Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 46
MÁNUDAGSKVÖLDIÐ5. febrúar var sýndurfimmti þáttur af Lífi ítölum sem fjallaði m.a.
um mælingar hæstu tinda og dýpstu
sæva. Mikilvægi nákvæmni við slíkar
athafnir er óumdeilt og
vegna nákvæmninnar
getum við treyst á nið-
urstöður og notað m.a.
mælingar gervihnatta
til að staðsetja okkur
svo ekki skeikar meiru
en einum til tveimur
metrum. Þannig má
segja að vinna með töl-
ur sé nákvæmnisvinna.
Eða hvað?
Fleira var
á dagskrá
Um svipað leyti
fluttu blöð fregnir af
samningi grunnskóla-
kennara og atkvæða-
greiðslu um hann.
Samningurinn var samþykktur en
áhyggjuhljómur var í röðum semj-
enda vegna þess hve lágt hlutfall
kennara hefði greitt honum atkvæði
sitt. Meira að segja hlustaði ég á sagt
að hann hefði verið samþykktur með
naumum meirihluta atkvæða. Og
aðrar kosningar voru einnig í sviðs-
ljósinu, kosningarnar í Ísrael. Þar
sögðu fjölmiðlar mér að Sharon hefði
hlotið stórsigur og sumir kölluðu sig-
ur hans yfirburðasigur.
Lítum aðeins nánar á þetta. Á
kjörskrá í Ísrael voru 4,5 milljónir
manna. Um 61% þeirra greiddu at-
kvæði. 1.618.110 greiddu Sharon at-
kvæði sitt og 967.760 greiddu Barak
það. Hlutfallstölur, sem fjölmiðlar
eru almennt að gefa
upp, eru af greiddum
og gildum atkvæðum
og þar fékk Sharon
62,58% atkvæða. Ef við
lítum á sama hátt á at-
kvæðagreiðslu um
kjarasamninga grunn-
skólakennara þá sést
að á kjörskrá voru
4.278 og um 92%
greiddu atkvæði. Já
sögðu 2.345 og nei
1.449. Hlutfallstölur af
greiddum og gildum at-
kvæðum eru því þær að
Já sögðu 61,81% kenn-
ara.
Erfitt er að skilja
hvers vegna sigur upp á
62,58% er yfirburðasigur og sigur
upp á 61,81% er naumur sigur. Og
við mætti bæta að séu sigurtölur
miðaðar við fjölda þeirra sem var á
kjörskrá í hverju tilviki þá er hlut-
fallstala Sharons 35,96% og hlutfalls-
tala þeirra sem samþykktu samning
grunnskólakennara 54,82%
Skynbragð á tölur
Svo að vinna með tölur er ná-
kvæmnisvinna, eða hvað? Ja, alla
vega ættu allir sem túlka tölur yfir í
orð að gæta mun meiri nákvæmni í
orðavali en við urðum vitni að í þess-
ari viku. Ekki síst vegna þess að
fjöldi manna les orðin af mun meiri
athygli en tölurnar.
Þegar dóttir mín var á fjórða ári,
og farin að hafa gaman af tölum og
samhengi þeirra, heillaðist hún líka
af dulúð talna sem hún bar ekkert
skynbragð á. Þúsund og milljón voru
meðal orða sem hana langaði greini-
lega að fá inntak í. Þess vegna bað
hún mig stundum, þegar kvöldaði, að
setjast hjá sér og telja fyrir sig upp í
milljón. Mér tókst alltaf að koma mér
lipurlega undan þessu verki og taka
fremur upp einhverja aðra iðju með
henni. En hún vakti mig til umhugs-
unar um hvaða skynbragð fullorðnir
bæru á svo háar tölur.
Ég kenndi um þær mundir í hálfu
starfi við Menntaskólann í Hamra-
hlíð og lagði því fyrir tvo hópa, mis-
gamalla nemenda minna, spurn-
inguna: Hvað haldið þið að ég yrði
lengi að telja fyrir hana upp í millj-
ón? Það stóð ekki á tilgátum, enda
um skemmtilega og áhugasama hópa
að ræða. En tilgáturnar náðu frá
hálftíma upp í nokkra mánuði. Og
síðan hófst vinna við þrautina. Fyrst
var að finna út frá hvaða forsendum
væri rétt að ganga, ég væri jú ekki
jafnlengi að segja 17 eins og 354.869
og tímalengdin byggðist því skiljan-
lega á því hvert vægi háu talnanna
væri miðað við þær lágu. Einnig
vaknaði spurningin um það hve lengi
ég gæti talið í einu o.s.frv. Lesendum
mínum læt ég eftir að hugleiða málið
og finna svör við þessu!
Er milljón mikið?
En þetta varð til þess að ég fór að
leggja víða fyrir spurninguna: Er
milljón mikið? Og eins og eðlilegt er
Líf í tölum VII/ Hér eru japanskar og bandarískar
kennslustundir bornar saman. Anna Kristjánsdóttir
leitar svara og spyr nýrra spurninga um kennsluna.
Grandskoðun á
kennslustundum
í stærðfræði
Er ábyrgðin fremur hjá nemanda
en kennara í Japan?
Betra að gera nemendur forvitna
en að stökkva í reglur
Reuters
Hvernig læra japönsk börn stærðfræði? Hvernig læra bandarísk börn? Hver er munurinn?
Anna
Kristjánsdóttir
MENNTUN
46 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að virðist lenska víða
í Bandaríkjunum að
hrista hausinn yfir
íbúum Kaliforníu,
sem þykja und-
arlegri en annað fólk. Líklega
byggir þetta viðhorf á því, að
löngum hafa alls konar lukku-
riddarar lagt leið sína til rík-
isins, hérna einu sinni í leit að
gulli í jörðu en síðar í leit að
frægð og frama í Hollywood eða
ríkidæmi í Kísildal. Kalifornía
hefur ávallt verið merkilegur
suðupottur, sem aðrir Banda-
ríkjamenn horfa til í forundran.
Undanfarna daga hefur hins
vegar soðið upp úr og venjuleg-
um búum ríkisins, því þeir finn-
ast vissulega, þykir nóg komið
af ósmekk-
legum at-
hugasemdum
landa sinna,
um leið og
þeir verða að
viðurkenna að sjaldan hefur
umræða um sérkennilegheit
íbúa gullna ríkisins átt jafnmik-
inn rétt á sér.
Ástæða uppþotsins nú er að í
byrjun febrúar gerðist sá
hörmulegi atburður í fjölbýlis-
húsi í San Francisco að stórt og
mikið hundkvikindi réðst að
konu og drap hana. Hundurinn
er af kyni sem mun eiga rætur
að rekja til Kanaríeyja og mið-
að við ljósmyndir er þetta allt
of stór hundur til að halda í lít-
illi blokkaríbúð. Hvað þá þegar
þeir eru tveir eins og hjá hjón-
unum sem bjuggu í íbúðinni.
En sagan var rétt að byrja. Í
ljós kom að hjónin voru ekki
réttir eigendur hundanna
tveggja, heldur höfðu tekið að
sér að hýsa þá fyrir 38 ára
mann, sem er að afplána lífstíð-
ardóm í einu fangelsa Kali-
forníu. Sá lenti ekki í fangelsi af
slysni, heldur mun hann hafa
rænt og ruplað, barið mann og
annan og loks reynt að drepa
lögfræðing sinn í fangelsinu
með heimatilbúnum hníf.
Áhugamál hans munu vera list-
málun, þar sem myndefnið er
stórhundar og fáklæddar en vel
vopnaðar konur, sem og þátt-
taka í starfsemi Aríska bræðra-
lagsins. Félagar í þeim sam-
tökum vilja veg hvíta
kynstofnsins sem mestan og að
sjálfsögðu á kostnað annarra
kynþátta. Bræðralag þetta á
dyggan hóp stuðningsmanna í
fangelsum Ameríku. Enn eitt
áhugamál fangans er svo að
rækta varðhunda, sem hann vill
hafa sem illvígasta svo hann
geti selt þá mexíkóskum eitur-
lyfjabarónum til gæslu efna-
verksmiðja þeirra.
Hjónin, sem tóku að sér að
gæta hundanna árásargjörnu,
eru bæði lögfræðingar. Reyndar
eru þau lögfræðingar hundaeig-
andans og virðast ekki kippa
sér upp við að hann hafi reynt
að drepa fyrri lögmann sinn.
Þau eru greinilega ekki fólk
sem kippir sér upp við smá-
muni, því bæði eru þau af kyn-
þætti gyðinga, en hafa samt
heillast svo af piltinum ljúfa í
fangelsinu að á dögunum gengu
þau formlega frá ættleiðingu
hans. Hjónin, sem eru 59 ára og
45 ára, eru nú löglega for-
ráðamenn hins 38 ára lífstíð-
arfanga og segja hann ein-
stakan ljúfling. Alveg eins og
hundurinn hans var víst ein-
staklega blíður, þrátt fyrir að
hafa drepið sauðfé, kjúklinga og
ketti á fyrra heimili sínu fyrir
utan borgarmörkin. Reyndar
gekk hundurinn undir nafninu
„Bane, sem réttast er að þýða
„Bani“. Réttnefni þar.
Nú mætti halda að nóg væri
komið af undarlegheitunum, en
því fer fjarri. Eftir að hund-
urinn Bani stökk að nágranna-
konu lögfræðinganna á gangi
fjölbýlishússins og beit hana á
háls hafa hjónin komið fram í
fjölmiðlum æ ofan í æ. Í fyrstu
lýstu þau hetjulegum tilburðum
eiginkonunnar, sem var með
drápshundinn í bandi, til að
stöðva árásina. Hundurinn var
hins vegar svo stór og sterkur
að hún fékk ekki við neitt ráðið
og allt gerðist svo snögglega.
Á næsta blaðamannafundi brá
hins vegar svo við að hjónin
sögðu allt aðra sögu, þar sem
nágrannakonan átti nánast að
hafa sigað hundinum á sjálfa sig
með alls konar ögrunum og
hjónin bættu því við að líklega
hafi nágrannakonan verið með
sérstakt ilmvatn eða þá að hún
hafi tekið stera, sem æstu
hundinn svona upp. Þetta var
sem sagt konunni látnu að
kenna. Og geta víst flestir
ímyndað sér hvað þessi mál-
flutningur þeirra féll í grýttan
jarðveg meðal borgarbúa.
Þessi ömurlegi farsi hefur til
allrar hamingju ekki náð að
skyggja alveg á umræðu um
hundahald í borgum. Í San
Francisco úir og grúir af hund-
um, enda er þetta borgin þar
sem samtök hundaeigenda fóru
fram á að borgaryfirvöld vísuðu
framvegis til sín sem „hunda-
umsjónarmanna“ af því að það
er svo ægilega niðrandi fyrir
hundana að einhver teljist
„eiga“ þá.
Lögreglan er þegar farin að
taka upp sekarmiðana ef fólk
gleymir að setja ólina um háls-
inn á hundinum, en slíkar sektir
hafa verið nánast óþekktar í
borginni hingað til. Núna leggja
vegfarendur hins vegar lykkju á
leið sína þegar þeir sjá stóran
hund framundan og yfirvöld sjá
sig knúin til að framfylgja sett-
um reglum.
Nákvæmlega sömu rök eru
höfð uppi í umræðum um stór-
hunda í borginni og byssur.
Hundaeigendur segja að hund-
arnir drepi ekki, heldur eig-
endur þeirra, og vísa þar til
þess að aðeins óagaðir hundar
geri sig seka um árásir.
Þetta er líklega sama fólk og
heldur því fram að byssur séu
ekki skaðvaldar, heldur aðeins
fólkið sem beitir þeim. Það
skortir hins vegar enn á að
þetta fólk færi almennilega rök
fyrir því hvaða erindi það telji
risavaxna hunda af árás-
argjörnu kyni eiga í borgir rétt
eins og fólk kemst í rökþrot
þegar það á að verja almenna
byssueign.
Hunda-
byssur
„Þessi ömurlegi farsi
hefur til allrar hamingju ekki náð
að skyggja alveg á umræðu
um hundahald í borgum.“
VIÐHORF
Eftir Hönnu
Katrínu
Friðriksson