Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 65
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 65
SUNNUDAGINN 11. febrúar kl.
11 verður sr. Þór Hauksson settur
inn í embætti sóknarprests Árbæj-
arkirkju. Sr. Þór er giftur Magn-
hildi Sigurbjörnsdóttur viðskipta-
fræðingi og eiga þau þrjú börn.
Hann tekur við af sr. Guðmundi
Þorsteinssyni, sóknarpresti og
dómprófasti, sem lét af störfum um
sl. áramót vegna aldurs. Arftaki
hans í embætti prófasts, sr. Gísli
Jónasson, þjónar fyrir altari fram
að prédikun og les innsetningar-
bréf sr. Þórs.
Sr. Þór prédikar og þjónar fyrir
altari eftir prédikun. Veitingar í
safnaðarheimili kirkjunnar eftir at-
höfn. Safnaðarfólk og aðrir eru vel-
komnir til þessarar athafnar.
Árbæjarkirkja.
Biblíulestrar
í Kópavogskirkju
Á NÆSTU vikum verður boðið
upp á Biblíulestra sem verða í
umsjá séra Ingþórs Indriðasonar
Ísfeld. Hann hefur lengi verið
prestur við Fyrstu lúthersku kirkj-
una í Winnipeg, höfuðkirkju Vest-
ur-Íslendinga í Manitoba í Kanada.
Farið verður yfir Fyrra Korintu-
bréf undir leiðsögn séra Ingþórs
og efni bréfsins skýrt og rætt.
Alls verða samverurnar fimm og
sú fyrsta verður fimmtudaginn 15.
febrúar kl. 17.30 og svo fjóra
næstu fimmtudaga þar á eftir á
sama tíma.
Gert er ráð fyrir að hver sam-
vera taki um klukkutíma en þær
verða í safnaðarheimilinu Borgum.
Allir eru hjartanlega velkomnir en
þátttaka tilkynnist til kirkjuvarðar
Kópavogskirkju í síma 554-1898.
Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Kvennakirkjan
í Hallgrímskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guðs-
þjónustu í Hallgrímskirkju sunnu-
daginn 11. febrúar kl. 20.30. Um-
fjöllunarefnið er baráttugleðin í
kristinni kvennaguðfræði. Séra
Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédik-
ar. Elísabet Indra Ragnarsdóttir
leikur á fiðlu. Kór Kvennakirkj-
unnar leiðir almennan söng við
undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdótt-
ur. Kaffi á eftir í safnaðarheim-
ilinu.
Fimmtudaginn 15. febrúar kl.
17.30 verður síðdegisboð í stofum
Kvennakirkjunnar í Þingholts-
stræti 17. Hólmfríður Gunnars-
dóttir doktor í heilbrigðisvísindum
og starfskona Vinnueftirlits ríkis-
ins ræðir um vellíðan í vinnunni.
Boðið er upp á kaffi og heitar vöffl-
ur. Allir velkomnir.
Edens-stefið
í kvikmyndum
Á FRÆÐSLUMORGNI í Hall-
grímskirkju nk. sunnudag, 11.
febrúar kl. 10 f.h., mun Þorkell
Ágúst Óttarsson stud. theol. flytja
síðara erindi sitt um trúarleg stef í
kvikmyndum. Að þessu sinni mun
hann einkum ræða hvernig stef í
sköpunarsögum Biblíunnar (sköp-
un-syndafall) birtast með margvís-
legum hætti í kvikmyndum, en
Þorkell vinnur nú að meistarapróf-
sritgerð um þetta efni. Með er-
indinu mun hann sýna dæmi úr
kvikmyndum. Að erindinu loknu,
kl. 11, hefst síðan guðsþjónusta í
umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjarts-
sonar.
Söfnuðurinn
í sögu og samtíð –
fræðslukvöld
í Keflavíkurkirkju
KJALARNESSPRÓFASTSDÆMI
stendur fyrir fræðslukvöldi þriðju-
daginn 13. febrúar fyrir sóknar-
nefndarfólk og þá sem starfa innan
kirkjunnar. Efni kvöldsins er söfn-
uðurinn í íslenskri sögu og samtíð
og fyrir liggur að ræða stöðu safn-
aðarins í ljósi guðfræði kirkjunnar
okkar sem og í ljósi félagslegra að-
stæðna á Íslandi fyrr og síðar.
Erindi flytja dr. Hjalti Hugason
og dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og
munu þeir út frá sínu sjónarhorni
draga fram þá þætti sem að þeirra
mati móta íslenskan kirkjuveru-
leika. Þá verður reynt að svara því
hvar veikleikar og styrkur íslenska
þjóðkirkjusafnaðarins liggja. Að
erindum loknum verður skipst á
skoðunum um þetta mikilvæga
efni. Fundurinn stendur frá kl. 17–
21 og verður sem fyrr segir hald-
inn í safnaðarheimili Keflavíkur-
kirkju þriðjudaginn 13. febrúar.
Þátttakendur eru beðnir að skrá
sig á netfang Kjalarnessprófasts-
dæmis, kjalarpr@ismennt.is, eða í
síma 566-7301 (hægt að skilja eftir
skilaboð).
Kristín Þórunn Tómasdóttir,
héraðsprestur í
Kjalarnessprófastsdæmi.
Náttúrufræðisam-
komur í KFUM
og KFUK
Í KVÖLD kl. 20.30 og á morgun kl.
17 verða haldnar náttúrufræðslu-
samkomur í húsi KFUM og K við
Holtaveg. Þar mun dr. Bjarni E.
Guðleifsson, náttúrufræðingur hjá
Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins á Möðruvöllum, fjalla um nokk-
ur náttúrufyrirbæri. Ákveðið við-
fangsefni úr ríki náttúrunnar
verður krufið til mergjar á sam-
komunum og skoðað með augum
náttúrufræðingsins en að því búnu
mun Bjarni flytja stutta hugleið-
ingu tengda fyrirlestrinum. Við-
fangsefnin eru mismunandi lífver-
ur úr sköpunarverkinu bæði
skordýr og fuglar himinsins.
Bjarni mun skýra mál sitt með
góðu myndefni. Samkomurnar
henta vel fyrir alla sem hafa áhuga
á náttúrufræði og vilja fá trúarlega
uppbyggingu. Allir eru hjartanlega
velkomnir.
Breiðholtskirkja. Bach í Breið-
holtskirkju. Elleftu tónleikarnir í
tónleikaröðinni Bach í Breiðholts-
kirkju verður í dag kl. 17. Þýski
organistinn Jörge Sondermann
leikur orgelverk eftir J.S. Bach.
Aðgangseyrir rennur til Hjálpar-
starfs kirkjunnar. Mömmumorg-
unn föstudag kl. 10–12.
Grafarvogskirkja. AA-hópur hitt-
ist kl. 11.
KEFAS: Almenn samkoma í dag,
laugardag, kl. 14. Ræðumaður
Helga R. Ármannsdóttir. Mikil lof-
gjörð og fyrirbæn. Kl. 16 kemur
Íslenska Kristskirkjan með kyndil-
inn. Allir hjartanlega velkomnir.
Þriðjud: Bænastund kl. 20.30.
Miðvikud.: Samverustund unga
fólksins kl. 20. Fimmtud.: Menn
með markmið kl. 20. Allir hjart-
anlega velkomnir.
Hvammstangakirkja. Barnamessa
sunnudag kl. 11.
Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11.
TTT-starf (10–12 ára) kl. 13. Um-
sjón: Hreiðar Örn Stefánsson.
Hjálpræðisherinn. Kl. 13 Laugar-
dagsskóli.
Innsetning
sóknarprests
í Árbæjarkirkju
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Arnaldur
Árbæjarkirkja
Bridsfélag Reykjavíkur
Þriðjudaginn 6. febrúar voru spil-
aðar 3. og 4. umferð í Aðalsveita-
keppni BR. 22 sveitir spila 8 umferð-
ir með 16 spila leikjum eftir Monrad
fyrirkomulagi og er raðað eina um-
ferð fram í tímann. Staðan eftir 4
umferðir af 8 er:
1. Málning 78
2.-3. Skeljungur 76
2.-3. Ragnheiður Nielsen 76
4. Helgi Jóhannsson 75
5. Roche 74
6. Íslenska auglýsingastofan 72
7. Hermann Lárusson 71
Fyrir Málningu hafa spilað: Stein-
grímur Gautur Pétursson, Svavar
Björnsson, Sigtryggur Sigurðsson,
Sverrir G. Kristinsson og Júlíus Sig-
urjónsson.
Fyrir Skeljung hafa spilað: Anton
Haraldsson, Sigurbjörn Haraldsson,
Helgi Jónsson og Helgi Sigurðsson.
Með Ragnheiði Nielsen hafa spil-
að: Hjördís Sigurjónsdóttir, Valgarð
Blöndal og Kristján Blöndal.
Nánari upplýsingar er að finna á
heimasíðu BR, www.islandia.is/
svenni.
Næsta keppni félagsins að Aðal-
sveitakeppninni lokinni er Aðaltví-
menningur félagsins. Hann hefst 27.
febrúar og stendur yfir í 5 kvöld.
Minnt er á að spilakvöld 20. febr-
úar fellur niður vegna Bridshátíðar
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Bridsdeild félags eldri
borgara í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ. Fimmtudaginn 1.
febrúar 2001. 20 pör. Meðalskor 216
stig.
N/S
Fróði B. Pálss. – Þórarinn Árnas. 292
Eysteinn Einarss. – Kristján Ólafss. 242
Ólafur Ingvarss. – Bragi Björnss. 229
A/V
Sigurður Guðmundss. – Þórólfur Mey-
vantss. 252
Margrét Margeirsd. – Gissur Gissurars. 252
Þorsteinn Laufdal – Magnús Halldórss. 241
Sveitakeppni hófst mánudaginn 5.
febrúar með þátttöku 10 sveita. Spil-
aðir eru tveir 16 spila leikir á dag í
samtals 5 mánudaga. Eftir 2 um-
ferðir er staða efstu sveita þannig:
Þorsteinn Laufdal 44
Kristinn Gíslason 40
Rafn Kristjánsson 38
Bridsfélag Suðurnesja
Mánudaginn 5. febrúar lauk aðal-
sveitakeppni félagsins. Lokastaðan
varð þessi:
Sv. Jóhannesar Sigurðss. 107
Sv. Kristjáns Kristjánss. 101
Sv. Svölu Pálsdóttur 79
Sv. Þrastar Þorlákssonar 67
Með Jóhannesi spiluðu: Gísli
Torfason, Arnór Ragnarsson, Karl
Hermannsson, Karl G. Karlsson og
Guðjón Svavar Jensen.
Næsta keppni er 3 kvölda tvímenn-
ingur þar sem tvö bestu gilda til verð-
launa. Munið að ekki er spilað mánu-
daginn 19. feb. vegna bridshátíðar.
Bridsfélag Siglufjarðar
Nú stendur yfir Siglufjarðarmót í
sveitakeppni með þátttöku 10
sveita. Spilaðir eru tveir 12 spila
leikir á kvöldi (tvöföld umferð).
Staðan að loknum 10 leikjum af 18
er nú þessi:
Sveit Íslandsbanka 198
Sveit Hreins Magnússonar 197
Sveit Guðlaugar Márusdóttur 196
Sveit Björns Ólafssonar 177
Sveit Birgis Björnssonar 167
Þegar þessum 18 tólf spila leikj-
um er lokið spilar sveit 1 og 2 um
fyrsta sætið, sveit 3 og 4 um þriðja
sætið og svo framveigs og verða þá
spilaðir 24 spila leikir.
Svæðismót Norðurlands
vestra í sveitakeppni
Helgina 20.–21. janúar var svæð-
ismót Norðurlands vestra í sveita-
keppni haldið á Siglufirði. Mótið
var jafnframt úrtökumót vegna
undankeppni Íslandsmótsins í
sveitakeppni og veittu þrjú efstu
sætin rétt til þátttöku. 8 sveitir
tóku þátt í mótinu. Sveit Boga Sig-
urbjörnssonar Siglufirði var örugg-
ur sigurvegari, vann 5 leiki með
fullu húsi og tvo leiki með 19–11 og
18–12. Meðalskor sveitarinnar var
því 23,15. Með Boga í sveitinni eru
Birkir Jónsson, Jón Sigurbjörnsson
og Ólafur Jónsson. Annars urðu úr-
slit þessi:
Sveit Boga Sigurbjörnssonar, Siglufirði 162
Sveit Stefaníu Sigurbjörnsd., Sigluf. 129
Sveit Ásgríms Sigurbjörnss., Sauðárkr. 123
Sveit Skúla Jónssonar, Sauðárkr., 116
Sveit Guðlaugar Márusdóttur, Siglufirði 92
Þar sem sveit Stefaníu spilaði
ekki um rétt til þátttöku á Íslands-
mótinu eru það sveitir Boga, Ás-
gríms, og Skúla sem hafa unnið sér
þátttökurétt. Auk þess á Norður-
land vestra 1. varasveit á Íslands-
mótið sem myndi þá verða sveit
Guðlaugar.
Sveit Björgvins Leifssonar
vann aðalsveitakeppni
Bridsfélags Húsavíkur
Lokastaða efstu sveita í Lands-
bankamótinu á Húsavík varð þessi:
1. Sveit Björgvins Leifssonar 119 stig
Björgvin R. Leifsson, Sveinn Aðalgeirsson,
Óli Kristinsson, Pétur Skarphéðinsson, Þór-
ólfur Jónasson, Guðmundur H. Halldórsson.
2. Sveit Friðriks Jónassonar 96 stig
Friðrik Jónasson, Torfi Aðalsteinsson,
Gunnar Bóasson, Hermann Jónasson.
3. Sveit Þóris Aðalsteinssonar 90 stig
Þórir Aðalsteinsson, Gaukur Hjartarson,
Þóra Sigurmundsdóttir, Magnús Andrésson.
Staða efstu para í fjölsveitaút-
reikningi:
Óli – Pétur 18,21
Gunnar – Hermann 18,00
Sveinn – Þórólfur 17,93
Næstkomandi mánudag hefst
VÍS-tvímenningurinn, aðaltvímenn-
ingur Bridsfélags Húsavíkur. Skrán-
ing hjá Björgvini í síma 464-2076 eða
hjá Sveini í síma 464-2026.