Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 23 Húsavík - Töluverðar breytingar af mannavöldum hafa orðið á landslaginu sunnan Húsavíkur að undanförnu. Til þess hefur verið notað affallsvatn frá Orkustöðinni sem tekin var í notkun sl. sumar. Þá um sumarið var gert baðlón ofan við þjóðveginn skammt frá Orkustöðinni. Hreinn Hjartarson veitustjóri segir að vatnið komi um 25 –26 gráða heitt í lónið sem varð strax vinsælt af bæjarbúum. Nú fyrir skömmu var komið að svæðinu neðan við þjóðveginn, í Kaldbaksmýri. Þar eru nú komin tvö vötn eða tjarnir, hitinn á vatninu er kominn niður í um 15 gráður þegar þangað er komið. Úr þessum vötnum rennur síðan lækur til sjávar. Hreinn segir að verið sé að gera skipulag um svæðið, stefnt sé að því að gróð- ursetja töluvert, rækta upp landið og gera göngustíga. Þarna verð- ur því í framtíðinni, ef vel tekst til, mjög fallegt útivistarsvæði rétt við bæjardyrnar. Í stærra vatnið sem er um 7 hektarar að stærð hefur verið sleppt um þúsund bleikjum og til stendur að sleppa enn meira magni fljótlega. Þetta er sjósil- ungur sem fenginn er úr tveimum fiskeldisstöðvum á Húsavík. Þar sem hann hefur göngufæri til sjávar búast menn við að hann veiðist í fjörunni, í Gvendarbás m.a., vonandi gangi eitthvað af honum síðan til baka upp í vatnið. Í góðviðrinu undanfarið hafa Húsvíkingar verið duglegir að nota svæðið til útivistar, þeim sem reynt hafa veiðar þarna hef- ur gengið best að nota flugu. Í bók sem Safnahúsið á Húsavík gaf út 1994 og nefnist Húsavík- urland örnefni og söguminjar er Kaldbaksmýrin sögð heita Svarfð- armýri og lækurinn til sjávar Svarfðarlækur. Þar sem baðlónið er nú hafi verið kallað Sund. Hreinn segir að nú vanti nöfn á þessi vötn og ábendingar þar um séu vel þegnar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Tilkoma vatnsins gefur ljósmyndaranum tækifæri til að mynda frá nýjum sjónarhornum. Hér má sjá nýja vatnið í forgrunni og í fjarska má sjá Lundey og vitann á Húsavíkurhöfða. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Hilmar Másson er einn þeirra Húsvíkinga sem reynt hafa fyrir sér í nýja vatninu. Eins og sjá má eru veiðimennirnir ekki allir háir í loftinu. Affalls- vatnið notað á skemmti- legan hátt Nýtt veiðivatn þar sem áður var mýri Vekjaraklukka aðeins 900 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.