Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 26
ÚR VERINU
26 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Landssvæði Fjöldi húsa Verð Punktar
Úthlíð 3 10.000 kr. 48
Flúðir - með potti 1 11.000 kr. 60
Ölfusborgir - með potti 10 11.000 kr. 60
Kirkjubæjarklaustur 3 10.000 kr. 48
Svignaskarð – stór m. potti 5 11.000 kr. 60
Svignaskarð - lítil m. potti 7 9.000 kr. 48
Skorradalur 1 13.000 kr. 60
Húsafell – með potti 3 11.000 kr. 60
Akureyri 6 10.000 kr. 48
Tekið verður við um sóknum til 9. mars nk.
Umsóknir og upplýsingar um húsin liggja frammi á
skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Sætúni 1,
105 Reykjavík. Einnig er hægt að fá upplýsingar á
heimasíðu okkar www.efling.is eða fá eyðublað sent
á faxi eða með pósti.
Páskaúthlutun orlofshúsa
Eflingar – stéttarfélags
ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs-
ráðherra, hefur undanfarana
daga verið á ferð um Norður-
Þýskaland og kynnt sér sjávar-
útveg og fiskvinnslu á svæðinu.
Hann hefur meðal annars átt
fundi med forsvarsmönnum ís-
lenskra fyrirtækja í Bremerhaven
og Cuxhaven en þar eru íslenskir
aðilar mjög áberandi í sjávar-
útveginum. Árni hefur einnig átt
fundi med forsvarsmönnum nokk-
urra stærstu fiskvinnslufyr-
irtækja Þýskalands sem hafa
bækistöðvar í Bremerhaven og
meðal annars rætt við þá um um-
hverfismerkingar a sjávaraf-
urðum og áhrif hvalveiða á mark-
aðsstöðu íslenskra sjávarafurða.
Á myndinni er Árni ásamt
Hans-Joachim Hugo, innkaupa-
stjóra Frosta AG í Bremerhaven,
að skoða fiskréttaframleiðslu fyr-
irtækisins en Frosta er eitt af
stærstu matvælafyrirtækjum
Þýskalands. Fiskréttir eru um
helmingur af framleiðslu fyr-
irtækisins og framleiðir það fisk-
rétti úr um 40.000 tonnum af fiski
á ári. Á myndinni eru einnig Jörg
Schulz, borgarstjóri Bremer-
haven, Kristín Hjálmtýsdóttir,
framkvæmdastjóri þýsk-íslenska
verslunarráðsins, og Vilhjálmur
Egilsson, framkvæmdastjóri
Verzlunarráðs Íslands.
Ljósmynd/Ármann Kr. Ólafsson
Í heimsókn
í Þýskalandi
Í FYRSTA sinn í 35–40 ár eru vertíð-
arbátar á Ísafirði orðnir fleiri en
rækjubátar, sem veiða í Ísafjarðar-
djúpinu. Útgerð stórra línubáta lagð-
ist alveg af þegar Norðurtanginn
hætti starfrækslu, en nú síðustu tvo
til þrjá veturna hefur útgerð smárra
hraðfiskibáta vaxið og eru þeir nú
orðnir 9, en svo margir landróðra-
bátar hafa ekki gengið frá Ísafirði í
rúm 30 ár á vetrarvertíð. Auk þess er
einn bátur í smíðum á Akranesi.
Rækjubátar frá Ísafirði sem reru í
Djúpið voru orðnir 14 árið 1964, en
síðan hefur þeim fækkað og þeir
stækkað lítillega og eru í vetur 8 tals-
ins.
Það vakti athygli á haustvertíð-
inni, að línubátar við Djúp reru dög-
um saman í ágætis afla í Djúpinu á
meðan bátar frá Suðureyri, Flateyri
og Þingeyri komust ekki á sjó, en
sjaldgæft er að vindáttir liggi þannig
að vestanbátarnir geti róið, en Djúp-
menn ekki.
Árangurinn betri
en hjá stóru bátunum
Mörgum finnst erfitt að bera 6
tonna trillur saman við 40 til 200
tonna línubáta sem héðan reru áður,
en þótt ótrúlegt sé, er árangurinn yf-
irleitt miklu betri en var hjá stóru
bátunum áður. Aðalástæðan er mikil
þróun í búnaði bátanna, miklu betri
veðurspá og að einhverju leyti meiri
fiskgengd á grunnslóð. Fyrir 30 ár-
um hefðu 9 línubátar væntanlega
verið með um 1.260 lóðir á móti 1.080
lóðum trillubátanna.
Trillurnar eru flestar með tveggja
manna áhöfn í stað sex manna á
stóru bátunum, hægt er að nota
grennri línu og á steinbítsvertíðinni
a.m.k. er algengt vegna hraða smá-
bátanna, að þeir skreppi í land og
sæki annan gang af línu á meðan þeir
gefa leguna og nái þannig nokkrum
legum. Í landi þarf ámóta marga
menn og áður til að beita línuna, en
þeir eru ekki lengur hluti af áhöfn-
inni og hafa engin önnur afskipti af
útgerðinni en að beita.
Flestir bátarnir sem róa frá Ísa-
firði eru í föstum viðskiptum við fisk-
vinnslufyrirtæki á staðnum, svo nán-
ast enginn þorskur eða steinbítur fer
óunninn úr byggðarlaginu.
Fiskvinnslum fjölgar
Á Ísafirði hefur fiskvinnslum farið
fjölgandi og þær vaxið. Á tímabili
voru harðfiskkarlar einu bolfisk-
verkendurnir í bænum, fyrir utan
Hraðfrystihúsið-Gunnvöru, en nú
eru a.m.k. 5 fyrirtæki önnur komin
með vinnslu, auk þess sem Hrað-
frystihúsið-Gunnvör hefur stóraukið
framleiðslu sína og er nú með tvo
togara á bolfiskveiðum og kaupir
jafnframt afla af heimabátum. Þá er
sushi-verksmiðjan með um 20 manns
í vinnu. Ein rækjuverksmiðja er
starfrækt á Ísafirði. Hún vinnur að
mestu úr innfluttu hráefni en þó
vinnur hún rækjuna af bolvísku
rækjuveiðibátunum, sem veiða í
Djúpinu, síðan NASCO varð gjald-
þrota. Rækju af flestum ísfirsku
bátanna er ekið til Súðavíkur til
vinnslu.
Línubátar orðnir
fleiri en rækjubátar
Morgunblaðið/Úlfar
Ekki er mikið pláss eftir á dekkinu þegar balarnir eru komnir um borð.
Skipverjarnir á Sigga ÍS, þeir Veigar Gíslason skipstjóri og Ásgeir Páls-
son, tvíhlóðu á dögunum og fengu samtals sjö tonn.
Bolungarvík. Morgunblaðið.