Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 29

Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 29 GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti lagði tillögur sínar um skatta- lækkanir fyrir þingið á fimmtudag, en samkvæmt þeim verður ríkis- sjóður af 1,6 billjónum dollara, eða um 137 billjónum króna, á næstu tíu árum. Skattalækkanir voru eitt helsta kosningamál Bush. Margir telja tillögur hans ganga of langt og segja þær byggjast á óraunhæfum spám um afkomu ríkissjóðs, eða gagnrýna að þær komi hinum best settu helst til góða. Tillögurnar fela meðal annars í sér lækkun tekjuskatts, einföldun á skattareglum, tvöföldun barnaaf- sláttar og afnám erfðafjárskatts og viðbótarálaga á hjón. Í lægsta skattþrepi verður tekjuskattur lækkaður úr 15% í 10% og hæsta tekjuskattsprósentan fer úr 39,6% í 33%. Eru þetta mestu skattalækkan- irnar síðan árið 1981, þegar Ronald Reagan var nýtekinn við forseta- embætti. Bush sagði er hann kynnti tillög- urnar að þær miðuðu að því að bæta hag millistéttafjölskyldna. Þó er ljóst að hinir ríku hagnast mest, þrátt fyrir að prósentulækkanir til þeirra verði minni en til annarra hópa, og því hafa demókratar ein- dregið mótmælt. Fullyrða þeir að 12 milljónir fjölskyldna, sem eru undir eða rétt yfir fátæktarmörk- um, muni ekki hafa neinn ávinning af skattalækkununum. Frjálslyndari repúblikanar taka undir með demókrötum Demókratar telja auk þess lækk- anirnar allt of miklar og það gera einnig fjölmargir frjálslyndari repúblikanar. Flokkarnir eiga jafn mörg sæti í öldungadeildinni og því skiptir hvert einasta atkvæði máli. Jim Jeffords, öldungadeildar- þingmaður repúblikana fyrir Ver- mont og meðlimur fjármálanefndar þingsins, hefur lýst því yfir að hann muni þrýsta á um að skattalækk- anirnar verði ekki meiri en ein billj- ón dollara. Hann bendir einnig á að tillögurnar komi ekki nógu vel til móts við þá verst settu og leggur til að þeim verði breytt. Jeffords telur að nægilega marg- ir meðlimir fjármálanefndarinnar séu mótfallnir tillögunum í óbreyttri mynd til að hindra af- greiðslu þeirra. Annar fulltrúi repúblikana í nefndinni, Olympia Snowe, vill til dæmis að sett verði inn ákvæði um að skattalækkanir gengju að hluta til baka ef staða ríkissjóðs versnaði. Þá hefur Lin- coln Chafee, öldungadeildarþing- maður repúblikana fyrir Rhode Is- land, lýst því yfir að hann styðji ekki tillögurnar. Á hinn bóginn vilja ýmsir repú- blikanar og frammámenn í atvinnu- lífinu að skattar verði lækkaðir enn frekar en tillögur Bush gera ráð fyrir, og það gæti gert forsetanum erfitt um vik að koma til móts við þá sem vilja ganga skemur. At- vinnurekendur hafa einnig gagn- rýnt að tillögurnar geri ekki ráð fyrir lækkunum skatta á fyrirtæki, að öðru leyti en því að afsláttur verður veittur vegna rannsókna- og þróunarstarfs. Bush íhugar frekari fækkun kjarnavopna The New York Times sagði frá því í gær að Bush íhugaði að minnka kjarnorkuvopnabúr Banda- ríkjanna, meðal annars vegna þess að það gæti aukið stuðning við áform stjórnarinnar um að koma upp eldflaugavarnakerfi. Bandaríkin ráða nú yfir um 7.000 kjarnaoddum, en Rússar 6.000. Með START II-afvopnunarsáttmál- anum skuldbundu ríkin sig til að fækka kjarnaoddum sínum í 3.500. Clinton-stjórnin var reiðubúin að ræða fækkun í 2.000 til 2.500 odda í næstu samningalotu, en Bush hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn að ganga enn lengra. Bush Bandaríkjaforseti hyggst standa við umdeilt kosningaloforð Boðar skattalækkanir ANDRES Pastrana, forseti Kól- umbíu, leggur nú hart að sér við að ná friðarsamingum í löngu og blóð- ugu stríði stjórnvalda við marxísku skæruliðahreyfinguna FARC. Á fimmtudag hélt forsetinn frá höf- uðstaðnum Bogota til borgarinnar San Vicente del Caguan, sem er á valdi FARC og þaðan fór hann með þyrlu til þorpsins Los Pozos í grenndinni til að hitta að máli leið- toga hreyfingarinnar, Manuel Marulanda. Þykir frumkvæði for- setans dirfskufullt og sýna mikið hugrekki. Fátt hefur verið látið uppi um gang viðræðnanna en Pastrana sagði á fimmtudagskvöld að þær hefðu verið „mjög árangursríkar“ og Marulanda lýsti einnig yfir bjart- sýni er hann ræddi við fréttamenn í gær fyrir seinni fundinn. Pastrana svaf um nóttina í herbækistöð í borginni og fór síðan aftur til fundar við Marulanda. Aðeins fáeinir öryggisverðir eru í fylgd með Pastrana sem treystir því að skæruliðar grípi ekki tækifærið til að taka hann höndum. Um 2.500 manna setulið stjórnvalda í her- bækistöðinni var flutt þaðan fyrir tveim árum er forsetinn ákvað að reyna að ýta undir viðræður með því að láta FARC svæðið eftir. Ör- yggisverðirnir og skæruliðar, sem eru margfalt fleiri á svæðinu, áttu vinsamleg samskipti á fimmtudag og sumir skiptust jafnvel á gjöfum. Skæruliðar hafa rænt um 500 stjórnarhermönnum og lögreglu- mönnum og binda menn vonir við að leiðtogunum takist að semja um fangaskipti. Nokkrir ættingjar fanga úr röðum beggja aðila söfn- uðust saman í grennd við fundar- staðinn og Fanny Giraldo, kona sem á 22 ára gamlan son í haldi hjá FARC, braut sér leið í gegnum hring öryggisvarða til að geta skipst á nokkrum orðum við forsetann. Hann sagðist vera mjög ánægður með að hún skyldi vera á staðnum. „Treystu því að góðar fréttir munu berast,“ hafði Giraldo eftir forset- anum. Hellirigning var á fundarstaðnum þar sem skæruliðar gættu þess vandlega að enginn gæti gert mönn- unum tveim eitthvað til miska. Og skyndilega hljóp kona úr röðum skæruliða að forsetanum og lagði regnkápu yfir axlir hans. Pastrana brosti við og var greinilega undr- andi. Er leiðtogarnir hittust faðmaði Marulanda Pastrana að sér. Þeir hafa tvisvar áður hist en þá fóru við- ræðurnar fram á hlutlausu svæði. Umdeilt samstarf við Bandaríkin Um 35.000 manns hafa fallið í átökunum undanfarin tíu ár en í liði FARC munu vera um 17.000 manns. Yfirráðasvæði samtakanna er í suð- urhluta landsins og á stærð við Sviss. Hafa þeir sett fram kröfur um að stjórnvöld í Bogota geri ýms- ar umbætur í félagsmálum gegn því að samtökin leggi niður vopn. Skæruliðarnir fjármagna einkum baráttu sína með því að skattleggja bændur sem framleiða kókalauf er notuð eru við vinnslu á kókaíni. Kól- umbía er helsta uppspretta kókaíns á markaði í Bandaríkjunum og krefjast skæruliðar þess jafnframt að stjórn Pastrana hætti samstarfi við Bandaríkin sem hafa lagt fram þyrlur og sérfræðiþjálfun fyrir kól- umbíska hermenn sem berjast gegn FARC og fíkniefnabarónum lands- ins. Loks er þess krafist að stjórn- völd slíti sambandi við samtök hægriöfgamanna, AUC, sem berjast sums staðar við FARC um aðstöðu til að „vernda“ og skattleggja eig- endur kókalaufakranna gegn greiðslum. Liðsmenn AUC hafa myrt fjölmargt fólk sem þeir hafa grunað um stuðning við skæruliða. Fleiri en FARC-menn gagnrýna Pastrana og menn hans sem eru sakaðir um að afsala sjálfstæði landsins um of í hendur stjórnvöld- um í Washington. Áætlunin kostar Bandaríkin um 1,3 milljarða dollara, um 110 milljarða króna og er einnig gagnrýnd þar í landi vegna þess að margir óttast að svo geti farið að bandarískir hermenn verði sendir til Kólumbíu. Nýtt Víetnamstríð geti verið í uppsiglingu í frumskógum Kólumbíu. Átökin hafa staðið yfir í 37 ár. Al- menningur hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með að tilraunir Pastr- ana til að ná friðarsamningum skuli ekki hafa borið árangur en meira er um morð, mannrán og önnur afbrot á svæðum fikniefnabarónanna en víðast hvar í heiminum. Ef forset- anum tækist að fá leiðtoga skæru- liða til að hefja aftur formlegar samningaviðræður um frið, sem þeir slitu í nóvember, myndi það verða mikill áfangasigur. Pastrana Kólumbíuforseti þykir sýna hugrekki með nýju frumkvæði Ræðir við leiðtoga FARC á yfirráðasvæði þeirra Los Pozos í Kólumbíu. AP. Reuters Manuel Marulanda (t.v.), leiðtogi skæruliðasamtakanna FARC í Kólumbíu og Andres Pastrana forseti verjast ákafri rigningunni skömmu fyrir fundinn á fimmtudag sem haldinn var í þorpinu Los Pozoz. REPÚBLIKANAR á Banda- ríkjaþingi hafa hafið rannsókn á sakaruppgjöfum sem Bill Clinton veitti á síðasta degi sínum í forsetaembætti. Með- al þess sem fram kom í yf- irheyrslum þingnefndar á fimmtudag var að Denise Rich, fyrrverandi eiginkona Marc Rich, eins þeirra sem hlutu náðun, hefði heitið „verulegum fjárhæðum“ til byggingar forsetabókasafns Clintons. Kom þetta fram í bréfi frá lögmanni Rich, en hún neitaði að koma fyrir þingnefndina sjálf og bar fyrir sig fimmta viðaukann við bandarísku stjórnarskrána, sem heimilar fólki að neita að bera vitn- isburð sem gæti leitt til sak- fellingar þess. Lögmaðurinn fullyrti þó að skjólstæðingur sinn hefði „ekki gert neitt rangt“. Áður hefur komið fram að Rich hafi veitt miklu fé til Demókrataflokksins og til kosningabaráttu Hillary Clinton á síðasta ári. Bill Clinton hefur legið undir mikilli gagnrýni fyrir að hafa veitt Marc Rich sakar- uppgjöf. Rich er kaupsýslu- maður og flúði til Sviss árið 1983, skömmu áður en ákæra var lögð fram á hendur hon- um fyrir stórfelld skattsvik og aðild að ólöglegum olíukaup- um frá Íran. Kveðst ekki myndu hafa mælt með náðun Fyrrverandi aðstoðardóms- málaráðherra Bandaríkjanna, Eric Holder, sagði í yfir- heyrslu þingnefndarinnar á fimmtudag að hann hefði ekki mælt með sakaruppgjöf Rich ef hann hefði „vitað allt sem hann vissi nú“. Holder viður- kenndi að hafa ekki veitt máli Rich mikla athygli, enda hefði Clinton náðað 140 manns áður en hann lét af embætti. Auk þess hefðu skjöl um Rich ekki komist til skila og misskiln- ingur ríkt við starfsfólk Hvíta hússins varðandi mál hans. Deilt um sakarupp- gjafir Clintons Denise Rich gaf fé til forseta- bókasafns Washington. AFP, AP. TÉKKNESKA þingið greiddi í gær atkvæði með bráðabirgða- ráðningu Jiri Balvins sem nýs sjónvarpsstjóra tékkneska rík- issjónvarpsins. Þar með var stórt skref stigið í gær í átt að lausn verkfalls starfsmanna sem staðið hefur í á þriðja mán- uð. Það hófst þegar Jiri Hodac var ráðinn sjónvarpsstjóri 20. desember sl. en starfsmenn sökuðu hann um að vera hand- bendi tveggja stærstu stjórn- málaflokkanna og sögðu vegið að óháðum fréttaflutningi með ráðningu hans. Starfsmenn hafa sagt að þeir muni aflýsa verkfalli þegar nýr sjónvarps- stjóri hafi verið ráðinn. Balvin, sem á að baki 25 ára starfsferil hjá tékkneska sjón- varpinu og var einn umsækj- enda um stöðuna upphaflega, hlaut örugga kosningu, 109 at- kvæði af 192. Tékkland Sjónvarps- stjóri ráðinn tímabundið Prag. Reuters.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.