Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐUR á Alþingi geta tekið á sig hinar margbreytilegustu myndir. Stundum eru þingmenn glaðir í sinni, enda dregur hver dám af sín- um sessunaut; tala af eldmóði um landsins gagn og nauðsynjar ellegar drúpa alvarlegir höfði og ræða af ein- urð og einlægni um viðsjárverða hluti á borð við verðbólgu og við- skipti. Sem nærri má geta er stund- um gaman í sölum Alþingis, stundum ekki. Viðfangsefni löggjafar- sam- kundunnar eru enda misánægjuleg og ákveðna hluti verður jú að setja reglur um og ræða. Stundum gerist það líka að fyrir hreina og beina tilviljun stíga þing- menn upp í ræðustólinn og flytja magnaðar stólræður um aðskilj- anlegustu mál; messa yfir þingheimi og hreinlega láta móðan mása þar til aflétt er oki hversdagsins og áhyggj- um morgundagsins; þar til útrás er fengin fyrir söguskýringar og flókn- ar stjórnmálapælingar. Þangað til næstum allt hefur verið sagt um til- tekið málefni og einhvern veginn væri algjörlega tilgangslaust að bæta þar einhverju við. Þetta er sag- an af því þegar viðskiptaráðherra álpaðist í sakleysi sínu sl. fimmtudag til að geta þess í umræðu um stöðu byggðanna að stjórnmálaforinginn Steingrímur J. Sigfússon hafi ekki einasta verið andstæðingur sam- vinnuhreyfingarinnar á sinni tíð og þar með allra réttsýnna framsókn- armanna. Nei, hann hefði líka framið þá höfuðsynd einhvern tímann í fyrndinni að segja sig úr kaupfélag- inu norður á Þórshöfn á Langasandi. Og – mátti greina á tali ráðherra – svoleiðis gera menn ekki. Eflaust hefði einhver þingmaður andvarpað þunglega, enda vitað að spott og spé kemur mörgum á kné, stunið máske líka en látið svo kjurrt liggja. En sá þingmaður er heldur ekki Steingrímur J. Sigfússon og tekur ekki til máls í nálega níu af hverjum tíu umræðum á þingi og stendur aldrei á gati þegar talið berst að pólitík. Nei, ýmsir verða brögðum fegnir og Steingrímur J. ætlaði sko ekki að láta neinn eiga neitt inni hjá sér með kaupfélögin eða sambandið og úr varð einhver magnaðasta en um leið sérstæðasta ræða sem lengi hefur verið flutt á Al- þingi við Austurvöll. Í umræðum á eftir um breytingu á lögum um sam- vinnufélögin – heppileg tilviljun, eins og þingmaðurinn benti sjálfur á – kom svo tækifærið. Ræða sem allt í senn var uppgjör gamals lopapeysu- komma við bændaforystuna í heima- héraði, uppgjörið við kaupfélagið sem hafði vogað sér að taka þátt í „hermanginu“ eins og þingmaðurinn orðaði það. Og þetta var uppgjörið við blessaða framsóknarmennina sem höfðu spillt hinni göfugu hug- mynd um samvinnuna og samvinnu- félögin og með hagsmunapoti sínu höfðu tekið flokkshagsmuni fram yf- ir hagsmuni fólksins og máttu sjá eftir sambandinu og stolti þess, kaupfélögunum, verða tannhjóli tím- ans að bráð. Þetta var ræðan þegar Steingrímur J. gerði upp málin og útskýrði hvers vegna hann í ósköp- unum hafði haft fyrir því að segja sig úr blessuðu kaupfélaginu forðum daga. „Menn mega kalla mig komm- únista,“ sagði Steingrímur og kvaðst stoltur af því að hafa lagt sveitungum sínum lið í baráttunni gegn her- manginu og komið því til leiðar að það færðist fremur austur á firði. „Mjög stoltur,“ bætti hann við, „því ég fór eftir minni sannfæringu.“ Og upp úr dúrnum kom að Stein- grímur er af samvinnufólki kominn. Honum hefði meira að segja þótt vænt um samvinnuhreyfinguna og hann hefði tekið mjög sárt fall henn- ar og þar með sárin byggðanna. En heldur fór ekki á milli mála hverjum fallið var að kenna og í hita leiksins voru tínd til skelfileg smáatriði úr fortíðinni eins og skylduáskrift að Tímanum við stofnun reiknings í kaupfélaginu. Nei, Steingrímur hafði greinilega engu af þessu gleymt. Samt er það svo merkilegt að ræð- an um Steingrím og samvinnuhreyf- inguna verður örugglega ekki ein þeirra sem rifjaðar verða upp þegar helstu afrek hans í þingsölum verða reifuð síðar meir. Ekki er einu sinni víst að hennar verði getið neðanmáls í stjórnmálaritum um Vinstri hreyf- inguna – grænt framboð og hennar helsta forystumann og stofnanda. En hvaða máli skiptir það? Sá sem þetta ritar mun líklega aldrei gleyma þess- ari ræðu. Ekki heldur Steingrímur sjálfur og hvað þá blessaður við- skiptaráðherrann. Þetta var bara þannig ræða.      Þegar Steingrímur J. sagði sig úr kaupfélaginu EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is Í greinargerð með tillögunni segir að núverandi form sé beinlínis íþyngj- andi. Hvernig þá? „Núverandi kerfi er mjög íþyngj- andi. Það er stefna íslenskra heil- brigðisyfirvalda að stýra málum með þeim hætti að aldraðir séu sem lengst heima hjá sér. Eignarskattur á íbúð- arhúsnæði er hins vegar beinlínis andstæður þeirri hugsun og af þeim sökum býr fjöldi eldra fólks í stóru húsnæði, en á tæplega fyrir fast- eignagjöldum og eignarskatti og alls ekki fyrir viðhaldi, svo það hreinlega gefst upp. Við þetta bætist allt of mikill kostnaður við að skipta um húsnæði; húsnæði fyrir aldraða á markaðnum hefur verið alltof dýrt og fermetrinn í slíku húsnæði hefur ver- ið dýrari en á almenna markaðnum. Ég er því sannfærður um að þessi breyting myndi verða til þess að fólk geti lengur verið heima hjá sér í eigin húsnæði.“ Í greinargerðinni segir ennfremur, að í reynd sé um tvísköttun að ræða? „Já, og í reynd mætti telja miklu fleiri skatta sem þarf að borga af íbúðarhúsnæði. Auk eignarskattsins má þar nefna fasteignagjöld, hol- ræsagjald, sorphirðugjöld, vatnsskatt og hvað við getum kallað þetta allt saman. Allt þetta skattaumhverfi er nú þannig að í raun er verið að mis- muna ungu fólki sem vill koma sér þaki yfir höfuðið. Ísland hefur löngum þótt óvenjulegt að því leyti hversu mikla áherslu landinn leggur á að eignast sitt eigið húsnæði og þess vegna teldi ég rétt að menn hugsi nú sinn gang varðandi þessa skatta. Eignarskatturinn er t.d. bein- línis ósanngjarn þegar litið er til þess að margir hafa eignast sitt húsnæði með því að leggja hart að sér með mikilli vinnu, greitt skatta og skyldur af þeim launum og notað afganginn til þess að lifa og byggja eða kaupa hús- næði. Ofan á kaupin koma fleiri skatt- ar, eins og virðisaukaskattur. Þetta gengur auðvitað ekki og skattaleg meðferð á húsnæði í hvaða mynd sem er getur einnig haft einhver áhrif á skattsvik. Þau gætu þannig e.t.v. minnkað verulega ef stuðlað yrði að lægri skattlagningu á húsnæði.“ Hvað yrði ríkissjóður af miklum tekjum, yrði eignarskattur á íbúðar- húsnæði felldur niður? „Þessi breyting myndi kosta um þrjá milljarða. Það er gert ráð fyrir að skatturinn verði lagður af í áföng- um á þremur næstu árum.“ Fimm aðrir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins flytja tillöguna með þér. Hafið þið kannað baklandið í flokkn- um fyrir þessum breytingum? „Ég hef fengið mjög jákvæðar und- irtektir innan þingflokksins. Þótt sex þingmenn flokksins séu skrifaðir fyr- ir þessari tillögu, hefði ég eflaust get- að fengið fleiri til liðs við mig. Mér finnst fjöldi flutningsmanna ekki segja allt um stuðning við einstök mál. Í þessu tilfelli er einfaldlega um mjög gott mál að ræða og ég trúi ekki öðru en að það nái fram að ganga inn- an skamms.“ Hvað með fjármálaráðherrann? Er hann tilbúinn að sjá á eftir þessum tekjulið úr ríkissjóði? „Hann er þess vel meðvitandi að þetta er búið að vera í yfirlýstri stefnu Sjálfstæðisflokksins um árabil. Um þetta hafa verið gerðar sam- þykktir á landsfundi flokksins. Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í þjóðfélaginu, með bættu atvinnu- ástandi og auknum tekjum fólks, held ég að sé lag í allra næstu framtíð að láta til skarar skríða.“ Ertu bjartsýnn á að þetta nái fram að ganga fyrir vorið? „Nú er það svo að verði tillagan samþykkt, er ráðherra falið að láta semja og leggja fyrir Alþingi frum- varp að lögum um afnám eign- arskatts. Ég er bjartsýnn á að þingsályktunartillagan nái fram að ganga fyrir vordaga og í kjölfarið tæki við vinna í ráðuneytinu. Ég hef væntingar um að þetta mál komi aft- ur hér á borð alþingismanna í frum- varpsformi á næsta þingi.“ Sex þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um afnám eignarskatts á íbúðar- húsnæði. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar er Guðmundur Hallvarðsson, en ásamt honum eru flutningsmenn þau Guðjón Guðmundsson, Árni R. Árnason, Ásta Möller, Drífa Hjartardóttir og Katrín Fjeldsted. Eignarskattur afnuminn Guðmundur Hallvarðsson  494. ÚTBOÐSSTEFNA ríkisins verður endurskoðuð með eflingu íslensks iðnaðar í huga, samkvæmt þings- ályktunartillögu þeirra Ólafs Arnar Haraldssonar og Ísólfs Gylfa Pálma- sonar, Framsóknarflokki, sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Í tillögunni felst endurskoðun á þeirri stefnu sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi 25. maí 1993 og endurskoðuð stefna feli m.a. í sér að skuldbindingar samkvæmt EES- samningnum og öðrum alþjóðlegum samningum sem Ísland á aðild að verði að fullu virtar. Samtímis verði þess ávallt gætt að útboðum og inn- kaupum fyrir ríki og ríkisstofnanir verði hagað þannig að þau stuðli eins og kostur er að uppbyggingu og þró- un íslensks iðnaðar. Í greinargerð segir að innkaup ríkisins á þjónustu, vörum og fram- kvæmdum séu mjög mikil og afar mikilvæg fyrir íslensk iðnfyrirtæki og uppbyggingu íslensks iðnaðar. Í sumum tilvikum geti stórviðskipti ríkisins jafnvel ráðið úrslitum um vöxt og viðgang heilla iðngreina. Ákvarðanir um verkefni ríkisins ráði því miklu um afkomu fyrirtækj- anna, atvinnu starfsmanna, nýtingu fjárfestinga og verkþekkingu í land- inu. Auk þess skipti miklu hinn beini og óbeini ávinningur sem ríki og sveitarfélög hafa af öflugum iðn- rekstri, svo sem skatttekjum, minna atvinnuleysi og öðrum þjóðhagsleg- um ávinningi. „Ísland á aðild að fjölþjóðlegum skuldbindingum um samkeppni og viðskiptahætti, fyrst og fremst EES- samningnum, sem bæði ríki og ís- lenskum iðnfyrirtækjum ber að virða. Að ferðir ríkisins við útboð og innkaup mega alls ekki brjóta í bága við þá samninga og reglur. Það er hins vegar alþekkt staðreynd að í reglum þessum felst talsvert svig- rúm sem getur haft mikil áhrif á hver hreppir útboðssamning.“ Útboðsstefna ríkisins verði endurskoðuð GÓÐIR gestir sóttu Alþingi heim í gær, var þar komin færeyska stjórnarskrárnefndin (grundlóg- arnevndin), fimm færeyskir þing- menn og sex embættismenn. Fór hópurinn í skoðunarferð um alþingishúsið og aðrar bygg- ingar þess í fylgd Friðriks Ólafs- sonar, skrifstofustjóra Alþingis, og síðan tók við kynning á þing- störfum. Þeir þingmenn sem voru með í för eru Hergeir Nielsen, formað- ur utanríkismálanefndar Lög- þingsins, Jógvan á Lakjuni, for- maður menntamálanefndar Lögþingsins, Eyðun Viderø, vara- forseti þingsins, Jóan Pauli Joen- sen, formaður stjórnarskrár- nefndar og þau Jákub Sverri Kass og Annita á Friðriksmørk. Síðdegis í gær hélt Halldór Blöndal, forseti Alþingis, nefnd- inni móttöku í Alþingishúsinu. Færeyska sendinefndin var á leið heim frá Bandaríkjunum og hélt til Færeyja í gærkvöldi. Morgunblaðið/Ásdís Færeyska stjórnar- skrárnefndin í heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.