Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 63 Bíldshöfða 6 · Sími 515 7025 Tryggvabraut 5 · Akureyri · Sími 462 2700 www.brimborg.is Opið frá 9 - 18 virka daga og 11 - 16 laugardaga Skrd:7/1998 Ekinn 46.000 km Vél:2500 cc, 20v. 170 hö 4 dyra,sjálfskiptur Verð 1.950.000 kr. Leitaðu að notuðum bíl á brimborg.is með öflugri og hraðvirkri leitarvél. Komdu í 1000 fermetra sýningarsal okkar að Bíldshöfða 6 og skoðaðu fjölda notaðra úrvals- bíla. Settu öryggið á oddinn og tryggðu þér góðan bíl. Bifreiðin er til sýnis á hólnum um helgina. Búnaður m.a. Rafmagn í rúðum Samlæsingar Álfelgur 15” Hleðslujafnari Madisson Plus áklæði SIPS-hliðarárekstrarvörn 4 líknarbelgir Geislaspilari+8 hátalarar Rafmagnsloftnet 5 þriggja punkta öryggisbelti 5 hauspúðar Hiti í speglum Volvo S70 ÞEGAR Krabba- meinsfélagið knýr dyra hjá okkur og bið- ur um liðsinni hljótum við öll að leggja við hlustir og bregðast við. Svo sterkan sess á Krabbameinsfélagið í hjarta Íslendinga. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við það. Málefni Krabbameins- félagsins snerta með einum eða öðrum hætti hverja fjöl- skyldu í landinu. Ekki er ofmælt að fáir sjúk- dómar hafa vakið eins mikinn óhug og ógn í huga okkar og krabbamein. Löngum var litið á það sem dauða- dóm. Það hefur breyst, ekki síst vegna starfa Krabbameinsfélags- ins. Um hálfrar aldar skeið hefur það unnið merkilegt brautryðj- andastarf í rannsóknum, forvörn- um og meðferð, sem og hvað varð- ar hvers konar liðsinni við sjúklinga og að- standendur þeirra. Allt það starf hefur byggst að meira eða minna leyti á velvild og áhuga almennings. Tíðar fregnir um áfangasigra í þessari baráttu, framfarir í lækningum og með- ferð vekja vonir. Jafn- vel þótt við vitum að þekking og máttur mannanna muni seint fagna fullnaðarsigri á því sem ógna vill lífi og heilsu. En hvert eitt skref og sérhver áfangi fram á við skiptir miklu. Allt sem miðar að því að lækna mein og efla líf og heilsu, þrótt og von er þátttaka í verki Guðs, skaparans, lausnarans, lífsins anda. Megi hann launa og blessa starf Krabbameins- félagsins, og alla þá sem þar leggja sitt af mörkum. Og enn sem fyrr blessa glaða gjafara og launa ríku- lega. Merkilegt braut- ryðjandastarf Karl Sigurbjörnsson Höfundur er biskupinn yfir Íslandi. Landssöfnun Allt starf Krabbameins- félagsins, segir Karl Sigurbjörnsson, hefur byggst að meira eða minna leyti á velvild og áhuga almennings. EINKAVÆÐING velferðarþjónustu er valkostur til að tryggja árangur velferðarsam- félagsins. Forsendur hennar er að finna í reynslu sem fengist hefur af rekstri og skipulagsþróun yfir- leitt. Sjálfsábyrg fyrir- tæki eru talin betur hæf en opinberar stofnanir ef ekki er unnt að skipuleggja framvinduna fyrir- fram, ef árangur er háður viðbragði við at- vikum og nýjum ósk- um á vettvangi eða kominn undir frumkvæði við að finna nýjar leiðir að markmiði. Sér- staklega á þetta við ef árangur mót- ast af réttindum og óskum kaup- enda eða neytenda. Velferðarsjónarmið og einkavæð- ing eða fyrirtækjavæðing eru ekki andstæður. Málið snýst um rekstur og skipulag, hagkvæmni og gæða- stjórnun. Það er engin sérstök stjórnmálastefna að nýta þekkingu og reynslu á sviði rekstrar og skipu- lags í þjónustugreinum til hagsbóta fyrir almenning. Slíkt er einfaldlega hyggindi sem í hag koma – fyrir alla. Einkavæðingu má framkvæma þannig að hún brjóti gegn velferðar- og jafnaðarsjónarmiðum. En einka- væðingu má líka gera að veruleika þannig að hún verði í anda slíkra sjónarmiða. Skólarnir sem dæmi Fræðsluþjónustan, skólakerfið, er undirstöðuatvinnuvegur upplýsinga- þjóðfélagsins. Í atvinnuvegunum ráða þau lögmál sem hæfa sjálfs- ábyrgum fyrirtækjum best. Því má almenn fræðsla ekki vera læst inni í einu samfelldu kerfi sem lýtur stjórn að ofan, er að talsverðu leyti óháð breytilegum þörfum á líðandi stund og leggur meiri áherslu á stöðugleika en frumkvæði á vett- vangi. Slíkt hindrar árangur. Af þessum ástæðum þarf fræðsluþjónustan, skólakerfið, að dreifast á sjálfsábyrg fræðslu- fyrirtæki. Hún verður að vera fjölbreytileg og áræðin. Framþróun samfélagsins, sam- keppnishæfni þess meðal þjóðanna, og al- menn velferð er m.a. undir þessu komin. Fræðslustarfsemin verður að fara í fylk- ingarbrjósti í sam- félagi sem er í ófyr- irsjáanlegri þróun. Fræðslan verður að mótast af skilgreindum markmiðum, og fræðsluaðilar verða að lúta gæðaeftirliti og gæðamati. Áður var talið óhjákvæmilegt að op- inberar stofnanir hefðu einokun á þessu sviði. Nú þarf fjölbreytni og frumkvæði í almennu skólastarfi og neytendurnir vilja tækifæri til að meta árangurinn með því að geta leitað eftir því sem þeir telja skara fram úr. Velferðarsjónarmið Viðtekin velferðarsjónarmið þarf alls ekki að setja til hliðar. Rík- isvaldið getur áfram sett kröfurnar sem fræðslustarfsemin á að lúta. Fulltrúar samfélagsins geta áfram veitt eftirlit og aðhald. Og þetta for- ræði má innsigla með því að sam- félagið greiði fyrir þjónustu sem uppfyllir skilyrði og sækir að mark- miðum sem samfélagið hefur sett. En ríkisvaldið þarf ekki að vera ábyrgt fyrir framkvæmdinni. Sú ábyrgð má falla á starfsmenn í skól- unum sem taka í raun þær ákvarð- anir sem máli skipta. Ríkisvaldið þarf ekki að vera verndari þeirra, andspænis foreldrum eða nemend- um. Ríkisvaldið á þvert á móti að vera hagsmunavörður foreldra og nemenda. Með slíkum hætti verður best staðið að framkvæmd velferð- ar- og jafnaðarsjónarmiða. Skilmálar Fræðslufyrirtæki verða að sæta ýmsum skilmálum. Til greina kemur að þau verði aðeins í ópersónulegu lögformi, sjálfseignarstofnanir, samvinnufélög eða hlutafélög, og að takmarkandi ákvæði séu um ráð- stöfun tekjuafgangs út úr rekstri, en flestir telja að hagnaðarsjónar- mið eigi að víkja á þessu sviði. Til greina kemur að fræðslufyr- irtæki fái heimild til skólagjalda og þá með skilmálum sem stjórnvöld hafa samþykkt. Þekkt er erlendis að skilyrði skólagjalda sé að hluti þeirra renni til að styrkja nemendur sem ekki hafa bolmagn til greiðslu. Þá kemur það til greina að sam- félagið geri þá kröfu að fræðslu- fyrirtækin bjóði fræðslu umfram heildarfjölda nemenda, þannig að fyrirtækin verði beinlínis að keppa í þjónustugæðum að einhverju leyti. Loks má nefna ákvæði um að vel- ferð nemenda verði höfð í fyrirrúmi og fulltrúar samfélagsins hafi að- stöðu til eftirlits og aðgerða. Sem dæmi má nefna reglur um að skólar geti ekki hafnað nemanda eða beitt viðurlögum nema samkvæmt al- mennum reglum undir eftirliti full- trúa samfélagsins. Hér hefur skólakerfið verið tekið sem dæmi, en svipuðu máli gegnir um önnur svið velferðarþjónustunn- ar. Það er tímabært að ræða um einkavæðingu eða fyrirtækjavæð- ingu allrar þessarar þjónustu, ein- mitt í því skyni að styrkja árangur velferðarsamfélagsins. Einkavæðing vel- ferðarþjónustu Jón Sigurðsson Velferðarþjónusta Það er tímabært að ræða um einkavæðingu eða fyrirtækjavæðingu allrar þessarar þjón- ustu, segir Jón Sigurðs- son, einmitt í því skyni að styrkja árangur vel- ferðarsamfélagsins. Höfundur hefur starfað sem kennari og skólastjóri. Stuðningurinn við Krabbameinsfélag Ís- lands er stuðningur við okkur sjálf. Það er stuðningur við krabba- meinsleit, rannsóknir, fræðslu og þjónustu við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Þess vegna eig- um við öll að bregðast vel við þegar félagið leitar eftir stuðningi okkar. Ég hvet alla til að leggja sitt af mörk- um í dag, laugardaginn 3. mars. Í hálfa öld hefur Krabbameinsfélagið unnið brautryðjendastarf sem vakið hefur athygli víða um lönd og um margt orðið öðrum og fjölmennari þjóðum hvatning í baráttunni við krabbamein. Starfsemi þess og stuðningur almennings við félagið á sinn ríka þátt í að lífslíkur sjúklinga, sem greinast með krabbamein, hafa aukist. Þetta má meðal annars þakka uppfræðslu og forvörnum, sem félagið hefur beitt sér fyrir, betri skilningi á orsökum krabbameins, greiningu á fyrri stigum og mark- vissri meðferð. Samhjálp – samábyrgð Ég sagði að stuðningur við Krabbameinsfélagið væri stuðning- urinn við okkur sjálf. Þetta segi ég vegna þess að þriðji hver Íslending- ur greinist með krabbamein ein- hvern tíma á lífsleiðinni og um þúsund greinast á hverju ári. Krabba- mein og sjúkdómar því tengdir hafa því knúið dyra í flestum fjöl- skyldum og öll þekkj- um við nákomna ætt- ingja, eða vini, sem hafa háð þá baráttu. Þetta segi ég líka vegna þess að stuðningur við Krabbameinsfélagið er stuðningur við þá sam- hjálp og samábyrgð sem við berum hvert gagnvart öðru. Leggjum því lið Í merkilegri bók sem ber heitið Söngur steindepilsins þar sem miðl- að er reynslu fólks, sem fengið hefur krabbamein, kemur glöggt fram hve dýrmæt samhjálpin og stuðningur- inn er fyrir þá sem fá krabbamein. Það eru auðvitað okkar nánustu sem styðja við bakið á okkur þegar á móti blæs, en það er kannski fyrst og fremst hið mikla og merkilega starf félaga og stofnana á borð við Krabbameinsfélag Íslands sem verð- ur til þess að margir komast til góðr- ar heilsu eftir erfið veikindi. Við skulum ekki gleyma því, þegar Krabbameinsfélag Íslands leitar eft- ir stuðningi okkar, að um sjö þúsund manns sem hafa greinst með krabba- mein eru við fulla heilsu í dag. Til að ná enn betri árangri hvet ég alla til að leggja Krabbameinsfélaginu lið á fimmtíu ára afmæli félagsins. Styðjum félagið til að styðja okkur Ingibjörg Pálmadóttir Landssöfnun Stuðningur við Krabba- meinsfélagið, segir Ingi- björg Pálmadóttir, er stuðningur við þá sam- hjálp og samábyrgð sem við berum hvert gagn- vart öðru. Höfundur er er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Mörkinni 3, sími 588 0640G læ si le ga r gj af av ör ur Bjórglös kr. 1.550 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Cranio-nám Norðurland / Akureyri 28. 04 — 3. 05. 2001 Thomas Attlee, DO, MRO, RCST College of Cranio—Sacral Therapy Félag höfuðbeina og spjaldhryggsjafnara www.simnet.is/cranio 422 7228, 699 8064, 897 7469 FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.