Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 1
52. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 3. MARS 2001 SÉRFRÆÐINGAR telja að ótti almennings og fyrirtækja við fjársvik hamli aukningu viðskipta á Netinu. Erfitt er að leggja mat á umfang fjársvika í netviðskipt- um, en samkvæmt nýrri rann- sókn bandaríska ráðgjafafyr- irtækisins Meridien Research nam tap af þessum sökum 1,6 milljörðum dollara á síðasta ári, eða um 137 milljörðum króna. Mestur hluti fjársvik- anna átti sér stað í Bandaríkj- unum. Fyrirtækið spáir því að með aukningu viðskipta á Net- inu muni tapið nema milli 5,7 og 15,5 milljarða dollara árið 2005, en það veltur meðal ann- ars á því að hvaða marki selj- endur vöru fjárfesta í tækni til varnar fjársvikum. Lækkandi hlutfall svika Sérfræðingar Meridien benda þó á að hlutfall fjársvika á Netinu fari lækkandi vegna bættrar öryggistækni og auk- innar vitundar kaupenda og seljenda. Ýmsir halda því jafn- vel fram að það sé öruggara fyrir neytendur að nota greiðslukort í netheimum en í raunheimum, því greiðslu- kortafyrirtæki krefji korta- notendur yfirleitt ekki um greiðslu fyrir færslur þar sem augljóslega er um svik að ræða. Seljendur vöru á Netinu beri vanalega kostnaðinn af því þegar stolin greiðslukorta- númer eru notuð í viðskiptum. Ótti við svik haml- ar netvið- skiptum Washington. AFP. Eliezer er talinn til harðlínumanna innan Verkamannaflokksins og kvaðst í gær myndu taka harða afstöðu gagnvart Palestínu- mönnum. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að fá þá til að skilja að í þess- um leik gilda reglur og að þær eru mjög skýr- ar,“ sagði hann í viðtali við ísraelska útvarpið. Miðstjórn Verka- mannaflokksins stað- festi einnig val Shim- ons Peres, fyrrverandi forsætisráðherra og flokksleiðtoga, í embætti utanríkisráðherra. Verka- mannaflokkurinn samþykkti í síð- ustu viku að eiga aðild að ríkisstjórn Ariels Sharons, en búist er við að þingið samþykki myndun stjórnar- innar í næstu viku. MIÐSTJÓRN ísra- elska Verkamanna- flokksins kaus í gær Binyamin Ben-Eliezer til að gegna embætti varnarmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Ariels Sharons, leiðtoga Lik- ud-flokksins. Salah Tarif, þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn, var einnig tilnefndur til setu í ríkisstjórn án ráðuneytis, en hann verður fyrsti arabinn til að taka við ráðherra- embætti í Ísrael. Ben-Eliezer er 65 ára að aldri. Hann var áður foringi í ísraelska hernum og stjórnaði á 9. áratugnum hernámsliði Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, en hefur átt sæti á þingi síðan 1984 og var samgönguráðherra í fráfar- andi ríkisstjórn Ehuds Baraks. Ben- Ísraelskir hermenn urðu þremur Palestínumönnum að bana í gær og einn lést af sárum sem hann hlaut í átökum fyrr í vikunni. Meðal hinna látnu var þroskaheft- ur flækingur, sem var skotinn til bana nálægt Karni á Gaza-svæðinu. Ísraelskir hermenn höfðu talið að maðurinn væri að koma fyrir sprengju á vegi þar sem ísraelskar herbifreiðar nálguðust, en við leit á líkinu fannst ekkert sprengiefni. Síð- ar um daginn var 13 ára piltur skot- inn til bana í átökum á sömu slóðum og 24 ára maður lést af völdum skot- sára í flóttamannabúðum á Vestur- bakkanum. Ben-Eliezer verður varnarmálaráðherra Ný ríkisstjórn Sharons í Ísrael er að taka á sig mynd Binyamin Ben-Eliezer Jerúsalem, Ramallah, Tel Aviv. AFP, AP. Bresk stjórnvöld slökuðu þó nokkuð á banni við flutningi dýra á svæðum þar sem veikin hefur ekki enn komið upp, svo bændur gætu komið skepnum til slátrunar í næstu viku. Tryggja á að smit geti ekki átt sér stað meðan á flutningi dýranna stendur. Rússar bönnuðu í gær allan inn- flutning á skepnum og kjötafurðum frá Bretlandi og hafa sett skorður við innflutningi frá öðrum Evrópu- TYRKNESKIR embættismenn hafa staðfest að gin- og klaufaveiki hafi greinst í fjórum bæjum í hér- aðinu Konya í miðhluta landsins, að því er Anatolia-fréttastofan greindi frá í gærkvöld. Átta ný til- felli veikinnar greindust í Bret- landi í gær og Rússar, Austurrík- ismenn og Svisslendingar bættust í hóp þjóða sem gripið hafa til ráð- stafana til að verjast útbreiðslu hennar. Ekki var ljóst í gærkvöld hvort tilfellin sem greindust í Tyrklandi tengdust faraldrinum í Bretlandi en gin- og klaufaveiki hefur nokkr- um sinnum komið þar upp á und- anförnum áratugum. Flutningur dýra frá bæjunum Cakillar, Dogr- ugoz, Yaylabelan og Canli var bannaður eftir að veikin greindist þar í gær og bændur voru beðnir að halda skepnum innandyra til að forða smiti. Tyrknesk yfirvöld hafa áhyggjur af því að veikin geti breiðst út með flutningi fjár milli landshluta vegna fórnarhátíðar múslima, Eid al-Adha, sem hefst á mánudag. Heilbrigðisráðherrann Husnu Yusuf Gokalp sagði í gær að sala á dýrum til fórnar yrði ekki leyfð nema heilbrigðisvottorð lægju fyr- ir. Tilfellin í Bretlandi orðin 40 Átta ný tilfelli gin- og klaufaveiki greindust í Bretlandi í gær, í hér- uðunum Worcestershire, Tyne and Wear, Wiltshire og Staffordshire. Fjöldi tilfella sem greinst hafa í Bretlandi er þá orðinn 40. ríkjum. Austurrísk stjórnvöld beindu þeim tilmælum til lands- manna að ferðast ekki til Bretlands nema nauðsyn bæri til og farþegar þaðan verða nú að ganga yfir teppi með sótthreinsandi efnum við kom- una á flugvöllinn í Vín. Þá fyrir- skipuðu stjórnvöld í Sviss að tekin yrðu sýni úr öllum dýrum sem flutt hafa verið til landsins frá öðrum Evrópuríkjum undanfarið hálft ár. Norskir embættismenn hvöttu í gær til þess að heræfingum Atl- antshafsbandalagsins með þátt- töku breskra hermanna, sem hefj- ast eiga í Noregi á mánudag, yrði frestað í öryggisskyni. „Það er al- gjört ábyrgðarleysi að heimila 300 breskum hermönnum að koma til landbúnaðarhéraðs þar sem margir bóndabæir eru í nágrenninu,“ hafði Norsk Telegrambyrå í gær eftir sveitarstjórnarmanni í Syðri- Þrændalögum. AP Starfsmaður bresku krúnujarðanna sprautar sótthreinsandi efni á heimreiðina að Windsor-kastala í gær. Gin- og klaufaveiki greinist í Tyrklandi Ankara, Bern, Brussel, London, París, Vín. AFP, AP. UM fjörutíu ákafir stuðningsmenn Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, komu saman við hús hans í höfuðborginni Belgrad í gær og hétu því að reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til að taka hann höndum. Fyrr í vikunni fregnaðist að sak- sóknari í Belgrad væri að undirbúa ákæru á hendur Milosevic fyrir mis- notkun á opinberu fé, ólöglega gróðastarfsemi og misbeitingu valds. En stuðningsmenn forsetans fyrrverandi segja að handtaka hans gæti komið af stað borgarastríði og fullyrða að tugir þúsunda manna væru tilbúnir að grípa til vopna. Á myndinni sjást stuðningsmenn Milosevic hrópa slagorð fyrir utan heimili hans í gær, en þeir áform- uðu að standa þar vörð allan sólar- hringinn. AP Hyggjast varna handtöku Milosevic Belgrad. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.