Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 26
ÚR VERINU 26 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Landssvæði Fjöldi húsa Verð Punktar Úthlíð 3 10.000 kr. 48 Flúðir - með potti 1 11.000 kr. 60 Ölfusborgir - með potti 10 11.000 kr. 60 Kirkjubæjarklaustur 3 10.000 kr. 48 Svignaskarð – stór m. potti 5 11.000 kr. 60 Svignaskarð - lítil m. potti 7 9.000 kr. 48 Skorradalur 1 13.000 kr. 60 Húsafell – með potti 3 11.000 kr. 60 Akureyri 6 10.000 kr. 48 Tekið verður við um sóknum til 9. mars nk. Umsóknir og upplýsingar um húsin liggja frammi á skrifstofu Eflingar - stéttarfélags, Sætúni 1, 105 Reykjavík. Einnig er hægt að fá upplýsingar á heimasíðu okkar www.efling.is eða fá eyðublað sent á faxi eða með pósti. Páskaúthlutun orlofshúsa Eflingar – stéttarfélags ÁRNI M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, hefur undanfarana daga verið á ferð um Norður- Þýskaland og kynnt sér sjávar- útveg og fiskvinnslu á svæðinu. Hann hefur meðal annars átt fundi med forsvarsmönnum ís- lenskra fyrirtækja í Bremerhaven og Cuxhaven en þar eru íslenskir aðilar mjög áberandi í sjávar- útveginum. Árni hefur einnig átt fundi med forsvarsmönnum nokk- urra stærstu fiskvinnslufyr- irtækja Þýskalands sem hafa bækistöðvar í Bremerhaven og meðal annars rætt við þá um um- hverfismerkingar a sjávaraf- urðum og áhrif hvalveiða á mark- aðsstöðu íslenskra sjávarafurða. Á myndinni er Árni ásamt Hans-Joachim Hugo, innkaupa- stjóra Frosta AG í Bremerhaven, að skoða fiskréttaframleiðslu fyr- irtækisins en Frosta er eitt af stærstu matvælafyrirtækjum Þýskalands. Fiskréttir eru um helmingur af framleiðslu fyr- irtækisins og framleiðir það fisk- rétti úr um 40.000 tonnum af fiski á ári. Á myndinni eru einnig Jörg Schulz, borgarstjóri Bremer- haven, Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri þýsk-íslenska verslunarráðsins, og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs Íslands. Ljósmynd/Ármann Kr. Ólafsson Í heimsókn í Þýskalandi Í FYRSTA sinn í 35–40 ár eru vertíð- arbátar á Ísafirði orðnir fleiri en rækjubátar, sem veiða í Ísafjarðar- djúpinu. Útgerð stórra línubáta lagð- ist alveg af þegar Norðurtanginn hætti starfrækslu, en nú síðustu tvo til þrjá veturna hefur útgerð smárra hraðfiskibáta vaxið og eru þeir nú orðnir 9, en svo margir landróðra- bátar hafa ekki gengið frá Ísafirði í rúm 30 ár á vetrarvertíð. Auk þess er einn bátur í smíðum á Akranesi. Rækjubátar frá Ísafirði sem reru í Djúpið voru orðnir 14 árið 1964, en síðan hefur þeim fækkað og þeir stækkað lítillega og eru í vetur 8 tals- ins. Það vakti athygli á haustvertíð- inni, að línubátar við Djúp reru dög- um saman í ágætis afla í Djúpinu á meðan bátar frá Suðureyri, Flateyri og Þingeyri komust ekki á sjó, en sjaldgæft er að vindáttir liggi þannig að vestanbátarnir geti róið, en Djúp- menn ekki. Árangurinn betri en hjá stóru bátunum Mörgum finnst erfitt að bera 6 tonna trillur saman við 40 til 200 tonna línubáta sem héðan reru áður, en þótt ótrúlegt sé, er árangurinn yf- irleitt miklu betri en var hjá stóru bátunum áður. Aðalástæðan er mikil þróun í búnaði bátanna, miklu betri veðurspá og að einhverju leyti meiri fiskgengd á grunnslóð. Fyrir 30 ár- um hefðu 9 línubátar væntanlega verið með um 1.260 lóðir á móti 1.080 lóðum trillubátanna. Trillurnar eru flestar með tveggja manna áhöfn í stað sex manna á stóru bátunum, hægt er að nota grennri línu og á steinbítsvertíðinni a.m.k. er algengt vegna hraða smá- bátanna, að þeir skreppi í land og sæki annan gang af línu á meðan þeir gefa leguna og nái þannig nokkrum legum. Í landi þarf ámóta marga menn og áður til að beita línuna, en þeir eru ekki lengur hluti af áhöfn- inni og hafa engin önnur afskipti af útgerðinni en að beita. Flestir bátarnir sem róa frá Ísa- firði eru í föstum viðskiptum við fisk- vinnslufyrirtæki á staðnum, svo nán- ast enginn þorskur eða steinbítur fer óunninn úr byggðarlaginu. Fiskvinnslum fjölgar Á Ísafirði hefur fiskvinnslum farið fjölgandi og þær vaxið. Á tímabili voru harðfiskkarlar einu bolfisk- verkendurnir í bænum, fyrir utan Hraðfrystihúsið-Gunnvöru, en nú eru a.m.k. 5 fyrirtæki önnur komin með vinnslu, auk þess sem Hrað- frystihúsið-Gunnvör hefur stóraukið framleiðslu sína og er nú með tvo togara á bolfiskveiðum og kaupir jafnframt afla af heimabátum. Þá er sushi-verksmiðjan með um 20 manns í vinnu. Ein rækjuverksmiðja er starfrækt á Ísafirði. Hún vinnur að mestu úr innfluttu hráefni en þó vinnur hún rækjuna af bolvísku rækjuveiðibátunum, sem veiða í Djúpinu, síðan NASCO varð gjald- þrota. Rækju af flestum ísfirsku bátanna er ekið til Súðavíkur til vinnslu. Línubátar orðnir fleiri en rækjubátar Morgunblaðið/Úlfar Ekki er mikið pláss eftir á dekkinu þegar balarnir eru komnir um borð. Skipverjarnir á Sigga ÍS, þeir Veigar Gíslason skipstjóri og Ásgeir Páls- son, tvíhlóðu á dögunum og fengu samtals sjö tonn. Bolungarvík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.