Morgunblaðið - 10.02.2001, Side 60

Morgunblaðið - 10.02.2001, Side 60
UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA upplýsti meirihlutinn í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar þau áform sín að bjóða út kennsluþátt í nýjum skóla í Áslandi í Hafnarfirði. Eins og kunnugt er hefur þessi meirihluti geng- ið lengra en áður hef- ur þekkst í að einka- væða ýmiss konar þjónustu. Nægir þar að nefna stórfelld út- boð á byggingum og rekstri skólabygginga í bænum. Um þau mál hefur verið mikill ágreiningur í bæjar- stjórn. Sá ágreiningur hefur þó fyrst og fremst snúið að því hvort hér sé um fjárhagslega hagstæðari kost að ræða en ef bærinn byggir og rekur byggingarnar sjálfur fyr- ir eigin reikning. Jafnframt hefur verið tekist á um hvernig skuli bókfæra kostnað sem til fellur vegna þessara bygginga í bókhaldi bæjarsjóðs. Minnihlutinn hefur semsagt verið reiðubúinn að skoða slíka möguleika – tækist að sýna fram á fjárhagslega hagkvæmni. Hér er aftur á móti um annars konar mál að ræða. Hér er um að ræða afstöðu til þess hvernig grundvallar samfélagsþjónustu sveitarfélagsins er fyrir komið. Til skamms tíma var grunnskólinn á forræði ríkisvaldsins. Fyrir fáum árum færðist forræði hans aftur á móti yfir til sveitar- félaganna. Í grunn- skólalögum segir, að sveitarfélag skuli halda skóla fyrir börn og unglinga frá 6-16 ára aldurs. Þetta má síðan framselja til byggðarsamlags, ef það er hægkvæmara að sveitarfélög taki sig saman um rekstur grunnskóla. Það gildir vitanlega fyrst og fremst fyrir lítil sveit- arfélög. Síðan getur menntamálaráðuneyt- ið heimilað einkaaðil- um að reka skóla, enda sé öllum skilyrðum hvað varð- ar nám og námstilhögun fullnægt. Einkaskóli? Þegar börn sækja einkaskóla er það í öllum tilvikum ákvörðun for- ráðamanna þeirra að sækjast eftir því. Verði fyrirætlanir meirihlut- ans í Hafnarfirði að veruleika verða það bæjaryfirvöld sem skikka íbúa í ákveðnu skólahverfi til að sækja skóla sem rekinn er af einkaaðilum. Það er auðvitað ekki annað en orðhengilsháttur að kalla slíkan skóla einhverju öðru nafni en einkaskóla. Komið aftan að íbúunum Hér er verið að koma aftan að íbúum í Áslandi. Þegar þeir sóttu um lóð og byggðu sín hús og íbúðir hvarflaði ekki að þeim að Hafn- arfjarðarbær ætlaði að skorast undan þeirri lögboðnu skyldu sinni að halda skóla í hverfinu. Þetta er auðvitað álíka gáfulegt og að leggja þá kvöð á alla íbúana í hverfinu að það skuli vera gosbrunnur í garð- inum – eftir að þeir eru fluttir inn. Ef svo ólíklega vill til að mennta- málaráðherra gefi leyfi til að þessi leið verði farin hljótum við að gera þá kröfu að íbúar í hverfinu fái að greiða um það atkvæði hvort þeir fallast á aðferðina. Undarleg rök Raunar eru rökin sem bæjar- stjóri hefur fært fyrir þessu afar undarleg. Hann hefur látið hafa eftir sér að einaaðilar séu líklegir til að fara nýjar og nútímalegri leiðir í skólahaldi. Ef þörf er á og vilji til að fara aðrar leiðir í skóla- haldi, af hverju beita menn sér ekki fyrir því að þær verði farnar innan þess ramma sem þeir hafa fullt forræði yfir? Treysta þeir sér ekki til að standa fyrir slíku sjálfir? Bæjarstjóri hefur haldið því fram að þetta geti orðið ódýrara fyrir bæjarfélagið. Rekstur skólanna í Hafnarfirði er til mikillar fyrir- myndar. Þar er hvorki bruðl né óráðsía. Hvernig geta einkaaðilar gert það á ódýrari hátt en skóla- yfirvöld í dag? Á að borga lægri laun? Bæjarstjóri hefur reyndar sagt að einkaaðilar hafi svigrúm til að greiða hærri laun. Er þá mein- ingin að bjóða uppá lélegri kennslu? Nei, hún á að vera á við það besta sem þekkist. Á að vísa þeim nemendum sem þurfa á sér- stökum stuðningi og sérkennslu að halda annað? Það hlýtur að vera. Miðað við markmiðin hlýtur ein- hvers staðar að eiga að vera hægt að spara, því varla fara þeir sem bjóða í verkið að borga með sér. Gegn meginhugsun laganna Bæjarstjóri segir að ætlunin sé að sækja um undanþágu til menntamálaráðuneytisins á grund- velli 53. greinar grunnskólalag- anna um tilraunaverkefni. Þar stendur skýrum stöfum að hægt er að veita leyfi til að gera ýmiss kon- ar tilraunir með innra starf og skipulag skólanna. Það stendur ekkert um það í grunnskólalögum að heimilt sé að veita undanþágu frá þeirri grundvallarskyldu sveit- arfélags að reka skóla. Það væri enda lítið varið í lög sem gæfu heimild til að veita undanþágu frá þeirri grundvallarhugsun sem lög- in byggjast á. Ábyrgð menntamálaráðherra Það er ljóst að ábyrgð mennta- málaráðherra í þessu máli er mikil. Ráðuneytið hefur að vísu áður gef- ið umsögn um þessar fyrirætlanir. Þar kom fram, að ef þetta ætti að ná fram að ganga þyrfti að öllum líkindum að breyta lögum. Hann og starfsmenn ráðuneytisins mátu þetta svo, að grunnskólalögin væru skýr að því leyti að þar kæmi skýrt fram hvaða aðilum bæri að standa fyrir skólahaldi. Ákvæðið um til- raunir í skólahaldi snúa fyrst og fremst að innra starfi skólans en ekki þeirri grundvallarhugsun hverjum beri að reka skóla. Það eru takmörk Vissulega er réttlætanlegt að skoða möguleika á því að færa ým- is verkefni frá opinberum aðilum til einkaaðila. Þar má nefna atriði eins og snjómokstur, vegagerð og viðhald, bygging og rekstur hús- eigna, rekstur vatnsveitu, hafnar- mannvirkja og margt fleira. Af- staða til slíkra hugmynda hlýtur þó að byggjast á því að sýnt sé fram á aukna hagkvæmni með útboði. Hins vegar eru takmörk fyrir því hvaða verkefni við felum öðrum en opinberum aðilum. Við bjóðum ekki út heilbrigðisþjónustuna, slökkvilið og sjúkraflutninga, félagsþjónustuna og skólastarfið. Það hefur að vísu verið til staðar umburðarlyndi í þá átt, að ef ein- staklingarnir vilja kaupa slíka þjónustu af einkaaðilum sé þeim það heimilt. Það megi þó á engan hátt rýra hina samfélagslegu þjón- ustu og aldrei megi þvinga fólk til að sækja þá þjónustu hjá einkaað- ilum. Það er almenn sátt um það í samfélaginu að grundvallarsam- félagsþjónusta skuli vera í höndum opinberra aðila. Þessar hugmyndir ganga þvert á þá sátt. Sumt gerum við ekki tilraunir með Guðmundur Rúnar Árnason Skólarekstur Það stendur ekkert um það í grunnskólalögum, segir Guðmundur Rún- ar Árnason, að heimilt sé að veita undanþágu frá þeirri grundvall- arskyldu sveitarfélags að reka skóla. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og fulltrúi hennar í skólanefnd. FÓLK leggur oft leið sína í Vatnsmýrina til þess að hlusta á kvöld- kyrrðina í Reykjavík, sem Tómas Guðmunds- son og Sigurður Þórar- insson lýsa best. Geng- ur í Öskjuhlíðarskóg til að hlusta á þögn mann- lífsins og raddir náttúr- unnar. Teygar útsýnið og fegurð sundanna bláu. Flugvöllurinn sjálfur og umfang hans skapar þá vídd, sem veldur kvöldkyrrð á þessum stað. Myndi þessi staður batna með því að byggja eitt stykki Breiðholt á flug- vellinum? Hundraðmanna „samtök um betri byggð“ hafa fengið á sig mynd einhverrrar voldugrar stærðar með því að stunda þrætubókarlist í fjöl- miðlum. Til viðbótar hafa nú hundrað manns – margt sama fólkið – stofnað sér- stakt hatursfélag Reykjavíkurflugvall- ar í Ráðhúsi R-listans í Reykjavík. Hugurinn hvarflar til Flórída, í hverfi þar sem er stundum kallað „Litla-Grinda- vík“. Þessi Grindavík liggur eiginlega mitt á milli alþjóðaflug- vallarins og einka- flugvallarins, sem eru 10 kílómetra hvor frá öðrum í Orlando. Sá minni er í miðbænum en sá stóri í suðurhlutanum. Aðflugið að báðum samsíða brautunum á stóra flugvellinum liggur þarna beint yfir hverfið. Inn á þær fljúga farþegavélar af öllum stærðum á hverjum klukkutíma myrkranna á milli. Hvað er allt þetta fólk að vilja akkúrat til Or- lando? Nágrannabæir eru fjölmarg- ir og margir flugvellir? Hafa þeirra „Ingibjörg og Helgi“ í Orlando haft nokkuð umhverfismatslegt samráð um þetta áreiti við krókódílinn og Seminole indjánann, sem eru sögð hinir einu innfæddu á þessum slóð- um? Eða er ég þarna að horfa á samkeppnina í efnahagslífi Banda- ríkjanna séð frá Orlando? Hvað þýðir hvert þotuhlass fyrir Orlando, sem lendir þar en ekki í Miami eða Fort Lauderdale? Frelsið Í blaðinu þeirra þarna í Orlando er viðtal við mann, sem er að koma úr Sovétríkjunum gömlu. Hann grípur í ermi blaðamannsins og segir: „Hlustaðu á þetta dásamlega hljóð, þotuhvininn. Þetta er hljóð frelsisins. Það táknar, að ég og allir eru frjálsir að koma og fara. Þar sem ég áður bjó heyrðist þetta hljóð ekki enda var ég ánauðugur maður. Einu þotuhljóðin sem ég heyrði voru frá herþotum drottn- aranna, sem sáu til þess að ég gat ekkert farið.“ Um Reykjavíkurflugvöll fer hálf milljón manna árlega. Hvað er þetta fólk að vilja til Reykjavíkur? Sækja teikningu til arkitekts, kaupa Osram-perur til heimilisins eða er það bara að flækjast fyrir betri byggð? Eða er þetta frjálst fólk í frjálsu efnahagslífi frjáls lands? Kemur þetta fólk Reykjavík ekkert við? Gæti það orðið gagnkvæmt? Betri byggð? Sá sem lítur á kortið af höfuð- borgarsvæðinu í símaskránni getur séð hversu vel flugvöllurinn er stað- settur í útjaðri þess. Afkomendur Ingólfs sáu fyrir nærri öld síðan, að í Vatnsmýrinni eru betri flugskil- yrði en nokkursstaðar í næsta ná- grenni. Ef það er svona nauðsynlegt fyr- ir þróun borgarlífs að þétta byggð- ina, hversvegna byggjum við þá ekki líka í Hljómskálagarðinum og Tjörninni, Öskjuhlíðinni með kirkjugarðinum, Landakotstúni, KR-, Vals- og Fram-völlunum, í Laugardal og á Miklatúni? Höfum við yfirleitt nokkur ráð á þeim grænu og auðu svæðum, sem sjá má í símaskránni? Vantar okkur ekki bara meira svifryk, meiri gný og meiri umferðarþéttleika á þröngar götur? Manhattan í mið- borgina eins og skáldið Hallgrímur sér fyrir sér. Hvar munu þær götur liggja, sem eiga að tengja þessa nýju og bílalitlu (sic!) betri byggð í Vatns- mýrinni, við önnur svæði. Það var krafist sjóflutninga á fyllingarefni við nýlokna endurnýjun flugvallar- ins af tillitssemi við íbúa við yf- irlestaðar umferðargöturnar. Verð- ur svo við aðdrátt byggingarefnanna að flugvallar- svæðinu? Eða verða fyrst lögð jarð- göng í gegnum hálsa og holt til þess að trukkarnir fari ekki að streyma eftir Miklubraut, Bústaðavegi, Skúlagötu og Lækjargötu að Vatns- mýrarklumbu? Betri byggð en hvaða byggð verður þessi betri byggð? Er Reykjavík ljót í augum flugvallar- andstæðinga? Hvert er valið? Er víst að Reykvíkingar 2001 vilji kveðja þetta innanlandsflugsfólk með flugvellinum gamla árið 2016? Er þeim sama um 10 milljónir gestakoma á Reykjavíkuflugvöll og þúsundir starfa? Er Reykvíkingum sama um að þetta fari til Keflavík- urflugvallar frekar en Vatnsmýrar? Hvaða ríkisstofnanir skyldu aldr- ei flytjast til Reykjanessborgar með innanlandsfluginu? Hvað skyldi gera höfuðborg að höfuð- borg? Hversvegna Berlín fremur en Bonn? Hversvegna er sumt fólk svona á móti Reykjavíkurflugvelli? Er fólk hræddara við að verða fyrir flugvél en fyrir bíl? Eru mannslíf í alþing- ishúsinu eða á Bessastöðum eitt- hvað meira virði en mannslíf á Vatnsleysuströnd eða á Reykjanes- braut? Hefur fólk hugleitt að júmbóþota yfir Íslandi getur verið mínútu á leiðinni niður? Finnst fólki lítil kennsluflugvél vera hættulegri? Eða hafa menn ekki hugleitt al- mennan umferðarháska hins dag- lega lífs? Vantar okkur ekki frekar meiri nýtingu Reykjavíkurflugvallar en að loka honum? Af hverju þurfum við að dandalast til Keflavíkur þeg- ar við gætum fyrirhafnarlítið flogið til útlanda frá Reykjavík á mun skemmri tíma? Hversvegna ekki meira millilandaflug frá Reykjavík? Þá lægi kannske ekki svona á að tvöfalda Reykjanesbrautina. Íslenzka ríkið mun aldrei byggja annan flugvöll á leiðinni til Kefla- víkur. Og R-listinn ekki heldur. Kosningin 17. marz stendur því um Reykjanessborg eða Reykjavíkur- borg. Kvosin hans Flosa með gömlu höfninni er núna í útjaðri höfuð- borgarsvæðisins. Er hún ekki bara fallegur og rúmur ferðamannamið- bær með gömlum húsum og gjald- eyrisöflun? Hæfilega laus við ysinn og þysinn af þungaflutningum byggingasvæðanna. Þar er lista- og menningarhverfi og víst núorðið heimsfrægur næturlífsstaður. Er þetta of lítið eða of mikið? Er kosningin 17. marz ekki frem- ur tímaskekkja en nýtt lýðræðis- form ef R-listinn ætlar Reykvíking- um nú árið 2001 að efla Reykjanessborg til höfuðborgar- stöðu árið 2016? Halldór Jónsson Flugvöllur Íslenzka ríkið mun aldr- ei byggja annan flugvöll á leiðinni til Keflavíkur, segir Halldór Jónsson. Og R-listinn ekki heldur. Kosningin 17. marz stendur því um Reykjanessborg eða Reykjavíkurborg. Höfundur er verkfræðingur. Reykjanesshöfuðborg? Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.