Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 73
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 73 BJÖRN Bjarnason hefur með nýrri reglugerð gefið út veiðileyfi á íslenska tónlist, það þarf að greiða höfundar- réttargjald af hverjum tómum geisla- diski sem seldur er og þar að auki af geislaskrifurum (sem notaðir eru til að taka upp á diskana). Þetta hlýtur að þýða að þeir sem kaupa sér tóma geisladiska eru um leið að kaupa leyfi til þess að fylla hann með íslenskri tónlist. Ég er nokkuð viss um að reiði þeirra sem þurfa að kaupa sér þessar vörur mun verða til þess að íslensk tónlist verður afrituð í miklum mæli fyrir vini og ættingja þeirra. Einhvern veginn fór það framhjá ráðherra að það er svo örlítill hluti af tómum geisladiskum sem fer undir ólöglega afritun á íslenskri tónlist, kannski get ég huggað ráðherrann með því að upplýsa hann um að þetta hlutfall á eftir að hækka gríðarlega eftir þessa reglugerðarbreytingu. Ég þarf að benda þeim sem ekki þekkja til á að tómir geisladiskar eru ekki einungis notaðir undir tónlist, mikill meirihluti þeirra fer í afritun á tölvu- gögnum. Mér hefur verið sagt að í kjölfar þess að lagt var 4% höfundarréttar- gjald á geislaskrifara hafi líka verið lagt á 35% vörugjald ofan á það. Ef engin breyting kemur til þá mun íslenskur tónlistariðnaður verða fórn- arlambið. Tölvunotendur eru byrjaðir að mótmæla – http://www.quake.is/fall- en/motmaeli/ – hlustið áður en það verður of seint. HARALDUR ÓLI HARALDSSON, Stekkjargerði 6, Akureyri. Menntamálaráðherra gefur út veiðileyfi á íslenska tónlist Frá Haraldi Óla Haraldssyni: UMFJÖLLUN um krabbamein og krabbameinsvarnir hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undan- förnu, þar hefur meðal annars komið fram sú átakanlega stað- reynd, að engin fjölskylda á Ís- landi sleppur við kynni af hinum illvíga sjúkdómi. Einhvern veg- inn er það svo, að þegar meinsemdin greinist verða öll viðbrögð lamandi. Kvíði og angist ná heljartökum á nán- ustu skyldmennum. Dómurinn er fallinn og honum verður naumast áfrýjað. Það er því mikils virði eða frumskilyrði að sjúklingurinn fái góða aðhlynningu á viðkomandi sjúkrastofnun, að honum sé sýnd umhyggja, hlýja og virðing, svo hann fái að halda fullri reisn eins lengi og kostur er. Það er aðdáunarvert hversu hjúkrunarfólki og læknum tekst oftast vel til, með ómældri þol- inmæði. Við þau störf sem og önn- ur í samfélaginu eru ekki allir steyptir í sama mót, eins og eðli- legt má teljast, en sjálft hugvitið og þekkingin hjaðna, sem blekk- ing, sé hjartað ei með, sem undir slær. Meginatriðið er því kærleik- ur, þar sem annars staðar meðal manna. Kærleikurinn er hin æðsta líkn. FRIÐRIK EIRÍKSSON frá Hesti. Kærleikurinn hin æðsta líkn Frá Friðriki Eiríkssyni: Friðrik Eiríksson Það er sjúkum mikils virði að þeim sé sýnd umhyggja svo þeir fái að halda fullri reisn svo lengi sem kostur er. Morgunblaðið/Ásdís Á DÖGUNUM svaraði um- hverfisráðherra fyrirspurn á Alþingi um rjúpur. Fyrir- spurnin var í mörgum liðum. Einn þeirra laut að því hvað hægt væri að gera til þess að tryggja framtíð rjúpnastofns- ins. Þar var athygli mín vak- in. Í svari ráðherra sagði að það væri einkum tvennt. „Í fyrsta lagi að tryggja framtíð mikilvægustu uppeldissvæða rjúpunnar, t.d. að þau verði ekki eyðilögð með skógrækt, og í öðru lagi að banna skot- veiði ef um ofveiði er að ræða, líkt og gert var í ná- grenni Reykjavíkur 1999.“ Ég hef um langan aldur verið áhugamaður um fugla og skógrækt og tel mig hafa fylgst allvel með í þeim efnum. Samt hefur það einhvern veginn farið fram hjá mér ef birst hafa niðurstöður rannsókna um það að skógrækt hafi skert uppeldis- svæði rjúpu. Ég játa fúslega að þetta svar ráðherra kom mér á óvart, þar sem skógrækt er ekki aðeins talin skaðvaldur í afkomu rjúpnastofnsins, heldur í fyrsta sæti, á undan öðrum skaðvöldum eins og skotveiði. Þarna hlýtur að koma til vanþekking mín. Ég fer þess því á leit, að þeir sem vita og væntanlega hafa aðstoðað um- hverfisráðherra við þetta svar, leiði mig í sannleika um þetta. SIGURÐUR G. TÓMASSON, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Fyrirspurn um rjúpur Frá Sigurði G. Tómassyni: MIKIÐ MEGUM við Íslendingar vera hreyknir af því að innan um velviljaða meðalmenn á Alþingi sitja hetjur og hugsjónamenn sem skirrast ekki við að vaða eld og reyk fyrir húsbændur sína. Gott dæmi um slíka kjarkmenn, sem ekki láta staðreyndir þvælast fyrir sér, er þingmaður verslunarráðsins sem stórgáfaðir Norðlendingar kusu á þing. Nú flytur hann frumvarp um að braskarastéttinni í landinu skuli falið að dreifa áfengi til almennings. Enda hefur sú stétt staðið sig vel í tóbaks- dreifingunni. Í einni könnuninni kom fram að í átta af hverjum tíu versl- unum gátu börn orðið sér úti um þessa vöru. Því er náttúrlega nauð- synlegt fyrir húsbændur þing- mannsins að komast yfir áfengis- dreifinguna líka. Þó er hetjuskapur þessa þing- manns, sem er í raun bara að vinna fyrir kaupinu sínu, smámunir einir ef borið er saman við kjark þeirra sem flytja frumvarpið með honum. Ekki er vitað til að þeir séu á mála hjá braskarastéttinni en þó leggja þeir til að aðgengi að þessu eiturefni verði margfaldað. Ekki virðist hjúkrunarfræðingurinn í liðinu ótt- ast að ganga í berhögg við álit sér- fræðinga Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar sem telja að fáir dreifingarstaðir séu með betri for- varnarúrræðum. Þá er í greinargerð ýjað að því að hæfileg drykkja sé holl þó að sú stofnun, sem nú var nefnd, vari heil- brigðisstarfsmenn og aðra við að taka svo til orða. En hetjur fara gjarnan hamförum enda hollustan augljós á þeim fjölda hófdrykkjumanna sem hafa hætt að vera slíkir en hafið stórneyslu og hafnað á sjúkrahúsum eða í gröfinni. Frumvarpsmenn virðast hins vegar halda að hófneytendur séu víggirtur hópur sem engin hætta sé á að fari yfir strikið. Og þá kemur hollustan ekki síður í ljós í nágrenni fyrirtækja sjoppu- greifanna þar sem neytendur hinna bráðhollu veiga þeysa spýjum á gangstéttir, kasta af sér vatni við grindur og veggi og berja mann og annan. Að ekki sé minnst á hversu vel sést hve hollustan er mikil þegar neytendur setjast undir stýri og ger- ast ógn og skelfing annarra vegfar- enda. Þegar verið var að telja alþingis- menn á að hleypa bjórflóðinu yfir þjóðina var sagt að áfengisneysla myndi aukast eitthvað í byrjun en síðan jafna sig. Auðvitað varð sú ekki raunin. Aldrei hefur áfengisneysla aukist meira en á síðustu árum. Sú hefur líka alltaf orðið raunin ef slak- að hefur verið á hömlum á dreifingu þessa vímuefnis. Það þarf því meira en lítið hug- rekki, jafnvel þó maður sé í vinnu- mennsku, til að halda því fram að neyslan muni ekki aukast þegar fram líða stundir ef kaupmönnum verður selt sjálfdæmi um hvernig þeir dreifi þessu efni. Ef það væri rétt að fjöldi dreifingarstaða skipti engu þá gætum við sparað okkur all- ar hömlur á innflutningi svokallaðra ólöglegra vímuefna. Neyslan mundi lítið breytast þótt þau væru víðar á boðstólum en nú er. Frumvarpsmenn telja það fyrir- komulag, sem nú er á smásölu áfeng- is, tímaskekkju, best sé að fá áfeng- isdreifinguna í hendur þeirra tveggja risa sem mestu ráða á smá- sölumarkaðnum. Að sjálfsögðu vita þeir betur en löggjafar fyrri tíðar en þó þarf ekki lítinn kjark til að ráðast til atlögu við framlag manna á borð við Pétur Ottesen, Eystein Jónsson, Bjarna Benediktsson, Sigfús Sigurhjartar- son og Harald Guðmundsson til ís- lenskrar áfengismálastefnu. Og óskaplega eru þá flestir frænd- ur vorir á Norðurlöndum tímaskakk- ir, svo og íbúar um tuttugu ríkja vestanhafs og fleiri og fleiri. Það er í rauninni kátbroslegt að sjá krossriddara þeirra braskara, sem skirrast ekki við að selja neyt- endum kjötvörur frá kúariðulöndum, sitja svo aftarlega á merinni að þeir vita ekki einu sinni hvað klukkan slær. Það er ekki tímaskekkjan þar. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Aftarlega á merinni Frá Jóni K. Guðbergssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.