Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 25 DANSKI netbankinn Basisbank hefur átt í miklum erfiðleikum með að standast kröfur um höfuðstól hlutafjár í bankanum. Fullyrt var í grein í Jyllands Posten í vikunni að bankinn hefði verið á mörkum þess að brjóta lög skömmu fyrir jól vegna þessa en hlutafjáraukning eigenda Basisbank, þar á meðal Íslands- banka-FBA sem er stærsti eigandi Basisbank, hafi bjargað bankanum fyrir horn. Skömmu fyrir jól gekk svo á höfuðstólinn að við lá að bank- inn bryti reglugerð um banka og sparisjóði sem kveður á um að höf- uðstóll banka sé að minnsta kosti fimm milljónir evra, eða um 380 milljónir ísl. kr. Hins vegar hefur skuldastaða bankans verið í lagi. Yf- irmenn bankans hafa ekki viljað tjá sig um málið, láta nægja að segja að staðan sé góð nú. Litlar sem engar upplýsingar hafa verið gefnar um fjárhag bankans og verða ekki fyrr en í lok mars, er ársreikningur verð- ur lagður fram. Jyllands Posten seg- ir að það sem þó sé vitað um fjármál bankans dragi upp ófagra mynd. Basisbank var stofnaður í september sl. og var hlutafé hans þá rúmar 750 milljónir ísl. kr. Síðla árs mat Íslandsbanki-FBA það svo að fjárfesting hans í bank- anum hefði fallið um 60% en það svarar til þess að verðmæti hlutafjár í Basisbank hafi verið komið vel nið- ur fyrir þær 350 milljónir ísl. kr. sem gerð er krafa um. Hlutafjáraukning sem nam um 230 milljónum bjargaði bankanum hins vegar fyrir horn. Ekki þykir horfa vænlega fyrir bankanum. Langflestir viðskiptavin- ir hans nota hann sem viðbót við aðra banka en bankinn hefur engu að síð- ur ekki ráðið við fjölda viðskiptavin- anna og neyðst til að hækka útláns- vexti og kostnað verulega. Þá er slæm staða tölvu- og netfyrirtækja talin koma bankanum illa og ólíklegt að núverandi eigendum hans takist að selja hlut sinn. Hlutafé Basisbank fór niður fyrir leyfileg mörk Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LANDSVIRKJUN hefur undirritað samning við Alstom, Frakklandi, um kaup og uppsetningu á nýju orku- stjórnkerfi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun reyndist tilboð Al- stom áberandi lægst og nemur samn- ingsupphæðin um 260 milljónum króna. Tilboð voru opnuð 20. október síðastliðinn að undangengnu forvali, en fjórir aðilar buðu í verkið. Það voru ABB Automation Systems AB, Svíþjóð, Alstom, GE-Harris, Banda- ríkjunum, og Siemens, Þýskalandi. Ráðgjafi Landsvirkjunar við mat á tilboðunum var KEMA Consulting frá Bandaríkjunum. Umboðsmaður Alstom á Íslandi er Rafkóp-Samvirki ehf. Orkustjórnkerfi er fullkominn tölvubúnaður til stýringar og gæslu á raforkukerfum. Hið nýja kerfi kemur til með að leysa af hólmi eldra og ófullkomnara kerfi, sem verið hefur í rekstri frá árinu 1989, en það kostaði á sínum tíma um 475 milljónir króna á núverandi verðlagi. Miðað við um- fang fæst nýja kerfið því á um helm- ingi hagstæðara verði en það gamla. Raforkukerfi Landsvirkjunar er stýrt með orkustjórnkerfinu frá stjórnstöð Landsvirkjunar við Bú- staðaveg í Reykjavík. Fyrirtækið hefur tekið þátt í alþjóðlegum sam- anburði á stjórnun raforkukerfa og niðurstöður úr þeim samanburði hafa sýnt að rekstur þessarar starfsemi hjá Landsvirkjun er í fremstu röð, bæði tæknilega og fjárhagslega. Kaup á nýja stjórnkerfinu gerir Landsvirkjun mögulegt að vera áfram í fremstu röð í stjórnun raf- orkukerfa, en jafnframt er með kaupunum verið að mæta nýjum kröfum um tækni og undirbúa fyr- irtækið undir væntanlegar breyting- ar í skipulagi orkumála á Íslandi. Nýja orkustjórnkerfið verður tekið í notkun haustið 2002. Morgunblaðið/Golli Frá undirritun samnings Landsvirkjunar við franska fyrirtækið Alstom um kaup og uppsetningu á nýju orkustjórnkerfi. Samið um kaup á nýju orkustjórnkerfi MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi frá Samtökum verslunarinnar: „Að gefnu tilefni og í ljósi um- ræðna síðustu daga vilja Samtök verslunarinnar – FÍS taka fram að þau fagna þeim breytingum sem gerðar hafa verið á samkeppnislög- um að frumkvæði ríkisstjórnarinn- ar. Samtökin telja að þessar breyt- ingar muni hafa mikil áhrif á viðskiptaumhverfi fyrirtækja og tryggja aukna samkeppni og jafn- vægi á mörkuðum. Nýlegar ákvarðanir Samkeppn- isstofnunar og Samkeppnisráðs sýna að yfirvöld samkeppnismála taka hlutverk sitt alvarlega og hafa nú nauðsynlegar heimildir til að grípa inn í þegar fyrirtæki misnota markaðsráðandi stöðu sína og beita ólögmætum viðskiptaháttum. Samtökin styðja ákvarðanir rík- isstjórnarinnar í framhaldi af þess- ari lagasetningu um að efla Sam- keppnisstofnun og gera henni kleift að sinna skyldum sínum með öflugum hætti líkt og þekkist hjá samkeppnisyfirvöldum nágranna- landanna.“ Fagna breytingum á samkeppnislögumFYRIRTÆKIÐ Cisco Systems, sem starfar á sviði netþjónustu, sendi eft- ir lokun markaða í Bandaríkjunum á þriðjudag frá sér tölur um niðurstöðu síðasta ársfjórðungs. John Cham- bers, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, hefur varað við því undanfarnar vikur að hægari vöxtur í Bandaríkj- unum væri farinn að hafa áhrif á reksturinn og staðfestu tölurnar það. Síðustu 13 fjórðunga á undan hafði hagnaður fyrirtækisins verið 0,01 bandaríkjadal á hlut yfir spám, en nú snerist dæmið við og Cisco endaði 0,01 dal á hlut undir væntingum. Chambers segist gera ráð fyrir að rekstur fyrirtækisins verði erfiður í að minnsta kosti tvo fjórðunga. Rekstur Cisco erfiður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.