Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 24

Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVA Hlín Dereksdóttir og Orri Hauksson hlutu námsstyrki Versl- unarráðs Íslands í ár. Með því að styrkja þessa íslensku námsmenn lítur Verslunarráðið svo á að með því sé íslenskt atvinnulíf eflt og stuðlað að framþróun þess. Í ár bárust 17 umsóknir og eru það óvenju fáar umsóknir. Fjárhæð hvors styrks er 200 þúsund krónur. Eva Hlín lauk kandídatsprófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Há- skóla Íslands árið 2000. Lokaverk- efni hennar tengdist stjórnun hval- veiða og var það unnið í samvinnu við raunvísindadeild HÍ og Alþjóðahval- veiðiráðið. Eva Hlín er í framhalds- námi í iðnaðarverkfræði við Univer- sity of Washington í Seattle í Bandaríkjunum og vinnur að mast- ersverkefni á sviði aðgerðargrein- ingar og bestunar. Orri lauk kandidatsprófi í véla- verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann fléttaði stærðfræði, hag- fræði og viðskiptafræðinámi inn í verkfræðinámið. Frá námslokum hefur hann starfað á utanlandssviði Eimskipafélagsins og síðar sem að- stoðarmaður forsætisráðherra. Orri stundar nú MBA-nám við Harvard Business School ásamt vinnu fyrir norræna áhættufjárfestingarsjóðinn Arctic Ventures. Verslunarráð veitir tvo náms- styrki til framhaldsnáms NÝLEGA var gengið frá sölu á skuldabréfum Búnaðarbanka Ís- lands hf. til erlendra aðila með milli- göngu Kaupthing New York og Kaupþings hf. Í tilkynningu frá Bún- aðarbankanum segir að þetta sé í fyrsta sinn sem bankinn gefi út skuldabréf í íslenskum krónum til sölu á erlendri grundu. Að sögn Marinós Freys Sigurjóns- sonar hjá Búnaðarbankanum Verð- bréfum er mögulegt að þessi sala á bréfum Búnaðarbankans opni fleiri möguleika til fjármögnunar bankans og útgáfu íslenskra bréfa til sölu á erlendum mörkuðum. Vonast sé til að þetta sé einungis fyrsta skrefið til sölu á skuldabréfum Búnaðarbanka Íslands hf. erlendis, en þessi sala komi í kjölfarið á sölu Kaupþings í New York á húsbréfum og húsnæð- isbréfum, auk skuldabréfa Lands- banka Íslands, alls að markaðsverð- mæti um 5 milljarða króna. Þetta sé frekari staðfesting á auknum áhuga erlendra aðila á ís- lenskum skuldabréfum, en aðallega sé það mjög hátt vaxtastig sem höfði til erlendra fjárfesta. Áhyggjur af þróun íslensku krónunnar vegi þar nokkuð á móti, en þær áhyggjur hafi þó dvínað með veikingu krónunnar og aukins áhuga á stöðutöku í ís- lensku krónunni hafi orðið vart. Kaupthing New York selur bréf Búnaðar- bankans SEÐLABANKI Íslands greip inn í gjaldeyrismarkað með kaupum á krónum á móti dollar í gærmorgun, en bankinn keypti þá krónur fyrir 12 millj- ónir bandaríkjadala. Ekki höfðu verið nein viðskipti með krón- una áður en inngripin áttu sér stað og samkvæmt ½5 fréttum Búnaðarbankans komu þau nokkuð á óvart. Gengisvísitala krónunnar lækkaði úr 121,68 í 120,98 við inngripin sem þýðir að krónan styrktist. Við lokun markaða stóð gengisvísitalan í 121,11 stigum og styrktist krón- an því um 0,47% í gær. Inngrip Seðlabankans MÁNAÐARSKÝRSLA Lands- banka Íslands fyrir janúar/febrúar er komin út. Í skýrslunni segir að útstreymi fjármuna í janúar vegna greiðslu erlendra lána og lokana á skiptasamningum hafi ýtt undir veikingu krónunnar. Þetta hafi gerst þrátt fyrir inngrip Seðlabank- ans. Á fyrstu dögum febrúar hafi krónan hins vegar styrkst, einkum vegna nýs lánasamnings Seðlabank- ans en bankinn undirritaði samning við þýska bankann DePfa Europe um lánsheimild að fjárhæð 250 milljóna dala eða sem svarar til um 21 milljarði íslenskra króna. Fyrir hefur Seðlabankinn samningsbund- inn aðgang að lánsfé, meðal annars hjá Alþjóðagreiðslubankanum BIS í Basel í Sviss, seðlabönkum á hinum Norðurlöndunum og fjölmörgum erlendum viðskiptabönkum. Seðlabankinn mun halda áfram að verja krónuna Landsbankinn segir ljóst að Seðlabankinn muni áfram verja krónuna fyrir veikingu og koma inn á gjaldeyrismarkað. Þetta fékkst reyndar staðfest í gær, því þá greip Seðlabankinn inn í með kaupum á krónum. „Þrátt fyrir að aðgerðir Seðla- bankans í gengismálum hafi al- mennt verið taldar traustvekjandi er ljóst að enn eru ekki fyrirsjáan- leg merki þess að krónan eigi eftir að styrkjast. Að vísu hefur það jafnan verið svo að innstreymi fjár- magns til landsins eykst á fyrri hluta ársins. Á móti því vegur mik- ill viðskiptahalli og aukning í fjár- festingum erlendis. Ekki er enn farið að sjá fyrir endann á þessari þróun, og ætla má að þegar vís- bendingar um slíkt komi fram séu forsendur fyrir styrkingu, eða að minnsta kosti að ekki verði um frekari veikingu krónunnar,“ segir í skýrslunni. Landsbankinn spáir meiri sveifl- um á vísitölu krónunnar á næstunni en verið hefur og að gildið verði á bilinu 119 til 122. Bankinn spáir því að eftir einn mánuð verði vísitalan í 120 og í 119 stigum eftir þrjá mán- uði. Í skýrslunni segir að ýmsar for- sendur séu fyrir því að krafa á skuldabréfum geti farið lækkandi á næstunni. Skuldabréf séu áhuga- verður fjárfestingarkostur í sam- anburði við innlend hlutabréf og skuldabréf hafi hækkað frá áramót- um á meðan innlend hlutabréf hafi lækkað. Erlendir fjárfestar farnir að fjár- festa í íslenskum skuldabréfum Í mánaðarskýrslu Landsbankans segir að fyrirsjáanlegt sé að fram- boð á ríkistryggðum skuldabréfum verði með minna móti á þessu ári en eftirspurn hafi verið að aukast í takt við lægðina á hlutabréfamörk- uðum innan lands sem utan. Er- lendir fjárfestar séu vegna vaxta- munarins farnir að taka stöðu í íslenskum skuldabréfum í sívaxandi mæli. Þá hafi Lánasýslan unnið mark- visst að því að kynna skuldabréfa- útgáfu sína fyrir erlendum fjárfest- um. Landsbankinn segir að þó Seðla- bankinn ætli sér að viðhalda að- haldsstigi í peningamálum geti hann þó lækkað stýrivexti án þess að slaka með því á nauðsynlegu að- haldi, ef vaxtalækkunin tæki mið af lækkunum vaxta erlendis. „Þetta myndi að sjálfsögðu hafa jákvæð áhrif á verð skuldabréfa,“ segir í mánaðarskýrslu Landsbank- ans. Um hlutabréfamarkaðinn segir Landsbanki Íslands að janúarmán- uður hafi verið rólegur og viðskipti hafi verið 35% minni en í janúar í fyrra. Bankinn segir að reikna megi með að eftir því sem uppgjör vegna síðasta árs fari að berast muni komast meiri hreyfing á markað- inn. Hægt að lækka vexti án þess að slaka á aðhaldi SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna svf. hefur kært drátt á rannsókn Sam- keppnisstofnunar á starfsemi Sölu- félagsins til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Um er að ræða stjórnsýslukæru þar sem þess er krafist að áfrýjunarnefndin leggi fyr- ir samkeppnisyfirvöld að ljúka þessu máli tafarlaust að virtum lögboðnum andmælarétti Sölufélagsins. Rann- sókn Samkeppnisstofnunar hófst fyr- ir tæpum 17 mánuðum, 24. september 1999, með húsleit í starfsstöð Sölu- félags garðyrkjumanna. Rannsóknin hefur haft slæm áhrif fyrir Sölufélagið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sölufélags garðyrkjumanna, segir að í kærunni séu rakin atvik þess er for- svarsmenn Sölufélags garðyrkju- manna fóru að huga að því að stofna eitt stórt dreifingarfyrirtæki. Að því máli hafi verið unnið í júlí- og ágúst- mánuði 1999 og þá hafi komið fyrir- spurnir frá Samkeppnisstofnun til Sölufélagsins um eignatengsl og fleira. Hann segir að Samkeppnis- stofnun hafi verið beðin um að draga fyrirspurnir sínar til baka því Sölu- félagið myndi upplýsa um alla þætti þegar næðist að klára þessi mál. Við þeirri beiðni hafi Samkeppnisstofnun ekki orðið en þess í stað hafi stofnunin gripið til húsleitar á starfsstöð Sölu- félagsins. Nú séu að verða liðnir 17 mánuðir frá því. Sigurður segir að ætla mætti að það væri samkeppnisyfirvöldum kappsmál að bregðast skjótt við og gera ráðstafanir til að binda enda á meint ólögmætt ástand. Það ætti sér- staklega við með hliðsjón af því að húsleit hafi farið fram og stór orð hafi verið látin falla um samráð um verð- myndun á grænmeti og ávöxtum og skiptingu á markaði. „Við fengum fjölmargar spurning- ar frá Samkeppnisstofnun eftir sex mánuði, sem tók okkur tvo mánuði að svara. Þar voru meðal annars veittar upplýsingar um verð til allra verslana sem Sölufélagið á viðskipti við. Síðan kom frumathugun sem við gerðum at- hugasemdir við og bentum á að í væru alvarlegar skekkjur í útreikningum. Síðan hef ég verið að leita sátta við Samkeppnisstofnun um að ef for- svarsmenn Sölufélagsins teldust hafa brotið eitthvað af sér gagnvart sam- keppnislögum, verði þeir tilbúnir til að laga þann þátt í starfseminni.“ Að sögn Sigurðar er stjórnsýslu- kæran send til að reka á eftir því að Sölufélagið fái úrlausn sinna mála. Erfitt sé að þurfa að bíða jafnvel í tvö ár eftir því að fá að vita hvort félagið hafi brotið af sér. Hann segir að rannsókn Sam- keppnisstofnunar hafi haft mikinn kostnað í för með sér fyrir Sölufélag- ið. Mikið hafi þurft að reikna og mörg gögn hafi verið lögð fram, sem hafi haft truflandi áhrif á stjórnendur félagsins. Auk þess hafi ekki verið hægt að gera það sem ætlunin hafi verið að gera á árinu 1999, þ.e. að búa til sæmilega öflugt grænmetis- og ávaxtadreifingarfyrirtæki, fyrirtæki sem væri í arðsamri starfsemi fyrir eigendur sína. Því hafi rannsókn Samkeppnisstofnunar haft slæm áhrif fyrir Sölufélag garðyrkju- manna. Sölufélagið kærir drátt á rannsókn Samkeppnisstofnunar Krafa er gerð um tafarlaus lok málsins NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu- lífsins og Útflutningsráð Ísland hafa undirritað nýjan samstarfssamning. Í kjölfarið var haldin ráðstefna sem bar yfirskriftina Möguleikar ís- lenskra fyrirtækja á erlendu áhættu- fjármagni þar sem þrír gestafyrir- lesarar frá Bretlandi héldu erindi. Samstarfssamningurinn, sem er til eins árs, tekur til verkefnanna Venture Iceland, Markaðsstjóri til leigu og Útflutningsaukning og hag- vöxtur auk vörusýninga erlendis. Samstarfssamningurinn felur í sér að Útflutningsráð tekur að sér að undirbúa og stýra verkefnunum. Að auki styrkir Nýsköpunarsjóður kennsluverkefnið Útflutningsaukn- ing og hagvöxtur sem og þátttöku fyrirtækja í vörusýningum erlendis. Heildarframlag Nýsköpunarsjóðs til þessara verkefna nemur tæplega 25 milljónum króna. Útflutningsráð hefur átt margvíslegt samstarf við Nýsköpunarsjóð á liðnum árum í þeim tilgangi að liðsinna íslenskum fyrirtækjum við markaðssókn er- lendis. Ánægja með samstarfið Úlfar Steindórsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs, sagðist vera afar ánægður með samstarfið við Út- flutningsráð og taldi það hafa skilað sér í betri árangri fyrirtækja sem sótt hafa á erlenda markaði. Venture Iceland hefur það að markmiði að kynna íslensk fyrirtæki í upplýsinga- iðnaði fyrir innlendum og erlendum áhættufjárfestum. Það er ætlað þekkingarfyrirtækjum í upplýsinga- iðnaði og hugbúnaðargerð sem hafa vaxtarmöguleika á alþjóðamarkaði. Árlega eru valin sex til tíu áhugaverð fyrirtæki úr hugbúnaðar- og fjar- skiptageiranum sem boðið er að taka þátt í Venture Iceland. Þátttaka fel- ur það meðal annars í sér að fulltrúar fyrirtækjanna fara á ítarlegt nám- skeið um hvernig best verði staðið að alþjóðlegri fjármögnun hátæknifyr- irtækja. Þá fá þeir aðstoð við und- irbúning viðskiptaáætlunar og kynn- ingar fyrir fjárfesta. Þá eru þessi fyrirtæki sérstaklega kynnt innlend- um fjárfestum á fjárfestingarþingi og einnig erlendum fjárfestum og bjóðast möguleiki á þáttöku í alþjóð- legu fjárfestingarþingi. Samstarf Nýsköpunar- sjóðs og Útflutningsráðs Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri og Páll Sigurjónsson, stjórnarformaður Útflutningsráðs, Arnar Sigmundsson stjórnarformaður og Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.