Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 23
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 23
Húsavík - Töluverðar breytingar
af mannavöldum hafa orðið á
landslaginu sunnan Húsavíkur að
undanförnu. Til þess hefur verið
notað affallsvatn frá Orkustöðinni
sem tekin var í notkun sl. sumar.
Þá um sumarið var gert baðlón
ofan við þjóðveginn skammt frá
Orkustöðinni. Hreinn Hjartarson
veitustjóri segir að vatnið komi
um 25 –26 gráða heitt í lónið sem
varð strax vinsælt af bæjarbúum.
Nú fyrir skömmu var komið að
svæðinu neðan við þjóðveginn, í
Kaldbaksmýri. Þar eru nú komin
tvö vötn eða tjarnir, hitinn á
vatninu er kominn niður í um 15
gráður þegar þangað er komið.
Úr þessum vötnum rennur síðan
lækur til sjávar. Hreinn segir að
verið sé að gera skipulag um
svæðið, stefnt sé að því að gróð-
ursetja töluvert, rækta upp landið
og gera göngustíga. Þarna verð-
ur því í framtíðinni, ef vel tekst
til, mjög fallegt útivistarsvæði
rétt við bæjardyrnar.
Í stærra vatnið sem er um 7
hektarar að stærð hefur verið
sleppt um þúsund bleikjum og til
stendur að sleppa enn meira
magni fljótlega. Þetta er sjósil-
ungur sem fenginn er úr tveimum
fiskeldisstöðvum á Húsavík. Þar
sem hann hefur göngufæri til
sjávar búast menn við að hann
veiðist í fjörunni, í Gvendarbás
m.a., vonandi gangi eitthvað af
honum síðan til baka upp í vatnið.
Í góðviðrinu undanfarið hafa
Húsvíkingar verið duglegir að
nota svæðið til útivistar, þeim
sem reynt hafa veiðar þarna hef-
ur gengið best að nota flugu.
Í bók sem Safnahúsið á Húsavík
gaf út 1994 og nefnist Húsavík-
urland örnefni og söguminjar er
Kaldbaksmýrin sögð heita Svarfð-
armýri og lækurinn til sjávar
Svarfðarlækur. Þar sem baðlónið
er nú hafi verið kallað Sund.
Hreinn segir að nú vanti nöfn á
þessi vötn og ábendingar þar um
séu vel þegnar.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Tilkoma vatnsins gefur ljósmyndaranum tækifæri til að mynda frá nýjum sjónarhornum. Hér má
sjá nýja vatnið í forgrunni og í fjarska má sjá Lundey og vitann á Húsavíkurhöfða.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Hilmar Másson er einn þeirra Húsvíkinga sem reynt hafa fyrir sér í nýja vatninu. Eins
og sjá má eru veiðimennirnir ekki allir háir í loftinu.
Affalls-
vatnið
notað á
skemmti-
legan hátt
Nýtt veiðivatn
þar sem áður
var mýri
Vekjaraklukka
aðeins 900 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is