Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ÞAÐ koma ekki allar stundiryfir í einu og sumar stund-ir, sem fólk væntir sérkannski mikils af, koma
aldrei – ein er þó sú stund sem vitjar
allra – það er dauðastundin.
Mjög misjafnt er hve langan und-
irbúning fólk fær til þess að mæta
þeirri stund – sumir alls engan – því
flestir kjósa að lifa lífi sínu eins og
þessi stund eigi aldrei eftir að renna
upp – aðrir komast í þær kringum-
stæður að þeir bíða, jafnvel með
óþreyju, eftir hinstu stundinni.
„Mér finnst þetta orðið langt og ef
ekki væri fyrir morfínið þá væri
þetta ekki þolanlegt. Ég er búin að
þjást mikið, en nú fæ ég sprautur
sem halda þjáningum að mestu frá,
ekki þó alveg – sumir dagar eru
slæmir.“ Sú sem þetta mælir er Sig-
ríður Þóra Þorvaldsdóttir. Í sjúkra-
stofu á Landakoti, með glugga sem
snýr út að Túngötu, liggur Sigríður
Þóra helsjúk, með myndir af börnum
og barnabörnum í kringum sig, fönd-
urkrans og hvítan kross á veggnum
á móti sér og sjónvarp þar fyrir neð-
an. Hún á að vísu erfitt með að horfa
á sjónvarp, með öðru auganu sér hún
þrefalt og hitt augað er heldur ekki
beint í góðu standi, úr því var fyrir
nokkru skorið æxli sem ekki var
hægt að komast fyrir og í hinu aug-
anu er nú stórt æxli.
„Læknarnir eru hættir að reyna
að skera æxlin burt, segja það sé
ekki til annars en kvelja mig, þau eru
sum orðin svo hörð og rótsterk. Ég
er með krabbameinssjúkdóminn
melanóma sem myndar æxli hér og
hvar um líkamann og hefur í mínu
tilviki ekki reynst viðráðanlegur,
mér hefur hrakað mikið að undan-
förnu og er að byrja að lamast.
Allt byrjaði þetta út
frá litlum fæðingarbletti
Allt byrjaði þetta út frá litlum
fæðingarbletti á handleggnum. Ég
var viss um að eitthvað illt væri í að-
sigi, mér leið þannig líkamlega og fór
til læknis. Ekkert fannst í fyrstu sem
talið var alvarlegt og ég leit vel út.
Síðar var umræddur fæðingarblett-
ur tekinn og á næstu tveimur árum
tveir aðrir blettir. Þá voru liðin fjög-
ur ár frá því ég fyrst kenndi mér
meins. Það hefði kannski ýmsu
breytt ef menn hefðu áttað sig fyrr á
hvað var að mér. Ég var send í geisla
eftir fjórðu rannsókn en þá var
krabbameinið komið í herðablað og
öxl. Meðferðin dugði ekki til að
lækna mig. Ég var lengi mjög sár yf-
ir því hvernig þetta fór. Á hinn bóg-
inn hef ég jafnan haldið því staðfast-
lega fram að fólki sé ætlað að ganga í
gegnum ýmsa erfiðleika – ég trúi því
að þetta hafi verið mér ætlað.
Langaði til að hafa það
skemmtilegt í ellinni
Ég hafði stofnað smurbrauðsstofu
árið 1988 en 1995 varð ég að selja
hana, mér leið orðið svo illa að ég gat
ekki rekið hana. Ég hafði þá keypt
mér hús í Orlando þar sem ég ætlaði
að eyða skemmtilegum ellidögum
ásamt því að taka þátt í félagsstarfi
aldraðra þegar ég væri á Íslandi, en
ekkert af þessu gekk eftir.
Ég varð fljótlega of veik til þess að
vera í húsinu í Orlando og í stað þess
að búa til fallega hluti, dansa og
skemmta mér með minni kynslóð,
sem ég gat lítið gert af þegar ég var
ung, þá varð ég veikari og veikari og
nú bíð ég þess eins að fara,“ segir
Sigríður Þóra.
Æðruleysi gagnvart
hinu óumflýjanlega
Hún ræðir allt þetta með æðru-
leysi þess sem orðið hefur að taka
ýmsum erfiðleikum um dagana og
slíkt jafnaðargeð er henni gefið að
hún getur talað um veikindi sín og
horfur rétt eins og við hin tölum um
flutninga, aðstæður á vinnustað og
annað sem til fellur úti í hinu daglega
lífi.
En margt hlýtur vel gefin og lífs-
reynd kona að hugsa meðan hún
liggur og bíður þess óumflýjanlega.
„Já, ég hugsa margt og langar
ýmislegt að segja við þá sem hér
verða á gangi og við stjórnvölinn eft-
ir að ég verð búin að kveðja,“ segir
hún. „Það er margt sem hryggir mig
og veldur mér óróleika þegar ég
hugsa um framtíð þeirra sem nú eru
ungir og eru að byrja lífið. Ekki síst
rennur mér til rifja sá ruddaskapur
sem virðist gegnsýra samfélag okk-
ar, ofbeldið og klámið sem börnum
er boðið upp á í sjónvarpi og kvik-
myndum. Ég sé og heyri hvað börn
og ungt fólk er að verða tillitslaust
um aðra og ókurteist í viðmóti og hve
virðingarleysi þess gagnvart for-
eldrum og fjölskyldu er orðið mikið.
Uppeldið sem þetta fólk fær er ekki
vandað – að ekki sé fastar að orði
kveðið.
Mikilvægt að ala það
góða upp í börnunum
Miðað við það hve menntunin sem
fólk fær í dag er góð þá finnst mér
illa farið með menningu okkar í
mörgum efnum. Það þarf að taka á
þessu og fyrirmyndirnar í uppeldinu
þurfa að verða betri. Skólarnir gætu
líka gert betur, bæði hvað snertir
forvarnir gegn vímuefnum, jafnvel
kennslu í mannasiðum og ekki væri
úr vegi að huga að þörfum einstak-
lingsins t.d. hvað varðar heppilegt
umhverfi og sæti sem henta hverjum
og einum.
Það er margt sem ég kann ekki
við, svo sem að heyra fullorðnar kon-
ur segja að það sé allt í lagi að tólf–
þrettán ára unglingsstúlkur fari á
útihátíðir – svo framarlega sem þær
taki með sér verjur. Mér hefur alltaf
fundist mikilvægt að ala upp það
góða í börnum,“ segir Sigríður Þóra.
Ólst upp á Blönduósi
Sjálf hefur hún eignast fimm börn
og á fjögur á lífi og mörg barnabörn.
Hún sinnti ekki aðeins um eigin
börn, hún var elst sex systkina og
gat sjaldnast leikið sér lyst sína, hún
þurfti að gæta yngri systkina meðan
foreldrarnir voru í sameiningu að
vinna fyrir fjölskyldunni.
„Ég fæddist 1927 í húsi við Hverf-
isgötuna í Reykjavík,“ segir Sigríður
Þóra. „Faðir minn Þorvaldur Þórar-
insson, vann hjá Kveldúlfi og móðir
mín Ragnheiður Brynjólfsdóttir hjá
Álafossi. Þegar ég var fimm ára
gömul fluttum við á Blönduós, for-
eldrar mínir voru bæði Húnvetning-
ar, mamma fæddist á Ytri-Ey, þar
sem fyrsti kvennaskólinn var stofn-
aður og faðir minn á Hjaltabakka,
sonur Þórarins Jónssonar alþingis-
manns og bónda þar.“
Á Blönduósi ólst Sigríður upp
fram á fullorðinsár og þar varð hún
fyrir sterkum áhrifum frá hús-
mæðraskólanum í gegnum móður
sína sem var þar kennari og vinkonu
hennar, frú Huldu Á. Stef
skólastjóra umrædds skóla
„Manstu hvað þú sa
við hana frú Huldu
„Mamma lánaði mig að
um fermingarárið mitt 194
að hjálpa frú Huldu við sl
Yfir slátrinu áttum við H
ugar umræður um trúmál o
sitt hvorri. Ég hélt því sta
fram að eftir dauðann væ
nema eilíf hvíld en frú Huld
við fengjum himnavist, hú
framhaldslíf. Um nóttina
mig draum sem hafði mik
mig og ég hugsa oft um enn
Mig dreymdi að ég var
Blönduóss og var að
Blöndu. Áin var á ís og ís
undan mér. Ég sökk á b
niður á botn, þar náði ég í k
og klifraði eftir honum alv
himna, upp að Gullna hliði
postuli kom þar til dyra og
við hann: „Hingað er ég
Hann sagði: „Vina mín, hin
þú ekkert að gjöra, manst
sagðir við hana frú Huldu í
Ég vaknaði og hugsaði
að aldrei skyldi ég minnast
framar og satt að segja h
rætt þau mál síðan. Mér v
Ég er bú
þjást m
Landssöfnun Krabbameinsfélagsin
sjúkdómur sem mikið hefur áunnist
þó ýmsa að velli enn. Sigríður Þóra
Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá bará
í bland við ágrip af öðrum þá
Þessi mynd af Sigríði Þó
valdsdóttur, 26 ára, birt
Viðtali dagsins í Vísi lau
inn 11. janúar 1969. Þa
hún m.a.: „Ef allir byrju
krefjast einhvers af sjálf
ekki fyrst og fremst af
þá færi margt á betr
Hamingjan er fyrst og
fólgin í samlyndi, friði
Sigríður Þóra Þorvalds
ÖFGATÚLKANIR OG OFBELDI TALIBANA
LANDSSÖFNUN KRABBA-
MEINSFÉLAGSINS
Í tilefni 50 ára afmælis Krabba-meinsfélags Íslands mun félagið ísamvinnu við ýmsa aðila efna til
landssöfnunar í dag, 3. marz. Markmið
söfnunarinnar er að treysta núverandi
starfsemi Krabbameinsfélagsins, efla
forvarnir og auka þjónustu við
krabbameinssjúklinga, ekki sízt með
því að hjálpa þeim við að komast út í
lífið á nýjan leik.
Það að fá krabbamein er ekki lengur
dauðadómur, svo miklar hafa framfar-
ir verið í meðferð þessa alvarlega sjúk-
dóms. Í dag eru á lífi um 7.000 manns
sem greinzt hafa sem sjúklingar og nú
vill félagið auka þjónustu við þetta
fólk. Árlega greinast rúmlega eitt þús-
und einstaklingar með sjúkdóminn og
hefur tíðnin heldur aukizt eða um 1,2%
á ári frá því er skipuleg skráning sjúk-
dómstilfella hófst á árinu 1954.
Á þessum tíma, sem liðinn er, hefur
t.d. krabbamein í blöðruhálskirtli nær
fimmfaldast og er orðið tíðasta sjúk-
dómsmeinið meðal karla. Brjósta-
krabbamein er algengasta meinið
meðal kvenna og hefur tíðni þess tvö-
faldast á síðastliðnum fjórum áratug-
um. Tíðni lungnakrabbameins hefur
nær þrefaldast meðal karla og meira
en fjórfaldast meðal kvenna. Hins veg-
ar er tíðni magakrabbameins nú að-
eins þriðjungur þess sem áður var. Þá
er tíðni leghálskrabbameins einnig að-
eins þriðjungur þess, sem það var um
skeið, en þar hefur skipulögð leit að
sjúkdómnum á forstigi haft mikil
áhrif.
Að sögn Guðrúnar Agnarsdóttur,
læknis og forstjóra Krabbameins-
félags Íslands, er krabbamein vaxandi
sjúkdómur meðal Íslendinga, líkt og í
flestum vestrænum samfélögum. Því
miður er ekki ljóst hverjar ástæður
þess eru, en fyrir fjórum áratugum
greindust 300 til 400 einstaklingar á
ári, en nú eru það rúmlega eitt þúsund
manns. Skrár, sem haldnar hafa verið,
sýna að ef ekki er spyrnt við fótum,
megi búast við að tíðni sjúkdómstil-
fella aukist. Samkvæmt útreikningum
úr skrám bendir allt til að þriðji hver
einstaklingur geti búist við því að
greinast einhvern tíma með krabba-
mein innan 85 ára aldurs. Aldur þjóð-
arinnar er meginástæða fyrir þessari
aukningu. Íslenzka þjóðin er tiltölu-
lega ung og eldist hlutfallslega, en
krabbamein er fremur sjúkdómur efri
ára.
Vonandi sýna landsmenn örlæti,
þegar leitað verður til þeirra um að-
stoð, því að eins og frú Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands
og verndari félagsins, sagði, þegar
landssöfnunin var kynnt, er mikil-
vægt, að fólk átti sig á, að félagið sé
sameign allra landsmanna og bak-
hjarl, þegar krabbameinið herjar á
einstaklinga og fjölskyldur.
Eftir að Talibana-hreyfingin náðivöldum í Afganistan í september
1996 hafa fréttir um fjöldamorð og
mannréttindabrot í landinu verið tíð-
ar. Talibanar, sem eru róttækir súnní-
múslimar, hafa nú um 90% landsins á
valdi sínu en borgarastríð stendur
enn yfir þar.
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin
Human Rights Watch hafa nýlega
hvatt til þess að efnt verði til alþjóð-
legrar rannsóknar á því hvað hæft sé í
frásögnum um að vopnaðar sveitir tal-
ibana hafi myrt allt að þrjúhundruð
shíta-múslima í Bamiyan-héraði. Í til-
kynningu frá Sameinuðu þjóðunum í
janúar kom fram að fórnarlömbin
væru sennilega nær því að vera eitt-
hundrað en borist hefðu trúverðugar
frásagnir vitna af drápunum. Einnig
hafa ítrekað borist fréttir af ofbeldi
gegn konum í Afganistan sem tengist
strangtrúarlegri túlkun á hlutverki
þeirra og réttindum í samfélaginu en
samkvæmt henni mega konur ekki
mennta sig eða vinna utan heimilis,
auk þess sem þeim ber að hylja andlit
sitt og líkama utandyra.
Alþjóðasamfélagið virðist standa
fremur ráðalítið frammi fyrir málefn-
um Afganista. Refsiaðgerðir, svo sem
viðskiptabann eða samgönguhindran-
ir, eru umdeildar þar sem þær bitna
oft ekki síður á almenningi en vald-
höfum. Fordæming vestrænna ríkja á
stjórnarháttum í ríkjum annarra
menningarsvæða virðast og máttlitl-
ar, ekki síst vegna þess að þær eru
iðulega túlkaðar sem andúð á viðkom-
andi menningarhefðum og trúar-
brögðum. Þau viðhorf hafa sömuleiðis
verið uppi að vestræn ríki geti ekki og
megi ekki heimfæra gildismat sitt upp
á þjóðfélög í öðrum heimshlutum og
hundsa þannig og vanvirða aldagamla
siði þeirra og venjur.
Þrátt fyrir allt skiptir það hins veg-
ar gríðarlega miklu máli að alþjóða-
samfélagið láti í sér heyra. Á það ber
að líta að valdakúgun talibana gagn-
vart öðrum trúarhópum og konum í
landinu byggir á öfgakenndri túlkun á
trúarhefðum og trúartexta. Skýrt
dæmi um þetta er sú ákvörðun Talib-
ana-hreyfingarinnar í Afganistan síð-
astliðinn þriðjudag að eyðileggja allar
fornar styttur í landinu sem tengjast
ekki íslömskum sið. Flestar stytturn-
ar eru um tvöþúsund ára gamlar og
frá þeim tíma þegar Afganistan var
miðstöð lærdóms og pílagrímsferða
búddhatrúarmanna. Að sögn leiðtoga
Talibana-hreyfingarinnar er þetta
gert í því skyni að stöðva skurðgoða-
dýrkun. Framkvæmdastjóri Menn-
ingarstofnunar Sameinuðu þjóðanna
fordæmdi ákvörðunina og sagði eftir
fund með fulltrúum múslimaríkja í
stofnuninni að eyðilegging styttnanna
væri gerð í nafni túlkunar á Íslam sem
hvergi annars staðar væri viður-
kennd.
Til þess að vinna gegn kúgun, of-
beldi og eyðileggingu núverandi vald-
hafa í Afganistan er nauðsynlegt að
aðrar raddir heyrist. Alþjóðasam-
félagið þarf í meira mæli að beina at-
hygli sinni að þeim ógnarlegu atburð-
um sem þar eiga sér stað. Þögn og
aðgerðaleysi eru ekki verjandi.