Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 78
FÓLK Í FRÉTTUM
78 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ ERU Elín Hansdóttir, Guð-
finna Magnúsdóttir, Indíana Auð-
unsdóttir, Margrét Rós Harð-
ardóttir, Sara Riel og Þórunn
Maggý Kristjánsdóttir sem eru
þátttakendur í SIE fyrir Íslands
hönd en með þeim í ferðina fór Ása
Hauksdóttir sem er verkefnastjóri
menningarmála í Hinu húsinu.
SIE (Suomi, Island, Estonia) er
verkefni styrkt af landsskrifstofu
Ungs fólks í Evrópu en þau samtök
hafa það að markmiði að koma í
framkvæmd verkefnum sem ungt
fólk í Evrópu stendur að. Eins og
nafnið ber með sér eru það Finn-
land, Ísland og Eistland sem koma
að verkinu og er markmiðið að
halda 3 sýningar í 3 löndum og var
sýningin í Eistlandi sú fyrsta.
Næsta haust mun allur hópurinn
koma hingað til lands og sýna og
svo verður farið til Finnlands eftir
rúmt ár.
Yfirskilvitleg samskipti
Sýningin í Eistlandi var haldin í
bænum Parnu sem er um 2 tíma
akstur frá höfuðborginni, Tallinn.
Þetta er 750 ára gamall bær með
um 500 þús. íbúa og í ferðinni
kynntist hópurinn bæði fólkinu og
aðstæðum í landinu. Heimsótti
hann t.d. verkstæði eistneskra
listamanna, gallerí, söfn og listahá-
skóla í Tallinn.
„Annar af skólunum sem við
skoðuðum er nýstofnaður og sér-
hæfir sig í gjörningum þar sem eitt
af markmiðunum er að fólk geti
verið allsbert að gera gjörninga,“
segir Guðfinna og heldur áfram:
„Skólinn er alveg óháður og er
nokkurs konar andsvar við akad-
emíunni í borginni sem mörgum
finnst víst einum of gamaldags.
Hér á Íslandi er það hálfgamaldags
að vera allsber að fremja einhvern
gjörning en það er allt annað mál
þarna úti. Við skoðuðum líka
akademíuna en þar var áberandi
hversu lítið fjármagn er lagt til
skólans og tækjakostur eldgamall
og nánast hættulegur heilsu
manna,“ segir Guðfinna.
Það var sýnt á tveimur stöðum í
Parna, í nýlistasafninu og í borg-
argalleríinu. Hópunum var skipt
þannig að Íslendingarnir voru í
borgargalleríinu og Finnarnir og
Eistarnir voru á nýlistasafninu.
„Flestir þátttakendur voru með
hefðbundin málverk eða teikn-
ingar en það var ólíkt okkar verk-
um því við unnum meirihlutann á
staðnum í bland við verk sem við
komum með,“ segir Margrét.
„Þema sýningarinnar var hafið og
þátttakendur unnu útfrá því en
höfðu algjörlega frjálsar hendur
að öðru leyti.“ Hún viðurkennir að
mikið stress hafi verið fyrir opn-
unina því lítill tími var til að setja
upp verkin og mikið þurfti að gera.
„Svo talaði forstöðumaður gallerís-
ins bara eistnesku við okkur og við
íslensku við hana en það skipti nán-
ast engu máli því hún skildi allt
sem við sögðum. Svona hálf-
yfirskilvitleg samskipti.“
Stelpurnar segja að mikið hafi
verið gert úr sýningunum og komu
viðtöl bæði í blöðum og útvarpi og
höfðu fjölmiðlarnir sérstaklega
mikinn áhuga á Íslandi. Kannski
vegna fjarlægðarinnar en einnig
voru þær sammála um að margt
líkt væri með þessum þjóðum, Ís-
lendingum og Eistum. „Eistar virð-
ast samt hafa miklu meiri áhuga á
list en við Íslendingar. Þegar við
fórum að skoða söfnin voru þau full
af fólki og svo kom ótrúlega mikið
af fólki á sýninguna okkar. Daginn
eftir opnunina var alveg fullt af
fólki og mikill áhugi,“ segir Sara.
Verkin sem þær voru með voru
flest óhefðbundin, ljósmyndir,
skúlptúrar og líka verk sem fólk á
staðnum gat tekið þátt í.
Eitt af verkunum var t.a.m. nán-
ast borðað upp til agna á opn-
unardaginn þó svo að það hafi ekki
verið ætlun listamannsins. Á ljósa-
krónu sem hékk fyrir utan inn-
ganginn var hengd síld en hún var
svo freistandi að fólk nældi sér í
bita og á öðrum degi sýning-
arinnar var öll síldin búin.
Áberandi pólitík
Mikið var um að Eistarnir gerðu
pólitíska myndlist og umræða um
pólitík og mannréttindi var nánast
daglega hjá hópnum, enda er
ástandið í Eistlandi allt annað en
hér.
„Hérna á Íslandi er ekki til póli-
tík í myndlist. Það er bara einhver
doði sem einkennir alla umræðu -
háfgert hugsunarleysi. Þegar við
skýrðum þetta út fyrir Eistunum
urðu þeir mjög hissa og skildu
varla,“ segir Elín en bætir jafn-
framt að mikil andleg kreppa hafi
ríki í landinu síðan Eistar fengu
sjálfstæði og hatrið á Rússum sé
jafnframt áberandi. „Við vorum til
dæmis að ræða við listamenn í
akademíunni í Tallinn og þá segir
einn af þeim að vinur sinn hafi
kveikt í sér fyrir utan akademíuna
fyrir 2 vikum síðan. Þetta er að
einhverju leyti einkennandi fyrir
andrúmsloftið.“
Stúlkurnar segja frá því að mikil
umræða sé nú þar ytra hvort rífa
eigi gamla 16. aldar grísk-kaþólska
kirkju í gamla bænum í Tallinn
vegna þess að hún minnir of mikið
á gamla tímann og völd Rússa.
„Okkur langaði til að skoða
kirkjuna en Eistarnir voru á móti
því þannig að það á greinilega enn
eftir að gera mikið upp í sam-
skiptum milli þessara þjóða,“ segir
Margrét og bætir við að bókasafn
hafi verið við hliðina á galleríinu
sem þær sýndu í og fyrir utan það
lágu í stöflum gamlar þykkar al-
fræðiorðabæður sem átti að henda
því að þær voru rússneskar og full-
ar af lygi.
Skemmtun í
vopnaverksmiðju
Margir í hópnum urðu nokkuð
undrandi yfir aðstæðunum en mikl-
ar andstæður einkenna allt borg-
arlífið. Áberandi er hversu gamli
og nýi tíminn skarast mikið í höf-
uðborginni Tallinn. Þar eru byggð-
ir skýjakljúfar í miðjum gamla
bænum en höfuðborgin er miklu
nútímalegri en bærinn sem hóp-
urinn sýndi í.
„Úr þessu andrúmslofti verður
skrítin blanda þar sem allt er hrist
saman í einn hrærigraut af ný-
tískubyggingum, rússneskum arki-
tektúr og svo eldgömlum hrörleg-
um húsum,“ segir Elín og heldur
áfram: „Í búðum voru aðstæður allt
frá því að reiknuð var út upphæðin
sem átti að borga með talnabönd-
um og svo var kannski pen-
ingakassi af nýjustu gerð í búðinni
við hliðina,“ segir Elín og bætir við
að samt sé einnig ótrúlega margt
líkt með Íslandi og Eistlandi. „Við
fórum t.d. að skemmta okkur í
fyrrverandi vopnaverksmiðju í
Tallinn sem var notað sem ljós-
myndastúdíó og skóli. Við tókum
leigubíl sem stoppaði fyrir utan
gamla Stalín-verksmiðju einhvers-
staðar í úthverfi og það var allt
dimmt og engin ljós. Það var hlið
sem opnaðist þegar við komum að
húsinu og vörður hleypti okkur í
gegn. Við vorum geðveikt stress-
aðar og löbbuðum í kortér í gegn-
um iðnaðarhverfi og svo upp átta
hæðir og engin tónlist eða neitt.
Kerti lýstu leiðina og svo runnum
við á hljóðið og borguðum okkur
inní partíið og þá var þetta bara
venjulegt partí með frábærri tón-
list og fullt af skemmtilegu fólki.
Það verður erfitt að toppa þetta
teiti.“
Framhald á Íslandi
Í haust kemur svo allur hópurinn
til Íslands og þá er markmiðið að
sýna veggspjöld sem allir úr hópn-
um gera og verða þau hengd upp
um alla borg.
Veggspjaldið er framlag hvers
og eins listamanns til verkefnisins
og verður gert kort svo að fólk geti
skoðað sýninguna sem verður á
101-svæðinu. Markmiðið er einnig
að heimasíða verkefnisins, sem er
hönnuð af Birni Snorra Rósdahl,
verði nokkurskonar upplýsinganet
um unga listamenn í Evrópu þar
sem ungt fólk getur skráð sig inná
og komið verkum sínum á fram-
færi. Á heimasíðunni eru líka stutt-
myndir frá ferðalögunum og dag-
bók þátttakenda ásamt
upplýsingum um verkefnið. Verk-
efnið er að hluta styrkt af verkefn-
isskrifstofu Ungs fólk í Evrópu
(www.ufe.is) sem er með ýmsar
styrkjaáætlanir fyrir ungt fólk með
góðar hugmyndir en í framhaldinu
er hópurinn að leita eftir styrkjum
til að halda starfseminni áfram. Því
nú er komið að Íslendingum og
Finnum að sýna gestrisni sína.
Þrjár sýningar í
þremur löndum
Íslenski hópurinn í Borgargalleríinu í Parnu.
Sýning íslenska listafólksins var prýðilega vel sótt.
Sara hengir upp verk sitt fyrir
utan inngang gallerísins, en lítið
var eftir af því daginn eftir.
Boðið var upp á íslenskan, eist-
neskan og finnskan sjó en það
var verk Guðfinnu á sýningunni.
Ungir íslenskir listamenn eru nýkomnir úr sýningarferð til Eistlands
Sex ungar stúlkur fóru núna í lok janúar í
ferð til Eistlands með það að markmiði að
sýna list sína í galleríi í borginni Parnu.
Unnar Jónasson spjallaði við þær um
verkefnið og ferðina til Eistlands.
TENGLAR
.....................................................
Meiri upplýsingar um verkefnið eru á
Netinu undir slóðinni www.art-sie.is
Aðgerð Óli lokbrá
(Operation Sandman)
S p e n n u m y n d
Leikstjóri: Nelson McCormick.
Handrit: Beau Bensink. Aðal-
hlutverk: John Newton, Richard
Tyson, Ron Pearlman. (91 mín)
Bandaríkin, 2000. Sam myndbönd.
Bönnuð innan 16 ára.
ÞEIR SEM búa til spennumyndir
hafa löngum sótt óvinaímyndir sínar í
þær ógnir sem hvað mest þykja steðja
að hinum vestræna
heimi á hverjum
tíma. Hryðjuverka-
menn frá Mið-Aust-
urlöndum hafa til
dæmis verið mikið
upp á teningnum
síðasta ártug, en
þeir munu hafa
leyst gömlu góðu
Rússana af hólmi.
Síðustu ár hefur ný tegund spennu-
mynda verið að hasla sér völl, þar sem
ógnin stafar af einhvers konar mis-
notkun á þeim nýjungum í líf- og
tölvutækni sem hvað mest eru taldar
munu móta framtíðina. Aðgerð Óli
lokbrá tilheyrir þessum vaxandi hópi
vísindaskáldlegra spennumynda, en
hún segir frá hópi hermanna sem
gerst hafa viðföng í nýstarlegri hern-
aðartilraun. Með aðstoð lyfja og
tölvutækni er þeim haldið vakandi í
tæpan mánuð, en vonir eru bundnar
við að bregðast megi við skorti á
mannafla í hernum með þessu móti.
En brátt byrjar tilraunin að fara úr
böndunum og viðföngin í tilrauninni
taka að deyja undarlegum dauðdaga.
Þar sem hér er um fremur ódýra
framleiðslu að ræða, sem stelur
óspart frá alls konar kvikmyndum,
ekki síst hrollvekjum, er ekki hægt að
segja að Aðgerð Óli lokbrá sé góð
mynd. Hins vegar er vísindaskáld-
skapurinn í henni nokkuð grípandi og
hefur hún ýmsa áhugaverða fleti.
Heiða Jóhannsdótt ir
MYNDBÖND
Nýr óvinur
Lofuð
(Committed)
G a m a n m y n d
Leikstjórn og handrit Lisa Krueg-
er. Aðalhlutverk: Heather Graham,
Luke Wilson. (98 mín.) Bandaríkin
2000. Skífan. Öllum leyfð.
ÞESSI léttsýrða gamanmynd
fjallar um unga og hundtrygga konu
(Graham) sem verður fyrir miklu
áfalli þegar eigin-
maður hennar
(Wilson) yfirgefur
hana sporlaust og
án skýringar. Í
stað þess að sætta
sig við það og binda
enda á hjónabandið
er hún staðráðin í
því að finna karlinn
sinn og komast að
því hvers vegna hann fór frá sér.
Málið er nefnilega að hún trúir á
hjónabandið og er staðráðin í að efna
þau loforð sem hún gaf manni sínum
um að standa með honum í blíðu og
stríðu uns dauðinn aðskilur þau.
Þegar hún hinsvegar finnur kauða
kemst hún að því að málið er ekki svo
einfalt – en hún þrjóskast samt við.
Þetta er ansi brokkgeng gaman-
mynd. Í fyrsta stað er hún ekki alveg
nægilega fyndin af gamanmynd að
vera og í annan stað þá heldur sagan
ekki alveg dampi og dettur of oft í til-
gangslausa ládeyðu. Það má þó líka
finna ýmislegt gott við hana; tilraun-
in er góð, efnistök frumleg, Graham
fín og flott og tónlist Calexico alveg
frábær.
Skarphéðinn Guðmundsson
Í blíðu og
stríðu