Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 12

Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ RISNUKOSTNAÐUR ráðuneyt- anna og undirstofnana þeirra hækk- aði um 48 milljónir frá árinu 1998 til ársins 1999, eða úr rúmum 209 millj- ónum í 257 milljónir. Þar af hækkaði risna forsætisráðuneytisins og stofn- ana þess mest, eða um 13 milljónir króna. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skriflegu svari fjármálaráð- herra, Geirs H. Haarde, við fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Samtals var risna forsætisráðu- neytisins og undirstofnana þess rúmar 10,6 milljónir kr. árið 1998 en samtals um 23,5 milljónir kr. árið á eftir. Þar ber hæst hækkun á risnu aðalskrifstofu ráðuneytisins sjálfs. Var hún rúmar 8 milljónir árið 1998 en rúmar 18 milljónir árið 1999. Risna utanríkisráðuneytisins og undirstofnana þess hækkaði um átta milljónir milli áranna 1998 og 1999 eða úr um 51 milljón í rúmar 59 millj- ónir. Risna dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins og undirstofnana hækkaði um tæpar 7 milljónir, eða úr 12,5 milljónum í 19,2 milljónir, risna menntmálaráðuneytisins og undir- stofnana hækkaði um rúmar 6 millj- ónir eða úr rúmum 28,7 milljónum í 34,9 milljónir, risna umhverfisráðu- neytisins og undirstofnana hækkaði um tæpar 3 milljónir eða úr rúmum 6,5 milljónum í rúmar 9,2 milljónir, risna félagsmálaráðuneytisins og undirstofnana hækkaði sömuleiðis um tæpar 3 milljónir, eða úr 6,6 milljónum í 9,1 milljón, risna land- búnaðarráðuneytisins og undirstofn- ana hækkað um 2 milljónir, eða úr 5,8 milljónum í 7,8 milljónir og risna samgönguráðuneytisins og undir- stofnana hækkaði um 2 milljónir, úr 18,3 milljónum í 20,3 milljónir. Risna æðstu stjórnar ríkisins, svo sem Al- þingis, ríkisstjórnar og embættis forseta Íslands hækkaði á þessum árum um 1,6 milljónir, eða úr rúmum 18,9 milljónum í 20,5 milljónir. Risna annarra ráðuneyta hækkað innan við milljón milli áranna 1998 til 1999. Risna viðskiptaráðuneytisins og undirstofnana hækkaði úr 3,6 milljónum í 4,5 milljónir, risna sjáv- arútvegsráðuneytisins og undir- stofnana hækkaði úr 8,8 milljónum í 9,3 milljónir, risna heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og und- irstofnana hækkaði úr 19,2 milljón- um í 19,4 milljónir og risna fjármála- ráðuneytisins og undirstofnana hækkaði úr 12,1 milljón í 12,8 millj- ónir. Risna Hagstofu Íslands lækk- aði hins vegar milli áranna úr 1,6 milljónum í 1,3 milljónir. Ferðakostnaður hækkar mest í utanríkisráðuneytinu Ferðakostnaður ráðuneytanna og undirstofnana þeirra hækkaði um 172 milljónir milli áranna 1998 til 1999 eða úr rúmum 1.613 milljónum í 1.785 milljónir. Er í ferðakostnaðin- um bæði átt við kostnað vegna ferða innanlands sem og vegna ferða til út- landa. Þar ber hæst hækkun vegna ferða á vegum utanríkisráðuneytis- ins og undirstofnana þess, eða hækk- un um 43 milljónir. Var ferðakostn- aður ráðuneytisins um 144 milljónir á árinu 1998 en um 187 milljónir á árinu 1999. Ferðakostnaður menntamála- ráðuneytisins og undirstofnana þess hækkaði um 28 milljónir milli áranna 1998 og 1999, eða úr 286,6 milljónum í 314 milljónir, ferðakostnaður for- sætisráðuneytisins og undirstofnana hækkað um 22 milljónir eða úr 24,6 milljónum í 46,6 milljónir, ferða- kostnaður sjávarútvegsráðuneytis- ins og undirstofnana hækkaði um 20 milljónir, eða úr 89,8 milljónum í 109,8 milljónir, ferðakostnaður sam- gönguráðuneytisins og undirstofn- ana hækkað um 19 milljónir, eða úr 221 milljón í 240 milljónir. Ferðakostnaður félagsmálaráðu- neytisins og undirstofnana hækkað um 9 milljónir, eða úr 45,6 milljónum í 54,2 milljónir, ferðakostnaður fjár- málaráðuneytisins og undirstofnana hækkaði sömuleiðis um 9 milljónir, eða úr 46,3 milljónum í 55,3 millj- ónum, ferðakostnaður umhverfis- ráðuneytisins og undirstofnana hækkað um 8 milljónir, eða úr 70,2 milljónum 78 milljónir, ferðakostn- aður viðskiptaráðuneytisins og und- irstofnana hækkaði um 4 milljónir, eða úr 27,7 milljónum í 31,8 milljón, ferðakostnaður landbúnaðarráðu- neytisins og undirstofnana hækkaði um tæpar 2 milljónir, eða úr 71 millj- ón í 72,9 milljónir og ferðakostnaður iðnaðarráðuneytisins og undirstofn- ana hækkaði um 1,3 milljónir eða úr 78 milljónum í 76,7 milljónir. Ferðakostnaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins lækkar hins vegar milli áranna 1998 og 1999, úr 287 milljónum í 286 milljónir. Risnukostnaður ráðuneyta og undirstofnana þeirra á árunum 1998 og 1999 Risna forsætisráðu- neytisins hækkar mest Á SÍÐASTA ári komu 43.393 sjúk- lingar í móttöku Læknavaktarinnar ehf. í Smáratorgi í Kópavogi en hún þjónar höfuðborgarsvæðinu nema Mosfellsbæ. Þá fóru læknar í vitjanir til 7.614 sjúklinga. Er það 1.323 vitj- unum færra en árið 1999 en 9.878 fleiri sjúklingar heimsóttu móttöku Læknavaktarinnar í fyrra en árið 1999. Atli Árnason, formaður stjórnar Læknavaktarinnar, segir þróunina vera þá að vitjunum fækki en fleiri komi á stöðina sjálfa og segir hann þessa þróun hafa verið allt frá árinu 1987 þegar Læknavaktinni í núver- andi mynd var fyrst komið á. Árið 1987 var fjöldi vitjana á þúsund íbúa 8,5 á mánuði en var komin niður í 3,6 á síðasta ári. Á sama hátt fjölg- aði þeim sem komu í móttöku Læknavaktarinnar frá árinu 1987 úr 5,4 íbúa á mánuði miðað við þús- und íbúa í 20,5 á síðasta ári. Atli seg- ir að þeir sem þurfi á vitjun að halda fái heimsókn læknis en öðrum sé stefnt í móttökuna. Þar sé líka betri aðstaða til að veita nauðsynlega að- stoð. Gengur vel að manna vaktir Þórður G. Ólafsson, yfirlæknir Læknavaktarinnar, segir læknana í fullu starfi á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en þeir taki síðan tvær til þrjár vaktir í mánuði hjá Læknavaktinni. Segir hann að vel hafi gengið að manna vaktirnar. Aðsókn að móttökunni segja lækn- arnir vera nokkuð jafna yfir árið, kringum 3.500 að meðaltali á mán- uði en nærri 4.000 í desember. Vitj- anir séu hins vegar alltaf færri yfir sumarið. Miðað er við að sjúklingar þurfi ekki að bíða lengur en tvo tíma eftir vitjun og ekki lengur en um hálfa klukkustund eftir þjónustu hjá móttökunni. Ef álag verður meira eru læknar á bakvakt kallaðir út. Fjárhagsgrundvöllur Læknavakt- arinnar er tryggður með þjónustu- samningi við heilbrigðisráðuneytið og er hann um 130 milljónir á ári miðað við ákveðnar stærðir og for- sendur. Samningurinn var gerður í desember 1998 þegar Læknavaktin ehf. hóf starfsemi sína á Smáratorgi. Þannig lækkuðu greiðslur til Læknavaktarinnar á síðasta ári vegna færri vitjana en hækkuðu vegna fleiri sem komu í móttökuna. Í dag starfa 62 heilsugæslulæknar á Læknavaktinni, 17 hjúkr- unarfræðingar, 8 læknamóttökurit- arar, 5 bílstjórar, skrifstofustjóri og ræstingafólk. Auk vitjana og viðtala við sjúklinga á læknastofum vakt- arinnar er talsvert um ráðgjöf í síma. Móttakan er opin milli kl. 17 og 23.30 á virkum dögum og frá 9 til 23.30 um helgar og hátíðisdaga. Flýtir fyrir að hafa bílstjóra Tveir læknar starfa í móttökunni milli kl. 17 og 20 og eftir það einn læknir. Þá sinnir einn læknir vitj- unum og annar er til taks ef á þarf að halda og er þá einnig kallaður út annar bílstjóri Læknavaktarinnar. Þórður segir það flýta fyrir ferðum lækna í vitjunum að hafa bílstjóra og því fylgi einnig ákveðið öryggi. Læknar bera á sér litlar talstöðvar og geta haft samband við bílstjórann gegnum hana þegar þeir yfirgefa bílinn og segir Þórður hafa komið fyrir að læknar hafi þurft að kalla eftir hjálp. Þeir Atli og Þórður töldu nokkuð vel séð fyrir læknisþjónustu utan dagvinnutíma á höfuðborg- arsvæðinu. Töldu þeir ljóst að sjúk- lingum myndi enn fjölga á næstu ár- um. Þá sögðu þeir ekkert því til fyrirstöðu af hálfu Læknavaktarinn- ar að heimilislæknar byðu uppá vaktþjónustu utan dagvinnutíma á stofum sínum. Guðmundur Ein- arsson, framkvæmdastjóri Heilsu- gæslunnar í Reykjavík, segir nokkr- ar heilsugæslustöðvar opnar til kl. 19 virka daga. Hann segir frekari fjárveitingu þurfa, eigi stöðvarnar að taka upp frekari vaktir. Um 51.000 sjúklingar á höfuðborgarsvæðinu nutu þjónustu Læknavaktarinnar á síðasta ári Vitjunum fækkar en fleiri koma í móttökuna Morgunblaðið/Jim Smart Atli Árnason (lengst til hægri) er formaður stjórnar Læknavaktarinnar ehf., Þórður G. Ólafsson yfirlæknir og Guðmundur Einarsson er fram- kvæmdastjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Friðriki Þór Guð- mundssyni: „Í tilefni af fréttatilkynningu Rann- sóknarnefndar flugslysa vill undirrit- aður taka fram eftirfarandi: Nýjar upplýsingar um langtíma orlofstöku stjórnanda rannsóknarinnar (Inve- stigator In Charge), Þorsteins Þor- steinssonar, eru í blóra við upplýsing- ar sem Skúli Jón Sigurðarson, formaður nefndarinnar, gaf aðstand- endum í byrjun nóvember, um að þá væri téður Þorsteinn farinn í þriggja vikna frí í Þýskalandi. Þær eru og í blóra við það sem Þorsteinn sagði í vitna viðurvist um miðjan janúar sl., að hann væri þá að fara í stutt leyfi og kæmi aftur upp úr mánaðamótum, sem sé í byrjun febrúar. Þessar mótsagnir eru enn óút- skýrðar, eins og tafir á niðurstöðum rannsóknarinnar. Yfirlýsing nefndar- innar, um að rannsókn slyssins hafi haldið áfram undir stjórn Skúla Jóns Sigurðarsonar, á tíma tímabundins leyfis Þorsteins, er einnig ótrúverðug í ljósi fyrri framburðar Skúla Jóns við aðstandendur. Alltént segir í 5. grein reglugerðar um rannsóknarnefnd flugslysa: „Allir nefndarmenn skulu að jafnaði taka þátt í rannsókn máls og aldrei færri en þrír og skal einn þeirra vera stjórnandi rannsóknar- innar (Investigator In Charge)“. For- maðurinn og varaformaðurinn (Þor- steinn) eru einu „sérfræðingar“ nefndarinnar. Langtíma fjarvera stjórnanda rannsóknarinnar er óeðli- leg, hvað sem formaðurinn segir oft hið gagnstæða, auk þess að vera hrein og klár móðgun við hina látnu, hinn slasaða sem eftir lifir, aðstandendur þeirra og í raun þjóðina alla, sem borgar þessum mönnum laun. Þá er rétt að minna á, að í 12. grein sömu reglugerðar er nefndinni veitt heimild til að gefa út áfangaskýrslu „vegna eðlis máls“. Það eðli er og hef- ur verið til staðar. Rannsóknarnefndarmenn geta fram á næstu öld harmað „ótíma- bæra“ umræðu um málsatvik flug- slyssins. Þeir verða að eiga við þann harm sinn. Vonandi þarfnast þeir ekki áfallahjálpar af þessum sökum. En sömu menn geta ekki kvartað undan gagnrýni á formgerð málsins, á aðferðafræði rannsóknarinnar, á tímalengd hennar, á fjarveru stjórn- anda hennar, á vinnubrögð eins og að taka ekki skýrslu af lykilvitnum, á efasemdum um hlutleysi formannsins gagnvart fyrrum starfsfélögum til 30 ára í Flugmálastjórn og fleiru í þeim dúr. Þeir geta vísað til þagnarskyldu um málsatvik slyssins, en þeir geta ekki vikist undan því að svara til um framkvæmd rannsóknarinnar sjálfr- ar – og það hafa þeir ekki gert. Ég geri þá kröfu á samgönguráðherra að stjórnandi rannsóknarinnar, Þor- steinn Þorsteinsson, verði kallaður inn úr orlofi til að ljúka gerð skýrsl- unnar og að fenginn verði erlendur sérfræðingur til að yfirfara rannsókn- ina. Í millitíðinni er vegna eðlis máls- ins rétt að gefa út áfangaskýrslu. Friðrik Þór Guðmundsson, faðir fórnarlambs brotlendingarinnar í Skerjafirði.“ Faðir eins fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði Tafir á niðurstöðum rannsóknar óútskýrðar SKÝRSLA Rannsóknarnefndar flugslysa (RNF) vegna flugslyssins í Skerjafirði 7. ágúst sl. sumar er á lokastigi og er stefnt að því að gefa hana út í byrjun mars, ef ekkert óvænt kemur upp. Vegna umræðu í fjölmiðlum sem átt hefur sér stað um flugslysið vill Rannsóknarnefndin upplýsa eftirfarandi: „Samkvæmt lögum um rannsókn flugslysa sem RNF er falið að vinna eftir, skal hún þegar rannsókn er lokið svo fljótt sem verða má semja skýrslu um niðurstöðu rannsóknar- innar. Í skýrslunni skal gerð grein fyrir orsök eða sennilegri orsök slyssins, auk þess sem þar skulu gerðar tillögur um þær varúðarráð- stafanir sem gera má til þess að af- stýra frekari slysum af sömu eða lík- um orsökum. Skýrslum rannsóknarnefndar flugslysa skal ekki beitt sem sönn- unargögnum í opinberum málum, enda miðar rannsóknin að því einu að koma í veg fyrir flugslys. Tekið skal því fram að opinber rannsókn sem einnig á sér stað á slysinu er óviðkomandi RNF og mun RNF gefa skýrslu sína út þegar málið er fullrannsakað af hálfu nefndarinn- ar.“ Ótímabær umræða hörmuð „Þótt stjórnandi rannsóknarinnar (varaformaður RNF) sé í tíma- bundnu launalausu leyfi, er rann- sókn slyssins haldið áfram undir stjórn formanns RNF. Skýrsla RNF er nú á lokastigi og er stefnt á að gefa hana út í byrjun mars, ef ekkert óvænt kemur upp. Sá tími sem þá verður liðinn frá flug- slysinu er ekki lengri en rannsókn á jafn alvarlegum slysum og í þessu tilviki. RNF harmar þá ótímabæru um- ræðu sem fram hefur farið um máls- atvik slyssins og vonar að loka- skýrsla hennar ásamt tillögum til úrbóta sem væntanleg er innan tíðar geti orðið til þess að stuðla að auknu flugöryggi.“ Flugslysið í Skerjafirði Skýrslu að vænta í marsbyrjun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.