Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 30
Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Jurtate svo sem kamillu- eða piparmyntute, fer mun betur í Snorra Sturluson tedrykkjumann en kaffi sem hann drekkur afar sjaldan. NEYTENDUR 30 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TEMENNING Íslendingahefur aukist jafnt og þétten sú var tíðin að ekkert annað en pokate þekktist hérlendis. Melroses var langþekktast og menn héldu jafnvel að teheimurinn einskorðaðist við þá tegund. Þeir sem fóru til London áttuðu sig þó fljótlega á að Melroses er ekki drukkið þar, þrátt fyrir ríka tehefð, reyndar segir sagan að Melroses þekkist vart þar um slóðir og hvergi í heiminum nema á Íslandi og í borg einni á Skotlandi þar sem það er framleitt. Á sama tíma var sú skoðun einn- ig ríkjandi hér að te væri aðeins fyrir gamalmenni og þá sem ekki gátu drukkið kaffi af heilsufars- ástæðum, samkvæmt læknisráði. Nú eru breyttir tímar og þeir sem til þekkja segja áhuga lands- manna vera meiri en nokkru sinni fyrr, þótt te komist ekki í hálfkvisti við kaffi. Ungt fólk drekkur te í meira mæli auk þess sem úrvalið er orðið mun meira. Enn erum við þó talin standa nágrannaþjóðum okkar að baki hvað tedrykkju varðar. Í stórborgum og víðar spretta upp tebarir sem nýjasta nýtt í veitinga- húsageiranum enda telja margir te vera sannkallaðan hollustudrykk sem jafnvel getur læknað kvilla. Kannski er því ekki seinna vænna að Íslendingar taki við sér en talið er að te sé vinsælasti drykkur í heimi að vatni undanskildu. Til eru ótal afbrigði og bragðtegundir sem gróflega er skipt í þrjá flokka; svart te, sem er gerjað te, oloong te sem er hálfgerjað og grænt te sem er ógerjað. Lengi hefur tíðkast að bragð- bæta te með ávaxta- eða jurtaolíum. Earl Grey til dæmis sem flestir kannast við er bragðbætt te með ol- íu sem unnin er úr hýði bergamot ávaxtarins, og er til ýmist svart eða grænt. Til eru fjöl- mörg afbrigði af bragðbættu tei svo sem jarðarberjabragð, mangó- bragð, piparmyntubragð og vanillu- bragð. Þess utan er til margs konar ávaxta- eða jurtate meðal annars unnið úr íslenskum jurtum sem með réttu bæri að nefna seyði þar sem þau eru ekki þurrkuð og gerj- uð af hinum sígræna terunna, cam- ellia sinensis. Terunninn þessi vex víða um heim en helstu ræktunar- lönd eru Indland, Kína og Sri Lanka og en einnig má nefna til dæmis lönd í Suður-Ameríku, og Afríku svo sem Kenýa og terækt í Nepal hefur einnig getið sér gott orð. Áttu eitthvað sem líkist Melroses? „Fólk sættir sig ekki lengur við vinnustaðakaffi í lítratali. Te af ýmsum gerðum og vandaðra kaffi eiga meira upp á pallborðið,“ segir Sigmundur Dýrfjörð, eigandi Tes og kaffis sem selur hvað mest úrval af tei í lausu, samtals um 100 teg- undir. Þar á meðal jurtate eða seyði, m.a. íslenskt, en einnig svart te, oloong og grænt og sumt af því er lífrænt ræktað. Sigmundur segir að yfirleitt sé pokate eða grisjute lakara að gæðum en te í lausu, þar sem í grisjurnar eru notuð af- gangslauf. „Þrátt fyrir að koffín sé í tei, fer það mun mildari höndum um lík- amann og maður verður yfirleitt léttari á allan hátt en af kaffi sem inniheldur mun meira koffín. Te- bolli á morgnana ýtir manni hægt og rólega af stað í dagsins önn en kaffi sparkar manni af stað.“ Það sem vekur einna mesta at- hygli í teheiminum um þessar mundir segir Sigmundur vera rauðrunnate sem vex villt í Suður- Afríku. Við seldum það áður en við- skiptabann var sett á landið en þegar því var aflétt hófum við aftur innflutning. Þetta er merkilegt te – með alls kyns bragðtegundum – sem talið er hafa góð áhrif á lík- amsstarfsemina og er koffínlaust. Græna teið er þó vinsælast, lengi höfum við selt ýmsar tegundir af því frá Kína og Japan en salan hef- Úrval tegundanna Te er til í nánast óteljandi myndum en svart te, oloong-te og grænt te eru meginflokk- arnir. Fremur lítið hefur þó runnið af drykknum um kverkar landsmanna, fyrr en nú. Hrönn Marinósdóttir drakk í sig fróð- leik um þennan kínverskættaða vökva sem nýtur vinsælda víðast hvar í heiminum. Morgunblaðið/Jim Smart Sigmundur og Berglind voru á sínum tíma álitin hálfgerðir furðufuglar að ætla sér að opna tebúð en þau gerðu það samt, án þess að hika.TE er þurrkuð og gerjuð lauf sígræna runnans camellia sin- ensis eða afbrigðis hans sem kallast camellia assamica. Terunninn getur náð 10 til 30 metra hæð, en er klipptur nið- ur og sniðinn til að auðvelda tínslu og fjölga blaðknúppum, en það eru knúpparnir sem gefa besta teið. Hefðin segir til um að tvö blöð og knúppur sé notað í besta teið, en úr neðri blöðunum er unnið gróf- ara te, og það þá oft malað og notað í pokate. Yfirleitt er laufið látið þorna í sólinni í 16 til 20 tíma, þá marið í þar til gerðum vél- um og látið gerjast í tvo til þrjá tíma. Ef búa á til grænt te er gufa látin leika um laufið áður en það er marið og það þá ekki látið gerjast. Einnig er til svonefnt oolong-te sem er hálfgerjað. Síðan er teið þurrkað og flokkað. Í tebúðum má sjá allskyns merkingar eins og TGFOP, BOP. Þær snerta blaðstærð og gerð auk þessa sem að á betri teum er iðulega getið um uppskerutíma. Dæmi er Darjeeling Risheehat TGFOP First Flush, sem þýðir þá te sem ræktað er á Risheehat- búgarðinum í Darjeeling, fyrsta uppskera (first flush), en skammstöfunin stendur fyrir Tippy Golden Flowery Orange Pekoe. Tippy þýðir að um sé að ræða te með miklu af blaðknúppum, sem eru besti hluti plöntunnar, Golden að stór hluti laufsins er nýsprott- in blöð sem lítið er í af blað- safa og dökknar því lítið við gerjun, Flowery vísar til hins milda bragðs, og Orange Pekoe vísar til blaðstærðar, þ.e. fyrsti blaðknúppurinn sem opnar sig algjörlega, en Orange vísar í þessu tilfelli ekki til appelsínu, heldur til konungsættar Hollands, Or- aníuættarinnar, og þýðir því konunglegt. Bókstöfunum í skammstöfuninni fækkar svo eftir því sem neðar dregur í virðingarstiganum. Stærsti hluti teframleiðsl- unnar flokkast undir saxað eða broken te. Það er te sem kemst ekki í efstu gæða- flokka, en getur verið fyr- irtak fyrir því, því mikið af gæðatei fellur undir Broken- te og margir framleiðendur miða alla framleiðslu sína við Broken-te. Saxað te er flokk- að á svipaðan hátt og það sem nefnt er hér að ofan, en þó alltaf með B-i í skammstöf- uninni, t.a.m. BOP, sem út- leggst Broken Orange Pekoe, TGFBOP, eða bara BT (Brok- en Tea). Hvað er te? PAUL Newton, eigandi verslunar- innar Pipar og salt, er eins og flestir Bretar meiri te- en kaffimaður. Hann lagar te á morgnana og í eft- irmiðdaginn og fær sér jafnvel gúrkusamloku eða skonsu með. Paul og eiginkona hans Sigríður Þorvarð- ardóttir eru tekatlasafnarar, hafa sankað að sér tebollum og -kötlum frá Bretlandi í mörg ár og eiga því dágott safn. „Tekatlar voru mikið skreyttir í gamla daga en þeir fyrstu komu til sögunnar á sautjándu öld,“ segir Paul og sýnir stell sem málar er í anda Charles Dickens-tímans. Köld mjólk var sett í heitt teið fyrst í stað til að varna því að stellin, sem oft voru úr postulíni, myndu springa. Einnig prýðir heimili hjónanna eldgamall tekassi en áður var te jafn- an geymt í slíkum kössum. Það var dýrt eins og krydd, var í raun jafn- virði peninga. Í sveitum Bretlands er enn mikil hefð fyrir tedrykkju, að sögn Paul og fólk sækir tehús en eitt- hvað minna er um þau í borgum.“ Te jafnvirði peninga Morgunblaðið/Árni Sæberg Paul Newton hyggur á tesopa úr stórum bolla sem hann keypti á forn- sölu í Bretlandi. Gjarnan fær hann sér gúrkusamloku með. Temenning blómstrar hér á landi í fyrsta sinn SNORRI Sturluson hjá útgáfufyr- irtækninu Thule drekkur te frem- ur en kaffi af heilsufarsástæðum. „Áður drakk ég mikið kaffi, oft um tíu bolla á dag, en nú aðallega jurtate sem fæst víða í verslunum svo sem með kamillu- eða pip- armyntubragði. Stundum fæ ég mér grænt te, vel það síður vegna koffínsins en talið er að krabba- mein sé fátítt í Austurlöndum því þar er drukkið mikið af grænu tei. Sterkt andoxunarefni er í teinu sem vinna gegn krabbameini.“ Kaffi er eiturefni að mati Snorra, það hefur í það minnsta haft mjög slæm áhrif á hann. „Þegar ég hætti kaffiþambi, fékk ég slæm fráhvarfseinkenni, haus- verk, vöðvabólgu, ég missti svefn og einbeitingu og varð hálfpartinn þunglyndur. Kaffisull á Íslendingum er mikið sé miðað við aðrar þjóðir en sem betur fer er fólk farið að drekka meira te nú en áður.“ Slæm áhrif af kaffi NOTIÐ ávallt ferskt sjóðandi vatn við telögun, alls ekki vatn sem soð- ið hefur lengi.  Ekki er verra að hita teketilinn áður er teið er lagað í honum.  Notið eina teskeið (um 2 grömm) á hvern bolla eða einn tepoka (í tepoka er um 1 gramm).  Látið teið standa eftir gerð. Darjeeling-te þurfa skemmri tíma en assam-te og bestu gerðir af dar- jeeling mega ekki standa lengur er tvær og hálfa til þrjár mínútur. Munið að því lengur sem laufið er í vatninu því meiri sútunarsýra (tannín) losnar úr laufinu og því rammara verður það. Þegar óskað er hressingar er gott að hafa hlut- fallslega mikið te og láta það standa stutt, en þegar menn vilja róa sig niður er notað minna te og það látið standa lengur. Hvernig er best að haga telögun?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.