Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.02.2001, Qupperneq 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVA Hlín Dereksdóttir og Orri Hauksson hlutu námsstyrki Versl- unarráðs Íslands í ár. Með því að styrkja þessa íslensku námsmenn lítur Verslunarráðið svo á að með því sé íslenskt atvinnulíf eflt og stuðlað að framþróun þess. Í ár bárust 17 umsóknir og eru það óvenju fáar umsóknir. Fjárhæð hvors styrks er 200 þúsund krónur. Eva Hlín lauk kandídatsprófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Há- skóla Íslands árið 2000. Lokaverk- efni hennar tengdist stjórnun hval- veiða og var það unnið í samvinnu við raunvísindadeild HÍ og Alþjóðahval- veiðiráðið. Eva Hlín er í framhalds- námi í iðnaðarverkfræði við Univer- sity of Washington í Seattle í Bandaríkjunum og vinnur að mast- ersverkefni á sviði aðgerðargrein- ingar og bestunar. Orri lauk kandidatsprófi í véla- verkfræði frá Háskóla Íslands árið 1995. Hann fléttaði stærðfræði, hag- fræði og viðskiptafræðinámi inn í verkfræðinámið. Frá námslokum hefur hann starfað á utanlandssviði Eimskipafélagsins og síðar sem að- stoðarmaður forsætisráðherra. Orri stundar nú MBA-nám við Harvard Business School ásamt vinnu fyrir norræna áhættufjárfestingarsjóðinn Arctic Ventures. Verslunarráð veitir tvo náms- styrki til framhaldsnáms NÝLEGA var gengið frá sölu á skuldabréfum Búnaðarbanka Ís- lands hf. til erlendra aðila með milli- göngu Kaupthing New York og Kaupþings hf. Í tilkynningu frá Bún- aðarbankanum segir að þetta sé í fyrsta sinn sem bankinn gefi út skuldabréf í íslenskum krónum til sölu á erlendri grundu. Að sögn Marinós Freys Sigurjóns- sonar hjá Búnaðarbankanum Verð- bréfum er mögulegt að þessi sala á bréfum Búnaðarbankans opni fleiri möguleika til fjármögnunar bankans og útgáfu íslenskra bréfa til sölu á erlendum mörkuðum. Vonast sé til að þetta sé einungis fyrsta skrefið til sölu á skuldabréfum Búnaðarbanka Íslands hf. erlendis, en þessi sala komi í kjölfarið á sölu Kaupþings í New York á húsbréfum og húsnæð- isbréfum, auk skuldabréfa Lands- banka Íslands, alls að markaðsverð- mæti um 5 milljarða króna. Þetta sé frekari staðfesting á auknum áhuga erlendra aðila á ís- lenskum skuldabréfum, en aðallega sé það mjög hátt vaxtastig sem höfði til erlendra fjárfesta. Áhyggjur af þróun íslensku krónunnar vegi þar nokkuð á móti, en þær áhyggjur hafi þó dvínað með veikingu krónunnar og aukins áhuga á stöðutöku í ís- lensku krónunni hafi orðið vart. Kaupthing New York selur bréf Búnaðar- bankans SEÐLABANKI Íslands greip inn í gjaldeyrismarkað með kaupum á krónum á móti dollar í gærmorgun, en bankinn keypti þá krónur fyrir 12 millj- ónir bandaríkjadala. Ekki höfðu verið nein viðskipti með krón- una áður en inngripin áttu sér stað og samkvæmt ½5 fréttum Búnaðarbankans komu þau nokkuð á óvart. Gengisvísitala krónunnar lækkaði úr 121,68 í 120,98 við inngripin sem þýðir að krónan styrktist. Við lokun markaða stóð gengisvísitalan í 121,11 stigum og styrktist krón- an því um 0,47% í gær. Inngrip Seðlabankans MÁNAÐARSKÝRSLA Lands- banka Íslands fyrir janúar/febrúar er komin út. Í skýrslunni segir að útstreymi fjármuna í janúar vegna greiðslu erlendra lána og lokana á skiptasamningum hafi ýtt undir veikingu krónunnar. Þetta hafi gerst þrátt fyrir inngrip Seðlabank- ans. Á fyrstu dögum febrúar hafi krónan hins vegar styrkst, einkum vegna nýs lánasamnings Seðlabank- ans en bankinn undirritaði samning við þýska bankann DePfa Europe um lánsheimild að fjárhæð 250 milljóna dala eða sem svarar til um 21 milljarði íslenskra króna. Fyrir hefur Seðlabankinn samningsbund- inn aðgang að lánsfé, meðal annars hjá Alþjóðagreiðslubankanum BIS í Basel í Sviss, seðlabönkum á hinum Norðurlöndunum og fjölmörgum erlendum viðskiptabönkum. Seðlabankinn mun halda áfram að verja krónuna Landsbankinn segir ljóst að Seðlabankinn muni áfram verja krónuna fyrir veikingu og koma inn á gjaldeyrismarkað. Þetta fékkst reyndar staðfest í gær, því þá greip Seðlabankinn inn í með kaupum á krónum. „Þrátt fyrir að aðgerðir Seðla- bankans í gengismálum hafi al- mennt verið taldar traustvekjandi er ljóst að enn eru ekki fyrirsjáan- leg merki þess að krónan eigi eftir að styrkjast. Að vísu hefur það jafnan verið svo að innstreymi fjár- magns til landsins eykst á fyrri hluta ársins. Á móti því vegur mik- ill viðskiptahalli og aukning í fjár- festingum erlendis. Ekki er enn farið að sjá fyrir endann á þessari þróun, og ætla má að þegar vís- bendingar um slíkt komi fram séu forsendur fyrir styrkingu, eða að minnsta kosti að ekki verði um frekari veikingu krónunnar,“ segir í skýrslunni. Landsbankinn spáir meiri sveifl- um á vísitölu krónunnar á næstunni en verið hefur og að gildið verði á bilinu 119 til 122. Bankinn spáir því að eftir einn mánuð verði vísitalan í 120 og í 119 stigum eftir þrjá mán- uði. Í skýrslunni segir að ýmsar for- sendur séu fyrir því að krafa á skuldabréfum geti farið lækkandi á næstunni. Skuldabréf séu áhuga- verður fjárfestingarkostur í sam- anburði við innlend hlutabréf og skuldabréf hafi hækkað frá áramót- um á meðan innlend hlutabréf hafi lækkað. Erlendir fjárfestar farnir að fjár- festa í íslenskum skuldabréfum Í mánaðarskýrslu Landsbankans segir að fyrirsjáanlegt sé að fram- boð á ríkistryggðum skuldabréfum verði með minna móti á þessu ári en eftirspurn hafi verið að aukast í takt við lægðina á hlutabréfamörk- uðum innan lands sem utan. Er- lendir fjárfestar séu vegna vaxta- munarins farnir að taka stöðu í íslenskum skuldabréfum í sívaxandi mæli. Þá hafi Lánasýslan unnið mark- visst að því að kynna skuldabréfa- útgáfu sína fyrir erlendum fjárfest- um. Landsbankinn segir að þó Seðla- bankinn ætli sér að viðhalda að- haldsstigi í peningamálum geti hann þó lækkað stýrivexti án þess að slaka með því á nauðsynlegu að- haldi, ef vaxtalækkunin tæki mið af lækkunum vaxta erlendis. „Þetta myndi að sjálfsögðu hafa jákvæð áhrif á verð skuldabréfa,“ segir í mánaðarskýrslu Landsbank- ans. Um hlutabréfamarkaðinn segir Landsbanki Íslands að janúarmán- uður hafi verið rólegur og viðskipti hafi verið 35% minni en í janúar í fyrra. Bankinn segir að reikna megi með að eftir því sem uppgjör vegna síðasta árs fari að berast muni komast meiri hreyfing á markað- inn. Hægt að lækka vexti án þess að slaka á aðhaldi SÖLUFÉLAG garðyrkjumanna svf. hefur kært drátt á rannsókn Sam- keppnisstofnunar á starfsemi Sölu- félagsins til áfrýjunarnefndar sam- keppnismála. Um er að ræða stjórnsýslukæru þar sem þess er krafist að áfrýjunarnefndin leggi fyr- ir samkeppnisyfirvöld að ljúka þessu máli tafarlaust að virtum lögboðnum andmælarétti Sölufélagsins. Rann- sókn Samkeppnisstofnunar hófst fyr- ir tæpum 17 mánuðum, 24. september 1999, með húsleit í starfsstöð Sölu- félags garðyrkjumanna. Rannsóknin hefur haft slæm áhrif fyrir Sölufélagið Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sölufélags garðyrkjumanna, segir að í kærunni séu rakin atvik þess er for- svarsmenn Sölufélags garðyrkju- manna fóru að huga að því að stofna eitt stórt dreifingarfyrirtæki. Að því máli hafi verið unnið í júlí- og ágúst- mánuði 1999 og þá hafi komið fyrir- spurnir frá Samkeppnisstofnun til Sölufélagsins um eignatengsl og fleira. Hann segir að Samkeppnis- stofnun hafi verið beðin um að draga fyrirspurnir sínar til baka því Sölu- félagið myndi upplýsa um alla þætti þegar næðist að klára þessi mál. Við þeirri beiðni hafi Samkeppnisstofnun ekki orðið en þess í stað hafi stofnunin gripið til húsleitar á starfsstöð Sölu- félagsins. Nú séu að verða liðnir 17 mánuðir frá því. Sigurður segir að ætla mætti að það væri samkeppnisyfirvöldum kappsmál að bregðast skjótt við og gera ráðstafanir til að binda enda á meint ólögmætt ástand. Það ætti sér- staklega við með hliðsjón af því að húsleit hafi farið fram og stór orð hafi verið látin falla um samráð um verð- myndun á grænmeti og ávöxtum og skiptingu á markaði. „Við fengum fjölmargar spurning- ar frá Samkeppnisstofnun eftir sex mánuði, sem tók okkur tvo mánuði að svara. Þar voru meðal annars veittar upplýsingar um verð til allra verslana sem Sölufélagið á viðskipti við. Síðan kom frumathugun sem við gerðum at- hugasemdir við og bentum á að í væru alvarlegar skekkjur í útreikningum. Síðan hef ég verið að leita sátta við Samkeppnisstofnun um að ef for- svarsmenn Sölufélagsins teldust hafa brotið eitthvað af sér gagnvart sam- keppnislögum, verði þeir tilbúnir til að laga þann þátt í starfseminni.“ Að sögn Sigurðar er stjórnsýslu- kæran send til að reka á eftir því að Sölufélagið fái úrlausn sinna mála. Erfitt sé að þurfa að bíða jafnvel í tvö ár eftir því að fá að vita hvort félagið hafi brotið af sér. Hann segir að rannsókn Sam- keppnisstofnunar hafi haft mikinn kostnað í för með sér fyrir Sölufélag- ið. Mikið hafi þurft að reikna og mörg gögn hafi verið lögð fram, sem hafi haft truflandi áhrif á stjórnendur félagsins. Auk þess hafi ekki verið hægt að gera það sem ætlunin hafi verið að gera á árinu 1999, þ.e. að búa til sæmilega öflugt grænmetis- og ávaxtadreifingarfyrirtæki, fyrirtæki sem væri í arðsamri starfsemi fyrir eigendur sína. Því hafi rannsókn Samkeppnisstofnunar haft slæm áhrif fyrir Sölufélag garðyrkju- manna. Sölufélagið kærir drátt á rannsókn Samkeppnisstofnunar Krafa er gerð um tafarlaus lok málsins NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnu- lífsins og Útflutningsráð Ísland hafa undirritað nýjan samstarfssamning. Í kjölfarið var haldin ráðstefna sem bar yfirskriftina Möguleikar ís- lenskra fyrirtækja á erlendu áhættu- fjármagni þar sem þrír gestafyrir- lesarar frá Bretlandi héldu erindi. Samstarfssamningurinn, sem er til eins árs, tekur til verkefnanna Venture Iceland, Markaðsstjóri til leigu og Útflutningsaukning og hag- vöxtur auk vörusýninga erlendis. Samstarfssamningurinn felur í sér að Útflutningsráð tekur að sér að undirbúa og stýra verkefnunum. Að auki styrkir Nýsköpunarsjóður kennsluverkefnið Útflutningsaukn- ing og hagvöxtur sem og þátttöku fyrirtækja í vörusýningum erlendis. Heildarframlag Nýsköpunarsjóðs til þessara verkefna nemur tæplega 25 milljónum króna. Útflutningsráð hefur átt margvíslegt samstarf við Nýsköpunarsjóð á liðnum árum í þeim tilgangi að liðsinna íslenskum fyrirtækjum við markaðssókn er- lendis. Ánægja með samstarfið Úlfar Steindórsson, framkvæmda- stjóri Útflutningsráðs, sagðist vera afar ánægður með samstarfið við Út- flutningsráð og taldi það hafa skilað sér í betri árangri fyrirtækja sem sótt hafa á erlenda markaði. Venture Iceland hefur það að markmiði að kynna íslensk fyrirtæki í upplýsinga- iðnaði fyrir innlendum og erlendum áhættufjárfestum. Það er ætlað þekkingarfyrirtækjum í upplýsinga- iðnaði og hugbúnaðargerð sem hafa vaxtarmöguleika á alþjóðamarkaði. Árlega eru valin sex til tíu áhugaverð fyrirtæki úr hugbúnaðar- og fjar- skiptageiranum sem boðið er að taka þátt í Venture Iceland. Þátttaka fel- ur það meðal annars í sér að fulltrúar fyrirtækjanna fara á ítarlegt nám- skeið um hvernig best verði staðið að alþjóðlegri fjármögnun hátæknifyr- irtækja. Þá fá þeir aðstoð við und- irbúning viðskiptaáætlunar og kynn- ingar fyrir fjárfesta. Þá eru þessi fyrirtæki sérstaklega kynnt innlend- um fjárfestum á fjárfestingarþingi og einnig erlendum fjárfestum og bjóðast möguleiki á þáttöku í alþjóð- legu fjárfestingarþingi. Samstarf Nýsköpunar- sjóðs og Útflutningsráðs Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri og Páll Sigurjónsson, stjórnarformaður Útflutningsráðs, Arnar Sigmundsson stjórnarformaður og Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.