Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 13 ÞAÐ VAR samdóma álit manna að umsókn-ir hafi almennt verið mjög vandaðar í árog sagði Hafliði Gíslason, formaðurRannís, að þó fjöldi umsókna væri svip- aður ár frá ári væri áberandi hversu sífellt fjölgaði betri umsóknum um styrki. Hafliði sagði þetta vera til marks um mikinn þrótt í vísinda- og rannsókn- arstarfi á Íslandi, sem beindist ekki aðeins að menningu heldur efnahagslífi og tækni og þróun í atvinnulífinu. Framlög ríkisins til sjóða Rannsókn- arráðs verða aukin um 50 milljónir í ár. 10 milljónir fara í rannsókna- og námssjóð og 40 m.kr. til Vís- indasjóðs. „Menntamálaráðuneytið hefur gefið fyr- irheit um að þessari aukningu verði haldið áfram á næstu árum og því vonumst við hér til þess að á næstu þremur árum muni ráðstöfunarfé vísinda- sjóðs tvöfaldast og verði á núvirði 300 milljónir,“ sagði Hafliði og kvað þessa ákvörðun eiga eftir að auðvelda vinnu úthlutunarnefnda þar sem umsókn- ir um styrki í Vísindasjóð hefði verið þrefalt hærri heldur en ráðstöfunarfé hingað til. Tækifæri til að efla grunnvísindi Einar Matthíasson, formaður úthlutunarnefndar Tæknisjóðs, sagði að sjóðnum hafi borist 101 um- sókn um verkefnastyrki í ár og þar af 24 til fram- haldsverkefna. Sérstök fagráð mátu 78 umsóknir styrkhæfar, en til úthlutunar voru 120 milljónir króna. Í tillögum sínum reyndi úthlutunarnefnd að tryggja að styrkveiting gæfi færi á að framkvæma meginhluta áætlaðra verkþátta og var því einungis fært að styrkja hluta þeirra mörgu áhugaverðu verkefna sem sótt var um styrk til. Að fengnum til- lögum úthlutunarnefndar, samþykkti Rannsóknar- ráð Íslands að veita 46 umsóknum stuðning þar sem hæsti styrkur á árinu 2001 verði 6 milljónir en með- alstyrkur til nýrra verkefna er 2,6 m.kr. sem er aukning um 500 þúsund á milli ára. Einar sagði ánægjulegt að geta þess að ásamt reyndum vís- indamönnum og sérfræðingum, vinni líka stúdentar og ungir vísindamenn að fjölda verkefnanna sem sum hver séu einnig liður í námi þeirra. „Nefndin telur slíka samsetningu verkefna afar jákvæða og sameina þau markmið að mennta og þjálfa ungt rannsóknarfólk um leið og stuðlað er að nýsköpun og uppbyggingu nýrra þekkingar í íslensku at- vinnulífi.“ 170 styrkjum að heildarupphæð 182,65 milljón- um var úthlutað úr Vísindasjóði í ár. Guðmundur Sigvaldason, formaður úthlutunarnefndar Vísinda- sjóðs sagði aukinn úthlutunarkost Vísindasjóðs vissulega mikið fagnaðarefni en hinu væri ekki að leyna að íslenskt samfélag væri enn að hafna tæki- færum til að fjárfesta í „hugviti og eldmóði aragrúa manna og kvenna sem hafa varið bestu árum ævi sinnar í að afla vísindalegrar menntunar og hæfni í þeim tilgangi einum að geta boðið þessu samfélagi þjónustu sína,“ sagði Guðmundur og bætti við að út- hlutunin væri því enn einu sinni tengd blendnum til- finningum en það væri ósk sín að Vísindasjóður gæti með vaxandi getu haft tækifæri til að efla grunnvísindi á Íslandi. Verðugir fulltrúar styrkþega Fjögur rannsóknarverkefni voru kynnt sérstak- lega á fundinum sem þóttu verðugir fulltrúar þeirra verkefna sem hlutu styrk á árinu. Sigurður Brynjólfsson, prófessor í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, kynnti verkefni sitt Tenging gervifótar við bein. Þátttakendur í verkefninu eru Verkfræðistofnun HÍ og Össur hf. Nýnæmi verk- efnisins er að athuga möguleikana á að tengja gervifót beint við bein, en slíkt hefur ekki verið gert áður, þar sem í dag eru gervifætur tengdir við stúf með hulsu sem smeygt er upp á stúfinn. Nokkrar gerðir eru til af hulsum s.s. teygjanlegar sílikon- hulsur eða harðar trefjastyrktar hulsur. Sigurður sagði ýmis vandamál tengjast notkun hulsa, stúf- urinn á það t.d. til að breyta sér vegna bjúgs, síli- konið formbreytist með tíma og skrið milli hulsu og húðar veldur núningi og óþægindum enda er húð stúfsins oft afar viðkvæm. Sigurður sagði það því spennandi afrakstur að finna nýja aðferð til að hjálpa þessu fólki. Verkefnið væri einnig þverfag- legt og tengir greinar eins og verkfræði, læknis- fræði, sjúkraþjálfun og hreyfifræði í eina samvirk- andi heild sem beitir ólíkum aðferðum og nálgunum í leit að sama marki. Verkefnið hlaut styrk frá Tæknisjóði upp á 3,2 milljónir króna á ári í þrjú ár. Rannsóknir í fiskeldi hljóta hæsta styrkinn Heiðdís Smáradóttir, rannsóknar- og þróunar- stjóri hjá Fiskeldi Eyjafjarðar, kynnti verkefni sitt og Rannveigar Björnsdóttur, lektors við Háskólann á Akureyri, um Aðferðir til stýringar örveruflóru í startfóðurkerjum lúðulirfa. Þátttakendur í verkefn- inu eru Fiskeldi Eyjafjarðar hf. (Fiskey) og Rann- sóknarstofnun fiskiðnaðarins, Akureyri. Starfsemi Fiskeyjar hefur vaxið mikið á sl. árum og er nú svo komið að fyrirtækið er í dag einn stærsti framleið- andi lúðuseiða í heiminum, með 50% heimsfram- leiðslu seiða árið 2000. Heiðdís sagði stríðeldisum- hverfi lúðulirfa fylgja mikið lífrænt álag þar sem bakteríufjöldi og samsetning bakteríuflórunnar væru þættir sem hafa mikið að segja um eldisár- angur. Þann bætta árangur sem náðst hefur hjá Fiskey má að sögn Heiðdísar rekja að miklu leyti til aðgerða sem miða að fækkun baktería í eldisum- hverfinu og er markmið verkefnisins að ná enn betri tökum á þeim aðferðum sem beitt er í dag. Ný- legar athuganir hjá Fiskey hafa bent til þess að hægt sé að nota ólífrænt efni í stað náttúrulegra þörunga og því hugsanlegt að hægt væri að minnka lífrænt álag í eldisumhverfinu með því að hamla vexti óæskilegra baktería. Ávinningur verkefnisins væri því minni áhætta og aukið öryggi, vinnusparn- aður, stöðugra umhverfi, þ.e. ná bættum árangri og aukinni hagkvæmni í eldinu. Þetta verkefni hlýtur hæsta einstaka styrk ársins eða 6 milljónir á ári í tvö ár. Hafsbotninn kortlagður Þriðja verkefnið Sprungur, setlög, jarðhiti og jarðskorpuhreyfingar í Tjörnesbrotabeltinu kynnti verkefnisstjóri þess Bryndís Brandsdóttir hjá Raunvísindadeild HÍ. Hún sagði markmið verkefn- isins að kortleggja misgengi og setlög í Tjörnes- brotabeltinu í þrívídd niður á 1000 til 2000 metra dýpi. Við verkefnið verða notuð tvenns konar end- urkastsmælitæki sem bandarískir samstarfsmenn verkefnisins koma með hingað til lands. Þessi tæki hafa ekki verið notuð hérlendis áður en með þeim má skima hafsbotninn en einnig skoða niður í sjálf setlögin undir honum. Þessa nýja tækni gerir vís- indamönnunum unnt að kortleggja hafsbotninn á mun ítarlegri og fljótvirkari hátt en áður hefur tíð- kast. Á næsta ári er ætlunin að kortleggja sem mest af Húsavíkur-Flateyjar misgenginu og skoða sér- staklega tengingu þess við Eyjafjarðarál. Verkefnið er unnið í samvinnu við Hafrannsóknastofnun, þar sem hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson skipar stóran þátt, og Orkustofnun. Með kortlagningu berg- og setlaga hafsbotnsins eru grunnrannsóknir á ýmsum sviðum jarðvísinda samþættuð við könnun á hugsanlegum auðlindum tengdum lekastöðum gass og olíu og jarðhitasvæðum á hafsbotni. Bryn- dís sagði verkefnið í raun vera framhald á 30 ára rannsóknarferli en ný tækni gerði vísindamönnun- um kleift að „skoða undir Ísland – sjá rætur lands- ins“. Áætlað er að verkefnið taki 3 til 5 ár en það hlaut tveggja milljón króna styrk úr Vísindasjóði. Þekkingarlegur, félagslegur og hagrænn ávinningur Jónína Einarsdóttir kynnti rannsókn sína Fyr- irburar: siðfræðilegar spurningar og daglegt líf sem hlaut 2,3 m.kr. styrk úr Vísindasjóði. Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka hvernig foreldrar og aðrir aðstandendur sem og fagfólk bregst við fyrirburafæðingum. Leitast verður við að svara spurningum sem snerta siðfræðileg vandamál sem tengjast slíkum fæðingum og læknisfræðilegri meðferð barnanna, og því hvernig foreldrar leysa daglega umönnun þeirra. Með framförum í lækna- vísindum er nú unnt að bjarga lífi mun fleiri fyr- irbura en áður og hópur þeirra fer því sístækkandi. Niðurstöðurnar munu að sögn Jónínu nýtast öllum þeim sem vinna að því að bæta umönnun og með- ferð fyrirbura á Íslandi þar sem ávinningurinn sé þekkingarlegur, félagslegur og hagrænn. Verkefn- ið er unnið í samstarfi við Barnaspítala Hringsins. Verkefnastyrkir úr Vísindasjóði og Tæknisjóði Rannsóknarráðs Íslands Nýsköpun og upp- bygging þekkingar Morgunblaðið/Jim Smart Frá úthlutun styrkjanna. Hafliði Gíslason, formaður Rannís, situr við enda borðsins og honum á hægri hönd er Einar Matthíasson. ’ Með framförum í lækna-vísindum er nú unnt að bjarga lífi mun fleiri fyrirbura en áður var. ‘ Rannsóknarráð Íslands (Rannís) tilkynnti á fimmtudag um úthlutanir til vísindamanna úr tækni- og vísindasjóðum sín- um fyrir árið 2001. 120 milljónum króna var úthlutað til 46 vísindamanna úr Tæknisjóði og rúmum 182 milljónum króna til 170 styrkhafa úr Vísindasjóði.  KRISTJÁN Bragason hefur ver- ið ráðinn framkvæmdastjóri Starfs- greinasambands Íslands. Kristján Bragason er 32 ára vinnumark- aðsfræðingur frá University of Warwick á Eng- landi. Hann hef- ur starfað sem sérfræðingur hjá Starfsgreina- sambandinu frá stofnun þess og þar áður hjá Verkamannasambandi Íslands frá 1996. Kristján hefur að mestu sinnt verkefnum tengdum fræðslu verkafólks, kjarasamn- ingum og launakerfum í fisk- vinnslu. Nýr fram- kvæmdastjóri  GÍSLI Hólmar Jóhannesson efnafræðingur varði doktors-ritgerð sína við efnafræðideild University of Washington í Seattle í Banda- ríkjunum þann 1. júní sl. Ritgerðin heitir: „Optimal Hyperplanar Transition State Theory“. Hún fjallar um þróun á nýrri aðferð til að reikna fríorkuþröskulda efna- hvarfa innan virkjunarástandskenn- ingarinnar (transition state theory). Aðferðinni er beitt á sveim frum- einda og sameinda bæði á yfirborði og í föstu efni. Leiðbeinandi var Hannes Jónsson, prófessor við efnafræðideildskólans. Gísli Hólmar er fæddur í Reykja- vík 1968. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988, lauk B.S. prófi í efnafræði frá Há- skóla Íslands árið 1992 og Meist- araprófi í efnafræði frá sama skóla árið 1995 undir stjórn Ágústs Kvar- ans. Gísli er nú aðstoðarrannsókn- arprófessor (postdoc) við CAMP stofnunina í Danmarks Tekniske Universitet í Lyngby, Danmörku. Foreldrar Gísla eru Auður Gísla- dóttir, bankastarfsmaður og Jó- hannes H. Jóhannesson, húsa- smíðameistari. Eiginkona Gísla er Sigur- laug Sigurjónsdóttir, heima- vinnandi í Lyngby, og eiga þau þrjú börn Dagmar, Auði og Goða Hólm- ar. Doktor í efnafræði FÓLK Hrossaeigandi bæti tjón á bíl HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt hrossaeiganda til að bæta manni tjón vegna bifreiðar hans sem skemmdist þegar eitt hrossanna hljóp í veg fyrir hana. Bifreiðareigandinn var þó dæmdur til að bera fjórðung tjóns- ins, þar sem talið var að hann hefði ekið of hratt miðað við aðstæður. Í febrúar 1999 varð hestur fyrir bíl á þjóðvegi í Ölfusi. Drapst hesturinn, en verulegar skemmdir urðu á bif- reiðinni. Á þessu svæði var lausa- ganga stórgripa bönnuð og krafðist bifreiðareigandinn bóta vegna skemmdanna. Hann sagði að slysið mætti rekja til vanrækslu eiganda hestsins við gæslu hans. Í málinu kom fram að hesturinn hafði, ásamt fleiri hrossum í eigu sama manns, verið kominn út úr girðingu daginn fyrir slysið. Þá mun ástand girðinga við land hrossaeig- andans ekki hafa verið nægjanlega gott. Hæstiréttur sagði því að rekja mætti til gáleysis hans að hestarnir sluppu og gerði honum að bæta tjón bíleigandans að þremur fjórðu hlut- um. Bíleigandinn var aftur á móti talinn hafa ekið of hratt miðað við að- stæður og í ljósi þess að hann vissi að lausaganga hrossa var til vandræða þar sem slysið varð. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.