Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Opið hús hjá Tækniskóla Íslands Tækniskóla- dagurinn Á MORGUN verðurTækniskóli Ís-lands á Höfða- bakka 9 í Reykjavík með opið hús á Tækniskóla- degi. Skólinn verður opn- aður klukkan 13 og þá geta gestir skoðað skól- ann til klukkan 18. Svan- dís Ingimundardóttir, kynningarfulltrúi Tækni- skóla Íslands, hefur haft umsjón með Tækniskóla- degi í samstarfi við Holl- vinafélag skólans. Hún var spurð að því hvað gestum og gangandi stæði til boða að kynna sér. „Megináherslan verður lögð á að kynna fjöl- breytta námsmöguleika í Tækniskóla Íslands og mikilvægi öflugra tengsla hans við atvinnulífið.“ – Hvernig fer þessi kynning fram? „Í fyrsta lagi munu nemendur einstakra námsbrauta vera í for- svari fyrir kynningu þeirra en námið í þessum litla háskóla er gífurlega fjölbreytt. Tækniskóli Íslands skiptist í margar deildir. Kennsla í tæknideildum fer fram á sex brautum sem eru: raf- magnstæknifræði, bygginga- tæknifræði, iðnaðartæknifræði, upplýsingatæknifræði, véltækni- fræði og orkutæknifræði. Þá fer kennsla í iðnfræði fram á þremur brautum en nemendur í iðnfræði þurfa að hafa lokið sveinsprófi í viðeigandi grein og um er að ræða byggingaiðnfræði, rafiðn- fræði og véliðnfræði. Rekstrar- deildin er fjölmennasta deild skólans. Hún útskrifar iðnrekstr- arfræðinga eftir tveggja ára nám sem síðan geta bætt við sig einu ári til B.Sc.-gráðu í vörustjórnun eða alþjóðamarkaðsfræði. Þá ber að nefna heilbrigðisdeildina sem útskrifar meina- og röntgen- tækna eftir fjögurra ára nám með B.Sc.-gráðu. Síðast en ekki síst skal nefna frumgreinadeild- ina en það er sú leið sem sífellt fleiri nýta sér til innkomu í skólakerfið eftir mislöng námshlé. Þessi kostur er að verða sífellt vinsælli enda býður þessi deild upp á vel skipulagt nám samsvarandi stúdentsprófi af raungreinadeildarbrautum. Allt nám við Tækniskóla Íslands er lánshæft hjá LÍN. Þess má geta að TÍ vill gjarnan fá enn fleiri konur til náms í tæknifræði, þeim hefur farið fjölgandi.“ – Hvað fleira en kynning á námi fer fram á Tækniskóladegi? „Tækniskóli Íslands kynnir sig gjarnan sem háskóla atvinnulífsins og ekki að ástæðulausu. Okkur er því mikið í mun að halda á lofti öflugum tengslum skólans við fyrirtæki og stofnanir í landinu enda hafa mörg þeirra stutt dyggilega við skólastarfið. Ýmsir fróðlegir fyrirlestrar verða í boði á morgun. Bæði er um að ræða fyrirlestra sem tengjast loka- verkefnum nemenda úr Tækni- skóla Íslands, en þau verkefni eru gjarnan unnin að beiðni fyr- irtækja. Sérstaklega á það við rekstrardeildina en öll verkefnin eru vel nýtanleg úti í samfélag- inu. Fyrirlestrar verða haldnir um svona verkefni. Sem dæmi má nefna erindi um hreyfilhitara sem Ólafur Arnar Gunnarsson orkutæknifræðingur hefur hann- að til bensínsparnaðar. Eysteinn Jóhann Dofrason byggingatækni- fræðingur talar um möguleika á flutningi Reykjavíkurflugvallar út í Skerjafjörð. Guðlaugur Þor- leifsson véltæknifræðingur og Axel Jóhannsson nemi ræða um endurbætur sem þeir hafa gert á snurvoðarvindu og Gunnar Páll Viðarsson byggingatæknifræð- ingur kannaði í sínu verkefni möguleika á lagningu járnbraut- ar til Keflavíkur og segir frá nið- urstöðum sínum í því efni. Gesta- fyrirlesarar eru sex talsins og koma víða við í erindum sínum. Skúli Bjarnason hæstaréttar- lögmaður fjallar um hugmynd sína að neðanjarðarlestakerfi í Reykjavík, Smári Kristinsson framkvæmdastjóri segir frá nýjustu tækni í læknisfræðilegri myndgreiningu, Jón Scheving Thorsteinsson segir frá tengslum Tækniskólans við fyrirtæki, Stefán Jónasson markaðsstjóri fjallar um eiginleika og hagnýt- ingu TETRA-fjarskiptatækni og Ágúst Sigurðsson hrossaræktar- ráðunautur fjallar um uppruna íslenska hestakynsins.“ – Verður auglýst hvenær hver fyrirlestur er á dagskrá? „Dagskrá Tækniskóladagsins verður auglýst í Morgunblaðinu á morgun og víðar en gestir fá jafnframt afhenta dagskrá við komu í skólann. Margt fleira verður í gangi, sem dæmi má nefna þriggja mínútna nám- skeið í notkun Nets- ins, gestir geta fengið mælt kólesteról í blóði hjá meinatækninemum, Hollvina- félag Tækniskóla Íslands kynnir starfsemi sína ásamt Tæknifræð- ingafélagi Íslands. Alþjóðasam- starf Tækniskóla Íslands verður kynnt. Nemendur tæknideildar kynna Mechanical Desktop-hönn- unarforrit og sýnitilraunir fara fram í eðlisfræðistofu. Nemenda- félag TÍ kynnir sína starfsemi og veitir upplýsingar um LÍN, Bandalag íslenskra sérskólanema og Byggingarfélag námsmanna. Loks má geta þess að veitinga- sala verður í mötuneyti skólans á fyrstu hæð og foreldrar geta fengið gæslu fyrir börn sín með- an þeir skoða sig um og hlusta á fyrirlestra og kynningar.“ Svandís Ingimundardóttir  Svandís Ingimundardóttir fæddist í Kópavogi 5. ágúst 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1980 og B.Ed.-prófi frá Kenn- araháskóla Íslands 1985. Prófi í námsráðgjöf lauk hún frá Há- skóla Íslands árið 1992. Hún hef- ur starfað við kennslu og skóla- stjórn, m.a. á Hofsósi, við sérkennslu og námsráðgjöf og nú er hún námsráðgjafi og kynn- ingarfulltrúi Tækniskóla Íslands. Svandís á eina dóttur. Tækniskóli Íslands hefur öflug tengsl við atvinnulífið AÐ MINNSTA kosti 37 íslenskir áhugamenn um hundarækt sjá fram á fjárhagslegt tjón vegna þess að ákveðið hefur verið að fresta fyrir- hugaðri hundasýngu í Birmingham á Englandi vegna gin- og klaufaveik- innar sem geisar þar í landi. Sýn- ingin, sem þekkt er undir nafninu Crufts og er ein virtasta hundasýn- ing í heimi, átti að fara fram 8. – 11. mars næstkomandi. Til stóð að sýna um 25 þúsund hunda þá fjóra daga sem sýningin átti að standa yfir. Brynja Tomer er einn þeirra hundaeigenda sem hugðist sækja sýninguna og segir hún það vera gíf- urleg vonbrigði að sýningunni hafi verið frestað. „Fyrir hundaáhuga- fólk er þetta eins og ferð múslima til Mekka enda er þetta gífurleg vel sótt sýning. Við vorum búin að setja okkur í samband við ræktendur þarna úti og gera ráðstafanir til að skoða hvolpa og fleira.“ Hún segir sýningargesti skipta hundruðum þúsunda sem geri það að verkum að hótelverð í Birmingham sé mjög hátt þessa daga og panta þurfi ferðir og hótel með margra mánaða fyrirvara. Á fimmtudag tók breska hundaræktarfélagið sem stendur fyrir sýningunni hins vegar þá ákvörðun að fresta henni um óákveðinn tíma og segir Brynja það vera vegna þess að það vilji ekki vera ábyrgt fyrir því að gin- og klaufa- veikin breiðist út með sýningargest- um. Auk þess var ljóst að einhverjir dómarar höfðu hætt við að taka þátt í sýningunni vegna sjúkdómsins. Íslenski hópurinn sem ætlaði að sækja sýninguna er ósáttur við fram- göngu Flugleiða í þessu máli. „Flug- leiðir buðust til að koma til móts við þennan hóp með því að gefa okkur innleggsnótu fyrir 50 prósentum af verði farseðilsins. Ég hef heyrt í fólki og það er mjög vonsvikið yfir þessu og finnst eðlilegra að Flugleiðir hefðu gefið okkur innleggsnótu fyrir allri ferðinni.“ Brynja segir andvirði þeirra flugmiða sem búið var að fjár- festa í vera á bilinu 12–1.300 þúsund króna en hótelkostnaður bætist svo við. Forfallatryggingar, sem þjón- ustufulltrúi Flugleiða hefði bent á, dekki ekki forföll af þessu tagi held- ur eingöngu ef ferð falli niður vegna sjúkdóma. Þá telur hún ábyrgð þeirra sem halda sýninguna einungis taka til miðaverðs sem er aðeins ör- lítill hluti kostnaðarins. Átti að verða brúðkaupsferð Brynja segir þetta gera það að verkum að erfitt verður fyrir fólk að fara á sýninguna loksins þegar hún verður haldin og vissulega séu það mikil vonbrigði. Meðal þeirra sem ætluðu að fara er ung stúlka sem keppa átti sem fulltrúi Íslands í flokki ungra sýnenda og hjón sem höfðu ætlað ferðinni að vera síðbúin brúðkaupsferð. Hún segir þó breska hundaræktarfélagið sýna ákveðna ábyrgð með því að fresta sýningunni þó að sú ákvörðun hefði komið held- ur seint. „Það er kannski einhver bót í máli að það verður hundasýning í Reið- höllinni í Kópavogi um næstu helgi og við verðum bara að reyna að hafa sem mest gaman af þeirri sýningu fyrst að þetta fór svona.“ Breskri hundasýningu frestað vegna gin- og klaufaveiki Margir höfðu greitt fyrir ferðir og gistingu LABRADORTÍKIN Píla komst í hann krappan í Sil- ungapolli í Heiðmörk þegar gervibráðin sem hún hugðist hremma tók upp á því að stinga af í gegnum frárennslisrör. Píla lét það ekki stöðva sig og hikaði ekki við að stinga sér á eftir fengnum. Hvort Píla hafði eitthvað upp úr krafsinu, annað en góðan þvott, fylgir ekki sögunni. Morgunblaðið/Ingólfur Hundasund í Heiðmörk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.