Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Sjáum einnig um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
✝ Björn Ágústssonfæddist í Nes-
kaupstað 28. mars
1973. Hann lést á
heimili sínu á Húsa-
vík 3. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Dagný
Marinósdóttir, f.
12.5. 1947, grunn-
skólakennari í
Reykjavík, og Ágúst
Guðröðarson, f.
24.10. 1944, bóndi á
Sauðanesi á Langa-
nesi. Systkini Björns
eru Þórhalla, f. 29.1.
1970, hjúkrunarfræðingur, bú-
sett í Neskaupstað; Ágúst Mar-
inó, f. 31.3. 1978, búfræðingur og
tamningamaður, búsettur á
Sauðanesi; Halldóra Sigríður, f.
17.3. 1980, framhaldsskólanemi,
búsett á Sauðanesi. Systkini
Björns, samfeðra: Guðröður, f.
12.4. 1966, tamningamaður, rek-
ur hrossabúgarð í Svíþjóð; Ester,
f. 2.10. 1968, framhaldsskóla-
kennari, búsett í Varmahlíð í
Skagafirði. Systir Björns sam-
mæðra: Svala, f. 26.7. 1966,
skrifstofumaður, búsett á Þórs-
höfn.
Björn ólst upp í
foreldrahúsum og
gekk í skóla á Þórs-
höfn. Hann var einn
vetur í Verk-
menntaskólanum í
Neskaupstað 1989–
1990. Hann settist í
Fjölbrautaskólann á
Húsavík haustið
1991 og varð stúd-
ent þaðan 1995.
Fljótlega eftir nám
hóf Björn vinnu hjá
Kaupfélagi Þingey-
inga á Húsavík, í
kjötiðnaðardeild, og
fór síðan á samning í kjötiðn hjá
því fyrirtæki. Hann fór jafnframt
starfinu tvo vetur í Iðnskólann í
Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi
í febrúar 2000. Síðustu árin
starfaði Björn hjá Norðlenska á
Húsavík, sem verkstjóri og einn-
ig sem verkstjóri haustslátrunar.
Björn og Kristrún Pétursdótt-
ir, f. 19.7. 1975, frá Fornhaga í
Aðaldal, hófu sambúð á meðan
þau voru í Fjölbraut á Húsavík.
Henni lauk á síðasta ári.
Útför Björns fer fram frá
Þórshafnarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu
heiður er þinn vorhiminn
hljóðar eru nætur þínar
létt falla öldurnar
að innskerjum
– hvít eru tröf þeirra.
Þöglar eru heiðar þínar
byggð mín í norðrinu.
Huldur býr í fossgljúfri
saumar sólargull
í silfurfestar vatnsdropanna.
Sæl verður gleymskan
undir grasi þínu
byggð mín í norðrinu
því sælt er að gleyma
í fangi þess
maður elskar
Ó bláir eru dalir þínir
byggð mín í norðrinu.
(Hannes Pét.)
Björn bróðursonur minn er látinn,
nær 28 ára að aldri. Lífssólin rétt
komin yfir hnjúkana, lífsbrautin að
nokkru mörkuð í starfi, en um margt
óráðið um einkahagi. Heimdraganum
hafði verið hleypt, búseta og starf um
nokkurra ára skeið á Húsavík.
Tengslin órofin og sterk við heima-
slóðir.
Að vallarsýn var Björn vörpulegur,
hár og samsvaraði sér vel, bjartur yf-
irlitum, bláeygður með opinn og
hreinan svip.
Samvistir við hann voru þægilegar,
alltaf stutt í brosið, samræður
skemmtilegar, enda var hann sann-
arlega hugsandi maður. Björn var
vinsæll og vinmargur.
Björn ólst upp í foreldrahúsum á
Sauðanesi, Langanesi, í stórum
systkinahópi. Má nærri geta að oft
hafi glaðværð og athafnasemi verið
þar mikil við leik og starf. Heyskapur
á sumrum, æðarvarpið að vorinu, sil-
ungsveiði, snúist við hrossin. Á vetr-
um var skólinn aðalviðfangsefnið.
Björn átti gott með nám, sem barn og
unglingur var hann óvenjufljótur að
tileinka sér bóknámið, þurfti lítið fyr-
ir því að hafa. Einhvern veginn hélt
ég að hann færi í háskólanám, sem
ekki varð.
Björn var í góðum tengslum við
móðurforeldra sína, séra Marinó sem
sat á Sauðanesi og Þórhöllu konu
hans, enda tíður gestur á heimili
þeirra. Hann og Sauðanesfólk kom
og mikið til Norðfjarðar, þegar annir
leyfðu frá búskapnum. Batt Björn
mikla tryggð við föðurfólk sitt þar og
allir höfðu dálæti á þessum prúða
bókaormi. Einn vetur dvaldi Björn
hjá þeim hjónum Hákoni föðurbróður
sínum og Sigurlaugu konu hans í
Efri-Miðbæ, Norðfirði, og sótti þá
skóla í Neskaupstað. Þeir voru jafn-
aldrar, Jón Björn Hákonarson og
Björn Ágústsson, skírðir saman í
Efri-Miðbæ, og báru báðir nafn
Björns Jónssonar afabróður síns,
bónda í Neðri-Miðbæ.
Náin vinátta og tengsl voru ávallt
þarna á milli og Björn eins og einn af
heimilisfólkinu á þessu stórfjöl-
skyldu- og rausnarheimili. Söknuður
mikill er nú yfir heimilum austur þar,
svo sem á heimaslóðum hans á
Langanesi. Á síðastliðnu sumri héldu
Miðbæingar sitt þriðja ættarmót. Þar
komu að venju velflestir og ekki létu
Sauðanesmenn sig vanta, í vinafagn-
að þann. Björn var á þeim dögum
glaður og viðmótsgóður, hlýr, húm-
orskur og dálítið stríðinn, án kerskni.
Þannig minnumst við hans.
Eftir að Björn settist að á Húsavík
kom hann mikið heim á Sauðanes og
tók stundum nær allt sitt sumarleyfi
til að vinna að heyskapnum með föð-
ur sínum. Þeir áttu vel skap saman,
ekki síst hin síðari árin, feðgar Björn
og Ágúst. Minn góði bróðir, sem er
hamhleypa til verka og eðlilega nokk-
uð aðgangsharður við vélaflotann,
taldi verklagni Björns og góða um-
gengni við vélarnar nokkuð sem ýms-
ir mættu af læra. Ræddu þeir og
margt um búskapinn og tók Ágúst
mikið mark á hógværum en vel
grunduðum skoðunum Björns.
Björn naut þess að fara um fjöll og
heiðar, voga og víkur. Hann var
áhugasamur veiðimaður, fengsæll á
fugl og sel. Hann virti og unni ís-
lenskri náttúru.
Það er erfitt að kveðja fólk sem
sviplega hverfur af heimi í blóma lífs-
ins, og þessi fátæklegu orð mín eru
frekar tilraun en að mér hafi heppn-
ast að gera skil minningu Björns
Ágústssonar.
Hlýjar minningar lifa og græða.
Megi almættið styrkja foreldra,
systkini, aldraða ömmu, annað skyld-
fólk, venslamenn og vini hans.
Blessuð sé minning Björns Ágústs-
sonar.
Friðjón Guðröðarson.
Elsku Bjössi frændi, það er óhætt
að segja að tilvera mín hafi tekið
mikla dýfu þegar mér barst sú fregn
síðasta laugardag, 3. febrúar, að þú
værir allur, horfinn úr blóma lífsins
rétt við upphaf þess. Á mörgu átti ég
von en ekki að slík vátíðindi bærust
mér á þessum sólríka morgni þar
sem ég var staddur á hóteli í höfuð-
borginni. En slíku er víst ekki í mann-
legu valdi að breyta og eftir situr
maður með sorgina og söknuðinn í
því mikla tómarúmi sem góðir dreng-
ir eins og þú skilja alltaf eftir sig. Þar
sem ég sat í herbergi mínu þennan
dag og mátti vart mæla komu í huga
mér margar góðar minningar um
samvistir okkar í gegnum tíðina. Það
var ekki aðeins að við værum bræðra-
synir heldur vorum við einnig jafn-
aldrar, bornir til skírnar saman,
deildum sama nafninu og vorum
bundnir traustum vináttuböndum frá
því við mundum eftir okkur. Vináttu-
böndum sem landfræðilegar fjar-
lægðir höfðu engin áhrif á og slíkum
sem maður binst ekki mörgum á lífs-
leiðinni. Ég minnist þess alltaf þegar
við vorum litlir og mamma þín og
pabbi voru að koma í sína árlegu
sumarheimsókn til Norðfjarðar með
alla stórfjölskylduna, frá Sauðanesi
þar sem þið áttuð heima, hversu biðin
eftir því að þið rennduð í hlað hjá
ömmu var oft löng og erfið, enda mik-
il tilhlökkun að hittast eftir langan
vetur. Enda gekk ekki hnífurinn á
milli okkar þann tíma sem þið stopp-
uðuð og alltaf þótti okkur hann of
stuttur. Það breyttist ekkert eftir því
sem við urðum eldri. Svo þegar við
byrjuðum í framhaldsskólanum og þú
komst til Norðfjarðar og bjóst heima
í Efri-Miðbæ einn vetur til að vera í
skóla hér styrktust vináttuböndin
milli okkar ennfrekar. Það var fátt
sem við náðum ekki saman í, kannski
helst að við deildum ekki alltaf sama
tónlistarsmekk, en slíkt var smámál
milli okkar. Það voru margar góðar
næturnar sem við sátum og ræddum
málin í botn, enda báðir sammála um
að það væri eini tími sólarhringsins
sem hugurinn hefði fulla virkni og
morgnarnir hefðu verið fundnir upp
til þess að sofa þá út. Síðan hélst þú
aftur norður um heiðar til að halda
áfram þínu námi og ég mínu hér á
Norðfirði. Slíkt breytti engu á milli
okkar enda hittumst við áfram á
sumrin, bæði hér og á heimaslóðum
þínum á Langanesi, og áttum okkar
góðu stundir. Síðan settist þú að á
Húsavík og alltaf var ég á leiðinni til
að heimsækja þig þangað og endur-
gjalda heimsóknir þínar hingað til
mín á Norðfjörð, en nú er víst tíminn
floginn frá okkur til þess. Sá tími sem
við deildum á nýliðnu sumri og þau
símtöl sem við áttum eru mér nú dýr-
mætar minningar um góðan vin og
ástkæran frænda, um vináttu og góð-
ar stundir.
Elsku frændi, það er svo margt
sem mig langar að segja á þessari
stundu en orðin standa föst í huga
mér og því ætla ég að kveðja þig með
þessum orðum úr Hávamálum, því
báðir höfðum við mikinn áhuga á
goðafræðum og allri sögu:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Gústi, Dagný, systkini og fjöl-
skyldur. Mikil er sorg ykkar nú en
megi minningin um góðan dreng
verða ykkur ljós í þessu mikla
myrkri.
Hvíl í friði, kæri frændi.
Jón Björn Hákonarson.
Fallinn er drengur góður. Björn
Ágústsson hefur kvatt okkur. Nú
þegar sólin er farin að brosa við okk-
ur og dagana tekið að lengja er Bjössi
ekki lengur á meðal okkar.
Það er svo skrítið að sitja hér og
skrifa minningargreinina hans því
fyrir örfáum dögum var hann í fullu
fjöri, en enginn veit hvað morgun-
dagurinn býr í skauti sér.
Við unnum bæði með Bjössa í
Kjötiðjunni og kynntumst honum
þar. Í fyrstu virtist hann frekar hlé-
drægur en við frekari kynni var mjög
gott og gaman að spjalla við hann og
oft var stutt í breiða brosið hans,
stundum falið í skegginu. Það var frá-
bært að vinna með Bjössa og hann
var einstaklega góður félagi, hjálp-
samur og skemmtilegur.
BJÖRN
ÁGÚSTSSON
✝ Ólafur Ottóssonfæddist í Reykja-
vík 20. október 1915.
Hann lést á líknar-
deild Landakotsspít-
ala (K1) 26. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ottó Wathne Ólafs-
son, trésmíðameist-
ari í Reykjavík, f.
3.7. 1889 í Reykja-
vík, d. 8.11. 1977, og
kona hans Guðríður
Sigbjörnsdóttir, hús-
móðir, f. 5.1. 1893 á
Loftstöðum, Gaul-
verjabæjarhr., Árn., d. 23.9. 1982.
Fóstursystir Ólafs var Guðríður
Guðmundsdóttir, húsmóðir, f. 5.8.
1921 í Reykjavík, d. 16.10. 1989,
maki Ólafur Ísberg Hannesson,
lögfræðingur, f. 8.10. 1924 í
Reykjavík, d. 10.2. 1998.
Fyrri kona Ólafs var Vigdís
Jónsdóttir, f. 9.11. 1918 í Reykja-
vík (skildu). Sonur þeirra er Jón
Otti Ólafsson, f. 10.7. 1941, maki
Jónína Magnea Aðalsteinsdóttir,
maki Jón Geir Pétursson, f. 17.9.
1967. Dætur þeirra eru Ólöf
Helga, f. 5.11. 1995, og Guðrún
María, f. 18. maí 2000. Fósturson-
ur Ólafs og sonur Ólafar Helgu er
Jón Þóroddur Jónsson, maki
Soffía Ákadóttir. Börn þeirra
Kristín, f. 4.10. 1969, Guðlaug, f.
22.9. 1971, og Áki, f. 5.10. 1985.
Ólafur fékk sveinsbréf í ketil-
og plötusmíði 1938 og sveinsbréf í
bókbandi 1965. Útskrifaðist úr
Lögregluskólanum 1942. Ólafur
starfaði sem járnsmiður hjá Stáls-
miðjunni í Reykjavík frá 1937–
1942 og frá 1959–1962. Þá starf-
aði hann sem verkstjóri hjá Stáls-
miðjunni og smiðjum í Reykjavík
frá 1945–1957 og einnig hjá Vél-
smiðju Björns Magnússonar í
Keflavík 1957–1958. Þá var hann
lögregluþjónn í Reykjavík frá
febr. 1942 til júní 1945. Frá 1962–
1972 starfaði hann við bókband
hjá Hilmi og Félagsbókbandinu og
Bókbandsstofu Landsbókasafns-
ins til 1987. Ólafur var um hríð
trúnaðarmaður BFÍ. Sat í var-
astjórn Bókbindarafélags Íslands
og var í nokkur ár varaformaður,
1976–1980. Var í samninganefnd
bókagerðarfélaganna 1979–1980.
Fulltrúi á ASÍ-þingum 1976 og
1980.
Útför Ólafs fór fram í kyrrþey.
f. 15.11. 1942 . Synir
þeirra eru Aðalsteinn,
f. 6.10. 1963, Jón Otti,
f. 8.1. 1965, og Hall-
grímur Vignir, f. 18.6.
1969.
Seinni kona Ólafs
var Ólöf Helga Gunn-
arsdóttir, f. 23.7.
1924, d. 25.7. 1998.
Börn þeirra eru: 1)
Ottó Björn, f. 28.12.
1948. – K1 Birna
Sverrisdóttir, f. 3.3.
1950 (skildu). Sonur
þeirra Bergþór Arn-
ar, f. 4.4. 1972. – K2
Þorbjörg Gígja, f. 21.6. 1946. Börn
þeirra Kolbrún Eydís, f. 23.7.
1968, Ólafur Geir, f. 4.8. 1980, og
Helga Guðríður, f. 29.9. 1981. 2)
Guðrún, f. 9.8. 1950, maki Sigur-
jón Eysteinsson, f. 8.12. 1949.
Börn þeirra Sigrún Helga, f. 12.3.
1972, Ólafur Eysteinn, f. 27.8.
1974, og Valgerður Ósk, f. 16.5.
1980. 3) Guðríður Helga, f. 22.11.
1954. 4) Guðlaug Ólöf, f. 27.12.
1955. 5) Kristín Lóa, f. 17.4. 1966,
Afi Óli, takk fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Það var alltaf svo gaman að koma
heim til þín á Vesturgötu 7, knúsa
þig og leika svo með kerruna þína
sem í mínum augum var mjög
spennandi og heillandi leiktæki. Guð
geymi þig, elsku langafi minn.
Þinn
Sigurjón Óli.
Nú er hann afi Óli dáinn og með
söknuði kveð ég hann. Þegar ég
hugsa um þig, afi Óli, þá koma upp í
hugann allar skemmtilegu samveru-
stundirnar í Kjósinni. Þar eyddum
við systkinin mörgum góðum stund-
um með þér og ömmu Helgu, þar
sem við fórum í gönguferðir, bjugg-
um til torfbæi, óðum í ánni, möl-
uðum kaffi úr kaffisteinum og veidd-
um silung úr ósnum. Þessar stundir
eru með þeim mikilvægustu af þeim
sem ég minnist frá barnæsku minni.
Hann afi Óli var einstakur afi.
Það var svo gott að koma til hans og
alltaf var hann jafnglaður að sjá
mann. Heima hjá honum og ömmu
Helgu á Vesturgötunni var alltaf
notaleg og hlý stemning þar sem
maður var umvafinn bókum, sögum
ÓLAFUR
OTTÓSSON
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskling-
ur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mót-
taka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni
DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.
Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma
569 1115, eða á netfang þess (minn-
ing@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd – eða 2.200 slög.