Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Soffía Helga-dóttir var fædd á
Mel í Norðfirði 23.
janúar 1925. Hún
lést á Landspítalan-
um 22. febrúar síð-
astliðinn. Foreldar
hennar voru hjónin
Soffía Guðmunds-
dóttir og Jón Helgi
Bjarnason. Systkini
Soffíu eru Guð-
mundur, f. 1913,
hann lést í snjóflóði
1974, Björg, f. 1915,
býr í Neskaupstað,
Bjarni, f. 1919, lést á
síðasta ári og Ólafía, f. 1918, býr
í Garði.
Móðir Soffíu lést við fæðingu
hennar og ólst Soffía því upp hjá
föður sínum og ömmu að Mel og
Björgu, eldri systur sinni.
Soffía giftist árið
1943 Jóhanni Jóns-
syni, f. 5. júní 1918,
d. 7 maí 1996. Þau
einuðust átta börn.
Þau eru: Jón Einar,
f. 1942, Guðmundur
Hrafn, f. 1944,
Bergþóra, f. 1945,
Helgi Sigurður, f.
1948, Rúnar Frið-
finnur, f. 1950 og
Hjálmfríður Björg,
f. 1952. Tvö börn
misstu þau ófull-
burða.
Soffía starfaði
lengst af á Fjórðungssjúkrahús-
inu í Neskaupstað, þar af var hún
matráðskona í 20 ár. Útför Soffíu
verður gerð frá Norðfjarðar-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Tengdamóðir mín kvaddi alltof
fljótt og óundirbúin. Bæði hún sjálf,
trúi ég, og við hin sem eftir sitjum.
Stutt sjúkrahúsvist og svo úrskurð-
ur um að ekkert væri hægt að gera.
Þegar ég kvaddi hana tíu dögum
fyrir andlát hennar, kvaddi ég hana
ekki eins og ég væri að kveðja hana
í hinsta sinn. En enginn ræður sín-
um næturstað og enginn veit hver
annan grefur.
Í janúar voru liðin 40 ár frá því
að ég kom inn í fjölskylduna að
Blómsturvöllum 16, þar sem Soffía
og Jóhann bjuggu til margra ára.
Ekki er hægt að segja annað en
mér hafi verið afskaplega vel tekið
af allri fjölskyldunni og samskipti
okkar allra hafa verið einkar góð í
gegnum tíðina. Börnin hennar urðu
vinir mínir, enda ekki mikill aldurs-
munur á okkur, nema tveimur
yngstu sem tóku mér frekar sem
systur en mágkonu.
Soffía var góð kona. Hún var
glæsileg kona með fallegt rauð-
brúnt hár sem enn var ekki farið að
grána og hún bar sig einstaklega
vel. Hún var vinur vina sinna og sá
vinahópur var stór og tryggur.
Henni féll betur en flest annað að
deila góðum stundum með sér
yngra fólki og hafði mikið dálæti á
barnabörnum sínum og síðar barna-
börnum. „Hver prjónar nú sokka
handa okkur?“ spurði yngri dótt-
ursonur minn þegar fjölskyldan var
að ræða um andlátið. Soffía var
gjafmild með afbrigðum og þegar
við vorum stundum að finna að því
við hana að hún ætti að eyða þess-
um krónum sem hún hefði í sjálfa
sig, það gengi ekki lengur að senda
tugi jólagjafa, játaði hún því en
breytti engu um. Ekkert stóð henni
nær en stórfjölskyldan.
Þegar Soffía missti mann sinn
1996, fannst mér að hluti af henni
hefði dáið með honum. Jóhann lá
lengi rúmfastur á sjúkrahúsinu hér
í Neskaupstað og var hún daglega
hjá honum öll þau ár og stundum
oft á dag. Þegar hún var syðra hjá
börnum sínum og barnabörnum
hafði hún miklar áhyggjur af hvern-
ig Jóhanni liði og hugurinn var ein-
att fyrir austan hjá honum. Þau
voru samhent hjón og afskaplega
dugleg. Þau höfðu yndi af ferðalög-
um og ferðuðust mikið um landið
meðan Jóhann gat ekið bíl. Þau
fóru saman til útlanda, bæði til
Evrópu og til Kanada og seinni ár
fór Soffía í slíkar ferðir með börn-
um og barnabörnum.
Ég held að ég geti fullyrt að aldr-
ei hafi borið skugga á okkar sam-
skipti í þessi 40 ár. Við vorum ekki
alltaf sammála en við bárum virð-
ingu hvor fyrir annarri og ég mat
Soffíu mikils. Hún var mér góð
tengdamamma og hún var börn-
unum mínum mikil og góð amma. Á
stundum þótti henni kannski nóg
um íþrótta-, félagsmála- og póli-
tíska stússið í mér en hennar stuðn-
ing átti ég alltaf vísan. Sjálf hafði
hún yndi af íþróttum og hafði leikið
handbolta á sínum yngri árum.
Það veit enginn hvað átt hefur
fyrr en misst hefur. Þannig hefur
mér liðið síðustu daga og spurn-
ingar leita á hugann. Ég veit þó að
þrautum hennar er lokið. Efst er
mér í huga þakklæti fyrir allt og
allt og ég kveð hana með því ljóði
sem mér þykir einna vænst um
allra ljóða og ég kvaddi móður mína
með. Ég held að þannig minnist
flestir móðurhandarinnar:
Hver strauk svo ljúft yfir lítinn koll,
svo létt um enni og vanga?
Hver leiddi af kærleik við heita hönd
þegar hafin var fyrsta ganga?
Hver vakti um nætur við barnsins beð,
með bæn og þrá á vörum?
Hver söng okkur kvæði um sólskinið,
þó sumarið væri á förum?
(Valdimar Hólm Hallstað.)
Þakka þér fyrir allt, elsku Soffía
mín.
Þín
Elma.
Elsku amma mín, nú er komið að
kveðjustundinni, auðvitað vissi ég
að einhvern tíma kæmi að henni, en
að ég væri undir hana búin er svo
af og frá. Mér finnst þú hafa verið
tekin frá mér allt of snemma, þú
sem mér fannst vera full að lífi og
áttir eftir að gera svo margt. En
þegar veikindi steðja að fáum við
víst litlu um það ráðið, en fyrir það
megum við þakka að veikindin
stóðu stutt yfir. Þú talaðir alltaf um
það við mig þegar ég var lítil stúlka
að ég myndi hugsa vel um þig í ell-
inni, því ég veit að þú kveiðst henni
svolítið, þannig að þótt þú hafir
horfið allt of fljótt þá veit ég að
þetta var þín ósk.
Amma Soffía var sérskaklega
kraftmikil kona sem vann hörðum
höndum fram á síðasta dag. Þegar
hún hætti störfum um sjötugt fór
hún að einbeita sér í ríkari mæli að
handavinnu sem við öll, barnabörn
og barnabarnabörn, njótum góðs af
og erum við þó um 50 talsins. Get-
um við nú hlýjað okkur í ullarsokk-
um með teppi við góðar minningar
um þig. Mikil félagsvera var amma
og hafði hún gaman af að spila við
okkur og spjalla og margt hefur þú
kennt okkur sem mun nýtast í lífs-
tíðarkapphlaupinu. Áhugasöm var
hún um það sem við barnabörnin
tókum okkur fyrir hendur, þegar
við stofnuðum heimili og eignuð-
umst börn. Ömmu þótti sérstaklega
gaman að gefa gjafir og þegar ég
stofnaði mitt heimili voru nánast öll
eldhústækin gjöf frá henni.
Margar góðar minningar á ég um
þig, elsku amma mín, og þær stund-
ir sem ég fékk að eiga með þér rétt
fyrir andlátið eru mér dýrmætar.
Það er erfitt að kveðja og ég mun
alltaf varðveita minningu þína í
hjarta mínu. Þótt þú sért farin mér
frá veit ég að þú vakir yfir mér.
Núna ert þú aftur hjá afa Jóhanni
sem var þér svo kær.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Elsku pabbi og aðrir aðstand-
endur, Guð gefi okkur styrk á þess-
um erfiðu tímum.
Ég kveð þig, elsku amma, og
þakka fyrir allar þær stundir sem
ég átti með þér.
Þín
Soffía Helgadóttir.
Elsku amma, það er sárt að
kveðja þig, konu gjafanna. Þú sem
alltaf varst að gefa okkur eitthvað,
það var mikið að gera hjá þér fyrir
jólin, búa til, pakka inn og koma frá
þér pökkum handa öllum sem þú
tengdist, til barna, barnabarna,
barnabarnabarna og tengdabarna,
enginn mátti verða útundan. En þú
gafst ekki bara pakka, þínar
stærstu gjafir var það stolt og hrós
sem þú gafst okkur. En enginn get-
ur gefið án þess að þiggja, þú hafðir
sérstaklega gaman af að umgangast
ungt fólk sem laðaðist líka að þér
og gaf þér mikið. Þú gældir og tíst-
ir framan í ungbörnin og þau gáfu
þér bros, engin gjöf fannst þér feg-
urri en sú.
Hvað er mikilvægara fyrir ungt
fólk en að heyra frá ömmu sinni
hvað maður er duglegur, sterkur,
klár og þar frameftir. Þú varst allt-
af tilbúin að láta okkur vita af því
og svo stolt af okkur hvar sem við
gátum látið eitthvað gott af okkur
leiða. Þetta var gagnkvæmt, ég var
svo oft stolt af þér og man fyrst til
þess sem smákrakki niðri á síld-
arplani, þegar ég var viss um að
amma væri sú fljótasta á planinu.
Það eina sem fyllir huga minn ró,
nú þegar ég kveð þig, amma mín,
er að þú komist aftur í návist afa
sem var þér svo kær og þú hugs-
aðir svo vel um, sérstaklega allan
þann tíma sem hann barðist við sín
veikindi.
Ég á ávallt eftir að minnast þín
sem hressrar og lífsglaðrar ömmu
sem ég var svo stolt af.
Kveðja.
Þín
Petra.
Í dag kveðjum við hinstu kveðju
ömmu okkar og langömmu sem
okkur öllum þótti vænt um. Það er
skrýtið að hugsa til þess að koma
austur í fjörðinn þinn og hitta þig
ekki. En við vitum að afi Jóhann
hefur tekið á móti þér opnum örm-
um og núna eruð þið saman aftur.
Okkur langar að kveðja þig,
elsku amma, með þessari litlu bæn:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Guð geymi þig, elsku amma okk-
ar.
Þórhallur og fjölsk., Elva Rut
og fjölsk. og Sunna Björg.
Elsku langamma. Okkur langar
til að kveðja þig og þakka þér fyrir
allt sem þú hefur gefið okkur í
gegnum árin, með þessari litlu bæn
sem þú hafðir svo mikið dálæti á:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. M. Joch.)
Við áttum þér svo mikið að þakka
og án þín værum við einfaldlega
ekki til. Það var oft gaman að
hlusta á þig og Nonna afa tala um
„gömlu dagana“ og þú varst alltaf
boðin og búin að baka handa okkur
kleinur eða prjóna á okkur sokka
og vettlinga. Þú varst alltaf tilbúin
að gera allt fyrir okkur. Við þökk-
um þér fyrir allt, elsku amma.
Atli Rúnar og Jón Gunnar.
Elsku amma. Áður en við kveðj-
um þig að fullu langar okkur að
minnast þín með nokkrum orðum.
Það er svo sárt að vita að við
fáum ekki að hitta þig aftur. Við
eigum aldrei framar eftir að sitja
fram á nótt að spila eða spjalla við
þig meðan þú prjónar, en erfiðast
verður að koma til Neskaupstaðar
og þú verður ekki þar. Við erum
svo þakklát fyrir að hafa þekkt þig
og að hafa átt þig fyrir ömmu.
Nú ert þú komin til afa á himn-
um og einn dag munum við öll hitt-
ast á ný. Guð geymi þig, elsku
Soffía amma.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt
Hafðu þar sess og sæti,
signaður Jesú mæti.
Ásmundur og Kristín Helga.
Elsku langamma. Ég held að þú
hafir ekki verið eins stolt af neinu
eins og íþróttafólkinu þínu. Þú
stóðst á bak við það og studdir með
hvatningu og gjöfum en umfram
allt léstu okkur vita hvað þú varst
stolt af okkur. Það var alltaf gaman
að fá þig í íþróttahúsið og það fór
ekki framhjá neinum með hverjum
þú stóðst. Það var líka mikil hvatn-
ing að koma til þín eftir leiki og fá
að heyra þessa setningu: Þú ert
alltaf langbest og flottust.
Mínar fyrstu minningar um þig
eru frá Blómsturvöllunum, en það
var ævintýri líkast að fá að vera
uppi á lofti, fara þar í feluleik eða
aðra leiki. Þó þar væri hvorki hátt
til lofts né vítt til veggja var loftið
okkar ævintýraheimur.
Ég á aldrei eftir að gleyma þeim
dögum fyrir síðustu jól þegar ég
kom til þín til að hjálpa þér við að
pakka inn öllum jólagjöfunum. Svo
mörgum og svo fallegum, til allra
þeirra sem þér þótti vænt um.
Þetta voru ekki fyrstu „jólapakka-
dagarnir“ okkar saman, ég hafði
fengið að gera þetta með þér
nokkrum sinnum áður og hlakkaði
alltaf jafn mikið til. En að þetta hafi
verið síðasti jólaundirbúningurinn
okkar saman er sárt að hugsa til og
erfitt að sætta sig við.
Guð gæti þín, elsku Soffía amma
mín.
Þín
Hulda Elma.
Góð vinakona hefur kvatt. Soffíu
kynntist ég þegar við fluttum á
Blómsturvellina fyrir 46 árum.
Fljótlega varð góður samgangur á
milli heimila okkar. Stelpurnar okk-
ar Anna og Hjalla eru jafnöldrur og
urðu fljótt góðar vinkonur og óhætt
er að segja að á Blómsturvöllum
hafi verið gott mannlíf.
Árin liðu, það bættust við börn á
mitt heimili sem Soffía tók sem sína
bestu vini. Einu sinni gaf hún Jóni
syni mínum hænu sem kölluð var
„rauð-bláa hænan hans Jonna“ og
trúlega hefur engin hæna á Íslandi
verpt önnur eins ósköp.
Oft var fjörugt og margt rætt í
litla eldhúsinu mínu. Seinna áttum
við stundir með þeim báðum, Soffíu
og Jóhanni, þegar hann fór að hafa
það léttara og stritinu lauk, en þau
unnu mikið, hörkudugleg bæði tvö
og áttu fyrir stórum barnahópi að
sjá. Jóhann lést 1996, þrotinn að
kröftum.
Seinustu árin bjó Soffía á Breiða-
bliki, heimili aldraðra hér í bæ.
Saknaði ég hennar mikið þegar hún
flutti af Blómsturvöllum, en við
hittumst þó af og til. Ekki grunaði
mig þegar ég kvaddi hana skömmu
fyrir jól og hún var að fara til
Reykjavíkur til lækninga og jóla-
dvalar, að við ættum ekki eftir að
sjá hana aftur hér á Norðfirði. Hún
var orðin mikið veik, en bar sig vel,
varð þó að gefast upp fyrir þeim
hræðilega sjúkdómi sem svo allt of
marga leggur að velli.
Við Herbert og börn okkar þökk-
um Soffíu öll árin okkar á Blómst-
urvöllunum. Börnum hennar,
tengdabörnum, systrum og stóra
afkomendahópnum sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Vertu sæl, vinkona, góða ferð.
Guðný Jónsdóttir.
SOFFÍA
HELGADÓTTIR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Sjáum einnig um
útfararþjónustu á
allri landsbyggðinni.
Áratuga reynsla.
!
! "# $
% &!
' ( # ) * '+ !'# &!
) ( # &!
! ( ( # )
% , ( # ) -)(!& &!
& ,% ( # &! .! ! # ! )
% )' % /