Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 60
Í Morgunblaðinu 13. febrúar síðastlið- inn mátti lesa grein með fyrirsögninni „Hvar eru þingmenn Sunnlendinga?“ Höfundar eru tveir fyrrverandi forystu- menn Sjálfstæðis- flokksins í bæjarmál- um á Selfossi. Í greininni er eink- um spurt eftir aðgerð- um í breikkun og lýs- ingu á veginum yfir Hellisheiði, samfara því að gagnrýna millj- ónaaustur í Reykja- nesbraut, svo notuð séu þeirra eig- in orð, meðan ekkert er gert á Hellisheiði. Í greininni eru þingmenn Sunn- lendinga allir kallaðir fram með nafni. Fram að þessu hafa hinir eftirlýstu þingmenn lítt haft sig í frammi, en þess er að vænta, að mennirnir finnist, og málefninu, sem um er spurt, skili fram á veg- inn og betur en verið hefur. Á undanförnum nokkrum árum hefur verið rætt um nauðsyn toll- hafnar í Þorlákshöfn. Þegar rætt er um vöntun á framkvæmdum á vegabótum og lýsingu yfir Hellis- heiði er ástæða til að rekja sorg- arsöguna um tollhöfn í Þorláks- höfn, ef vera mætti, að saga þess máls á Alþingi þyrfti ekki að end- urtaka sig í öðrum framfaramálum á Suðurlandi. Nóg er samt. Fyrir fáum árum kynnti ég þá sögu með eftirfarandi orðum, sem ég tel ástæðu til þess að endurtaka nú af þessu tilefni. Hvernig komið var í veg fyrir að tollhöfn í Þorlákshöfn yrði ákveðin á Alþingi 1994 Á þinginu 1993–94 fluttu Guð- mundur Hallvarðsson og nokkrir aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins frumvarp um breytingu á tolla- lögum, þar sem kveðið var á um, að fjármálaráðherra væri heimilt að reka eða leyfa rekstur verslana með tollfrjálsar vörur, þ.á m. áfengi og tób- ak, í flugstöðvum á stærri flugvöllum landsins í tengslum við farþegaflutninga milli landa. Heimild þessi gilti einnig um sams konar rekstur í stærri höfnum. Þetta frumvarp af- greiddi efnahags- og viðskiptanefnd sam- hljóða frá sér inn í þingið til afgreiðslu og hefði það væntanlega hlotið samþykki. Fyrir þessari nefnd lá og frumvarp þingmanna Suðurlands og Austurlands um tollhafnir á Höfn í Hornafirði og í Þorlákshöfn. Að þingmenn Suðurlands og Aust- urlands fluttu það frumvarp má rekja til fyrirspurnar Guðna Ágústssonar til fjármálaráðherra þess efnis, hvers væri að vænta um aðaltollhöfn í Þorlákshöfn. Þar var ráðherra neikvæður og vildi bíða eftir allsherjarúttekt um þörf á tollhöfnum. (Staða tollhafnar á Sel- fossi yrði að sjálfsögðu óbreytt, þótt tollhöfn í Þorlákshöfn gengi fram.) Frumvarpið gekk ekki fram vegna annarlegra sjónarmiða Formaður nefndarinnar var þá Halldór Ásgrímsson, þá nýbakaður formaður Framsóknarflokksins. Hann sá sér hins vegar leik á borði, fékk alla nefndina í lið með sér að flytja breytingartillögu við mál Guðmundar Hallvarðssonar og fleiri, um að taka Höfn í Hornafirði þar inn sem tollhöfn, en skildi Þor- lákshöfn eftir, sleppti henni í breytingartillögunni. Um þetta samdi hann við fjármálaráðherra, að sögn. Sjálfur formaðurinn not- aði kjördæmapot til þess að koma þessu fram fyrir Höfn í Hornafirði. Hvers áttu Þorlákshafnarbúar að gjalda? Þar eru líka framsóknar- menn eins og á Höfn í Hornafirði. Þar er líka mikið af fólki úr öðrum flokkum. Eggert Haukdal og Guðni Ágústsson fluttu breytingartillögu við þetta mál, þegar þeir sáu „leik Halldórs Ásgrímssonar“. Þeir lögðu til að bæði Höfn og Þorláks- höfn yrðu tollhafnir. Þeir voru Halldóri fremri að taka báða stað- ina. Þegar málin voru komin í þenn- an farveg hefði verið eðlilegt hjá fjármálaráðherra, úr því hann var búinn að samþykkja Höfn í Horna- firði fyrir framsóknarmanninn Halldór Ásgrímsson, að styðja líka Þorlákshöfn. En því var ekki að heilsa. Fyrir sjálfstæðismanninn Eggert Haukdal, fyrir framsókn- armanninn Guðna Ágústsson og fyrir Þorlákshafnarbúa var ekkert hægt að gera. Og öll mál stöðv- uðust og í dag eru tafirnar orðnar 6–7 ár. „Afrek“ Halldórs Ásgrímssonar og Friðriks Sophussonar fyrir Þor- lákshafnarbúa voru því mikil á maídögum 1994, eða hitt þó heldur. Forsætisráðherra og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins lögðu að Friðriki að láta Þorláks- höfn ganga fram. Allt kom fyrir ekki. En hvar voru þeir Þorsteinn Pálsson og Árni Johnsen meðan á þessu stóð? Fræg eru orð Davíðs Oddssonar: „Svona gera menn ekki.“ Eiga þau ekki hér við? Tollhöfn á Selfossi Fyrir hálfum öðrum áratug barst ljósgeisli til Suðurlands með tollhöfn á Selfossi. Ég bað Óla Þ. Guðbjörnsson skólastjóra að segja Svona gera menn ekki Eggert Haukdal Tollhafnir Sunnlendingar eiga því mikið að þakka Eyjólfi heitnum Konráði Jóns- syni, segir Eggert Haukdal. Höfundur er fyrrverandi alþingis- maður fyrir Sunnlendinga. mér þá sögu í stuttu máli. Frásögn hans fer hér á eftir. „Það mun hafa verið í kringum 1984 sem sveitarstjórnarmenn á Selfossi fóru að huga að því að vinna að því að fá samþykkta toll- höfn á Selfossi. Líklega hefur það verið í fyrsta sinn, sem menn létu sér detta í hug, að fá samþykkta tollhöfn inni í landi hér á Íslandi. Þegar þetta bar að stóð svo á, að breyting á tollhafnalögum stóð yfir á Alþingi. Hafði fyrsta umræða málsins farið fram í fyrri deild þingsins, sem var þáverandi efri deild Alþingis. Nú voru góð ráð dýr og ekki um annað að ræða en hafa hið snarasta samband við for- mann fjárhags- og viðskiptanefnd- ar efri deildar, sem þá var Eyjólfur Konráð Jónsson, og freista þess að fá hann til liðsinnis í málinu með því að bera þá tillögu upp í nefnd- inni, að nafni Selfoss yrði bætt í upptalningu tollhafna í frumvarp- inu. Er skemmst frá því að segja, að Eyjólfur Konráð brást afar vel við þessari málaleitan og innan við hálfum mánuði síðar var tollhöfnin á Selfossi samþykkt sem hluti þá- verandi tollhafnalaga. Í framhaldi af þessu opnuðu bæði stærstu skipafélögin, Eimskip og Samskip, afgreiðslur á Selfossi og fljótlega fundu menn, hvílíkt hagræði og raunar beinn fjárhags- legur sparnaður fylgdi þessari nýj- ung fyrir allt svæðið austan Hellis- heiðar. Áður höfðu menn þurft að fara til Reykjavíkur að minnsta kosti tvívegis, ef ekki oftar, vegna hverrar sendingar sem þeir þurftu að fá tollafgreidda, hvort sem um var að ræða rekstrarvörur til iðn- aðar eða annað, og síðan þurftu menn að annast flutning vörunnar austur á eigin kostnað. Eftir að tollafgreiðslan á Selfossi var opnuð fór tollafgreiðslan þar fram og flutningskostnaður austur að Selfossi var innifalinn í flutn- ingskostnaðinum til landsins. Óhætt er að fullyrða, að þessi ár sem liðin eru frá þessari breytingu hafa margir á þessu svæði sparað bæði tíma og ómælda fjármuni í því hagræði, sem þarna náðist fram. Og því má ógjarnan gleyma, að þetta varð á þessum tíma ekki síst vegna drengilegra viðbragða fyrst og fremst eins manns, Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar, sem sjálf- ur átti þó þarna engra hagsmuna að gæta.“ Hér lýkur frásögn Óla Þ. Guð- bjartssonar. Hér skal áhersla lögð á það, að Eyjólfur Konráð, sem var formað- ur efnahags- og viðskiptanefndar, taldi sig ekki þurfa að ráðgast við neinn sér hærra settan, hann spurði hvorki kóng né prest, held- ur hafði hraðar hendur og fékk málið samþykkt samhljóða í nefnd- inni. Þar var munur á, miðað við framgöngu Halldórs Ásgrímssonar, sem hér var rakin að framan. Sunnlendingar eiga því mikið að þakka Eyjólfi heitnum Konráði Jónssyni. Lokaorð Skömmu eftir að Halldór E. Sig- urðsson, alþingismaður og ráð- herra Framsóknarflokksins, lét af opinberum störfum hitti ég þann mæta mann eitt sinn á förnum vegi. Hann sagði þá við mig, að sér sýndist höfuðnauðsyn fyrir velferð lands og þjóðar, að formenn stóru stjórnmálaflokkanna, sem löngum væru við völd hér á landi, væru mikilhæfir menn. Undir þetta má taka. Sem betur fer hefur þetta oft farið eftir og við nefndum mörg nöfn, sem gert hafa garðinn fræg- an í þessum efnum. Nú er framundan flokksþing Framsóknarflokksins. Væri ekki ráð fyrir þann ágæta flokk að draga á flokksþinginu niður fána gjafakvótakerfis til fárra útvalinna og færa byggðunum aftur rétt til fiskveiða, og draga jafnframt niður fána innflutnings á erlendum fóst- urvísum búfjár og innflutnings er- lends kjöts og hlífa landinu þannig við kúariðu? Sem betur fer sýnist enn langt í land með að Halldór Ásgrímsson fái meirihluta á Al- þingi til þess að keyra þjóðina inn í EB. UMRÆÐAN 60 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚNA! BÚNAÐARBANKI Íslands sendi frá sér tilkynningu sl. mánu- dag, þar sem segir að tjón íbúa við Aðaltún í Mosfellsbæ vegna Að- altúnsmáls, sem fram kom í fréttum Stöðvar 2 sl. sunnudag, sé vegna gjaldþrots Hamra hf. en ekki vegna „óeðlilegra við- skiptahátta Búnaðar- bankans“. Þetta er alrangt! Hið raunverulega tjón, skuldabréf til gjalda hjá Búnaðarbanka Ís- lands upp á tæpar 3.000.000,- á hvert heimili í 6 húsum við Aðaltún, er einmitt tilkomið vegna „óeðli- legra viðskiptahátta“ Búnaðarbank- ans. Bankinn hefði á sínum tíma, og hefur ennþá í dag, möguleika á að koma í veg fyrir að þetta tjón falli áfram á íbúana í Að- altúni. Allt sem þarf er mannlegur hugsunar- háttur, vilji og eitt pennastrik. Það má deila um það hvort bankinn hafi ver- ið með „óeðlilega við- skiptahætti“ þegar hann rak málið fyrir dómstólum, en það sem á eftir kom, þegar bankinn sá fram á að hann gæti notfært sér mistök bæj- arfógetans í Hafnarfirði vegna þing- lýsingar tryggingarbréfsins og mal- að gull, þannig að höfuðstóllinn breyttist úr 7.200.000,- yfir í rúmar 25.000.000,- á kostnað saklausra íbúa Aðaltúns, þá varð græðgin öll- um eðlilegum viðskiptaháttum yfir- sterkari. Eru það eðlilegir viðskiptahættir að færa skuld frá gjaldþrota bygg- ingarfyrirtæki yfir á saklausa íbúð- arbyggjendur sem hafa ekkert kom- ið nálægt skuldinni og ekki séð krónu af henni? Eru það eðlilegir viðskiptahættir að krefjast dráttar- vaxta í 7 ár af skuldinni af sömu íbú- um án þess að senda þeim reikning fyrir skuldinni, heldur stefna þeim beint fyrir dómstóla? Hver er hugs- unin á bak við það að krefja íbúana um dráttarvexti annar en sá, að not- færa sér varnarleysi þeirra og reyna að græða sem mest á trygg- ingarbréfinu? Á meðan málið var fyrir dómstól- um gerði Búnaðarbankinn aðför að öllum húseignum í Aðaltúni sem ekki voru þegar seldar og voru í eigu hins gjaldþrota bygg- ingarfélags. Hinn 5. desember 1995 fær Búnaðarbankinn greiddar 8.477.066,- frá fógetaembættinu vegna uppboðs á þessum húsum. Á þessum tímapunkti fær bankinn staðgreidda peningaupphæð sem var 1.277.066,- hærri en trygging- arbréfið sjálft, frá þeim aðilum sem stofnuðu upphaflega til skuldarinn- ar. Var bankinn ekki með þessu bú- inn að fá tryggingarbréfið greitt að fullu? Hefðu það ekki verið eðlilegir viðskiptahættir hjá Búnaðarbank- anum á þessu stigi að láta numið staðar í innheimtu? Nei, nú hafði græðgin náð öllum tökum á stjórn- endum bankans og allt siðgæði fokið út í veður og vind, nú átti einnig að gera aðför að saklausum íbúum Að- altúns og láta þá greiða hátt í 20.000.000,- í dráttarvexti (7 ára dráttarvextir) af höfuðstóli sem var í reynd búið að landa inn í bankann. Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir? Á þessum tíma var um 8 lóðir að ræða sem stóðu í vörnum við dóm- stóla, 6 lóðir (eignir) í eigu íbúa Aðaltúns og 2 lóðir í eigu Mosfells- bæjar. Skyndilega aflétti Búnaðar- bankinn veðinu á 2 lóðum Mos- fellsbæjar. Skuldinni (dráttarvöxt- unum) hefði átt að skipta í 8 jafna hluta. Búnaðarbankinn hefði getað selt þessar tvær lóðir til að fá inn meiri peninga, en gerði það ekki. Í staðinn flutti bankinn þau veðbönd sem áttu að standa á þessum lóðum, yfir á íbúana. Þetta þýddi að íbú- arnir fengu á sig hærri skuld þar sem skuldinni (dráttarvöxtunum) var að lokum skipt í 6 hluta í stað 8 ef Mosfellsbær hefði greitt sinn hlut. Í dag á Mosfellsbær þessar tvær lóðir veðbandalausar og getur selt þær aftur og þannig hagnast tvisvar sinnum á þeim! Mosfellsbær dró sig hljóðlega út úr þessu máli án þess að Búnaðarbankinn gerði athuga- semdir og íbúarnir sitja uppi með veðböndin og skuldina. Eru þetta eðlilegir viðskiptahættir? Þegar málið er skoðað í viðskipta- legu samhengi, þá kemur í ljós að Búnaðarbanki Íslands er aðalvið- skiptabanki Mosfellsbæjar og vill að sjálfsögðu halda áfram þeim við- skiptum. Að lokum þetta. Hvaða kenndir hjá stjórnendum Búnaðarbanka Ís- lands liggja að baki því að krefjast tæplega 20.000.000,- í dráttarvexti af saklausu fólki sem stendur í nauð við húsbyggingar vegna gjaldþrots verktaka, þegar bankinn er þegar búinn að fá greiddar 8.477.066,- upp í tryggingarbréf sem hljóðaði upp á 7.200.000,-? Það er mannlegt að við- urkenna mistök sín og rétta af sitt mannlega siðferði. Telur Búnaðar- bankinn, að þessar aðgerðir sem hér hafa verið nefndar, vera eðlilega viðskiptahætti? „Óeðlilegir viðskipta- hættir“ Búnaðarbankans í Aðaltúnsmáli Hallur Birgisson Höfundur er íbúi við Aðaltún í Mosfellsbæ. Viðskipti Eru það eðlilegir við- skiptahættir, spyr Hall- ur Birgisson, að færa skuld frá gjaldþrota byggingafyrirtæki yfir á íbúðarbyggjendur sem ekkert hafa komið ná- lægt skuldinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.