Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 74
DAGBÓK 74 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Árni Friðriksson fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Mánaberg fer í dag. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. Mannamót Aflagrandi 40. Leik- húsferð að sjá Vasa fulla af grjóti sem fara átti síðastliðinn sunnudag en féll niður vegna veik- inda leikara verður farin sunnudaginn 3. mars. Rútuferð frá Granda- vegi 47 og Aflagranda 40 kl. 19.15. Nánari upp- lýsingar í afgr. s. 562- 2571. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Mánudaginn 5. mars kl. 15 leiðbein- ingar um vísnagerð í Kirkjulundi, stjórnandi Ragnar Ingi Að- alsteinsson. Spiluð félagsvist á Álftanesi 8. mars kl. 19 30. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Haustferð FEBH 1. okt. til Prag, Bratislava, Búdapest og Vínar, skráning og upplýsingar í Hraunseli, síma 555 0142. Spardagar á Hótel Örk í Hveragerði á morgun, sunnudag. Rúta frá Hraunseli kl. 16.30. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Leikhópurinn Snúð- ur og Snælda sýnir „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýningar eru á miðvikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17, í Ás- garði í Glæsibæ. Mið- apantanir í símum 588- 2111, 568-9082 og 551- 2203 Mánudagur: Brids kl. 13, síðasta umferð í sveitakeppni. Eftir kaffi er spilaður tvímenn- ingur. Framsögn kl. 16.15. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30 og alkort spilað kl. 13.30. Laug- ardaginn 10. mars nk. verður haldið annað fræðsluerindið á vegum Félags eldri borgara: Svala Thorlacius hrl. talar um erfðamál. Elín Guðjónsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir og Sig- rún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafar hjá Félagsþjónustu Reykja- víkur, ræða um algeng- ustu erfðamál sem ber- ast félagsþjónustunni. Fræðslufundirnir verða haldnir í Ásgarði í Glæsibæ og hefjast kl. 13.30. Allir velkomnir. Silfurlínan opin á mánu- dögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12. Ath. Afgreiðslutími skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Uppl. í síma 588- 2111. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Eftirmiðdags- skemmtun verður í dag kl. 14. Ýmis skemmti- atriði, kaffiveitingar og harmónikkuleikur. Allir velkomnir. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánu- dögum kl. 9.25 og fimmtudögum kl. 9.30. Umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Boccia á þriðjudög- um kl. 13 og á föstu- dögum kl. 9.30, umsjón Óla Stína. Gjábakki, Fannborg 8. Ávaxtadagur verður fimmtudaginn 8. mars undir yfirskriftinni „Úr ávöxtum skulum við orku fá“. Dagskrá hefst kl. 14 með heimsókn heilsuleikskólans Skóla- traðar. Laufey Stein- grímsdóttir matvæla- fræðingur flytur erindi um nauðsyn ávaxta- neyslu. Margrét Bjarna- dóttir sýnir fram á að „heilsa er ávöxtur hreyf- ingar“. Á boðstólum verður ávaxtahlaðborð, ávextir og ávaxtadrykk- ir. Þessi ávaxtadagur er samstarfsverkefni Ban- ana, Ágætis, Hana-nú og Gjábakka. Vesturgata 7. Frost og funi, vetrarferð, fimmtudaginn 8. mars kl. 13, ekið verður Blá- fjalla- og Þrengslaveg. Hveragerði skoðað und- ir leiðsögn Magnúsar Kristjánssonar, hress- ing í boði. Fylgst verður með vinnu bakara við hverabakstur. Kaffi- hlaðborð í Skíðaskál- anum Hveradölum, dansað undir stjórn Sig- valda. Leiðsögumaður Helga Jörgensen. Mið- vikudaginn 7. mars kl. 13.15 verður bingó, rjómapönnukökur með kaffinu. Allir velkomnir. Upplýsingar og skrán- ing í síma 562-7077. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Gigtarfélagið. Göngu- ferð laugardaginn 3. mars kl. 11 frá húsnæði GÍ í Ármúla 5. Létt gönguferð niður í Laug- ardalinn í fylgd sjúkra- þjálfara sem sér um upphitun í byrjun og teygjur í lok göngu. All- ir velkomnir. Ekkert gjald. Félagsstarf SÁÁ. Félagsvist í Hreyf- ilshúsinu (3. hæð) laug- ardaga kl. 20. Allir vel- komnir. Lífeyrisdeild Lands- sambands lögreglu- manna. Sunnudags- fundur deildarinnar er á morgun, sunnudag, kl. 10. Fundurinn hefst kl. 10 í Félagsheimili LR í Brautarholti 30. Félag- ar, fjölmennið. Geisli, félag um sorg og sorgarviðbrögð. Þriðju- daginn 6. mars kl. 20 verður fundur í safn- aðarheimili Selfoss- kirkju. Sr. Svavar Stef- ánsson flytur erindi sem fjallar um sorg sem tengist sjálfsvígum. All- ir velkomnir. Félag breiðfiskra kvenna. Skemmtifundur verður mánudaginn 5. mars kl. 20. Góðir gestir koma í heimsókn. Söng- ur og gleði. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Fundur verður þirðjudaginn 6. mars kl. 20 í safnaðarheimilinu. Spilað verður bingó. Breiðfirðingakórinn verður með skemmtun í kvöld laugardaginn 3. mars sem hefst stund- víslega kl. 22. Söngur, happdrætti og fleira. Orlofsnefnd húsmæðra Reykjavík. Kynning- arfundur verður haldinn mánudaginn 5. mars kl. 20 í Víkingasal Hótel Loftleiða, kynntar verða ferðir. Allar húsmæður í Reykjavík velkomnar. Hana-nú Kópavogi Spjallstund verður á les- stofu Bókasafns Kópa- vogs kl. 14 mánudaginn 5. mars. Á dagskrá verða m.a. minningar úr sögu Hana-nú. Allir vel- komnir. GA-fundir spilafíkla eru kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁÁ, Síðumúla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis eru með fundi alla mánu- daga kl. 20 á Sól- vallagötu 12, Reykjavík. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Minningarkort FAAS, Félag aðstand- enda Alzheimersjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd alla daga í s. 587 8388 eða í bréfs. 587 8333. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blómabúðinni Burkna. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspítala Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551 4080. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á Bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Margréti. Minningarkort Kven- félags Háteigssóknar. Kvenfélagskonur selja minningarkort, þau sem hafa áhuga á að kaupa minningarkort, vinsam- legast hringið í síma 552 4994 eða síma 553 6697, minningarkortin fást líka í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. Í dag er laugardagur 3. mars, 62. dagur ársins 2001. Jónsmessa Hólabiskups á föstu. Orð dagsins: Þolið aga, Guð fer með yður eins og syni. Hver er sá sonur, sem faðirinn ekki agar? (Hebr. 12, 7.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÉG, sem ökumaður og veg- farandi á hverjum degi, er afar undrandi á þolinmæði starfsfólks Umferðarráðs gagnvart Ríkisútvarpinu og hvað vinnu þeirra er lítill gaumur gefin í þeirri „rúss- nesku rúlletu„ (eins og Um- ferðarráð réttilega kallar umferðina í dag) sem við búum við í umferðinni á hverjum einasta degi. Á hverjum einasta dagi rétt fyrir átta fréttir fær Um- ferðarráð heilar 1–2 mín- útur til að koma frá sér áríðandi skilaboðum. Starfsfólk Umferðarráðs er greinilega farið að þekkja þetta tímaleysi og reynir að koma skilaboðunum að á mettíma og án þess að anda á milli setninga. Oftar en ekki grípa þulir morgunútvarps inní til að tilkynna að tíminn sé liðinn til að koma að auglýsingum! Hvernig í ósköpunum stendur á því að Umferðar- ráð, lögregla eða þeir aðilar sem koma nálægt umferð- armálum fá ekki meiri tíma til að koma tilkynningum og ábendingum til ökumanna ? Finnst ráðamönnum virki- lega ekki nóg komið í þeirri slysaöldu sem hefur gengið yfir? Þeir aðilar sem koma að þessum málum tala allir um hvað umferðarmenning okkar sé á lágu plani. Ferðamenn sem koma hingað undrast mjög hvern- ig við högum okkur í um- ferðinni. Hvernig stendur eiginlega á því að enginn gerir neitt í þessum mál- um? Vegfarandi. Tölvuviðskipti MIG langar að vekja at- hygli á Hp-fartölvunum sem Penninn er að selja. Þessar vélar eru á fartölvu- tilboði til skólafólks. Ég keypti af þeim vél fyrir tæp- um mánuði, þá stærstu og dýrustu í boði, svokallaðan valkost B). Ég lenti í ein- tómu veseni við að kaupa vélina. Sá sölumaður sem ég talaði mest við kunni ekki á posann og seldi síðan vél sem var frátekin fyrir mig. Svona gekk þetta í viku þar til loksins þeim tókst að fá vél úr „nýrri sendingu“ frá Opnum kerf- um. Nú tæpum mánuði seinna eru þeir að selja sömu tölvurnar með tvöfalt fleiri aukahlutum, á sama verði. Þegar ég forvitnaðist um þetta sögðu þeir að svona væri lífið, ég hefði bara verið óheppinn. Mér finnst bara rétt að láta þá sem hafa hug á að kaupa sér fartölvu vita, svo að þeir geti verslað við traustan söluaðila sem er ekki sama um hag neytandans. Ég veit allavega hvar ég kaupi ekki fartölvur eða neitt annað tölvutengt í framtíðinni. Með fyrirfram þökk. Jón Grétar Guðjónsson, Breiðvangi, 9 Hafn- arfirði. Tapað/fundið Svört Nike-íþrótta- taska tapaðist SVÖRT Nike-íþróttataska tapaðist, sennilega í Aðal- stræti nálægt strætis- vagnastöðinni, mánudaginn 26. febrúar sl. Í töskunni voru Nike-dansföt og íþróttabolur. Skilvís finn- andi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 552- 1056 eða 690-7252. Panasonic 98-sími tapaðist SVARTUR Panasonic 98- sími tapaðist á Glaumbar 24. febrúar sl. Ef einhver hefur rekist á hann væri gott ef viðkomandi gæti haft samband við Finnboga í síma 566-6649 eða bratt- holt@isl.is Hvít ullarhúfa tapaðist HVÍT ullarhúfa tapaðist miðvikudaginn 28. febrúar sl. um kl.10 í strætisvagna- skýlinu við Gullteig. Húfan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Fund- arlaun. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 553- 2350. Appelsínurauð flíspeysa í óskilum APPELSÍNURAUÐ flís- peysa gleymdist í SPRON á Seltjarnarnesi á öskudag- inn. Upplýsingar í síma 550- 1270. Svartur trefill og svört peysa töpuðust SVARTUR trefill frá Tie- Rack og svört peysa frá Vero Moda, töpuðust í Húsi Málarans, laugardaginn 24. febrúar sl. Upplýsingar í síma 694-6996 Þurý. Dýrahald Lítill páfagaukur flaug út um gluggann LÍTILL blár páfagaukur flaug út um gluggann í Snælandi í Fossvogi fyrir stuttu. Ef einhver hefur orðið var við ferðir hans, vinsamlegast hafið sam- band í síma 568-2904. Kettlingur fæst gefins FALLEGUR tveggja mán- aða kettlingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 863-4740. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Umferðarráð og Ríkisútvarpið Víkverji skrifar... ÞAÐ ER með margra vikna fyr-irvara sem börn fara að huga að öskudegi og spá í búninga og hvað gert verði. Undanfarin fimmtán ár hefur Víkverji fylgst með börnunum sínum undirbúa þennan dag. Fyrir tólf til fjórtán árum fannst syni Vík- verja nokkuð spennandi að fá ösku- poka hjá ömmu og fara í múndering- unni sinni að hengja þá á saklausa borgara. Í ár var heimasætan með öskupoka frá ömmu en það voru ekki margir krakkar sem hún rakst á sem voru að hengja slíka poka á fólk. Krakkarnir kepptust hinsvegar um að fylla stóra plastpoka af sæt- indum með því að syngja fyrir versl- unareigendur. Víkverja finnst það synd ef ösku- pokarnir gleymast og hann hvetur foreldra til að setjast við saumavél- ina að ári og búa til nokkra poka. Þá er Víkverji á því að losarabrag- ur sé að komast á þennan dag. Að vísu virðast leikskólar skipuleggja daginn vel en sumir grunnskólar gefa frí, aðrir ekki. Sumir skólar eru með hátíðarhöld, aðrir ekki. Stund- um taka félagasamtök sig saman í hverfum og bjóða til hátíðar en í öðr- um hverfum er ekki um slíkt að ræða. Þau börn á skólaaldri sem fá frí flykkjast í bæinn eða í Kringluna nú eða í sinn verslunarkjarna í hverfinu og syngja til að fá sælgæti en þau börn sem fara eftir skóla koma oft að tómum kofunum, þá er nammið búið. Þegar Víkverji skoðaði í poka síns barns að kvöldi öskudags fannst barninu einna mest koma til límmiða sem það hafði fengið, harðfisks sem var á boðstólum hjá Búnaðarbank- anum og sælgætissnuðs sem það fékk. Það kunni líka skemmtilegar sögur af vingjarnlegu afgreiðslu- fólki og því miður líka af fólki sem auðsjáanlega hafði ímugust á athæfi barnanna og sýndi þeim ónot. Víkverji mælir með því að næsta öskudag verði grunnskólar og versl- unareigendur búnir að skipuleggja sig betur. x x x VÍKVERJI er frekar ergileguryfir ástandi ávaxta- og græn- metisborða stórmarkaða. Hann skil- ur ekki hvers vegna forráðamenn þessara verslana leggja ekki meiri metnað í að upplýsa neytendur um uppruna ávaxta og grænmetis. Hvers vegna í ósköpunum er fólki ekki sagt hvaðan appelsínurnar koma, hvort þær eru sætar, súrar eða steinlausar? Appelsínur eru geysilega misjafnar að gæðum og það er algjört happdrætti hvers kon- ar vöru er verið að kaupa þegar fjár- fest er í nokkrum slíkum. Og hver er munurinn á appelsínum milli t.d. verslana Baugs, Nýkaups, Hag- kaups, 10-11 og Bónus? Eru þetta allt sömu appelsínurnar á mismun- andi verði eða pantar hver verslun inn fyrir sig? Það sama á við um margt annað, tómata t.d. sem eru mismunandi að bragðgæðum. Undanfarið hefur t.d. verið hægt að kaupa mjög góða tóm- ata frá Kanaríeyjum og það tók Vík- verja þónokkurn tíma að fá starfs- mann til að segja sér frá uppruna þeirra þegar hann falaðist eftir upp- lýsingunum. Víkverji er þess fullviss að salan myndi aukast í þessum flokki mat- vara ef lögð væri meiri natni og rækt við að kynna vörurnar sem eru á boðstólum. Þá finnst honum einnig mjög mikilvægt að sérstaklega sé greint frá því ef varnarefni eru ekki notuð við framleiðslu t.d. ávaxta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 lengja, 8 sólar, 9 þegj- andalegan, 10 málmur, 11 nabbinn, 13 hugsa um, 15 sárið á óslægjunni, 18 brókarlalli, 21 fugl, 22 syllu, 23 skattur, 24 lydd- an. LÓÐRÉTT: 2 rík, 3 yndi, 4 heitis, 5 snaginn, 6 kvenfugl, 7 röska, 12 leðja, 14 reið,15 sæti, 16 hæðirnar, 17 vondum, 18 lítinn, 19 kæri, 20 straumkastið. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 slagi, 4 senna, 7 orðan, 8 aldan, 9 agg, 11 torf, 13 ásar, 14 ráðin, 15 skrá,17 arfi, 20 enn, 22 ofnar, 23 ýldan, 24 maula, 25 alinn. Lóðrétt: 1 skort, 2 arður, 3 iðna, 4 stag, 5 nadds, 6 ang- ar, 10 góðan, 12 frá, 13 ána, 15 storm, 16 rennu, 18 ræddi, 19 innan, 20 erta, 21 nýta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.