Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 30

Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er óhætt að segja aðmyndir þeirra Nökkva ogBrians séu ólíkar, þó ekkiværi fyrir annað en að annar myndar allt í svart-hvítu en hinn í lit. Það kemur líka á daginn að þetta er í fyrsta sinn sem þeir hafa unnið saman. „Í rauninni er sýningin á vegum Ljósmyndasafnsins sem ákvað að vera með þetta þema,“ seg- ir Nökkvi. „Þeir fundu mig í gegnum internetið og fengu svo Brian til að vera með. Þannig að við þekkjumst ekkert og höfum bara hist þrisvar.“ Bakgrunnur þeirra sem ljós- myndara er líka ólíkur. Nökkvi er áhugaljósmyndari sem hóf feril sinn fyrir um 15 árum. Hann hefur að mestu leyti einbeitt sér að svart- hvítum ljósmyndum og hafa verk hans birst víða, m.a. í dagblöðum og á bókakápum. Þetta er fyrsta sýning hans en aftur á móti hefur hann haldið uppi vefsíðu þar sem hann sýnir myndir sínar. „Netið er í raun- inni minn sýningarmáti og er búið að vera í tvö þrjú ár. Fólk getur þá bara skoðað myndirnar í rólegheit- um heima hjá sér,“ segir hann en viðurkennir þó að myndgæðin tapist töluvert með þessum hætti. Vefsíða hans hefur vakið þónokkra athygli víða um heim og meðal annars hefur dagblaðið New York Times birt grein um hana. Brian Sweeney er skoti og hefur starfað við ljósmyndun síðustu 10 ár. Myndir hans hafa birst í nokkr- um fremstu tónlistar- og dæg- urmálatímaritum heims og eru fyr- irtækin Microsoft og Ford meðal viðskiptavina hans. Hann hefur sýnt verk sín víða um Bretland, meðal annars í hinni frægu Þúsaldarhvelf- ingu í London. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem hann sýnir hér á landi. „Ég átti að vera með sýningu á Laugaveginum í sumar en galleríið lokaði þremur dögum fyrir opnunina svo ekkert varð úr því,“ segir hann og hlær. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunnhafa þeir gert eyðibýli á Ís-landi að yrkisefni sínu enda hafa þau mikið adráttarafl að þeirra sögn. „Það er þessi dulúð sem heillar svolítið þegar mannlífið þurrkast út á bæjum, bændamenn- ingin sem er að hverfa,“ segir Nökkvi. „Það er svolítið spennandi að standa í túninu framan við ein- hvern bæ og hugsa sér hvernig lífið var, þarna voru kýr í fjósi og börn úti að leika sér. Svo er tíminn og náttúran búin að reka fólkið í burtu og eyðileggja húsin. Þetta er svolítið dapurlegt og eymdin sem skín út úr þessu er mikil en verður svolítið heillandi um leið.“ Forsendur Brians eru allt aðrar: „Í upphafi voru það ekkert endilega eyðibýlin sem heilluðu mig. Ég hafði verið í öðru verkefni sem var nýlokið og var staddur í sumarbústað á Suð- urlandinu. Og það sló mig að sum- arbústaðirnir eru tómir hálft árið. Svo ég ákvað að ljósmynda tóm hús meðfram suðurströndinni og það kom í ljós að mörg þeirra voru í raun eyðibýli. Ég var agndofa yfir því hversu langt var á milli bæjanna: Þarna var kannski hús og svo var ekkert á stóru svæði. Það sem var svo skemmtilegt við þetta var hug- myndin um að fólk hefði haft allt þetta rými í kring um sig en hefði ekki búið ofan í hvort öðru. Það er gerólíkt því sem ég á að venjast.“ Það kemur í ljós að áhugi Nökkva á eyðibýlum er ekki nýtilkominn. Raunar hefur hann helgað sig eyði- býlum og yfirgefnum mannvirkjum síðustu tíu ár. „Þetta er viss áhugi sem sprettur upp eins og della. Það má segja að ég sé með eyðibýladellu á háu stigi,“ segir hann og hlær. „Myndirnar á sýningunni hafa orðið til á tíu til þrettán ára tímabili. Þær eru samt ekki valdar sérstaklega með það í huga. Það er fyrst og fremst ljósmyndalega hliðin sem hefur ráðið valinu. Það eru þarna myndir sem eru orðnar ansi gamlar en líka myndir sem voru teknar síð- asta haust.“ Öðru máli gegnir um myndirBrians sem allar voru teknarsíðasta sumar. „Það tók bara einn dag að mynda allt,“ segir hann. „Ég byrjaði klukkan níu um morg- uninn og var búinn klukkan níu um kvöldið. Í raun er þetta sjónarhorn aðkomumannsins á húsin.“ Sjónarhorn þeirra félaga virðist líka vera afar ólíkt. „Ég ákvað að mynda húsin í lit því þannig get ég endurspeglað núið,“ segir Brian. „Ég vildi sýna að þessi hús höfðu verið yfirgefin, að það hefði verið búið í þeim og að þau væru til- tölulega nútímaleg – raunveruleg. Af einhverjum ástæðum hefur fólk bara staðið upp og farið. Þetta er svona ritstjórnarform sem ég nota en Nökkvi ljósmyndar meira í fal- legu og rómantísku ljósi. Myndirnar hans eru klassískar og tímalausar en ég reyni að skoða staðreyndirnar meira. Einhver bjó hérna, fór og kannski kemur hann aftur seinna – hver veit?“ Nökkvi tekur undir þetta. „Brian sér myndirnar allt öðruvísi en ég. Hann horfir á allt aðra hluti – mynd- byggingin er allt önnur,“ segir hann. „Ég ákvað fyrir nokkrum árum að litur væri ekki eitthvað sem passar í mínum myndum. Hann skilar engan veginn því sem ég vil ná fram og koma á framfæri. Það er miklu meiri dramatík og dulúð í svart-hvítu heldur en í lit. En mér finnst lit- myndir í sjálfu sér mjög fallegar, það er að segja ef einhver annar tek- ur þær en ég.“ Og hann heldur áfram. „Einhvern veginn hafa allar litmyndir mislukk- ast hjá mér. Þannig að ég ákvað bara að einbeita mér að svart-hvítu. Þá get ég líka unnið myndirnar miklu meira sjálfur í framköllun og slíku.“ Sýningin stendur til 1. mars næst- komandi. Nökkvi Elíasson og Brian Sweeney á sýningunni Eyðibýli í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Heillandi dul- úð og blákald- ar staðreyndir Nökkvi Elíasson, Hafnarnes í Fáskrúðsfirði. Morgunblaðið/Jim Smart Ljósmyndararnir Brian Sweeney og Nökkvi Elíasson. Nökkvi Elíasson, Horn við Hornsvík. Brian Sweeney, án titils. Brian Sweeney, án titils. „Eyðibýli“ er yfirskrift ljósmyndasýningar sem verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Tveir ljósmyndarar, Nökkvi Elíasson og Brian Sweeney, eiga myndirnar á sýningunni og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir hitti þá að máli. Nökkvi Elíasson, Horn við Hornsvík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.