Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 39
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 39 HINN sofandi maður speglar sjálf sitt og sálarlíf, fortíð sína, nútíð og jafnvel framtíð ef vel liggur á hon- um í draumi. Frávikin eru ótelj- andi enda heimur draumsins stór en hjá flestum einstaklingum virð- ist draumurinn hafa svipuð gildi þótt vökulífið sé ólíkt og fram- kvæmd þess mislit. „Æfisaga og draumar“ eftir Sæmund Stef- ánsson, fæddan 9. okt. 1859 á Bjarnastöðum í Hvítársíðu og sem hann gaf út frá holdsveikraspít- alanum í Laugarnesi árið 1929, er eitt þessa frávika, þar segir Sæ- mundur meðal annars: „Foreldrar mínir bjuggu ekki saman sökum þess að þau voru fátæk. Dreng- irnir (3) voru því allir fluttir á móðurhreppinn. Ég var þeirra yngstur og var fluttur þriggja nátta fátækraflutning sem kallað er, það er að segja: frá einum hreppstjóra til annars. Mér var komið fyrir á bæ á Nesinu (Bæj- arsveit). Ég efast ekki um að mér hafi liðið þar vel uns ég var fjög- urra ára. En úr því mun líðan mín hafa verið verri en almennt gerist. Og eitt með hinu fyrsta sem ég man er það að ég gekk ávalt ber- fættur. Fötin sem ég man eftir voru einir buxnalarfar og peysug- armur. Rúmið sem ég svaf í var heybæli. Rúmfötin voru: segl- garmur sem ég lá í og undir höfð- inu hafði ég torfusnepil. Ég var látinn borða úr aski er ég held ég megi fullyrða að aldrei hafi verið þveginn. Og það hygg ég að hið versta úr matnum hafi lent í þessum aski. Sérstaklega er mér enn í dag minnisstætt hve mikið mér var skamtað af grásleppu- hveljum og úrgangsfiskmeti. Ég var aldrei látinn borða með öðrum. Ég man ekki betur en að ég væri barinn því nær á hverjum degi í fjögur ár. Var ég orðinn þessum barsmíðum svo vanur að ég var hættur að gráta, þótt ég væri hýddur með vendi. Vel má vera að ég hafi átt þessar hýðingar skilið en stundum þótti mér sem ég væri barinn að ósekju. Til dæmis átti ég æfinlega víst að vera barinn ef menn á bænum komust að því að ég hefði drukkið vatn úr vatnsfötum er stóðu í göngunum eða frammi í eldhúsi.“ Þessi fyrsti hluti af hrakn- ingasögu Sæmundar er hvað verstur og hann losnar ekki undan klafa „sveitarómagans“ fyrr en hann getur keypt sig lausan til frjáls manns um tvítugt, þá orðinn holdsveikur og illa farinn. En Sæ- mundur átti sína drauma og af bókinni að dæma virtist hann hafa verið næmur á þá duldu þætti sem spinna líf okkar og getað „séð“ í draumi líf annarra skýru ljósi: „Árið 1909 dreymdi mig að ég væri kominn til æðri heima. Kom ég þar að afarstórri höll. Mér þótti maður koma út úr höllinni og leiða mig inn í stóran sal. Þakið virtist mér vera glerhvelfing og sást upp í heiðan himininn. Í salnum sá ég stóran steinstöpul og uppi á hon- um stóð maður í hvítum klæðum. Þótti mér hann kveikja fjölda af mismunandi ljósum. Sum ljósin voru örsmá og dauf en önnur voru bæði stór og fögur. Mér þótti mað- urinn koma ofan er hann hafði kveikt ljósin, koma til mín, klappa á höfuðið á mér og segja: „Þarna sérðu nú metaskálarnar góði minn. Þær eru ekki öðruvísi en svona. Ljósin eru eftir því sem mennirnir hafa breytt. Þó eru þeir sem litlu og daufu ljósin eiga ekki látnir ganga í myrkri, heldur þroskast þeir hér og fá að lokum sitt fallega ljós.“ Þótti mér þetta vera sjálfur frelsarinn sem við mig talaði. Vaknaði ég svo upp frá þessu.“ Draumur „Man“ Mér finnst ég vera í svefnherbergi foreldra minna í húsinu sem ég ólst upp í. Ég stend við fótagafl hjónarúms foreldra minna. Þegar ég lít á dýnuna hægra megin sé ég að þar liggur faðir minn. Hann er hálfnakinn og létt ábreiða vöðluð yfir honum eins og hann hafi sofið með hana og hreyft sig mik- ið í svefni, og sést víða í nak- inn líkama hans. Það ligg- ur í loftinu að hann er að deyja, samt undrast ég það vegna þess hve vel hann lítur út. Hann liggur á grúfu og ég sé ekki andlit hans, mér finnst húð hans falleg og hreysti- leg, full af lífi og líkami hans þétt- ur og safaríkur. Og ég hugsa á þessu augnabliki að það muni taka hann langan tíma að deyja. Við hlið hans í rúminu vinstra megin liggur lítill drengur, eins til tveggja ára. Hann er líka að deyja, hann er náhvítur og veikburða. Hann er drengurinn minn, samt á ég engan dreng í raunveruleik- anum, heldur þrjár stúlkur. Faðir minn hefur tilhneigingu til þess að leggjast yfir drenginn eða draga hann undir sig. Ég tek drenginn upp og hann er svo máttfarinn að það er nánast ekkert lífsmark með honum. Að taka hann upp minnir mig á þegar maður tekur upp kött, hann veitir ekkert viðnám. Ég held drengnum uppréttum að brjósti mér og hann er þegar hálf- kaldur. Hægra megin við rúmið eða pabbamegin stendur móðir mín teinrétt, ekki lotin eins og hún er í verunni, hærri og yngri en hún er raunverulega, hár hennar enn dökkt en ekki grátt. Hún seg- ir ekkert en er öll bólgin, blá og þrútin, húðin í andlitinu hvítnar, strekkt utanum bólguna og augu hennar starandi. Ég hugsa um skjaldkirtissjúkdóm. Hún er öll stíf og beygir sig hvergi. Hægra megin við hana eða við höfuðgafl föður míns situr yngsta dóttir mín átta ára og grætur. Ég lít á móður mína og dóttur án þess að aðhaf- ast neitt né heldur að bregðast við þeim á neinn hátt. Ráðning Stundum geta draumar truflað mann, jafnvel þótt maður þykist kunna öll brögðin og geta séð í gegnum „plottið“ er draumurinn ráðgáta. Draumur þinn virðist gefa í skyn raunverulegt ferli, eitt- hvað sem allir lenda í en viðbrögð þín og drengurinn trufla þá lausn. Faðir þinn kemur fyrir sem þungamiðja fjölskyldunnar og nokkuð ráðríkur, þessi ráðdeild ásamt vissri óánægju með „dreng- inn sinn“ hefur litað gerðir fjöl- skyldunnar, veg hennar og vanda. En útkoma draumsins virðist vera sú að nú snúist nýir kraftar á sveif þína og öll gömlu lögmálin fjúki út í veður og vind. Þessu fylgi árekstrar og visst uppgjör en öll- um breytingum fylgja eftirbátar sem þurfa sinn tíma til að ná átt- um og landi. Líf og draumur Draumstafir Kristjáns Frímanns Frá Laugarnesi til Liljuvalla. Mynd/Kristján Kristjánsson Nýtt Líf 02. tbl. 24. árg. 2000 M est lesna kvennablað á Íslandi 0 2 . t b l . 2 4 . á r g . 2 0 0 1 V e r ð k r . 7 9 9 . - m . v s k M A R S Brúðarblað GÓÐ RÁÐ UNDIRBÚNINGUR VEISLAFATNAÐUR BLÓM GJAFIR BRÚÐKAUPSFERÐ DRAUMABRÚÐKAUP ALLT UMSTÓRUSTUNDINA: Nýtt Líf 02. tbl. 24. árg. 2000 M est lesna kvennablað á Íslandi 0 2 . tb l. 2 4 . á rg . 2 0 0 1 V e rð k r. 7 9 9 .- m . v s k M A R S ASÍS KAR KON UR ÁREI TTAR AF ÓKU NNU GUM FÖT KEY PT EN E KKI N OTUÐ OFUR KON AN MO MOW LAM KYN LÍF UNG LING A AFB RÝÐ ISEM I sexí,g áfuð, TÖF F eð a rík? -stór t og spen nand i rúðar blaðBfylgir Nýtt Líf - komið í verslanir Nú er tvöföld ástæða til að kaupa Nýtt Líf. 116 bls. brúðarblað fylgir frítt með!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.