Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 68
MESSUR Á MORGUN
68 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Helgi R. Einarsson. Jón Þorsteins-
son.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl.11.00. Hljóm-
sveit leikur. Barnakórinn syngur undir
stjórn Helgu Loftsdóttur. Kirkjubíll ek-
ur um Setbergs- og Hvammahverfi og
Hvaleyrarskóla. Færeysk messa kl.
14.00. Prestar: Sr. Emil Olsen frá
Eiði í Færeyjum og sr. Gunnþór Inga-
son. Kirkjukaffi í Strandbergi. Popp-
messa. kl. 20.30 í umsjá Æskulýðs-
félaganna. Hljómsveitin Játning
leikur. Prestar: Prestar Hafnarfjarðar-
kirkju. Veisla í Strandbergi eftir
messu sem fermingarbörn bjóða til.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnaguðþjón-
usta kl. 11. Fjölskylduguðþjónusta kl.
14. Fimm ára börn sérstaklega boðin
velkomin. Barna- og unglingakór Víði-
staðakirkju syngur. Stjórnandi Áslaug
Bergsteinsdóttir. Organisti Úlirk Óla-
son. Sigurður Helgi Guðmundsson.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam-
koma kl.11. Umsjón Sigríður Kristín,
Örn og Hera.
VÍDALÍNSKIRKJA: Æskulýðsguðs-
þjónusta verður kl. 11:00 í Vídalíns-
kirkju. Almennur safnaðarsöngur.
Sunnudagaskóli yngri og eldri deild
falla inn í guðsþjónustuna. Ferming-
arbörn sjá um ritningarlestra og
bænagjörð. Gítarsveit úr Tónlistar-
skóla Garðabæjar leikur við athöfn-
ina. Hans Markús Hafsteinsson og
Friðrik Hjartar þjóna við athöfnina.
Organisti: Jóhann Baldvinsson.
Prestarnir.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn
í dag laugardag 3. mars kl. 11:00, í
Stóru-Vogaskóla. Foreldrar velkomnir
með börnum sínum. Fermingar-
fræðsla kl. 12:00 í skólanum. Prest-
arnir.
KÁLFATJARNARKIRKJA:
Æskulýðsguðsþjónusta verður
kl.14:00, í Kálfatjarnarkirkju. Kór
kirkjunnar leiðir almennan safnaðar-
söng. Fermingarbörn og börn úr
kirkjuskólanum munu taka þátt í at-
höfninni. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar
við athöfnina. Organisti: Frank Herluf-
sen.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl.14:00 í Garðakirkju. Kór kirkjunnar
leiðir almennan safnaðarsöng. Hans
Markús og Nanna Guðrún þjóna við
athöfnina. Organisti Jóhann Baldvins-
son. Rútuferð frá Kirkjulundi kl.
10:30 og frá Hleinum kl. 10:40.
Prestarnir.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudaga-
skólinn kl.13:00, sunnudag í Álfta-
nesskóla. Rúta ekur hringinn á undan
og eftir. Prestarnir.
ÚTSKÁLAKIRKJA: Laugardagurinn 3.
mars Safnaðarheimilið Sæborg
Kirkjuskólinn kl. 14 Sunnudagurinn
4. mars Æskulýðsdagurinn. Guðs-
þjónusta kl. 14, 1. sd. í föstu. Sam-
úel Ingimarsson predikar kór Útskála-
kirkju syngur Taize sálma. Ferm-
ingarbörn taka þátt í guðsþjón-
ustunni. Garðvangur: helgistund kl.
15:15. Sóknarprestur Björn Sveinn
Björnsson.
HVALSNESSÓKN: Laugardagurinn 3.
mars. Safnaðarheimilið í Sandgerði
Kirkjuskólinn kl. 11. Sunnudagurinn
4. mars. Æskulýðsdagurinn: Popp-
messa kl. 20:30. Páll Rósinkrans
syngur. Samúel Ingimarsson predik-
ar. Fermingarbörn taka þátt í Guðs-
þjónustunni. Allir hvattir til að mæta,
ungir sem aldnir. Sóknarprestur
Björn Sveinn Björnsson.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fjöl-
skylduguðsþjónusta sunnudaginn 4.
mars kl.11. Æskulýðsdagur þjóð-
kirkjunnar. Kór Tónlistarskóla Reykja-
nesbæjar syngur undir stjórn
Hjördísar Einarsdóttur. Hljómsveit
skipuð þeim Sverri Ásmundssyni á
bassa, Jóni Ólafi Erlendssyni á
trommum og Steinari Guðmundssyni
á píanó mun leika undir almennum
söngi og Kirkjukór Njarðvíkur leiðir
sönginn.
NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli sunnudaginn 4. mars kl.11.00
og fer hann fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju
KEFLAVÍKURKIRKJA: Æskulýðsdag-
urinn: Í sátt og samlyndi. Fjölskyldu-
guðsþjónusta og aldursskiptur
sunnudagaskóli kl. 11 árd. Nemar í
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar leika
við athöfnina. Trompetkvintett leikur
tvö lög. Kvintettinn skipa Arnar
Steinn Elísson, Anna Andrésdóttir,
Júlíus Friðrik Pétursson, Sveinn Enok
Jóhannsson og Árný Ösp Arnardóttir.
Vaka Hafþórsdóttir leikur einleik á pí-
anó, lagið „Til Elísu“. Þverflautudú-
ett, sem er skipaður Helgu Rún Hjart-
ardóttur og Berglindi Ýr Kjart-
ansdóttur leikur fjögur lög og Gísli
Örn Gíslason leikur á harmonikku.
Prestur: Sigfús Baldvin Ingvason. Kór
Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti
og söngstjóri: Einar Örn Einarsson.
Meðhjálpari: Hrafnhildur Atladóttir.
VÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta á
Æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar verður í
Víkurkirkju nk. sunnudag 4. mars,
kl.14:00. Skólakór Mýrdalshrepps
syngur undir stjórn Önnu Björnsdótt-
ur. Organisti er Krisztina Szklenár.
Nemendur Tónskóla Mýrdælinga,
þær Ragna Björg Ársælsdóttir og Þor-
björg Kristjánsdóttir, leika á altblokk-
flautu og þverflautu. Fjölmennum til
víkurkirkju á degi æskunnar. Sóknar-
prestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Morguntíð sungin
þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Geisli
Fundur þriðjudag 6. mars kl. 20 sr.
Svavar Stefánsson fjallar um sorg
sem tengist sjálfsvígum. Foreldra-
samvera miðvikudaga kl. 11. Gestur
7. mars Þórey Eyþórsdóttir talmeina-
fræðingur, hún fjallar um máltöku
barna. Krakkaklúbbur miðvikudaga
kl. 14-14.50. Vesper, þ.e. aftansöng-
ur, kl. 18 alla fimmtudaga fram að
páskum.
STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00. Sóknarprestur.
HVERAGERÐISKIRKJA:Sunnudaga-
skóli kl. 11 Guðþjónusta kl. 14. Að-
alsafnaðarfundur Hveragerðissóknar
að guðþjónustu lokinni. Sóknarprest-
ur.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum:
Æskulýðsdagurinn: Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11 fyrir Odda- og Þykkva-
bæjarsóknir. Barnakór Oddakirkju og
Stúlknakór Þykkvabæjar- og Odda-
kirkna syngja. Börnin sem verða 5
ára á árinu (fædd 1996) sérstaklega
boðin velkomin til kirkju þar sem
þeim verður afhentur glaðningur.
Sóknarprestur.
EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Skólakórar Grunnskólans í
heimsókn 5. mars.(mánud.) Kyrrðar-
stund kl. 18. Sóknarprestur.
ÓLAFSVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli með Konna og félögum kl. 11.
Tónleikar og messa kl. 13:30.
Hamrahlíðarkórinn heldur tónleika kl.
13:30 sem sameinast síðan hátíð-
armessu kl. 14. Við messuna munu
Hamrahlíðarkórinn og Kirkjukór
Ólafsvíkur syngja, ásamt því að leiða
almennan safnaðarsöng. Molasopi á
eftir í safnaðarheimilinu. Allir vel-
komnir. Sóknarprestur.
ÁSSÓKN Í FELLUM: Æskulýðsdagur
þjóðkirkjunnar. Barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta verður haldin í Fella-
skóla á Æskulýðsdegi þjóðkirkjunn-
ar, sunnudaginn 4. mars kl. 11:00.
Fermingarbörnin og börnin úr sunnu-
dagskólanum aðstoða við helgihald-
ið. Allir velkomnir. Sóknarprestur.
EIÐAKIRKJA: Æskulýðsdagur þjóð-
kirkjunnar sunnudaginn 4. mars.
Guðsþjónusta kl 11 Fermingarbörn,
sunnudagaskólinn og nemendur úr
tónlistarskóla Austur-Héraðs að-
stoða við guðsþjónustuna. Ný
messuklæði tekin í notkun. Allir vel-
komnir. Sóknarprestur.
EIRÍKSSTAÐA-, HOFTEIGS KIRKJU-
BÆJAR- OG SLEÐBRJÓTSSÓKNIR:
Guðsþjónusta í Brúarásskóla sunnu-
daginn 4. mars kl 14:00 á æskulýðs-
degi þjóðkirkjunnar. Börn úr Brúarás-
skóla aðstoða við guðsþjónustuna.
Kaffi á eftir. Allir velkomnir. Prestarn-
ir.
BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalar-
nesi: Barnaguðsþjónusta sunnudag-
inn 1. apríl kl. 11 f.h. Gunnar Krist-
jánsson, sóknarprestur.
BORGARNESKIRKJA: Æskulýðsguð-
þjónusta kl. 11. Sóknarprestur.
MÖÐRUVALLAPRESTAKALL:
Æskulýðsdagurinn verður haldinn há-
tíðlegur fyrir allt prestakallið með fjöl-
skylduguðsþjónustu í Möðruvalla-
kirkju sunnudaginn 4. mars kl.
11:00. Gunnhildur Vala Valsdóttir
syngur einsöng við undirleik Pavels
Panasiouk. Sara Benediktsdóttir og
Sesselía Ólafsdóttir leika á altflautu
og selló. Hljómsveitin „Ungir stríðs-
menn Krists“ syngja og leika. Ferm-
ingarbörn flytja bænir og börn úr
kirkjuskólanum syngja. Mikill al-
mennur söngur. Mætum öll og njót-
um samveru í húsi Guðs. Sóknar-
prestur.
KLUKKAN er ekki nema hálftíu á
sunnudagsmorgni. Foreldrar og börn
streyma í safnaðarheimili Háteigs-
kirkju. Velkomin í Pálínuboð, stendur
á stóru skilti við innganginn. Sunnu-
daginn, 4. mars býður Háteigskirkja
foreldra og börn í annað sinn hjart-
anlega velkomin í Pálínuboð. Eftir vel
heppnaða frumraun í desember gefst
fjölskyldum á ný tækifæri til þess að
eiga saman góða morgunstund á und-
an hinni venjulegu barnaguðsþjón-
ustu. Safnaðarheimilið opnar klukkan
hálftíu. Aðgangseyririnn er ekki
greiddur í peningum, þess í stað
koma allir með eitthvað með sér sem
þeir bæta í púkkið á veisluborðinu.
Og reynslan hefur þegar sýnt að það
er engin hætta á að allir komi bara
með smjör. Þessi sameiginlega morg-
unverðarstund verður fljót að líða þar
sem að allir deila því sem á borðinu
stendur systur- og bróðurlega með
sér. Í framhaldi af Pálínuboðinu býðst
börnunum að taka þátt í smá fönd-
urstund eða lita skemmtilega mynd á
meðan að mamma og pabbi drekka
einn te- eða kaffibolla í viðbót.
Klukkan ellefu gefst svo tækifæri á
að hlusta á barnakór Háteigskirkju
syngja í barnaguðsþjónustunni og
Sólveig, Guðrún og Pétur Björgvin
verða á léttu nótunum eins og þeirra
er vani.
Léttmessa í Árbæjar-
kirkju á æskulýðsdegi
þjóðkirkjunnar
Á MORGUN mun Árbæjarkirkja
vera með sína mánaðarlegu létt-
messu. Léttmessurnar eru guðþjón-
ustur þar sem flutt er tónlist með
öðru sniði. Rokk, popp, djass, gospel,
dægurlög, taizé, „Sister Act“-messa
svo fátt eitt er upptalið. Messurnar
verða ávallt að kveldi fyrsta sunnu-
dags hvers mánaðar yfir vetrarmán-
uðina. Á morgun á æskulýðsdegi
þjóðkirkjunnar verður Sister Act-
guðþjónusta. Tónlistin úr Sister Act-
myndunum verður flutt af hljóm-
sveitinni Godzpeed. Um sönginn sjá
kvartettinn Quatras Sancta ásamt
gospelkór Árbæjarkirkju. Jóhannes
Guðlaugsson, forstöðumaður félags-
miðstöðvarinnar Ársels flytur hug-
vekju. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir
altari. Ungt fólk les ritningalestra og
flytja bænir. Eftir guðþjónustu verð-
ur boðið upp á kaffi og djús og jafn-
framt verða æskulýðsfélaög kirkj-
unnar með kökubasar.
Guðsþjónusta
í Árnesi
SAMEIGINLEG guðsþjónusta saf-
anaðanna í Stóra-Núpssókn og Ólafs-
vallasókn verður í félagsheimilinu í
Árnesi sunnudaginn 4. mars kl. 14:00.
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er
þann dag. Kórarnir og börnin syngja
við athöfnina með þátttöku ferming-
arbarna. Kirkjukaffi (kaffi og vöflur)
verður á eftir helgihaldið.
Ég vil hvetja sem flest sóknarbörn
til að koma og eiga saman helgastund
og huga þannig að því sem skiptir
máli. Börn og foreldrar þeirra eru
auðvita alveg sérstaka hvött til að
koma.
Sóknarprestur.
Æskulýðsguðsþjón-
usta, „Óskirnar tíu“ og
léttguðsþjónusta í
Hjallakirkju
SUNNUDAGINN 4. mars, á Æsku-
lýðsdaginn, verður mikið um að vera í
Hjallakirkju í Kópavogi. Dagurinn
hefst kl. 11 á Æskulýðsguðsþjónustu
þar sem barnakór Snælandsskóla sér
um sönginn undir stjórn Heiðrúnar
Hákonardóttur. Í barnaguðsþjónustu
kl. 13 sýnir Stoppleikhópurinn leik-
ritið Ævintýrið um óskirnar tíu,
skemmtilegt leikrit fyrir börn um lít-
inn strák sem finnur töfrastaf. Þá
bjóðum við í fyrsta sinn í vetur upp á
léttguðsþjónustu, sem fyrrum höfðu
heitið poppmessur, en í þeim stýrir
hljómsveit tónlist og söng. Guðsþjón-
ustunni, sem hefst kl. 20.30, er ætlað
að höfða til allra aldurshópa með
öðruvísi tónlist en tíðkast í kirkjum.
Allir ættu því að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi í kirkjunni.
Við hvetjum safnaðarfólk og aðra
til að koma í kirkjuna á þessum æsku-
lýðsdegi og kynnast fjölbreyttu starfi
hennar.
Ársafmæli
fermingarinnar
í Vídalínskirkju
ÁRSAFMÆLI fermingarinnar verð-
ur nú haldið í Garðaprestakalli Kjal-
arnesprófastsdæmi, laugardaginn 3.
mars 2001 kl.16:00, í safnaðarheimili
Vídalínskirkju. Hér eru fermingar-
börn frá árinu á undan boðuð til kirkj-
unnar sinnar ásamt foreldrum. Þetta
ár er án efa búið að vera ár mikilla
breytinga og þessi ár eftir fermingu
geta oft orðið dálítið stormasöm og
snarpir vindar blásið. Hér vill kirkjan
sannarlega koma að málum og halda
utan um fermingarbörnin og fjöl-
skyldur þeirra. Dagskráin verður
með hefðbundnum hætti: Stutt helgi-
stund í kirkjunni, síðan farið yfir í
safnaðarheimilið, þar sem við munum
hlýða á erindi fulltrúa frá forvarna-
deild lögreglunnar, veitingar og
happadrætti og bara yfirleitt að njóta
þess að hittast og eiga samfélag.
Það er von okkar prestanna að
„ársafmæli fermingarinnar“ megi
verða til að styrkja þau vináttubönd
sem við bundumst í fermingarstarf-
inu og stuðla að auknum kynnum
milli okkar hér í kirkjunni, ungling-
anna og foreldranna, um leið og við
væntum þess að þessi stund verði til
þess fallin að efla samband okkar
prestanna, sem ráðnir erum til að
þjóna ykkur, við söfnuðinn, kirkjunni
til góðs og Guði til dýrðar.
Æskulýðsdagurinn
í Seljakirkju
FYRSTI sunnudagur í mars ár hvert
hefur verið tileinkaður æskulýðnum í
kirkjunni. Æskulýðsdaginn í ár ber
upp á 4. mars. Í Seljakirkju í Breið-
holti verður æskulýðs- og fjölskyldu-
messa af því tilefni kl. 14.00. Þátttaka
æskulýðs- og barnastarfs kirkjunnar
setur svip á daginn. Leiðtogar og
börn úr starfi Seljakirkju og KFUM
og K taka þátt í guðsþjónustunni með
helgileik og ritningalestrum. Æsku-
lýðsfélagið Sela sýnir helgileik. Tveir
unglingar úr væntanlegum ferming-
arhópi, þeir Guðmundur Óskar Guð-
mundsson og Hjörtur Jóhannsson,
leika á saxafón og píanó. Léttur söng-
ur verður í fyrirrúmi og tríó skipað
þeim Gesti Pálssyni slagverksleikara,
Þórólfi Þórssyni bassaleikara og
Gróu Hreinsdóttur organista kirkj-
unnar leika undir. Barnakór kirkj-
unnar syngur og prestar kirkjunnar
leiða stundina ásamt því að flytja hug-
leiðingu.
Að lokinni guðsþjónustu verður
kökubasar í kirkjumiðstöðinnni á
vegum KFUK stúlkna til styrktar
barnastarfi þeirra í Seljakirkju.
Æskulýðsdagur
kirkjunnar
í Dómkirkjunni
ÞÁ ER það æskulýðsdagur kirkjunn-
ar, sem haldin verður hátíðlegur
sunnudaginn 4. mars næstkomandi.
Fjölskylduguðþjónusta verður í
Dómkirkjunni kl. 13:00 á æskulýðs-
daginn og þar verða börnin í kirkju-
skóla Dómkirkjunnar í aðalhlutverki.
Þau, sem eru á aldrinum 6-7 ára, ætla
að syngja fyrir okkur kirkjuskólalög,
8-9 ára börnin ætla að ganga um með
bænaspjöld sem þau hafa útbúið og
TTT (10-12 ára) ætla að flytja okkur
helgileik. Ung söngkona, sem heitir
Jóhanna Guðrún, ætlar að syngja
fyrir okkur nokkur lög en þess má
geta að hún gaf út vinsælan geisladisk
fyrir jólin. Við minnum á NEDÓ-
poppguðþjónustu í Neskirkju að
kvöldi æskulýðsdags kl. 21:00. Ung-
lingaklúbbur Nes og Dómkirkju býð-
ur ykkur að koma og njóta með sér
skemmtilegrar kvöldstundar við söng
Ruth Reginalds og hljómsveitarinnar
Godspeed. Vöfflukaffi á eftir. Fylgj-
umst með hæfileikaríkri æsku á
æskulýðsdaginn! Verið velkomin.
F.h. Dómkirkjunnar,
Bolli P. Bollason.
Færeysk messa í
Hafnarfjarðarkirkju
FÆREYSK messa á vegum sjó-
mannastarfs Færeyinga hér á landi
verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju
sunnudaginn kemur 4. mars kl. 14.00.
Fyrir jól var haldin þar færeysk að-
ventumessa en þá messaði sr. Bergur
Debes prestur í Vesturkirkjunni í
Þórshöfn. Nú er það sr. Emil Olsen
sóknarprestur í Eiði í Færeyjum,
sem messar þar ásamt sr. Gunnþóri
Ingasyni, sóknarpresti. Færeyingar
leiða söng en organisti er Örn Falk-
ner. Eftir messuna er kirkjukaffi í
safnaðarheimilinu Strandbergi.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Tveir kórar syngja
í fjölskylduguðs-
þjónustu í Grafar-
vogskirkju
NÆSTKOMANDI sunnudag verður
sameiginleg guðsþjónusta í Grafar-
vogskirkju kl. 11:00. Krakka-, barna-
og unglingakórar kirkjunnar syngja
undir stjórn Oddnýjar Þorsteinsdótt-
ur. Undirleik annast Hörður Braga-
son organisti. Í þetta sinn verður
guðsþjónustan og barnamessan sam-
einuð í aðalkirkjuskipinu.
Prestur sr. Vigfús Þór Árnason.
Aðstoðarfólk: Þorsteinn Haukur,
Hlín og Sigrún. Barnamessa verður
síðan í Engjaskóla kl. 13:00.
Prestarnir.
Poppmessa
á Akranesi
Á ÆSKULÝÐSDAGINN, á morgun,
verður haldin poppmessa í Akranes-
kirkju. Gospelkór Akraness syngur
undir stjórn Hannesar Baldurssonar
og Heiðrúnar Hámundardóttur.
Fermingarbörn flytja ritningarorð og
bænir. Allir velkomnir, ungir sem
aldnir, á meðan húsrúm leyfir. Að
kvöldi æskulýðsdagsins verður svo
haldin kvöldvaka í Safnaðarheimilinu
Vinaminni kl. 20.30. Ungmenni
standa að fjölbreyttri og vandaðri-
dagskrá, – söng, dans oghljóðfæra-
leik.Heiðursgestur kvöldvökunnar
verður Þorgrímur Þráinsson, met-
sölubókahöfundur og fyrrv. landsliðs-
maður í knattspyrnu. Léttar veiting-
ar í lokin. Fjölmennum!
Sóknarprestur.
Æskulýðsdagurinn
í Hafnarfjarðarkirkju
SUNNUDAGURINN 4. mars er
æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Af
því tilefni verður mikið um dýrðir í
Hafnarfjarðarkirkju eins og venjan
er á þessum degi. Dagurinn hefst
með fjölskylduguðsþjónustu kl.11.00.
Þar mun barnakór kirkjunnar
syngja, farið verður í leikrit og popp-
hljómsveit sunnudagaskólans leiðir
söng. Prestar eru sr. Þórhallur Heim-
isson og sr. Þórhildur Ólafs. Eftir
guðsþjónustuna er öllum boðið upp á
nammi í safnaðarheimilinu.
Kl. 20. 30 hefst síðan poppmessa í
kirkjunni. Um poppmessuna sjá
félagar í ÆSKÓ, Æskulýðsfélagi
Hafnarfjarðarkirkju og popphljóm-
sveitin „Játningin“. Prestur er sr.
Þórhallur Heimisson en unglingarnir
predika. Aðlokinni messunni bjóða
fermingarbörn fjölskyldum sínum til
veislukaffis í safnaðarheimilinu. Þar
mun sr. Gunnþór Ingason sýna
myndskyggnur sem teknar voru í
ferðalögum fermingarbarna í Vatna-
skóg á liðnu hausti. Allir velkomnir.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Poppmessa
í Landakirkju
ÆSKULÝÐUR í Landakirkju tekur
völdin á æskulýðsdaginn og mun
skipuleggja og sjá um poppmessu.
Skátar munu lesa ritningarlestra, auk
þess sem unglingar úr æskulýðsstarfi
kirkjunnar verða áberandi í guðs-
þjónustunni. Hljómsveitin Prelátar
mun leiða tónlistina sem verður mjög
fjörug og skemmtileg, þannig að allir
ættu að njóta þessarar hressu og
skemmtilegu stundar.
Safnaðarstarf
Pálínuboð með
morgunmat
í farteski
KIRKJUSTARF