Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 20

Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 20
AKUREYRI 20 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til leigu á Akureyri Stórt hús með 3 íbúðum til leigu. Fimm herbergja íbúð með bílskúr og tvær litlar íbúðir. Góð staðsetning fyrir barnafólk. Leigutími frá 1. júní 2001. Áhugasamir leggi inn nafn og síma á auglýsingadeild Mbl., merkt: „3 íbúðir“, eða hafi samband í netfang: torey@li.is BÆJARSTJÓRN Akureyrar skip- aði í vikunni Þröst Ásmundsson, formann menningarmálanefndar, Jakob Björnsson bæjarfulltrúa og Gunnar Ragnars viðskiptafræðing í nefnd til að fara yfir alla þætti er varða aðkomu bæjarins að mynd- listarmenntun í bæjarfélaginu. Nefndinni er sérstaklega ætlað að fara yfir alla þætti í starfsemi Myndlistaskólans á Akureyri og að- komu bæjarins að þeim rekstri. Helgi Vilberg, skólastjóri Mynd- listaskólans, gerir skipun nefndar- innar að umtalsefni á Menningarvef Akureyrar og segir þar m.a. „Það er vel til fundið hjá Akureyrarlist- anum að velja Þröst (Ásmundsson) í nefndina því engum er jafn mikið í nöp við Myndlistaskólann á Akur- eyri og honum.“ Þröstur sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki telja eðlilegt að úttala sig um þetta atriði á meðan þessi nefnd er að störfum. Sam- kvæmt ákvörðun bæjarráðs skal nefndin skila tillögum sínum fyrir lok næsta mánaðar. Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs og oddviti Akureyrarlist- ans í bæjarstjórn Akureyrar, sagð- ist ekki hafa áhuga á að munn- höggvast við Helga Vilberg um þetta mál í fjölmiðlum. „Þetta mál snýst ekkert um þá hluti sem hann er að ýja að. Hann getur haft sínar skoðanir á mönnum og málefnum og verður að eiga það við sig. Ég vitna hins vegar bara til þess sem ég hef áður sagt,“ sagði Ásgeir og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Skólastjóri Myndlistaskólans á Akureyri Engum jafn mikið í nöp við skólann og Þresti AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11 á morgun, séra Guðmundur Guðmunds- son. Barna- og unglingakór kirkjunnar syngur. Fundur í Æskulýðsfélaginu kl. 17 í kap- ellu. Æðruleysismessa kl. 20.30 um kvöldið, séra Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Krossbandið sér um tónlist og Anna Valsdóttir sér um almennan söng. Kaffi- sopi á eftir í Safnaðarheimili. Biblíulestur kl. 20.30 á mánu- dagskvöld. „Þjófnaður og ör- læti“, í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Morgunsöng- ur kl. 9 næsta þriðjudag. Mömmumorgunn á miðvikudag frá kl. 10 til 12. Kyrrðar- og fyr- irbænastund næsta fimmtudag kl. 12. Bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádegisverð- ur á eftir í Safnaðarheimili. Hjónanámskeið í Safnarðar- heimili kl. 20.30 sama kvöld. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- vera og guðsþjónusta í kirkj- unni kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum. Sr. Pétur Þórarinsson prófastur predikar. Kyrrðar- og til- beiðslustund í kirkjunni næsta þriðjudag kl. 18. Hádegissam- vera kl. 12 til 13 í kirkjunni, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegis- verður í safnaðarsal á vægu verði. Alfanámskeið í Glerár- kirkju næsta miðvikudagskvöld kl. 19. Uppbyggjandi námskeið um grundvallaratriði kristinnar trúar. Opið hús fyrir mæður og börn kl. 10 til 12 á fimmtudag. Æfing barnakórsins kl. 17.30 sama dag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjöl- skyldusamkoma kl. 11 á morg- un, sunnudag í húsnæði hersins við Hvannavelli 10. Börn og unglingar sýna leikþátt og brúðuleikrit og syngja. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund í kvöld. Laugardag kl. 20. Sunnudagaskóli fjöl- skyldunnar kl. 11.30 á morgun. Aldursskipt kennsla þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. G. Theódór Birgisson sér um kennsluna. Vakningasamkoma sama dag kl. 16.30. Þar verður flutt fjölbreytt lofgjörðartónlist og Vörður L. Traustason pred- ikar. Fyrirbænaþjónusta og barnapössun. KFUM og K: Almenn samkoma kl. 20.30 á morgun, sunnudag. Ræðumaður verður sr. Guð- mundur Guðmundsson. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í Pét- urskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma á Sjónarhæð, Hafn- arstræti 63 kl. 17 sama dag. Fundur fyrir 6–12 ára börn á Sjónarhæð kl. 17.30 á mánudag. Kirkjustarf GUÐNÝ Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakka- hrepps, sagði að hreppurinn hefði ekki áhuga á því að taka frekari þátt í viðræðum um samein- ingu sveitarfélaga í Eyjafirði að svo stöddu. Hún sagði ýmsar ástæður liggja þar að baki, menn teldu sig hafa mjög góða þjónustu í hreppnum, sveitarfélagið kæmist ágætlega af og að ávinn- ingur af sameiningu væri ekki nægur. Guðný sagði að ekki yrði um frekari samein- ingarviðræður að ræða af hálfu Grýtubakka- hrepps á þessu kjörtímabili, hvað svo sem yrði í framtíðinni. „Ég get þó alveg viðurkennt að ef til þess kæmi að öll sveitarfélög í Eyjafirði samein- uðust yrði um mjög öflugt sveitarfélag að ræða.“ Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði hefur látið af störfum, þar sem tillaga um að sameina þau níu sveitarfélög sem aðild áttu að nefndinni í eitt sveitarfélag naut ekki fylgis í þeim öllum. Grýtubakkahreppur, Sval- barðsstrandarhreppur, Eyjafjarðarsveit og Ólafsfjörður voru á móti sameiningu. Þá tóku hrepparnir þrír norðan Akureyrar, Glæsibæjar- hreppur, Öxnadalshreppur og Skriðuhreppur, ekki þátt í samstarfsnefndinni enda sameinuðust hrepparnir innbyrðis um áramót, eins og fram hefur komið. Bjarni Kristjánsson, sveitarstjóri Eyjafjarðar- sveitar, sagði að sveitarstjórnin hefði samþykkt ályktun á síðasta ári varðandi þetta mál. Hann sagði að þar kæmi m.a. fram að sveitarstjórn teldi að um frekari sameiningu sveitarfélaga á svæðinu yrði að ræða í náinni framtíð en það ferli þyrfti að undirbúa betur og láta reyna frekar á samstarfsverkefni. Bjarni sagði það heldur ekki rétt að mikill meirihluti íbúa á svæðinu væri fylgjandi stórri sameiningu eins og gefið var í skyn af hálfu full- trúa Akureyrarbæjar í nefndinni. „Það lá fyrir að það var andstaða í mörgum sveitarfélögum, þótt meirihluti hafi verið fyrir hendi þegar Akureyri var með í dæminu, en þetta gerist ekki með þeim hætti. Niðurstaða fæst ekki nema fram fari at- kvæðagreiðsla í hverju sveitarfélagi fyrir sig, samkvæmt lögum.“ Óheppileg tímasetning Á fundi bæjarráðs Akureyrar í síðustu viku, þar sem tilkynnt var að sameiningarviðræðurnar væru komnar út af borðinu, var jafnframt sam- þykkt að skipa nefnd til að fjalla um og meta áhrif af þátttöku bæjarins í samstarfsverkefnum með öðrum sveitarfélögum. Ásgeir Magnússon, formaður bæjarráðs, sagði í samtali við Morg- unblaðið á laugardag að með skipun nefndarinnar væri alls ekki um neina hótun að ræða af hálfu bæjarins. Aðspurð sagði Guðný að hafi ekki verið um hótun að ræða komi þessi ákvörðun bæj- arráðs fram á mjög óheppilegum tíma. Undir það tók Bjarni, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar. Guðný sagði að Grýtubakkahreppur ætti góðu í samstarfi við Akureyri og önnur sveitarfélög á mörgum sviðum. „Við hljótum að hafa þann þroska til að bera að sjá að við þurfum á Ak- ureyri að halda og Akureyri á okkur að halda. Það eru bæði plúsar og mínusar varðandi hugs- anlega sameiningu en dag finnst mönnum að mín- usarnir séu fleiri og því er þetta niðurstaðan.“ Bjarni sagði ekkert við það að athuga að Ak- ureyrarbær ætlaði að skoða þessi samstarfsverk- efni og að það ættu fleiri sveitarfélög að gera. Fara yfir það hverju hægt væri að breyta, hvort mögulegt væri að taka upp önnur vinnubrögð, hvort ástæða væri til að taka ný viðfangsefni inn í þetta samstarf í staðinn fyrir önnur og ýmislegt fleira. Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði Ekki áhugi fyrir frekari þátt- töku í sameiningarviðræðum FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags Akureyrar fyrir árið 2001 er ný- lega komin út og að venju mun félagið bjóða upp á margar og fjölbreyttar ferðir í sumar. Þá eru í boði skíðagöngu- og gönguferðir í vetur og fram á vor. Í febrúar er m.a. boðið uppá skíðaferð á Vaðlaheiði í dag og um aðra helgi verður farið í þorraferð í Botna, sem er einn af skálum félagsins, en um tveggja daga helgarferð er að ræða. Síð- asta laugardag í febrúar verður létt óvissuferð á skíðum. Í mars verða fimm skíða- gönguferðir á dagskrá, fyrst farið í Hlíðarfjall og að Þelamörk, þá um Eyjafjarðarárbakka, svo í Baugasel, Þingey og loks í Þor- valdsdal, en allar ferðirnar eru á laugardögum. Fyrstu helgina í apríl er skíða- gönguferð í Laugafell á dagskrá, síðar í þeim mánuði verður farið á Reykjaheiði og eins verður helg- arferð á Flateyjardal í lok apríl. Hefðbundin gönguferð á Súlur verður farin 1. maí og eins verður boðið upp á ferð á Hákamba í Svarfaðardal og á Kaldbak auk fuglaskoðunarferðar. Fjöruganga á Svalbarðseyri, ferð í Þórðarhöfða í Skagafirði, gönguferð á Hlíðarfjall og Blá- tind, í Fellsskóg við Skjálfanda- fljót og ferð á Hjaltadalsheiði eru á dagskrá í júnímánuði. Fyrstu tvær ferðirnar í júlí verða í Loft- helli og Dýjafjallshnjúk, en um miðjan mánuð býður Ferðafélag Akureyrar upp á ferð um Bisk- upaleið yfir Ódáðahraun og er þar um að ræða nýjung hjá félaginu. Af öðrum ferðum í júlí má nefna hjólreiðaferð í Bleiksmýr- ardal og sumarleyfisferð í sam- vinnu við Ferðafélag Fljótsdals- héraðs um Víknaslóðir. Um er að ræða bakpokaferð þar sem gist verður í skálum. Félögin í samein- ingu bjóða einnig sumarleyfisferð um Snæfell og Lónsöræfi. Tjaldferð í Fjörður Alls verða fimm ferðir um Öskjuveginn svonefnda í boði í sumar, allar í júlí og fram í ágúst. Félagið á fimm skála á þessari leið, Þorsteinsskála í Herðubreið- arlindum, Bræðrafell við rætur Kollóttudyngju, Dreka við Dreka- gil í Dyngjufjöllum, Dyngjufell í Dyngjufjalladal og Botna í Suður- árbotnum. Þessar ferðir hafa not- ið mikilla vinsælda á síðustu ár- um. Félagið verður einnig með gönguferð á Tungnahrygg og Auðnaháls í Öxnadal og tjaldferð í Fjörður í júlímánuði. Bakpokaferð í Bræðrafell og Öskju verður á dagskrá fyrstu dagana í ágúst og síðar verður farin bakpokaferð í Dreka, Öskju og Botna. Gengið verður á Kerl- ingu í Eyjafirði, farinn Þing- mannavegur yfir Vaðlaheiði, gengið á Þverbrekkuhnjúk í Öxnadal, í Skuggabjargaskóg, Torfufell í Eyjafirði og farið í berjaferð. Einnig verður jeppa- ferð á Víknaslóðir og loks má nefna gönguferð fyrir vant göngufólk og ekki lofthrætt í Hvanndali. Ein ferð er á dagskrá í sept- ember, gönguferð í Tryppaskál við Hörgárdalsheiði. Ferðaáætlun Ferðafélags Akureyrar fyrir sumarið 2001 komin út Morgunblaðið/Margrét Þóra Við Botna, einn af skálum Ferðafélags Akureyrar, í Suðurárbotnum. Fimm ferðir um Öskjuveginn og ein um Biskupaleið STRAX á fimmtudagsmorgun var orðið uppselt á stórtónleikana í Glerárkirkju kl. 17.00 á morgun, sunnudag, þar sem fram koma margir af ástsælustu söngvurum Norðurlands og þekktir hljóð- færaleikarar. Vegna hins mikla áhuga hefur verið ákveðið að end- urtaka tónleikana í kirkjunni kl. 20.30 á morgun, sunnudag. Álftagerðisbræður, Eiríkur Stefánsson, Erna Gunnarsdóttir, Óskar Pétursson, Pálmi Gunnars- son, Örn Birgisson og Þórhildur Örvarsdóttir stíga á svið og bjóða upp á einsöng, dúetta og að sjálf- sögðu kvartett. Pálmi og Óskar Pétursson munu m.a. syngja sam- an dúett, sem þeir hafa aldrei gert áður. Undirleikarar verða Arnór Vil- bergsson, Einn&sjötíu, Helena Bjarnadóttir, Kristján Edelstein og Stefán Gíslason og kynnir er Gestur Einar Jónasson útvarps- maður. Forsala aðgöngumiða á aukatónleikana stendur yfir hjá Pennanum/Bókval í Hafnarstræti og Glerártorgi. Miðar verða einn- ig seldir í kirkjunni á morgun. Stórtónleikarnir verða endurteknir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.