Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 23
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 23 HAGNAÐUR af rekstri Hampiðj- unnar nam 125,2 milljónum króna eftir skatta í fyrra á móti 147,4 millj- ónum árið áður. Hagnaður samstæð- unnar fyrir afskriftir og fjármagns- liði jókst verulega eða úr tæpum 156 milljónum í 214 milljónir. Hagnaður samstæðunnar fyrir aðrar tekjur og gjöld var 48 milljónir króna en sam- bærileg tala var 114 milljónir króna árið áður og munar þar mestu að fjármagnsliðir voru neikvæðir um 81 milljón króna í fyrra en voru hins vegar jákvæðir um 16 milljónir króna árið áður. Í tilkynningu frá Hampiðjunni kemur fram að þetta stafi af aukinni fjárbindingu sem og gengislækkun íslensku krónunnar en gengistap móðurfélagsins vegna langtímalána í erlendri mynt var 62 milljónir króna á síðasta ári. Aðrar tekjur og gjöld samstæðunnar voru samtals 142 milljónir króna en voru 96 milljónir króna árið 1999. Þessi liður saman- stendur af 110 milljóna króna hagn- aði vegna sölu hlutabréfa í Útgerð- arfélagi Akureyringa, 122 milljóna króna hagnaði vegna samnings um uppbyggingu verslunar- og skrif- stofuhúsnæðis á lóð Hampiðjunnar við Bíldshöfða og gjaldfærðum lang- tímakostnaði að upphæð 89 milljónir króna. Velta Hampiðjunnar jókst um 51% í 2.250 milljónir. Veltuaukningin stafar að miklu leyti af kaupum Hampiðjunnar á J. Hinrikssyni ehf. og Swan Net Ltd. í lok árs 1999 en einnig var ágæt aukning í sölu á hefðbundnum framleiðsluvörum móðurfélagsins, sem og á veltu ann- arra dótturfyrirtækja og var innri vöxtur 13%. Söluaukning hjá dótturfélögum „Starfsemi dótturfélaga Hampiðj- unnar gekk ágætlega á síðasta ári og varð töluverð söluaukning hjá þeim. Þannig jókst salan í Seattle um 45%, salan í Namibíu jókst um 70% og sal- an í Nýja-Sjálandi jókst um 30%, í mynt hvers lands. Afkoma allra þessara starfstöðva fyrir afskriftir og fjármagnsliði batnaði á árinu. Viðsnúningur varð á rekstri Swan Net á Írlandi og var þokkalegur hagnaður af starfseminni á árinu en mikið tap árið áður. Um 73% af heildarveltu samstæðunnar voru vegna útflutnings eða starfsemi er- lendis og hækkaði þetta hlutfall úr 62% árið áður,“ að því er fram kemur í tilkynningu til Verðbréfaþings Ís- lands. Í tilkynningu segir að ljóst sé að vöxtur Hampiðjunnar sé og verði áfram erlendis. „Afkoma Hampiðj- unnar á árinu var í þokkalegu sam- ræmi við væntingar stjórnenda félagsins. Tekjumarkmiðin náðust að mestu en nokkrir verkir og ýmis aukakostnaður fylgdu þessum vexti. Einnig truflaði hátt gengi íslensku krónunnar fyrri hluta ársins rekst- urinn sem og mikil þensla á vinnu- markaði. Framlegðarmarkmið náð- ust því ekki að fullu. Veltufjárhlutfall í árslok var 1,8.“ Stefnt að 11% framlegð Hampiðjan festi á árinu kaup á 60% hlut í danska veiðarfærafram- leiðandanum Cosmos Trawl. Fyrir- tækið er stærst á sínu sviði í Dan- merku og var velta þess um 550 milljónir króna á síðasta ári. Mark- mið Hampiðjunnar með samstarfinu við Cosmos er að breikka vörulínu félagsins en jafnframt auka inn- kaupastyrk félagsins sem og að nýta betur framleiðslugetu Hampiðjunn- ar. „Lægra gengi íslensku krónunn- ar styrkir rekstur móðurfélagsins og sala fyrstu tvo mánuði er í takt við áætlun. Rekstraráætlun þessa árs gerir ráð fyrir að velta samstæðunn- ar aukist um 30% og að hún verði um þrír milljarðar. Þar munar mestu um tilkomu Cosmos Trawl í samstæðuna en einnig er gert ráð fyrir að innri vöxtur verði yfir 10%. Framlegð félagsins í fyrra var 9,5% en mark- miðið er að framlegðin verði yfir 11% á árinu 2001,“ segir ennfremur í til- kynningunni. Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn föstudaginn 9. mars og verður lögð fram tillaga stjórnar um greiðslu 8% arðs til hluthafa. /   - * # $ "%                                 !"#                                !                   !   "   !"#  "!$  #%   "$"   &     &      #$%&' #$((& $%& ') '( #* $$) &* + *$+ ')  "#$# #$,%, #$,%, "#$# #'* '-. #%. ,%) %$, %*, -., )., -*, /%(, $)$, /', *, /$%, %*, %, '', %*, -, -(,      0  12  2 12  2 12  2     0           0   Hagnaður Hampiðjunnar 125 milljónir AFKOMA Eimskipafélagsins var nokkru betri en spá Landsbankans gerði ráð fyrir, að sögn Jónasar Gauta Friðþjófssonar, á alþjóða- og fjármálasviði Landsbanka Íslands, þó í megindráttum í takt við vænt- ingar. „Sé litið fram hjá söluhagnaði lóða, skipa og hlutabréfa var hagn- aður fyrir afskriftir 9,8% af rekstr- artekjum samstæðunnar. Á móti hefur framlegðin verið á bilinu 12– 14% síðastliðin ár. Helstu ástæður þessarar lækkunar eru aukin sam- keppni, olíuverðshækkanir, innlend- ar kostnaðarhækkanir og óhagstæð þróun erlendra gjaldmiðla. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur þannig 138 m.kr. og þar sem fjármagnsliðir voru neikvæðir um 1.428 m.kr., ef söluhagnaður hluta- bréfa er tekinn frá, var eina leið félagsins til að sýna jákvæða af- komu að selja eignir með hagnaði. Fjármunamyndun af rekstri móður- félagsins lækkaði milli ára úr 1.418 m.kr. í 154 m.kr., sem endurspeglar lága framlegð vegna sérlega erfiðra rekstrarskilyrða á liðnu ári og veltu- fé frá rekstri samstæðu lækkaði um 47%.“ Jónas Gauti segir stöðu Eim- skipafélagsins nokkuð erfiða sem stendur þar sem flutningarekstur- inn er ekki arðbær og fjármagns- kostnaður hefur aukist með vaxandi skuldsetningu. „Endurnýjun skip- astóls, fyrirhugaður rekstur vöru- hótels ásamt auknum verkefnum er- lendis getur þó skilað sér í bættri afkomu á næstu árum. Erfiðara verður að auka tekjur flutninga- starfseminnar vegna samkeppni, sem eykst ef áform erlends skipa- félags að hefja áætlanaflutninga til landsins verða að veruleika. Þá mun afkoman einnig markast af þróun ytri skilyrða sem fyrr,“ segir Jónas Gauti. Afkoma dótturfélaga ágæt Að sögn Guðrúnar Ólafsdóttur, greiningardeild Kaupþings, vekur athygli að á kynningarfundi með forsvarsmönnum Eimskipafélagsins í gær kom fram að á sama tíma og flutningsmagn eykst um 4,3% aukast flutningstekjur aðeins um 1,7% og er harðri samkeppni eink- um kennt um bæði innanlands og erlendis. „Einnig kom fram í máli forstjórans að 1.300 m.kr. rekstr- arhalli var hjá móðurfélaginu en hins vegar var afkoma dótturfélaga ágæt og var í því sambandi minnst á dótturfélög félagsins í Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Svíþjóð.“ Fram kom á fundinum að til lengri tíma er ekki hægt að reka flutningastarfsemi með sömu af- komu og var í ár og má því búast við gjaldskrárhækkunum á árinu. Hins vegar eru ýmis spennandi verkefni í gangi og ber þar hæst byggingu nýs 19.300 fermetra vöruhótels sem áætlað er að taka í gagnið síðari hluta árs 2002. „Að undanförnu hef- ur Greiningardeild mælt með því að fjárfestar haldi bréfum sínum í félaginu. Mat okkar er óbreytt að svo stöddu en unnið er að greiningu á félaginu sem kemur út á næst- unni,“ að sögn Guðrúnar. Afkoma Eim- skips í samræmi við væntingar 125 millj- óna varúð- arfærsla FJÁRFESTINGARSJÓÐURINN Talenta-Hátækni var rekinn með 188 milljóna króna tapi í fyrra en inni í þeirri tölu er 125 milljóna varúðar- færsla í rekstrarreikning sjóðsins vegna óskráðra bréfa í eign félagsins og hefur hún bein áhrif á rekstrarnið- urstöðu sjóðsins. Afkoma eftir skatt á hverja krónu nafnverðs var neikvæð um 0,16 eða 16%. Fjármunatekjur Talentu-Hátækni námu tæpum tólf milljónum króna en fjármagnsgjöld 32 milljónum. Eigið fé sjóðsins var í árslok tæpir 1,18 milljarðar króna, þar af 973 milljónir í hlutabréfaeign en um 207 milljónir í skammtímakröf- um og peningum. Bjarni K. Þorvarðarson, sjóðstjóri Talentu-Hátækni, segir að eignir sjóðsins í óskráðum félögum séu færðar á kaupverði samkvæmt al- mennum reikningsskilavenjum. Hann segir að þótt almennt sé erfitt að meta gengi óskráðra félaga, sé ljóst að gengi nokkurra félaga í eigna- safni sjóðsins hafi lækkað og hafi sum félög, eins og Oz.com og Skynet Tel- ematics, lækkað umtalsvert síðan bréf voru keypt í þeim og því hafi þessi varúðarfærsla verið færð til gjalda á rekstrarreikning. Hækkun gengis annarra félaga í safninu vegi þó einnig á móti að einhverju leyti. Talenta-Hátækni var skráð á Verð- bréfaþing Íslands í lok júní í fyrra og í tilkynningu sjóðsins kemur fram að hann hafi fjárfest í níu fyrirtækjum fyrir 280 milljónir króna frá þeim tíma. Fyrirtækin eru Ax – hugbún- aðarhús, Halló-Frjáls Fjarskipti, Radíómiðun, Svar, Lína.Net og Best- un og ráðgjöf. Sjóðurinn tók einnig þátt í hlutafjáraukningu hjá Kuggi, HSC og Taugagreiningu. „Mikill vöxtur veltu hefur einkennt fyrirtæk- in í eignasafninu en félögin hafa að meðaltali vaxið yfir 40% árlega síð- ustu þrjú ár. Rekstraráætlanir flestra félaganna gera ráð fyrir álíka vexti á þessu ári.“ Aðstoða við útrás fyrirtækjanna Talenta-Hátækni fjárfestir í tækni- fyrirtækjum, einkum á sviði hugbún- aðar, tölvutækni og fjarskipta og hafa sviðin svipað vægi í eignasafni sjóðs- ins. Eitt meginhlutverk sjóðsins er að aðstoða félög sem sjóðurinn á ráðandi hlut í við útrás á erlenda markaði, fjármögnun og leit að samstarfsaðil- um. Meðal annars hefur sjóðurinn tekið þátt í samruna Halló-Frjálsra fjarskipta við breska fyrirtækið Mint Telecom Ltd. og fjármögnun samein- aðs félags. Auk þess hefur sjóðurinn aðstoðað við 20 milljóna dollara fjár- mögnun Mint Telecom sem stendur yfir en hún gerir fyrirtækinu kleift á að setja upp GSM-kerfi á Íslandi. Tap Talentu-Hátækni 188 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.