Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Söluaðilar: Bílver Akranesi S:431-1985 • Bílavík Keflavík S:421-7800 • Bílaverkstæðið Bragginn Vestmannaeyjum S:481-1535 • Bílasala Austurlands Egilsstöðum S:471-3005 • Bílasala Akureyrar S:461-2533 1.8i 112 hestöfl • ABS • Tveir loftpú›ar m/rofa á farflegasæti • Framdrifinn Fjarst‡r›ar samlæsingar • Sjö flriggja punkta belti • 3 höfu›pú›ar í aftursætum Farangursgeymsla 526/1742 lítrar • 12 ára ry›varnarábyrg› frá framlei›anda. Blönduósi - Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla vegna kosningar um tillögu um sameiningu Blönduóss- bæjar og Engihlíðarhrepps í Austur- Húnavatnssýslu hefst í dag og gilda um hana almenn lagaákvæði um kosningar til sveitarstjórna. Almenn kosning um tillöguna fer síðan fram 7. apríl næstkomandi. Ágúst Þór Bragason, forseti bæj- arstjórnar Blönduóss, og einn sam- starfsnefndarmanna um samein- inguna segir að kynningarfundir um tillöguna verði í sveitarfélögunum tveimur um miðjan mars. Já eða nei eru þau hugtök sem fólk þarf að taka afstöðu til. Já segja þeir sem styðja sameiningartillöguna en þeir sem eru henni mótfallnir segja nei. Að sögn Ágústs þá mega þeir einir kjósa sem lögheimili eiga í sveitar- félögunum tveimur þegar kjörskrá verður lögð fram, 17. mars næstkom- andi og eru fæddir 7. apríl 1983 eða fyrr. 1. desember sl. voru búsettir í sveitarfélögunum báðum 999 íbúar, 929 á Blönduósi og 70 í Engihlíðar- hreppi. Hið nýja sveitarfélag, ef sameining gengur eftir, stækkar til norðurs og austurs og verða norðurmörk í meg- indráttum um Laxá í Refasveit og liggja að hinu fámenna sveitarfélagi Vindhælishreppi. Austurmörk eru við eyðibýlið Strjúgsstaði í Langadal sem tilheyrir Bólstaðarhlíðarhreppi. Ef af sameiningu Blönduóss og Engihlíðar- hrepps verður, verða sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu níu talsins. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Héraðssjúkrahúsið og Blöndubrú hafa tengt sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu saman í gegnum tíðina þó svo að sveitarfélögin fylli tuginn. Ef sameining Engihlíðarhrepps og Blönduóss gengur eftir 7. apríl nk. munu fjöllin, sem á myndinni sjást og kennd eru við Langadalinn, tilheyra hinu nýja sveitarfélagi.                 !              Engihlíðarhreppur og Blönduós í A-Húnavatnssýslu Íbúar verða 990 verði af sameiningu Morgunblaðið/Daníel Hansen Verðlaunahafarnir, taldir frá vinstri: Thelma Ey- fjörð, Þórólfur Helgi Jónasson, Þorbjörg Dagný Kristbjörnsdóttir, Anna Sesselja Sigurðardóttir, Halla Sif Svansdóttir, Arnþór Lárusson og Margrét S. Ísaksdóttir skólastjóri. Upplestrarkeppni í Laugagerði Eyja- og Miklaholtshreppi - Á dögunum var haldin upp- lestrarkeppni í Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi. Vikurnar áður hafði dálitlum tíma á hverjum degi verið varið í að æfa nemendur í að lesa upp fyrir framan aðra og einnig að lesa í hljóði. Þetta er gert til að auka áhuga barna á lestri bóka. Þegar að lestrarkeppninni kom mættu allir nemendur skólans frá 3. bekk og upp úr á sal og lásu upp. Eldri nem- endur lásu bæði ljóð og brot úr sögu en þeir yngri annað hvort. Allir nemendur, ásamt kennurum, dæmdu síðan þannig að hver nemandi fékk stig fyrir framburð, túlkun, raddbeitingu, líkamsstöðu, hraða og samskipti við áheyr- endur. Heildarstigafjöldinn skar síðan úr um það hver hlyti verðlaunin. Í 7. bekk þurfti að velja um þrjá efstu sem fara áfram sem fulltrúar skólans í Upplestrarkeppni Vesturlands sem verður í Borgarnesi 29. mars. Gestadómari var Pálína Snorradóttir úr Hveragerði sem var kennari hér fyrir 25 árum. Hún hefur talsverða reynslu af slíkum störfum, hef- ur m.a. nokkrum sinnum dæmt á Suðurlandi. Talsverður kvíði var hjá sumum fyrir keppnina en allir voru fegnir þegar þeir höfðu lokið sínum upplestri og gátu snúið sér aftur að dómstörfum en þau voru unnin af mikilli alvöru. Þeir sem stóðu sig best voru verðlaunaðir með við- urkenningarskjölum. Vestmannaeyjum - Stefán Gíslason verk- efnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi hélt fyrirlestur í Ásgarði í Vestmanna- eyjum nýlega þar sem spurningunni „Hvernig stöndum við Eyjamenn okkur í umhverfismálum?“ var varpað fram. Stefán fjallaði um hreinni fram- leiðslutækni er leiðir til árangursríkrar stjórnunar sem miðar að því að bæta hráefnisnýtingu fyrirtækja og lækka þannig rekstrarkostnað. Stefán tók dæmi um sparnað hjá íslenskum fyr- irtækjum í rafmagni sápu, vatni og mörgu fleira. Það voru Umhverfisnefnd Vest- mannaeyja, Stjórnunarfélag Vest- mannaeyja og Heilbrigðiseftirlitið á Suðurlandi sem stóðu fyrir ráðstefnunni sem tókst vel en þátttakendur hefðu mátt vera fleiri. Hélt erindi um Eyja- menn og umhverfismál Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Stefán Gíslason, verkefnis- stjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi, hélt fyrirlestur. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Margir komu til að hlýða á erindið í Ásgarði í Vestmannaeyjum. Hellu - Skólagolf, samstarfsverkefni Golfsambands Íslands og Æskulínu Búnaðarbanka Íslands um að efla kynningu og kennslu í golfíþróttinni var formlega hrint af stað nýverið í Rangárvallasýslu með afhendingu golfbúnaðar til Grunnskólans á Hellu. Hver skóli fær skólagolfstösku sem í eru fjórtán golfkylfur í barna- og unglingastærðum, sjö járn, fleyg- járn, pútterar, gervigrasmottur, mjúkir golfboltar, inniholur og fleira, en búnaðurinn er ætlaður til kennslu innanhúss. Að sögn Gunnars Braga- sonar forseta GSÍ fór verkefnið sér- lega vel af stað í Rangárþingi, en Gefa golfbúnað í grunnskólana Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir ásamt stuðningi Búnaðarbankans fjármögnuðu Glerverksmiðjan Sam- verk á Hellu, Trésmiðjan Krappi á Hvolsvelli og Landsbanki Íslands kaup á töskum fyrir skólana í sýsl- unni. Myndin er frá afhendingu fyrstu Skólagolftöskunnar á Hellu, f.v. Ragnar Pálsson Glerverksmiðjunni Samverki, Björn Sigurðsson útibús- stjóri Búnaðarbankans, Óskar Páls- son Golfklúbbi Hellu, Gunnar Braga- son forseti GSÍ, Sigurgeir Guð- mundsson skólastjóri og Hálfdan Þorsteinsson íþróttakennari Grunn- skólans á Hellu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.