Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isSteinþór í úrslit á NM í keilu / B1 Bandarískur sundþjálfari hittir Jakob og Örn / B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM LAUN félagsmanna í Sambandi ís- lenskra bankamanna munu hækka um 21% samkvæmt nýjum kjara- samningi sem undirritaður hefur verið á milli SÍB og bankanna. Samningurinn nær til 1. október 2004 og verður stærstur hluti launa- hækkana fyrstu tvö árin, eða 17,7% hækkun launa. Samkvæmt samningnum hækka laun bankastarfsmanna um 6,9% frá og með 1. janúar 2001 og síðan um 3% í janúar 2002, janúar 2003 og janúar 2004. Auk þess munu allir fá hækkun um einn launaflokk eigi síð- ar en 1. janúar 2003. Sú hækkun samsvarar 3,4% hækkun launa. Or- lofsframlag/orlofsuppbót hækkar úr 80.000 kr. í 95.500 kr. og tekur eftir það sömu hlutfallshækkunum og laun. Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra bankamanna, segir að lögð hafi verið áhersla á að samningarnir skiluðu sér í launa- hækkunum til allra félagsmanna, ólíkt því sem var í síðustu samning- um þegar áhersla var lögð á að hækka lægstu launin meira. „Þetta er mjög stór hópur, tæplega 4.000 manns, og dreifður að því leytinu til að þarna eru almennir starfsmenn og gjaldkerar og síðan bæði sérfræð- ingar og yfirstjórnendur. Í félaginu eru allir nema æðstu stjórnendur bankans og það er dálítið erfitt að semja fyrir svona hóp. Við sömdum reyndar í síðustu samningum árið 1997 um sérstakt átak fyrir þá sem voru með lægri laun og þá var minni hækkun fyrir þá sem voru með hærri launin. En núna var ákveðið að fá sömu prósentuhækkun á alla.“ Að sögn Friðberts eru sömu var- naglar í samningunum og hjá kenn- urum varðandi breytingar á verð- lagsþróun og eru samningar uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara ef verðbólgan fer úr bönd- unum en að öðru leyti eru engir var- naglar. Frá og með 1. janúar 2002 hækkar yfirvinnuprósenta úr 1% í 1,0385%. Frá gildistíma samnings fá félags- menn allt að 1% mótframlag í lífeyr- issjóð frá atvinnuveitanda ef þeir leggja sjálfir fram sömu hlutfalls- tölu. Bótafjárhæðir slysa- og líf- trygginga hækka um 30% frá og með 1. júlí 2001. Þá verður SÍB kleift á samningstímanum að stofna mennt- unarsjóð félagsmanna þar sem fram- lag bankanna vegna fræðslumála er hækkað verulega. Stefnt að því að greiða atkvæði um samninginn seinnihluta næstu viku í allsherjaratkvæðagreiðslu á um 200 vinnustöðum. FREISTANDI er fyrir miðaldra bændur með tiltölulega mikinn framleiðslurétt að selja hann og sitja áfram á jörðunum. Þetta kom fram í máli Jóhannesar Torfasonar, bónda á Torfalæk, á ráðunautafundi Bændasamtaka Íslands á fimmtu- dag. Hann vill að fundnar verði leiðir til að afnema kvótakerfið hið bráð- asta og komið á heilbrigðu rekstr- arumhverfi í mjólkurframleiðslunni, þannig að það verði eftirsótt að vera bóndi. Takist það ekki verði brátt kominn tími til að hefja á ný sjálf- stæðisbaráttu bænda. Jóhannes segir að við ríkjandi að- stæður sé vel skiljanlegt að bændur vilji taka út sinn lífeyrissjóð með sölu kvóta og e.t.v. lausafjár. Á hinn bóg- inn hindri þessi afstaða nýliðun og sveitir eða sveitarhlutar deyi úr elli. Meðalbúið framleiðir þrisvar sinnum meiri mjólk Jóhannes, sem á að baki þriggja áratuga búrekstur, segir að í upphafi búskapar síns hafi einhæf kúabú ver- ið fremur sjaldgæf. Mjólkurfram- leiðendur hafi verið um 3.400 talsins og meðalnyt kúnna um 3.000 lítrar. Nú, þrjátíu árum síðar, sé mjólk- urframleiðslan litlu meiri og stóru samlögin taki á móti örlítið meiri mjólk til vinnslu. Hins vegar sé út- flutningur mun minni en þá og einnig neysla hvers íbúa. Nytin hafi vaxið um á annað þúsund lítra, meðalbú framleiði þrisvar sinnum meiri mjólk en þá og fjöldi mjólkurframleiðenda sé um 1.000 eða tæpur þriðjungur af því sem þá var. „Rétt er að velta fyrir sér hvort líklegt sé að neysla innlendra mjólk- urafurða aukist. Ég efast um það og tel gott ef okkur tekst að halda í horfinu, neyslubreytingar og aukin ásókn erlendra mjólkurvara valda þessu. Neytendur munu áfram gera harðar kröfur um lægra verð á mat- vörum og eina svar framleiðenda er meiri framleiðni. Ef okkur tekst ekki að laga okkur að þeim breytingum versnar afkoman og menn gefast upp á rekstrinum.“ Jóhannes benti á að síðustu miss- eri hefði orðið mikil uppstokkun á skipulagi afurðastöðva og bændur væru að marka skýrar eignarhald sitt og stjórn á þessum fyrirtækjum. Komið hefði í ljós að eignaraðild bænda væri mun minni og óljósari en ýmsir höfðu talið sér og öðrum trú um. Þess vegna væri stutt í að stofn- að yrði fyrirtæki eins og Íslands- mjólk svf. eða hf., enda væri það eina raunhæfa svar bænda við auknum innflutningi mjólkurvara. Þá sagði hann afurðastöðvar hafa á undanförnum árum komið að við- skiptum með kvóta með kaupum og lánafyrirgreiðslu. Þetta hefði leitt til óeðlilegrar verðhækkunar á kvóta og þýddi í raun að stöðvarnar væru sí- fellt að eignast meira af kvótanum. „Bændur stefna með þessu í þá óskemmtilegu stöðu að verða verk- takar hjá afurðastöðvunum. Afurða- stöðvarnar eiga kvótann og bændur gæta búsmalans. Þá væri komið á nýtt leiguliðakerfi sem væri þó form- lega í eigu og undir stjórn bænda,“ sagði hann. Freistandi að selja kvótann Stefnir í að bændur verði aftur leiguliðar HÓPUR barna á leikskólanum Gullborg fékk að spreyta sig á verkefni sem fæst önnur börn hafa upplifað en mörg ef til vill dreymt um. Verkefnið fólst í því að handmála nýja bifreið af Daewoo-gerð. Þetta var handmálun í bók- staflegum skilningi þess orðs því áhöldin voru engin önnur en litl- ar hendur og fingur. Börnin sýndu listræna tilburði við verkið og leikskólakennarar á Gullborg höfðu yfirumsjón með sköp- unarferlinu. Tiltækið var skipulagt af Bíla- búð Benna sem rekur einu bíla- verslunina í Kringlunni. Að verk- inu loknu var listamönnunum haldin veisla í boði Stjörnutorgs í Kringlunni. Morgunblaðið/Jim Smart Daewoo hand- málaður FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík fór í gær fram á áfram- haldandi gæsluvarðhald yfir tæp- lega fertugum Dana sem var hand- tekinn með um 43 g af kókaíni og um 72 g af amfetamíni á Keflavík- urflugvelli hinn 1. febrúar sl. Fíkniefnadeild tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli stöðvaði mann- inn við komuna frá Kaupmannahöfn en hann þótti á ýmsan hátt grun- samlegur. Við leit í farangri hans fundust engin fíkniefni. Hins vegar þótti ástæða til að flytja hann til röntgenskoðunar. Þá kom í ljós að hann hafði fíkniefni innvortis. Mað- urinn hafði vafið þau inn í fimm litla böggla. Í þeim reyndust sem fyrr segir vera um 43 g af kókaíni og um 72 g af amfetamíni. Íslendingur sem kom með sömu vél var einnig handtekinn grunaður um aðild að málinu. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík fékk málið til rannsókn- ar. Að kröfu lögreglunnar úrskurð- aði Héraðsdómur Reykjavíkur Dan- ann í viku gæsluvarðhald en Íslendinginn í viku farbann. Við yfirheyrslur bar Daninn að hann hefði flutt efnin inn að beiðni landa síns sem síðan hefði ætlað að nálgast efnið. Lögreglan hefur eng- ar spurnir haft af honum. Íslend- ingurinn hefur neitað aðild að mál- inu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður ekki farið fram á framlengingu á farbanninu. Tæplega fertugur Dani handtekinn á Keflavíkurflugvelli Var með kókaín og amfetamín innvortis Bankamenn undirrita nýjan kjarasamning til haustsins 2004 Fá alls 21% launahækk- un á samningstímanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.