Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 62

Morgunblaðið - 10.02.2001, Page 62
SKOÐUN 62 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR litið er á ný- sköpun og þróun í ís- lensku skólastarfi und- anfarin ár hlutlægum augum, hljóta allir sanngjarnir menn að komast að þeirri niður- stöðu, að víð séum á réttri braut. Ábyrgð hefur verið skilgreind með nýjum hætti og lögð er rækt við að meta árangur með gegnsæjum hætti. Meiri upplýsingum er miðlað um innra starf skóla en áður og foreldrar geta því á auðveldari hátt metið skóla barna sinna. Virk þátttaka for- eldra í námi barna sinna skiptir ekki minna máli en alúð kennara í skóla- stofunni. Gæðastarf í einstökum skólum byggist á gerð skólanámskráa, þar sem leitast er við að virkja sem flesta úr samfélagi skólans til þátttöku. Með sjálfsmati á grundvelli mark- miða námskránna er síðan tekið á einstökum þáttum og lagt á ráðin um það, sem betur má fara. Ef marka má grein, sem Ágúst Einarsson, prófessor og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingar- innar, ritaði í Morgunblaðið laugar- daginn 3. febrúar, virðast allar breytingar á íslenska skólakerfinu síðustu ár hafa farið fram hjá honum. Ágúst viðurkennir að minnsta kosti ekki hið mikla breytinga- og þróunarstarf, sem hefur verið unnið í menntamálum undanfarin ár. Hann lætur þess í engu getið, að háskóla- stigið hefur tekið stakkaskiptum og samkeppni milli skóla aukist nem- endum til hagsbóta. Fjöldi íslenskra háskólanema hefur fjórfaldast síðan 1977. Lánasjóður íslenskra náms- manna er öflugri en áður og eykur sí- fellt þjónustu sína. Styrkir til fram- haldsskólanema til að jafna námskostnað eftir búsetu hafa vaxið jafnt og þétt og settar hafa verið nýj- ar reglur um þá. Nú geta nemendur jafnt í dreifbýli sem á höfuðborgar- svæðinu sótt um þessa styrki, ef þeir ætla að stunda framhaldsskólanám utan heimabyggðar. Ágúst minnist ekki einu orði á nýju námskrárnar fyrir leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tón- listarskóla, samfelluna milli skóla- stiga, aukið fé til námsefnisgerðar og endurmenntunar kennara, nýtt skipulag samræmdra prófa, ný inn- ritunarskilyrði í framhaldsskóla, nýjar námsbrautir í framhaldsskól- um, stóraukna samvinnu við atvinnu- lífið um starfsnám, bætta aðstöðu fatlaðra nemenda í framhaldsskól- um, umfangsmiklar rannsóknir á öll- um þáttum skólstarfs o.fl. o.fl. Ágúst lætur þess að engu getið, að átta símenntunarmiðstöðvar hafa á skömmum tíma skotið rótum um land allt með þátttöku skóla, sveit- arfélaga, verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda og stuðningi ríkisins á grundvelli samninga við mennta- málaráðuneytið. Af Morgunblaðs- grein Ágústs verður helst dregin sú ályktun, að hann hafi ekki hugmynd um tilvist símenntunarmiðstöðv- anna, þótt hann segist hafa sérstakar áhyggjur af þeim, sem eru lítið menntaðir á vinnumarkaðnum. Hef- ur átak í þágu símenntunar í raun farið fram hjá honum? Kýs hann vís- vitandi að þegja um það? Framarlega í upplýsingatækni Ágúst lætur meira að segja í það skína, að Ís- lendingar standi illa varðandi nýtingu upp- lýsingatækninnar í skólastarfi, en birtir þó engar alþjóðlegar töfl- ur um það efni, þótt þar sé verið að bera saman hluti, sem auðveldast er að skýra með tölum. Hlutfallslega flestir skólar á Íslandi voru tengdir við Netið í könnun í 13 OECD- löndum. Árið 1998 voru 98% grunnskóla með 1.–7. bekk tengdir netinu, allir grunnskólar með 8.–10. bekk og allir framhalds- skólar landsins. Fartölvuvæðing framhaldsskólanna er hafin og fjar- kennsla á framhaldsskólastigi vex jafnt og þétt eins og á háskólastig- inu. Er leitað hingað frá útlöndum til að kynnast hinu framsæknasta á þessu sviði á heimsvísu. Fáar þjóðir hafa unnið jafnskipu- lega að því að þróa rafrænt mennta- kerfi og við en sérfræðingar í sam- keppnishæfni þjóða telja sterka fylgni á milli tæknivæðingar í skóla- kerfinu, það er aðgangs að tölvum og Neti, og framtíðarstöðu þjóða á al- þjóðlegum samkeppnislistum. Sam- kvæmt skýrslu um þessa samkeppn- ishæfni er Ísland í öðru sæti á eftir Bandaríkjunum af 59 löndum hvað varðar notkun á Netinu og í 11. sæti hvað varðar fjölda einkatölva á hvern íbúa, þriðja sæti yfir fljótan og ódýr- an aðgang að Netinu. Alþjóðlegar samanburðartölur sýna með öðrum orðum, að Íslendingar standa mjög framarlega í notkun tölva og Nets- ins, bæði í skólakerfinu og almennt í samfélaginu, sem ætti að gefa vís- bendingu um samkeppnishæfni menntunar í landinu. Villandi samanburður Fjárframlög í alþjóðlegum saman- burði segja síður en svo allt um stöðu menntunar á Íslandi. Grein Ágústs Einarssonar sýnir einmitt, hve vara- samt er að bera einungis saman tölur en taka ekki tillit til annarra þátta og ólíkra aðstæðna í hverju landi. Ágúst segir, að háskólastigið á Ís- landi sé hornreka í alþjóðlegum sam- anburði miðað við tölur frá árinu 1997, þá séum við í 23. sæti af 28 þjóðum og útgjöld til háskólastigsins séu 0,7% af landsframleiðslunni, en meðaltalið sé 1%. Ágúst lætur þess ekki getið, að tæp 29% þeirra Íslendinga, sem stunda háskólanám, eru innritaðir í erlenda háskóla. Þetta hlutfall náms- manna er miklu hærra hjá okkur en almennt í samanburðarlöndunum, þó verjum við sama hlutfalli af lands- Björn Bjarnason Útskriftarhlutfall íslenskra nemenda á framhaldsskólastigi, segir Björn Bjarnason, er með því hæsta sem gerist á meðal OECD-ríkja. MENNTA- KERFIÐ Á RÉTTRI BRAUT ÞESSI orð úr Heil- agri ritningu komu upp í huga minn þeg- ar ég las í Morgun- baðinu að nokkrir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hefðu flutt frumvarp um að heim- ilt yrði að selja áfengi í hverri matvörubúð. Spurningin um það hvort við eigum að vera ábyrg gagnvart náunga okkar varðar nefnilega skilin milli siðmenntaðs sam- félags og hreinnar villimennsku. Þar sem siðfræði frumskógar- ins ríkir skipta örlög hins minnsta bróður engu. Þar ræður græðgin og sjálfselskan för og þar „skipir mestu máli að maður græði á því“ sem menn taka sér fyrir hendur. Flestir skyni gæddir menn gera sér ljóst að því víðar sem vara er á boðstólum þeim mun meira er keypt af henni að öðru jöfnu. Það á enn frekar við um efni, sem menn verða háðir svo sem áfengi og tóbak, en venjulegan söluvarn- ing eins og mjólk og timbur. Þá skilja einnig flestir að menn eru ýtnari við að koma þeim varningi á framfæri sem þeir græða á að selja heldur en vörnum sem þeir hagnast ekkert á. Það var þess vegna ekki út í bláinn að sú kyn- slóð stjórnmálamanna sem færði okkur sjálf- stæði setti á stofn sérstaka ríkisverslun til að dreifa því áfengi sem Spánverjar neyddu okkur til að flytja inn í landið í byrjun þriðja áratug- ar aldarinnar sem leið. Slík skipan mála átti líka að koma í veg fyrir að nokkur mað- ur hefði persónulegan hag af því að selja þetta vímuefni. Áhrif- in af þessari framsýni og ábyrgð- arkennd voru þau að Íslendingar drukku minna en aðrar Evrópu- þjóðir lungann úr öldinni. Nú er öldin önnur. Inn á Alþingi hefur slæðst fólk með siðferðisvit- und sem lætur sig litlu eða engu skipta að vernda hinn veika gróður og vera hlíf hinna minnstu bræðra vorra. Ekki undrast ég afstöðu fyrsta flutningsmanns. Hann er í vinnu hjá verslunarráðinu. Hitt er meira undrunarefni að meðal flutningsmanna er fólk sem ekki er vitað til að sé að störfum hjá einhverjum þeirra sem bíða með opið ginið eftir að hremma illa fenginn áfengisgróða. Frumvarp- inu er fylgt úr hlaði með hæpnum fullyrðingum og beinum blekking- um, því er þar til dæmis haldið fram að allar menningarþjóðir selji þetta vímuefni í almennum versl- unum. Frændur vorir Norðmenn teljast þá ekki til menningarþjóða, hvað þá Svíar og Finnar. Og hve- nær hættu Bandaríkjamenn að teljast menningarþjóð? Það er sem sé slegin sama gamla platan, reynt að telja þeim fávísu trú um að það kerfi sem bestu og þjóðhollustu menn okkar komu á sé fornfálegt og ekki í samræmi við tímana. Þó öfunda aðrar þjóðir Norðurlanda- menn af þessu kerfi enda er reynslan ólygnust. Þessi sama plata var slegin og ryki þyrlað í augu þingmanna og þjóðarinnar þegar bjórinn var leyfður og blómaskeið sjoppugreifanna hófst og þegar innflutningur áfengis var fenginn í hendur heildsölum og smyglarar hrósuðu happi. Ekki er minnst á þá staðreynd að með hverri nýrri tilslökun í áfengisdreifingu um landið hefur neyslan aukist. Ekki er bent á það að áfengisneysla er oftast undan- fari neyslu ólöglega eiturefna. Að- eins er minnst á að allt muni jafna sig einhvern tíma í framtíðinni. Hins vegar hef ég því miður litla von um að flutningsmenn jafni sig þó að langir tímar líði. Árni Helgason Áfengissala Frumvarpinu er fylgt úr hlaði, segir Árni Helgason, með hæpnum fullyrðingum og beinum blekkingum. Höfundur er fyrrverandi póstmeist- ari í Stykkishólmi. „Á ég að gæta bróður míns?“ Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson skrifar grein í Morg- unblaðið 7. febrúar sl. þar sem hann svarar grein minni frá 17. janúar. Þar gagnrýndi ég missagnir í þætti hans „Fréttir aldar- innar“ frá 14. janúar. Mér er bæði ljúft og skylt að biðja hann af- sökunar á því að hafa farið rangt með í öðru atriðinu af tveimur sem ég tiltók í grein minni. Þetta tvennt var annars vegar tak- markaður kosninga- réttur kvenna árið 1915 og hins vegar kvennaframboðið sem vann stórsigur í bæjarstjórnarkosning- unum í Reykjavík árið 1908. Í grein sinni kýs Ómar að tala niður til mín og því get ég ekki annað en borið hönd fyrir höfuð mér. Eins og Ómar segir sjálfur er umfjöllunarárið 1915 og „þættirnir byggjast á því að fréttamaðurinn talar á hverjum tíma í núinu, í þessu tilfelli árið 1915“. Að kvöldi 14. janúar sat ég fyrir framan sjónvarpið og hlustaði á frétta- manninn lesa skýrt og skorinort að þetta ár hefðu íslenskar konur fengið „kosningarétt til jafns við karla. Þetta var mikilvægur áfangi í baráttu Kvenréttindafélags Ís- lands, sem stofnað var árið 1907“. Í sjónvarpsþættinum, þar sem áhorfandi/hlustandi leggur mat á texta út frá því hvernig hann er lesinn en ekki því hvernig hann lít- ur út á prenti, kom nú þögn líkt og um greinaskil væri að ræða – text- inn er því ekki samfella eins og skilja má af handritsbroti Ómars í grein hans. „Árið eftir var kvenna- listi með fjórum konum borinn fram í Reykjavík ...“ Það er hér sem ég, enn með hug- ann við árið 1915, sem er jú til umfjöllunar, gríp andann á lofti og hugsa að hann ætli nú ekki að gera það endasleppt. Rang- færsla um kosninga- rétt kvenna og svo fullyrt að kvennalist- inn frægi hafi verið borinn fram árið 1916! Eins og Ómar bendir á í grein sinni átti hann við árið eftir 1907, semsagt 1908, þótt ártalið sé aldrei sagt beinum orðum. Auðvitað hefði ég átt að drífa mig upp í útvarp og horfa á þáttinn til að fullvissa mig um hvað sagt var en það gerði ég ekki fyrr en síðar, þegar mér barst til eyrna að málið hefði komið inn á borð útvarpsráðs. Og eftir að hafa hlustað aftur á þennan hluta þátt- arins fer ég ekki ofan af því að þetta má misskilja. Hvort ég er eini Íslendingurinn sem það gerði, og sýndi um leið af mér fádæma heimsku, eins og Ómar gefur til kynna í grein sinni, skal ósagt lát- ið. Hins vegar veit ég að mörgum finnst afar óþægilegt og villandi hve mjög er hlaupið fram og aftur í tíma í þáttunum – þá væntanlega, eftir því sem Ómar segir, aðeins til liðinna ára og svo aftur til viðmið- unarársins, en ekki fram í tímann. Hitt atriðið sem ég gagnrýndi, og það réttilega, var fyrrnefndur kosningaréttur kvenna. Eins og ég benti á í fyrri grein minni fengu konur og þeir karlar sem ekki höfðu kosningarétt áður (vinnu- menn) þennan rétt takmarkaðan ásamt kjörgengi árið 1915. Rétt- urinn miðaðist við 40 ár. Aldurs- takmarkið átti að lækka um eitt ár næstu 15 árin, eða þar til 25 ára aldri væri náð, en við þau mörk miðaðist almennur kosningaréttur karla. Ný lög, þar sem réttur kynjanna varð sá sami, tóku gildi árið 1920. Ómar viðurkennir að þetta sé rétt, þakkar ábendinguna, og kveðst munu breyta texta þátt- arins í „Konur fá nú kosningarétt, en þó í áföngum“. Eigi að síður virðist hann ekki líta á það sem missögn að fullyrða að konur hafi fengið kosningarétt til jafns á við karla. Segist reyndar andmæla því að í þættinum hafi verið „alvar- legar missagnir“ og vísar þar til orða minna. Það má vera að við metum það ekki á sama hátt hvernig sagt er frá lífi og kjörum formæðra okkar og hvað er mik- ilvægt. Hitt er staðreynd að konur fengu ekki kosningarétt til jafns á við karla árið 1915, og það breytir engu þar um þótt í lögunum hafi falist að fullu jafnrétti yrði náð 15 árum síðar. Kjósi Ómar Ragnarsson að senda mér fleiri pillur um fávísi mína og líkja mér við þær milljónir sem hlustuðu á útvarpsþátt Orsons Welles og héldu að innrás Mars- búa væri staðreynd er það hans mál. Ég sé ekki ástæðu til að þrefa frekar um þetta mál. Enn um sögu kvenna Erla Hulda Halldórsdóttir Höfundur er sagnfræðingur og forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands. Sjónvarpið Ég get ekki annað, segir Erla Hulda Halldórs- dóttir, en borið hönd fyrir höfuð mér. FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur. UMRÆÐAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.