Morgunblaðið - 10.02.2001, Side 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 51
Reykjavíkur í kolvitlausu veðri og
lentum í miklum ævintýrum við að
koma hlassi á áfangastað.
Mig langar að lokum að vitna í
Biblíuna Matt. 6-14. „Ef þér fyr-
irgefið mönnum misgjörðir þeirra,
þá mun og faðir yðar himneskur
fyrirgefa yður“ og Matt. 7-1.
„Dæmið ekki svo að þér verðið
ekki dæmdir“. Þessar tvær gullnu
setningar segja meira en mörg orð
og lýsa hug mínum til þín á þess-
ari kveðjustundu. Ég mun minnast
þín sem kærleiksríks föður sem
átti stundum erfiða daga hér jörðu
og ég veit að þú vildir oft vera
löngu farin til mömmu og ég veit
líka að þú virkilega elskaðir hana
og saknaðir hennar, það leyndi sér
ekki. En lengi vel sá ég ekki í
gegnum reiðina, skildi ekki líðan
þína og gat ekki fyrirgefið margt
úr fortíðinni en þeim árangri hef
ég fyrir þó nokkru náð og hef séð
þig og lífið í allt öðru ljósi síðan.
Megi Guð geyma sálu þína. Ég sé
þig fyrir mér brosandi í fangi Re-
bekku móður minnar og þá mynd
ætla ég að geyma.
Þinn sonur,
Óskar.
Elsku afi, mikið á ég eftir að
sakna þín. Ég vildi að þú værir
hérna hjá mér núna. Ég vildi að ég
hefði alltaf verið hér þegar þú
komst til mín. Ó elsku afi, því
þurftir þú að fara? Veri Guð ávallt
með þér, kæri afi. Og ekki gleyma
mér.
Ástarkveðja,
Rebekka.
Kveðja til afa Ara.
Að elska er að deyja þeim dauða,
sem duftinu heitast ann,
að deyja er að elska hið auða,
sem enginn lifandi fann.
Í unglingsins ástarloga
og öldungsins feigðargrun
er sáðkorn af sama toga,
með samskonar tilætlun.
Þótt hjartað ei hamingju fyndi,
hún hlotnaðist því eitthvert sinn,
því dauðinn er ást þín og yndi,
og ástin er dauði þinn.
(Steinn Steinarr.)
Helga Kristín Óskarsdóttir.
Elsku afi minn. Þótt líf þitt hafi
ekki alltaf verið dans á rósum
varst þú góðhjartaðasti maður sem
ég hef kynnst. Alveg frá því ég var
lítill peyi gátum við gleymt okkur
tímunum saman þegar þú varst að
segja mér sögur af þér frá því þú
varst ungur maður á sjó. Og ég
man hvað þú varst glaður þegar ég
hringdi í þig og spurði þig hvort
ég mætti vera hjá þér meðan ég
var á sjó í Eyjum og hversu miklar
áhyggjur þú hafðir af því hvort ég
hefði það ekki nógu gott í herberg-
inu uppi. Svo varstu líka alltaf að
hringja í mig út á sjó og spyrja
hvenær ég kæmi svo allt yrði
örugglega í lagi þegar ég kæmi í
land. Svo fannst okkur líka alltaf
gaman að vesenast og gera við
hluti saman, sama hvort það var í
bílnum okkar eða í húsinu hjá þér
og nú síðast þegar við hittumst og
fórum að vinna í sumarbústaðnum
töluðum við ekki um annað en
hvernig við myndum laga og
breyta hinu og þessu í sumar.
En nú ertu farinn og ég vona að
þér líði betur þar sem þú ert núna.
Með söknuði kveð ég þig, þinn
vinur og afabarn.
Óli Birgir.
Það var einn dag í
ágúst fyrir ekki svo
mörgum árum að litla
sjávarperlan leit fyrst
dagsins ljós. Hún lá við hlið móður
sinnar og baðaði sig í gleði nýfund-
ins lífs. Þá var pabbi lítill hnokki,
tæplega þriggja ára að aldri. Hann
brölti upp í rúm til þeirra mæðgna
og sagði: „Hún á að heita Margrét.“
Hún var fyrsta perlan hans pabba.
Mörgum árum síðar fékk ég að
kynnast henni og þá varð hún líka
perlan mín.
Margrét var mér alltaf góð og
mér þótti gott að tala við hana ef
eitthvað bjátaði á, því hún var svo
blátt áfram og hreinskilin. Hún
hafði líka þann góða kost til að bera
að koma auga á það jákvæða í fari
manns og segja manni frá því og
jafnvel þakka manni fyrir að vera
vinkona barnanna hennar. Mér
þótti það mjög sérstakt, sérstak-
lega þar sem ég var ekki að gera
neitt góðverk, ég var bara að njóta
þess að vera í þeirra félagsskap. Ég
held að þetta hafi bara verið henn-
ar leið að segja að henni þótti vænt
um mann.
Nú þegar Margrét er farin frá
okkur rifjast upp allar góðu stund-
irnar sem við höfum átt með henni.
Mín fyrstu æviár í Reykjahlíðinni
eru frekar dauf í minningunni, en
ég man þó glefsur af ýmsum at-
burðum. Eitt af því minnisstæðasta
er hvað mér þótti gaman að safna
lirfum sem skriðu á girðingunni
fyrir framan húsið. Þær voru svo
fallegar; sumar gular, aðrar græn-
ar og oggulitlar í þokkabót. Það var
MARGRET NÍELS-
DÓTTIR SVANE
✝ Margret Níels-dóttir Svane
fæddist í Laugar-
dalnum í Reykjavík
13. ágúst 1945. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
29. janúar síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Grafarvogskirkju 5.
febrúar.
vandasamt að fanga
þær, því þær krömd-
ust svo auðveldlega.
Mér er sagt að Mar-
grét hafi einu sinni
komið að mér þar sem
ég stóð lítil, sæt, sak-
leysisleg og skælbros-
andi fyrir framan hús-
ið í Reykjahlíðinni,
með Makkintosdollu í
hendinni. Forvitnin
vaknaði hjá henni og
hún spurði hvað ég
væri með en varð
steinhissa þegar hún
kom auga á litlu elsk-
urnar mínar á iði í dollunni. Ætli ég
hafi verið perlan hennar þá?
Við Margrét fórum einu sinni til
Írlands saman til að sækja Berg-
þóru Fjólu. Ég var 18 ára og þá var
sko gaman. Við millilentum í Lond-
on og þurftum að bíða þar í nokkra
tíma eftir næstu flugvél. Það var
því ákveðið að demba sér í bæinn
og fara í búðir, eins og sönnum
konum sæmir. Hún var svo þol-
inmóð við mig í plötubúðinni, þegar
ég tók mér góðan tíma í að leita að
uppáhaldsplötunum, að við vorum
næstum búnar að missa af fluginu
til Írlands. Þegar við komum til Ír-
lands var hoppað upp í næstu lest.
Stuttu seinna kom lestarvörður og
talaði þessi lifandi ósköp við
Margréti en ég skildi ekki orð af
því sem hann sagði. Gúlps! ég verð
að taka mig á í enskunni, varð mér
hugsað og horfði með aðdáun á
Margréti þar sem hún sat og spjall-
aði við manninn. Vaaá! sagði ég við
hana þegar hann fór, rosalega ertu
góð í ensku, ég skildi ekki neitt af
þessu. Blessuð slappaðu af, var þá
svarað... ekki ég heldur... ég sagði
bara „Yes... aha... uuum“ og kinkaði
kolli þar sem mér fannst það eiga
við. Ég varð rosalega ánægð að
þurfa ekki að taka mig á í enskunni.
Margt fleira skemmtilegt gerðist í
ferðinni, ég var til dæmis bitin í
andlitið af hundi, nú... og svo feng-
um við Bergþóra Fjóla að hjálpa
Margréti að velja sér föt. Margréti
var komið fyrir í búningsklefanum
og við nöfnurnar komum með
dressin í bunkum til hennar. Gler-
augun hennar Margrétar urðu fyrir
smááfalli í ferðinni, þar sem spöng-
in brotnaði í tvennt. Hjúkkan var
ekki lengi að lækna gleraugun sín.
Þau voru bara límd með límbandi í
miðjunni og smellt aftur á nebbann.
Ég veit hins vegar ekki hvað hún sá
mikið út með alla þessa límbands-
hrúgu á nefinu.
Allar góðar ferðir taka enda og
það gerði þessi líka. Nú er svo kom-
ið að hvorki ég né aðrir fá fleiri
góðar ferðir með Margréti, nema í
minningunum. Við erum skilin eftir
einmana og búum til litlar perlur úr
tárum þegar við hugsum um
Margréti, afa og pabba. Ég mun
alltaf sakna þín Margrét og ég
þakka þér allar góðu samveru-
stundirnar. Berðu afa og pabba
kveðju mína og segðu þeim að ég
sakni þeirra ómælt.
Þín frænka,
Bergþóra Eiríks.
Margret, upphaflega grískt heiti,
merking þess var perla. Það eru
auðvitað til margskonar perlur og
stundum les maður um fágæt ein-
tök sem ekki verða metin með ver-
aldlegum hætti. Margret frænka
var ein af þessum perlum. Ég
minnist þess hvernig þú geislaðir af
smitandi gleði og í ljóma augnanna
leyndust perlur lífsins.
Lífsgleði og notaleg frænkuheit,
já, við Tóta söknum þín, söknum og
minnumst allra góðra stunda sem
við áttum með ykkur Bjarna.
Það er ekki létt að koma orðum
að þegar maður hugsar til veikinda
þinna og allrar sorgar sem þeim
fylgdi. Það varð ekki langt á milli
fardaga ykkar, Eiríks og þíns. Mig
og Tótu langar til að þakka honum
fyrir heimsókn þeirra hjóna núna í
vetur. Honum var líkt og þér létt til
að brosa með augunum. Við látum
hugann reika til Bjarna, barnanna
ykkar og Bergþóru, mikið annað
verður ekki að gert.
Ljótur.
Ég er búin að skrá okkur í
spænskunám í Torreveija og við
eigum að mæta í inntökupróf. Þetta
er eitt af mörgum atvikum sem
fljúga gegnum hugann þegar ég
minnist vinkonu minnar, Margrétar
Svane. Margrét og Bjarni voru
komin út á flugvöll að taka á móti
mér kát og hamingjusöm. En ég
hafði farið tveimur vikum á undan
manninum mínum.
Haustið áður höfðum við spjallað
um að gaman væri að fara í
spænskuskóla í Torreveija sem
stæði til boða fyrir byrjendur.
Svona var Margrét, dreif í að gera
hlutina.
Haustið 1995 hófust kynni okkar
Margrétar og Bjarna. Við hjónin
vorum í fríi á Las Mimosa ásamt
tveimur systrum mínum og mág-
um.
Við mættum á vikulegan fund
með Ágústu á Alfredóbar ásamt
fjölda annarra Íslendinga, þar
kynnti Bjarni sig sem sveitadreng
að norðan en Margréti Reykjavík-
urmær. Eftir fundinn var okkur
Skagfirðingunum boðið heim í bjór
og snakk, síðan var spjallað, sagðar
„sannar sögur“ og sungið við gít-
arleik Bjarna fram eftir kveldi. Það
má segja að eftir þetta höfum við
haldið hópinn. Stuttu síðar kaupa
þau sér hús sem þau nefndu Kot og
við systurnar eignumst annað hús
sem vegna kveldleti hlaut nafnið
Vöggustofa. Nú var tekið til við að
breyta, bæta og byggja, skipst á
tólum og tækjum, talað og tilveran
vigtuð og mæld. Farið saman út á
kveldin eða borðað saman sitt á
hvað heima. Þetta voru yndislegir
tímar.
Margrét og Bjarni voru samhent
og byggðu upp innra traust með
glöðu og hlýju viðmóti hvort til
annars. Margrét var persóna sem
vakti athygli hvar sem hún fór.
Hún var traustvekjandi, skemmti-
leg og það ískraði í henni hláturinn.
Hún hlustaði á vandamál annarra,
greiddi úr þeim eftir mætti án þess
að blanda sínum þar í.
Ef einhver var lasinn eða átti erf-
itt var hún boðin og búin að hjálpa.
Í haust vorum við saman í síðasta
sinn á Las Mimosa, Skagfirðing-
arnir og þau hjón.
Margrét var þá oft veik og hver
hreyfing kvaldi en hugurinn bar
hana áfram. Hún vissi eflaust að
hverju dró og reyndi að njóta þess-
arar sólarparadísar sem best hún
gat meðal vina og um leið gaf hún
okkur hlut í lífsgleði sinni.
Hún sagði við mig eitt sinn er við
ræddum saman, – Ég held áfram
meðan læknarnir segja mér ekki að
ég eigi eftir tvo til þrjá mánuði.
Nú er Margrét gengin til sinna
mæðra og mön höggvin. Það er
skarð fyrir skildi í næstu ferð á
svæðið okkar. Blessuð sé minning
hennar.
Bjarni minn, missir þinn er mik-
ill en lífið gaf og lífið tók. Eigðu
með okkur stundir bæði í gleði og
sorg.
Margrét mín, ég þakka öll þín
kynni og lífsfyllingu sem þú gafst
mér og öðrum.
Börn og önnur skyldmenni
Margrétar og Bjarna eiga samúð
okkar óskipta, blessun og ljós
heimsins lýsi móður hennar sem
hefir séð á bak manni og tveimur
börnum á stuttum tíma.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós
þráir vorsins vængjavíddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan,
hjartasláttinn, rósin mín,
er kristaltærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður, kyssa blómið.
Hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson.)
Margrét, þú varst yndi allra
allra vinur, það er víst.
Himins klukkur klingja og kalla
komdu, drottinn við þér býst.
Allar þakkir áttu okkar
til eilífðar varst kölluð fljótt
í þinni vitund fríðir flokkar
fagni, er vaknar sál af nótt.
(RH.)
Með samúðarkveðju.
Pálína Skarphéðinsdóttir,
Jens Berg,
Þuríður og Kjartan,
Sigríður og Reynir.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um huga minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Annan desember 1963 hófu 24
stúlkur nám við Hjúkrunarskóla Ís-
lands. Strax í upphafi tókum við
eftir Möggu með sinn glettna svip
og glaðværa hlátur. Um hana blésu
ferskir vindar og hún hafði farið ut-
an, nýkomin frá Írlandi. Strax á
fyrsta árinu í skólanum lá leið
hennar til Blönduóss sem nemi og
þar hitti hún sveitadrenginn
Bjarna. Upp frá því varð til óað-
skiljanleg eining, Bjarni og Magga.
Þó að hópurinn okkar kæmi víðs-
vegar að þá mynduðust sterk bönd
á milli okkar. Stór hluti hópsins var
samtímis á Akureyri og Bjarni varð
fljótlega að hollbróður.
Námsárin liðu fljótt og við tóku
ýmis störf, börn og makar bættust í
hópinn. Ógleymanlegar eru ferðir
okkar í tilefni 20, 25 og 30 ára út-
skriftarafmæla okkar með mökum
innalands sem utan. Magga og
Bjarni áttu sinn hlut í að gera þær
ógleymanlegar.
Magga er sú fyrsta af okkur sem
fellur frá og verður hennar sárt
saknað. Bjarni, okkar kæri vinur,
þú átt áfram þinn stað meðal okkar.
Fjölskyldunni allri sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Hollsystur.
Hvað boðar nýárs
blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar
jól.
Hún flytur líf og líknarráð
hún hljómar heit af drottinsnáð.
(M.J.)
Það er óþægileg reynsla að lenda
óviðbúinn og óvarinn í þungu krapa-
éli. Í einni svipan er maður gegnvot-
ur og kuldinn læsir sig gegnum
merg og bein. Þannig varð mér við
er ég heyrði andlátsfrétt Kristjönu
Stellu Steingrímsdóttur sem var
skólasystir mín á Kvennaskólanum á
KRISTJANA STELLA
STEINGRÍMSDÓTTIR
✝ Kristjana StellaSteingrímsdóttir
fæddist í Hólakoti í
Grenivík, Grýtu-
bakkahreppi, 29. júlí
1940. Hún lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans við Hringbraut
9. janúar síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Grindavík-
urkirkju 18. janúar.
Laugum veturinn
1957–58. Það komu
tvær stúlkur frá Greni-
vík í skólann, barnung-
ar en bráðskarpar og
atorkusamar. Stella
líktist að vissu leyti
stjörnunni nöfnu sinni,
hún leiftraði af lífsgleði
og fjöri. Glóbjört á hár
og björt yfirlitum.
Hláturmild og hrað-
stíg. Skapmikill en fór
vel með. Þannig leit ég
til hennar þótt segja
mætti að við værum
ekki mjög nánar á
þessum árum. En skólavist í níu
mánuði gerði það að verkum að „þau
bönd er þá knýttust bresta ei“ og
þegar við hittumst á nemendamót-
um áttum við svo margt sameigin-
legt. Frá skólanum lágu leiðir í allar
áttir. Ég vissi af Stellu í Grindavík
með mann og börn. Svo sáumst við í
Reykjavík og þá sást að þessari
glöðu stúlku var brugðið þótt hún
bæri sig vel. Erfið veikindi höfðu
sett mark sitt á hana en hún taldi sig
á batavegi. Þegar hún og Pétur
kvöddu dyra hjá mér í sumar alls
óvænt varð ég svo glöð, mér fannst
hún líta vel út og vera svo lík þeirri
Stellu sem ég þekkti á árum áður.
Þau hjónin voru á ferðalagi og við
rifjuðum upp gamla tíma, hlógum að
ýmsum atvikum og töluðum um
skólasystur okkar. Allt virtist í góðu
lagi. Ég talaði um að koma til
Grindavíkur ef ég kæmi suður og
svo kvöddumst við. Ég horfði á eftir
þeim, á bjartan og brosandi vanga-
svip Stellu og fann – ekki til öfundar
en eftirsjár. Lífsförunautur minn
var horfinn og við gengum ekki leng-
ur hönd í hönd eins og Stella og Pét-
ur.
Svo voru engar fréttir fyrr en dán-
artilkynningin hljómaði í eyra.
Krabbameinið, óvætturinn hafði þá
aðeins legið í leyni, dokað ögn við áð-
ur en höggið féll. Stella mín naut ný-
árssólarinnar aðeins fáa daga en ég
veit að önnur sól vermir hana á æðri
leiðum og megi þeir geislar skína og
hlýja öllum ástvinum hennar á þess-
um sorgardögum.
Ása Ketilsdóttir.