 27 Pal- estínumenn og belgískur blaðaljós- myndari særðust í Ramallah. Ariel Sharon reynir að ná samkomulagi um þjóðstjórn í Ísrael Býður Barak embætti varnar- málaráðherra Jerúsalem. Reuters, AP. Reuters Ariel Sharon (t.v.) tekur í höndina á Ehud Barak á fundi þeirra í gær. MEIRIHLUTI Færeyinga hyggst greiða atkvæði gegn sjálfstæði Fær- eyja í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem ráðgerð er í maí, ef marka má skoð- anakönnun sem Dimmalætting birti í gær. Könnunin bendir til þess að 51% Færeyinga sé á móti sjálfstæði en 37% séu hlynnt aðskilnaði frá Dan- mörku. 12% höfðu ekki enn gert upp hug sinn. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin í Færeyjum eftir að færeyska land- stjórnin kynnti áform sín um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu 26. maí um þá tillögu sína að eyjarnar lýsi yf- ir sjálfstæði eftir tólf ár. Könnunin bendir einnig til þess að stjórnarflokkarnir myndu missa þingmeirihluta sinn ef kosið væri nú. Afstöðu dönsku stjórnarinnar kennt um Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, sagði að niðurstaða skoðana- könnunarinnar ylli sér miklum von- brigðum. „Augljóst er að þessi niðurstaða stafar af því að danska stjórnin hefur sett spurningarmerki við áætlun okkar,“ sagði Kallsberg í viðtali við færeyska útvarpið. Poul Nyrup Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, hefur lýst því yfir að Danir hætti að veita Færeyj- um fjárhagsaðstoð eftir fjögur ár verði sjálfstæði samþykkt í þjóðarat- kvæðagreiðslunni, ekki eftir tólf ár eins og gert er ráð fyrir í áætlun fær- eysku landstjórnarinnar. Hann vill hins vegar semja um breytingar á lögunum um heimastjórn Færeyja. Joannes Eidesgaard, leiðtogi Jafnaðarflokksins færeyska, sem er í stjórnarandstöðu, segir að niður- staða könnunarinnar komi ekki á óvart því áform landstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu einkenn- ist af ringulreið. Færeyjar Meirihluti andvígur sjálfstæði Þórshöfn. Morgunblaðið. VEIÐISTJÓRAEMBÆTTIÐ norska hefur ekki sótt um leyfi til að nota þyrlur við umdeildar úlfaveiðar sem hefjast eiga í Noregi í dag. Hefur náttúru- verndarráðið þar í landi sagt framkomu stjórnvalda í málinu til skammar og margir hafa lýst veiðiaðferðirnar ólöglegar, þeirra á meðal loftferðaeftirlit- ið, sem segir notkun þyrlna við veiðar stranglega bannaða. Það eru ekki aðeins sjálfar veiðarnar heldur einnig veiði- aðferðirnar sem valda deilum. Fjárbændur segja úlfana leggj- ast á fé og stjórnvöld hafa tekið undir það og leyft veiðar á níu úlfum. Veiðarnar hafa hins veg- ar verið harðlega gagnrýndar erlendis, einkum í Svíþjóð. Noregur Úlfaveið- ar gagn- rýndar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.