Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 26
ÚR VERINU
26 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EKKERT lát er á loðnuveiðinni út af
Vestfjörðum en teikn eru á lofti um
að loðnan fari að gefa sig fyrir austan
land. Hrognafyllingin þar er 12 til
13%, en yfir 13% út af Vestfjörðum.
Stærstur hluti loðnuflotans hefur
verið fyrir vestan land að undan-
förnu og hefur veiðin gengið vel, en
frá því á hádegi á mánudag til hádeg-
is í gær hafði verið tilkynnt um sam-
tals tæplega 50.000 tonna loðnuafla.
700 tonn í kasti
Skipin hafa verið fljót að fylla sig
og t.d. fékk Sighvatur VE um 1.500
tonn á tæplega 12 klukkustundum en
hann var væntanlegur til Vest-
mannaeyja um klukkan tvö í nótt.
Sighvatur kastaði fjórum sinnum
og fékk eitt 700 tonna kast. Hrogna-
fyllingin er um 13% og því fer öll
loðnan í bræðslu en frysting vegna
Japansmarkaðar hefst þegar
hrognafyllingin er 15%.
Á innleið fyrir austan
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun og
leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu
Árna Friðrikssyni, segir að tog-
arasjómenn hafi orðið varir við
aukna loðnu í trolli, fiski og á mælum
á Hvalbakssvæðinu og því hafi leið-
angursmenn haldið þangað í fyrra-
kvöld. Hrygnan á svæðinu hafi
reynst vera með 12 til 13% hrogna-
fyllingu sem bendi til þess að loðnan
sé á leiðinni inn.
Í gær voru lóðningar niðri á 100
faðma dýpi. Súlan EA og Guðrún
Þorkelsdóttir SU gátu þess vegna
lítt athafnað sig með nótina en Beitir
NK fékk eitthvað smávegis í trollið.
„Það eru ákveðin teikn á lofti um að
eitthvað fari að gerast hérna en ekk-
ert er öruggt fyrr en það er í hendi,“
segir Hjálmar.
Svæðið frá Berufjarðaráli vestur
að Breiðamerkurdjúpi hefur líka
verið kannað en Hjálmar segir að
þar hafi ekkert sést. Hins vegar sé
umrædd loðnuganga viðbót við það
sem menn voru að veiða úr áður en
þeir héldu vestur fyrir land.
Ennþá mikil loðnuveiði út af Vestfjörðum
Morgunblaðið/Friðþjófur
Guðmundur Bjarnason, skipstjóri á rannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, fylgist með Hjálmari Vilhjálmssyni,
fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun og leiðangursstjóra, við tölvu í brúnni.
Teikn á lofti um loðnu
fyrir austan land
Í FYRRA seldi SÍF um 3.500
tonn af frystri loðnu til Japans
en nú hefur verið gerður
rammasamningur um sölu á
sex til sjö þúsund tonnum.
Bjarni F. Sölvason, deildar-
stjóri í uppsjávarfiskadeild
SÍF, segir að heildarmagnið
ráðist af stærð loðnunnar, en
fyrstu vísbendingar lofi góðu,
því loðnan nú sé mun stærri en í
fyrra. Þá hafi ekki náðst að
framleiða upp í rammasamn-
inga vegna þess hve loðnan
flokkaðist illa en nú ætti að
ganga betur miðað við fyrstu
upplýsingar. Að sögn Bjarna
var SÍF með um 75% af heild-
arloðnusölu Íslendinga fyrstu
ellefu mánuði nýliðins árs, en
sem fyrr veltur framleiðslan á
þessu stóra ef-i. „Talning á
hrygnum og hrognafylling lofa
góðu og vonandi verður byrjað
að frysta um helgina.“
Meiri
loðna frá
SÍF til
Japans
ÞRIÐJI nemendahópur sjáv-
arútvegsskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna var útskrifaður sl.
fimmtudag. Alls hófu 14 nemendur
nám við skólann í ágúst á síðasta
ári og ljúka þeir allir náminu. Nem-
endurnir koma frá 11 löndum; Úg-
anda, Kenýa, Malaví, Mósambík,
Grænhöfðaeyjum, Gambíu, Kína,
Víetnam, Sri Lanka, Kúbu og
Mexíkó. Sex konur eru í hópnum að
þessu sinni, helmingi fleiri en voru
fyrstu tvö árin. Sjávarútvegsskól-
inn býður upp á 6 mánaða nám fyr-
ir fagfólk í sjávarútvegi frá þróun-
arlöndunum. Til að fá inngöngu
verða nemendur að hafa há-
skólagráðu og minnst tveggja ára
starfsreynslu. Val nemenda miðast
við stöðu þeirra heima fyrir og
framtíðarhlutverk þeirra þar.
Fyrstu sjö vikurnar voru allir nem-
endur saman á námskeiði þar sem
gefið var yfirlit yfir sjávarútveg,
frá hafrannsóknum til veiða, um
stofnmat, vinnslu, gæðaeftirlit,
rekstur sjávarútvegsfyrirtækja,
markaðsmál og veiðistjórnun. Hóp-
urinn heimsótti mikinn fjölda fyr-
irtækja og stofnana og var alls stað-
ar vel tekið. Tvær vikur þessa hluta
námsins fóru fram við Háskólann á
Akureyri. Síðan skiptust nemendur
í sérnámshópa. Eftir fjögurra til
fimm vikna námskeið tók svo við
verkefnavinna og starfsþjálfun.
Þrír nemendanna unnu sérverkefni
sín við Háskólann á Akureyri, fimm
við Hafrannsóknastofnunina, fimm
hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins og einn við Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja.
Morgunblaðið/Jim Smart
Útskriftarnemar úr sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna.
Ellefu útskrifast úr
sjávarútvegsskóla SÞ
T-sett
aðeins 650 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
Taska
aðeins 1.800 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is