Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 75
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 75 Næg bílastæði Munið gömlu dansana í Húnabúð, Skeifunni 11 í kvöld kl. 21.30. Hljómsveitir Guðmundar Samúelssonar og Þorvaldar Björnssonar. Félag harmonikuunnenda Reykjavík JÁTVARÐUR Bretaprins og Soffía eiginkona hans eru orðin miðpunkt- ur pólitískra deilna í Austurríki eftir að mynd var birt af þeim skálandi við formann Frelsisflokksins, Susanne Riess-Passer. Frelsisflokkurinn er sem kunnugt er öfgaþjóðernisflokk- ur sem situr í ríkisstjórn Austurrík- is. Fyrrverandi formaður, Jörg Haider, hefur á liðnum árum látið ýmis ummæli af vörum hrjóta sem skilin hafa verið sem lof á vissar hlið- ar nasismans og leiddu þau viðhorf til þess að Austurríki var beitt refsi- aðgerðum í sjö mánuði eftir myndun samsteypustjórnarinnar. Núverandi formaður hefur hins vegar viðurnefnið „kóbraslangan“ vegna óbilgirni í garð pólitískra and- stæðinga. Myndin af Riess-Passer, Játvarði og Soffíu þykir vera sigur fyrir ímynd Frelsisflokksins sem enn er útskúfaður á alþjóðavettvangi þrátt fyrir að refsiaðgerðum hafi verið aflétt. Talsmaður breska utanríkisráðu- neytisins sagði að hjónin hefðu sennilega ekki vitað við hverja þau voru að tala í veislunni. Karl Öllinger, þingmaður í aust- urrísku stjórnarandstöðunni, sagði hins vegar að einhver hefði átt að vara þau Játvarð og Soffíu við flokknum og „ósvífnum leik þeirra. [Meðlimir] nota hvert tækifæri til að sjást á tali við vinsælt fólk eins og Játvarð og Soffíu.“ Þetta er í annað sinn sem kon- ungsfjölskyldunni verður á það glappaskot að láta mynda sig með meðlimum Frelsisflokksins. 1997 var tekin mynd af Haider og hertogaynj- unni af Jórvík, Söru Ferguson, er hann smellti kossi á handarbak hennar. Vissi hún ekki hver Haider var og þekkti ekki til þess vafasama orðspors sem honum fylgir. Myndin af Játvarði og Soffíu er gerð að umtalsefni í Profil, austur- rísku vikublaði, og segir þar að Frelsisflokkinn sé farið að lengja mikið eftir að verða viðurkenndur félagsskapur og gleðjist því mjög yf- ir tækifæri sem þessu. Skálar við formann Frelsisflokksins Vín. The Daily Telegraph. Reuters Játvarður prins. Játvarður veldur hneykslan í Austurríki Undir grun (Under Suspicion) S a k a m á l a m y n d  Leikstjóri: Stephen Hopkins. Hand- rit: Tom Provost og W. Peter Iliff. Aðalhlutverk: Gene Hackman, Morgan Freeman, Monica Belluci, Thomas Jane (110 mín) Bandaríkin. Sam Myndbönd, 2000. Myndin er bönnuð innan 16 ára GÖMLU kempurnar Morgan Freeman og Gene Hackman fara með aðalhlutverkin í þessari þræl- góðu sakamála- mynd. Myndin seg- ir frá lögreglu- foringjanum Victor Benezet (Free- man) sem grunar lögfræðinginn Henry Hearst (Hackman) um að hafa myrt ungar stúlkur og látið lík þeirra liggja eftir eins og þær væru sofandi. Hearst er einn af virtustu þjóðfélagsþegnunum og skapar handtaka hans mikinn usla en Bene- zet er ákveðinn í að brjóta hann nið- ur og fá játningu. Leikurinn er hreint út sagt frábær hjá Hackman og Freeman og þótt aðrir leikarar komi við sögu gleym- ast þeir jafnóðum, samt má minnast á Monicu Belluci (L’Appartment) sem er mikið konfekt fyrir augað. Leikstjórn Stephen Hopkins nýtir vel sjónarhornin sem við fáum á þá atburði sem sagt er frá og í lokin er maður ekki alveg viss hver niður- staðan sé. Þetta er góð sakamálamynd og unnendur slíkra mynda ættu endi- lega að horfa á hana, aðrir ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Myndin er endurgerð hinnar frönsku Third Degree sem kom út árið 1981. MYNDBÖND Heila- þvottur Ottó Geir Borg Hellnum – Íbúar í sunnanverðum Snæfellsbæ mættu saman á árlegt þorrablót í félagsheimilinu á Lýsuhóli síðastliðið laugardags- kvöld. Streymdu íbúar dreifbýlis- ins til Lýsuhóls með gestum sín- um í einmuna veðurblíðu sé miðað við febrúarmánuð. Tekið var á móti þorrablótsgestum með há- karli og brennivíni og var hákarl- inn frá Hildibrandi í Bjarnarhöfn, á norðanverðu Snæfellsnesi. Í þéttsetnum veislusalnum var sungið undir borðum við undir- leik Ian Wilkinson stjórnanda Lúðrasveitarinnar Snæs og hljóm- aði þar bæði minni karla og kvenna og Þorraþrællinn. Þorra- maturinn var frá Múlakaffi og rann hann ljúflega niður. Sú hefð hefur ríkt á þessu svæði í mörg ár að Staðsveit- ungar og þeir sem töldust til gamla Breiðavíkurhrepps, þ.e. íbúar í Breiðuvík, á Arnarstapa og á Hellnum skiptist á um að sjá um skemmtiatriði og framkvæmd þorrablótsins og þetta árið voru það Staðsveitungar sem sáu um blótið. Skemmtiatriði þeirra voru spéspegill sveitarinnar og stungið var á ýmsum málum og mikið hlegið. Ánægjulegt var að sjá allt það unga og glæsilega fólk sem var nú í fyrsta sinn að taka þátt í skemmtiatriðunum en mörg hver voru þau að leika og syngja við hlið foreldra sinna. Klakabandið frá Ólafsvík lék svo fyrir dansi og hélt uppi stemmningu fram á miðja nótt. Aldrei skorti fólk á dansgólfið enda ekki svo oft sem boðið er upp á dansleiki í sveitinni. Þorrablót undir Jökli Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Þétt var setið í samkomusal félagsheimilisins á Lýsuhóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.