Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 21 Fagradal - Í tengslum við stefnumót- un á vegum Byggðaþróunarverkefnis í Vestur-Skaftafellssýslu er íbúum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps boðið til íbúaþings dagana 4.–8. mars. Verkefninu stýrir Sigurborg Kr. Hannesdóttir og henni til aðstoðar er Sædís Íva Elíasdóttir, verkefnisstjóri fyrir Byggðaþróunarverkefni í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Sigurborg segir að tilgangurinn með íbúaþinginu sé að fá fram sjón- armið íbúanna, leita eftir hver þeir telja vera helstu vandamálin í sveit- arfélaginu, hvaða drauma þeir eiga sér um framtíð þess og loks hvaða hugmyndir þeir hafa um lausnir. Í fyrrihluta íbúaþingsins verður safn- að saman öllum hugmyndum sem fundargestir vilja koma á framfæri, ekki þarf að fara í ræðustól heldur skrifa allir hugmyndir sínar á laus blöð. Fundir verða bæði á Kirkjubæj- arklaustri og í Vík og það er mjög mikilvægt að sem flestir sjái sér fært að koma og láta í ljós skoðanir sínar. Með því skýrist hvað er vilji íbú- anna. Niðurstöðurnar af báðum þess- um fundum og einnig af undirbún- ingsfundum sem haldnir hafa verið með nemendum í grunnskólunum í Vík og á Klaustri verða svo kynntar í máli og myndum á sameiginlegum fundi í Tunguseli í Skaftártungu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Boðið til íbúaþings Vestur-Skaftfellinga Dalvík - Þessi skemmtilega mynd var tekin um síðustu jól af fimm ættliðum í beinan kvenlegg. Stoltið leynir sér heldur ekki á andlitum kvennanna sem eru frá vinstri þær Loreley Gestsdóttir, Guðrún Krist- insdóttir, í fangi hennar er Ellen Helga Sigurðardóttir, þá Loreley Sigurjónsdóttir og Svanfríður Helga Matthíasdóttir. Fimm ættliðir á Dalvík Stykkishólmi - Viðskipta- og iðnað- arráðuneytið stóð fyrir opnun fundi í Stykkishólmi 28. febrúar. Þar mættu Valgerður Sverrisdóttir ráðherrra, Jónína Bjartmars alþingismaður og Magnús Stefánsson varaþingmaður. Valgerður hafði framsögu um mál- efni sem tilheyrðu hennar ráðuneyti og á eftir urðu líflegar umræður. Mestar umræður urðu um málefni RARIK. Hér í Stykkishólmi er svæðisskrif- stofa RARIK á Vesturlandi sem veit- ir mörgum atvinnu. Ráðherra greindi frá væntanlegu frumvarpi um skipt- ingu starfsemi RARIK í fjórar sjálf- stæðar stofnanir. Tilgangurinn væri að auka samkeppni og þjónustu til hagsbóta fyrir notendur. Heima- menn voru fylgjandi því að höfuð- stöðvar fyrirtækisins yrðu fluttar til Akureyrar, en lýstu áhyggjum sínum yfir þeirri óvissu sem ríkti í málefn- um RARIK og hvert yrði hlutverk svæðisskrifstofunnar í Stykkishólmi í framtíðinni. Ráðherra fullvissaði fundarmenn um að hér yrði rekin áfram öflug svæðisskrifstofa og að málin skýrðust á næstu vikum. Þingmenn voru spurðir út í ýmis mál sem eru ofarlega á baugi í þjóð- félaginu. Ekki voru þeir hrifnir af hugmyndum Kristins Gunnarssonar um breytingar á kvótakerfinu og töldu að ekki ætti að gera grundvall- arbreytingar á kvótakerfinu eins og hann leggur til. Bæði Valgerður og Jónína lýstu þeirri skoðun að Reykjavíkurflug- völlur ætti að vera á sínum stað og voru mótfallnar þeim hugmyndum að leggja hann af. Sjúkra- og áætlunar- flugi væri best fyrirkomið á flugvelli í Vatnsmýrinni. Þá var spurt hvort það væri í anda Framsóknarflokksins sem bæjaryf- irvöld í Hafnarfirði væru að gera með því að einkavæða skóla. Jónína Bjart- mars sagðist hafa kynnt sér vel hug- myndir Hafnfirðinga. Hér væru eng- in einkenni einkavæðingar á ferð. Hún væri fylgjandi því að gera þessa tilraun og hún væri spennandi. Markmiðið væri að auka gæði skóla- starfsins og tilraunin væri gerð á ábyrgð sveitarfélagsins. Það yrði fróðlegt að fylgjast með henni. Í lok fundarins var Jónína hvött til að lýsa yfir framboði í starf varafor- manns Framsóknarflokksins. Hún vékst undan því og sagðist enn vera að hugsa málin, en greinilegt var að hún er ekki búin að útiloka þann möguleika. Líflegar umræður um RARIK á fundi í Stykkishólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.