Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEYÐARÁSTAND ríkir í leikskólamálum í Reykjavík, að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa sjálfstæðismanna sem sæti á í leikskólaráði. Hann sagði að það væri útilokað að þessi mál yrðu komin í lag árið 2004 til 2005 eins og nú- verandi borgaryfirvöld stefndu að samkvæmt þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar. „Staðreyndin er sú að sú leið sem R-listinn hefur val- ið að fara í leikskólamálum gengur ekki upp,“ sagði Guðlaugur Þór. „Þannig að loforðin sem R-listinn gaf í kosningunum 1994 og um að útrýma biðlistum fyrir 1998 hafa heldur ekki náð fram að ganga, það er augljóst.“ Guðlaugur Þór sagði að R-listinn væri búinn að gef- ast upp á vandanum og að það kæmi best fram í þriggja ára áætluninni. Þar væri gert ráð fyrir upp- byggingu um 500 leikskóla- plássum þegar það væri vit- að að það væru tæp 3.000 börn á biðlista. Hann sagði að borgarstjóri hefði síðan í inngangi að áætluninni sagt að ný lög um fæðingarorlof myndu leysa vandann, en að það væri mjög óraunhæft og segði manni að R-listinn væri búinn að gefast upp og sæti bara til hliðar og von- aði hið besta. Búið að fjárfesta fyrir 2,5 til 3 milljarða á einum áratug Að sögn Guðlaugs Þórs er ástandið afar dökkt. „Það er ekki einungis um það að ræða að það séu bara tveggja ára börn á biðlist- anum, heldur eru þarna líka þriggja, fjögurra og fimm ára börn. Svörin sem for- eldrar fá út um alla borg eru þau að börn þeirra eigi ekki möguleika á að komast inn fyrr en þau séu orðin fjögurra ára og að þau megi vera mjög heppin ef þau komist inn þegar þau eru þriggja ára.“ Að sögn Guðlaugs hefur borgin fjárfest í leikskólum fyrir 2,5 til 3 milljarða á síð- asta áratug án þess að það hafi borið tilætlaðan árang- ur. Hann sagði að árið 1991 hefði kostnaður á hvern íbúa vegna leikskólamála verið tæpar 14.000 krónur en að á síðasta ári hefði þessi tala verði komin upp í tæpar 24.000 krónur. „Þrátt fyrir alla þessa uppbyggingu og alla þessa áherslu þá er R-listinn samt sem áður ekki búinn að leysa vanda- málið. Flestir myndu að svo komnu fara að huga að nýjum leiðum en það er eitthvað sem R-listinn vill ekki gera.“ Guðlaugur Þór sagði að R-listinn hefði farið þá leið að byggja eingöngu upp borg- arrekna leikskóla og að þeir hefðu nú yfirburðastöðu í samkeppninni við eikna- rekna skóla. Hann sagði að þetta hefði haft mikil áhrif á rekstur og uppbygg- ingu einkarekinna leikskóla sem þegar væru sárafáir, t.d. hefði leikskólinn Örkin hans Nóa í vesturbænum hætt starfsemi á síðasta ári. Hann sagði að fyrir leikskólaráði lægi nú fyrir erindi frá öðrum leik- skóla, Skerjakoti í Skerja- firði, sem íhugaði að gera slíkt hið sama ef forsendur breyttust ekki. Hann sagði þetta mjög bagalega þróun, sérstaklega í ljósi þess hversu eftirspurnin eftir leikskólaplássi væri mikil. Auka þarf valfrelsi foreldranna Stefna Sjálfstæðisflokks- ins í leikskólamálum er að auka valfrelsi foreldra, að sögn Guðlaugs Þórs. „Stefnan snýst um það að jafna samkeppnisstöðu þess- ara einkareknu úrræða gagnvart hinum borgar- reknu.“ Guðlaugur Þór sagði að einkareknu úrræðin hefðu farið halloka í samkeppn- inni, m.a. vegna þess að nið- urgreiðslur borgarinnar til einkarekinna skóla væru mun lægri en til hinna borg- arreknu. Þetta gerði það að verkum að t.d. einkareknir leikskólar þyrftu að vera með mun hærri leikskóla- gjöld en hinir borgarreknu. Það leiddi af sér að almennt væru yngri börn hjá einka- reknum skólum en borgar- reknum. Væntanlega vegna þess að þegar foreldrar sem væru með börnin í einka- reknum kæmust inn í borg- arreknu skólana færðu þau börnin yfir þar sem leik- skólagjöldin væru ódýrari þar. Niðurstaðan væri víta- hringur þar sem yngri börn- in væru dýrari í rekstri en þau eldri sökum þess að það þyrfti fleiri starfsmenn. Hann sagði að það væri greidd sama upphæð með hverju barni burtséð frá aldri. Að sögn Guðlaugs Þórs þyrfti að jafna þennan mun en hann sagði að hin Norð- urlöndin væru t.d. að við- urkenna miklu fleiri úrræði heldur en gert væri hérlend- is og að Íslendingar væru að dragast aftur úr hvað þetta varðaði. Ekki stefnt að einka- væðingu leikskólanna Guðlaugur Þór sagði að þrátt fyrir að Sjálfstæðis- flokkurinn legði áherslu á fleiri úrræði í leikskólamál- um þá hefði það ekki verið stefna hans að fara út í einkavæðingu leikskólanna. „Ég held að það sé rétt að taka eitt skref í einu og að menn byrji á því að fjölga úrræðunum, auka valfrelsið fyrir foreldra, jafna sam- keppnisstöðuna og sjá hvernig það þróast. Ég sakna þess að sjá ekki t.d. fyrirtæki, með mikið af starfsmönnum, sjá sér hag í því að standa í leikskóla- rekstri.“ Nauðsynlegt að leggja áherslu á fleiri úrræði Reykjavík Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í leikskólaráði segir að neyðarástand ríki í leikskólamálum Guðlaugur Þór Þórðarson EITT helsta baráttumál Reykjavíkurlistans í borgar- stjórnarkosningunum 1994 og 1998 var að útrýma bið- listum eftir leikskólaplássi en í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að börnum á biðlista hefur fjölgað um 43% á síðustu fimm árum. Kristín Blöndal, enn af fulltrúum R- listans í leikskólaráði og for- maður þess, sagði að í báðum tilfellunum, þ.e. 1994 og 1998 hefði stefna flokksins byggt á könnunum sem síðan hefðu ekki gengið eftir. Hún sagði að mun fleiri hefðu sóst eftir heilsdagsplássum en gert hefði verið ráð fyrir og að það hefði haft mikil áhrif á uppbyggingu og fjölgun rýma og þar af leiðandi hafi forsendurnar fyrir stefnu- mörkuninni breyst. Samkvæmt stefnu R- listans fyrir kosningarnar 1994 áttu öll börn eins árs og eldri að vera búin að fá þá vistun sem foreldrar þeirra vildu nýta sér fyrir lok kjör- tímabilsins. Sérstaklega var tekið fram að þetta gæti þýtt heilsdagsrými fyrir alla. Í stefnuskrá sinni fyrir kosn- ingarnar 1998 lofaði R-listinn svokallaðri dagvistartrygg- ingu þar sem þeir hugðust með byggingu nýrra leik- skóla og öðrum úrræðum tæma biðlista og bjóða öllum sem þess óskuðu upp á heils- dagsdvöl fyrir börn sín. Vandinn á rætur sínar að rekja 25 ár aftur í tímann Kristín sagði að vandi leik- skólanna ætti rætur sínar að rekja 25 ár aftur í tímann. Hún sagði að á meðan Norð- urlöndin og önnur nágranna- ríki hefði lagt ríka áherslu á uppbyggingu leikskóla hefðu Reykvíkingar setið eftir og sýnt málinu lítinn áhuga og skilning. „Þetta er það sem við bjuggum við þegar við tókum við stjórnartaumunum,“ sagði Kristín. „Þessi gífur- legi uppsafnaði vandi.“ Fyrir kosningarnar 1994 og 1998 markaði R-listinn ákveðna stefnu í leikskóla- málum. Kristín sagði að út- færðar hefðu verið leiðir til þess að takast á við vandann og að rík áhersla hefði verið lögð á uppbygg- ingu nýrra leikskóla og deilda. Hún sagði að ekki væri rétt að líta bara á byggingu nýrra skóla heldur þyrfti einnig að líta á fjölgun deilda þegar verið væri að meta uppbygginguna. Þá sagði hún að greininni í gær hefði verið sagt að rýmum hefði fjölgað um 29 á síðasta ári en raunin væri sú að þeim hefði fjölgað um 132. Börnum hefði hins vegar ekki fjölgað nema um 29 vegna ásóknar í heilsdags- pláss. Hugarfarsbreyting á meðal foreldra Kristín sagði að af ýmsum ástæðum hefði stefnan ekki gengið eftir. Eftir að R-list- inn hefði tekið við hefði for- eldrum allra barna verið leyft að sækja eftir þeirri vistun sem þeir óskuðu eftir fyrir börn sín, óháð hjúskaparstöðu, en það hefði verið ný- mæli. Þá hefði bæði foreldrum yngri barna en tveggja ára verið gert kleift að skrá börnin sín á biðl- ista sem og foreldrum barna með lögheimili utan Reykja- víkur. Kristín sagði að einnig hefði orðið ákveðin hugar- farsbreyting á meðal for- eldra hin síðari ár. Fyrir ekki svo mörgum árum hefðu flestir talið að það væri ekki gott fyrir börn að dvelja á leikskóla allan daginn en að nú þætti það sjálfsagður hlutur og beinlínis mikilvægt fyrir þroska barnsins. Vegna þessa hefði eftirspurn eftir heilsdagsplássum orðið miklu meiri en kannanir og spár, sem R-listinn hefði stuðst við fyrir kosningarnar hefðu gert ráð fyrir. „Foreldrar sækja um vist fyrir börnin sín fyrr en þeir gerðu og vilja hafa þau á leikskólanum í lengri tíma en áður.“ Vonir bundnar við nýjan kjarasamning Kristín sagði að þó meg- inskýringin á lengingu bið- listanna væri aukin ásókn í heilsdagspláss spiluðu einnig aðrir þættir inn í eins og t.d. skortur á starfsfólki. Hún sagði að vegna þessa hefði ekki verið hægt að fullnýta öll plássin á leikskólunum. Hún sagðist aftur á móti binda miklar vonir við að nýi kjarasamningurinn, sem væri búið að skrifa undir en ætti eftir að samþykkja, myndi laða fólk í starfsgrein- ina, því það væri góður samningur. Samkvæmt þriggja ára áætlun um rekstur, fram- kvæmdir og fjármál Reykja- víkurborgar, er stefnt að því að koma leikskólamálum í lag árið 2004 til 2005. Að- spurð sagði Kristín að það væri vel raunhæft með áframhaldandi uppbyggingu og fjölgun starfsfólks. Hún sagði að gert væri ráð fyrir svipaðri uppbyggingu á næstu árum og verið hefði undanfarin ár og að það ætti að duga. Gert væri ráð fyrir að taka um 8 nýjar deildir í notkun á ári næstu ár. Þegar Kristín var spurð að því hvers vegna það væri ekki hægt að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri skólavist líkt og börnum á grunnskólaaldri, sagði hún að það væri vegna reglugerð- ar um fjölda barna á starfs- mann, mun fleiri starfsmenn þyrfti í leikskólana. Hún sagði að grunnskólar þyrftu færri starfsmenn þar sem gert væri ráð fyrir 15 til 22 börnum á hvern kennara þar en í leikskólum væri gert ráð fyrir einum starfsmanni á hver fjögur börn í yngsta aldurshópnum og einum starfsmanni á hver átta börn í elsta hópnum. Það væri því óraunhæft að bera grunn- skólana og leikskólana sam- an að þessu leyti. Mikil ásókn í heilsdags- pláss breytti forsendum stefnumörkunar Reykjavík Kristín Blöndal Formaður leikskólaráðs telur raunhæft að koma leikskólamálum í lag árið 2004 til 2005 Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.