Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 53 Þakka þér fyrir, Guðný mín, hvað þú reyndist mér vel og dætrum mín- um, sem kveðja þig með miklum söknuði. Kristjáni og börnum votta ég mína dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni. Nú legg ég augun aftur og ætla mér að sofna, svo Guð og góðir englar vaki yfir mér. Ingibjörg Birgisdóttir. Trygglyndi og væntumþykja. Þetta eru þau orð sem sem koma upp í hugann þegar ég rita þessar fátæklegu línur um hana Gauju í Skógsnesi sem fullu nafni hét Guðný Magnúsdóttir Öfjörð og var gjarnan kennd við bæinn Skógsnes í Gaul- verjabæjarhreppi í Flóa. En þar ólst hún upp og bjó hún ásamt manni sín- um Kristjáni Eldjárn Þorgeirssyni megnið af sinni búskapartíð. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var sendur í sveit til þeirra hjóna en sumrin urðu nokkuð mörg sem ég dvaldi þar við hefðbundin störf sem snúningastrákur, eins og það var stundum kallað. Fyrstu árin hafa notin fyrir mig ekki verið mikil en einhverra hluta vegna leið mér vel hjá þeim hjónum og átti trygglyndi og væntumþykja Gauju ekki síst sinn þátt í því að ég fór til þeirra í sveitina á hverju sumri fram yfir fermingaraldur. Síðan hef ég reynd- ar „farið austur“ í heyskap, smala- mennsku, rúning eða hrossaat, nán- ast ár hvert og finnst mér stundum eins og ég hafi aldrei hætt að vera snúningastrákur í Skógsnesi. Ástæða þess að ég fór í sveit til þeirra hjóna Gauju og Kristjáns var sú að móðir mín og Gauja voru ágæt- is vinkonur. Þegar þau hjón hófu bú- skap var bróðir mömmu minnar hjá þeim í sveit. Móðir mín, sem ung kona, fór að heimsækja hann og urðu þá til tengsl milli Gauju og mömmu sem aldrei brustu. Gauja og Kristján áttu þá þrjú ung börn en síðar eignuðust þau fleiri sem voru nær mér í aldri. Segja má að Skógs- neskrakkarnir hafi verið mér eins konar uppeldissystkini og hélt sá yngsti lengi vel að ég væri bróðir hans enda kom ég að vori og fór að hausti líkt og hin. Þegar ég hætti að fara í sveit í Skógsnesi tók við af mér sonur fyrrnefnds móðurbróður míns og dvaldi hann þar í mörg sumur. Tengsl mín og fjölskyldu minnar við Skógsnesfólkið hafa því varað all- lengi. Aðgát skal höfð í nærveru sálar er speki sem einkenndi Gauju, en hún var mannþekkjari góður og næm í mannlegum samskiptum. Sussaði hún oft á okkur krakkana þegar við fórum mikinn í ummælum um annað fólk og benti okkur ævinlega á hið jákvæða í fari viðkomandi. Gauja hafði eigi að síður gott skopskyn og hafði gaman af hvers kyns góðlát- legu gríni. Þá var hún orðheldin og samkvæm sjálfri sér. Ef henni mis- líkaði eitthvað var hún óhrædd við að segja hug sinn, gat verið hvöss og beitt, en nánast alltaf tók hún mál- stað þess sem minna mátti sín. Það veganesti sem hún veitti okkur krökkunum var því að vera sann- gjörn og heilsteypt í afstöðu okkar til manna og málefna. Gauja var hafsjór af fróðleik um sveit sína og þekkti hún flest kenni- leiti í Skógsneslandinu. Á yngri ár- um fór Gauja oft ríðandi um jörð sína og var jafnan gott að leita til hennar um reiðleiðir um mýrarnar sem fyrir tíma áveituskurða og upp- þurrkunar voru fullar af keldum og pyttum sem voru hættulegir. Þá minnist ég þeirrar sælu þegar Gauja leyfði okkur krökkunum að nota hnakkinn sinn, en fram til þess rið- um við alltaf berbakt. Mér fannst eins og ég væri kóngur í hásæti þeg- ar mér hlotnaðist sá heiður að fara af honum Kóp gamla á gæðinginn Sindra í hnakknum hennar Gauju. Enn er þessi hnakkur til í Skógsnesi, kominn til ára sinna líkt og annað sem eldist og slitnar. Minningin er þó e.t.v. það sem mestu máli skiptir og minning mín um Gauju er þannig að mér þykir vænt um hana – í Skógsnes var ég alltaf velkominn. Blessuð sé minning Gauju. Börkur Hansen. Kæri frændi, vinur og uppalandi minn að nokkru. Þú varst mikill gæfumaður, eignaðist ungur þína traustu og yndislegu konu. Barnalán ykkar var mikið eins og ykkar sjö mannvæn- legu börn eru til vitnis um. Nú þegar þú ert genginn á vit feðra þinna eftir langan starfsdag og mikil umbrot, hlýtur að vera nokkur viðbúnaður hinum megin þegar slík kempa kem- ur heim úr víkingi og gengur með lú- in herklæði inn um hlið annars heims. Eitt er víst, að margir beggja vegna móðunnar miklu eiga þér greiða að gjalda. Þú máttir aldrei aumt sjá og varst allra manna skjót- astur til liðveislu, enda þótt það kost- aði þig stundum að leggja nótt við dag. Það var árið 1959, að ábúenda- skipti urðu á Dufþaksholti. Ragna og Björgvin hættu búskap og fluttust til Þorlákshafnar en búskap hófu hjónin María Guðmundsdóttir og Jón Bjarnason. Þau fluttust frá Hvols- velli ásamt þremur dætrum sínum. Jón var lærður húsasmiður og hafði þá þegar lyft Grettistaki á Hvolsvelli, þegar hann ásamt fleirum byggði „Hamilton“, þar sem var veglegt tré- smíðaverkstæði, geymsluhúsnæði og þrjár íbúðir. Á þeim árum byggði Jón aðallega JÓN BJARNASON ✝ Jón Bjarnasonfæddist í Hrafn- tóttum í Djúpár- hreppi 5. nóvember 1923. Hann lést á heimili sínu 11. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Stórólfs- hvolskirkju 17. febrúar. fyrir bændur vítt um Rangárþing og hélt því raunar áfram í mörg ár eftir að hann hóf bú- skap. Frændgarðurinn var stór og vart var svo byggt hús á býlum ætt- ingjanna að ekki væri kallað í Jón, enda var maðurinn með afbrigð- um bónþægur og greið- vikinn. Svo var hitt, að Jón hafði til að bera mikla útsjónarsemi, snarræði og afköst með fádæmum. Hann hafði sérstakt lag á því að hrífa menn með sér til verka. Þegar hamurinn rann á Jón við bygginga- vinnu var naumast til það letiblóð að ekki hrifist með. Hann var athafna- skáld í orðsins fyllstu merkingu og íbúar Rangárvallasýslu búa enn að dugnaði hans við húsbyggingar. Fyrsta sumar Jóns og Maríu í Duf- þekju var mikið rigningasumar. Þeg- ar Jón tók saman þurrhey þetta sum- ar voru galtarnir á stærð við fjóra til fimm venjulega galta á þeim tíma. Mér er minnisstætt hversu mikið rauk úr þeim sumum. Vorið eftir var ég, ellefu ára gamall, ráðinn kúarekt- or í Dufþaksholti. Þar var ég síðan í uppeldi þeirra hjóna næstu fimm sumur og part úr einum vetri. Það voru dásamlegir tímar. María var hlý en ákveðin enda var hún kjölfesta fjölskyldu og bús svo lengi sem henn- ar naut við. Jón var hins vegar þessi endalausa uppspretta af orku og elju- semi, svo að hann átti stundum í vanda með að finna athafnaþrá sinni skynsamlegan farveg. María bar alla tíð hitann og þung- ann af mjöltunum en Jón sinnti þeim einungis af skyldurækni. Fjósið í Dufþekju var fyrir tuttugu og eina kú en mjög fljótt voru komnar í það fleiri kýr en básar leyfðu og var hand- mjólkað fyrstu tvö árin. Haustið 1960 skrapp Jón á axjón út á Rangárvelli og ætlaði að bjóða í gamlan Farmall A. Hann kom hins vegar ekki heim með Farmallinn heldur með allar kýrnar af viðkomandi bæ. Þurfti því að tvímjólka í fjósinu um tíma og nú þurfti að snara upp skúr annars veg- ar við fjósið. Að hætti Jóns var sú bygging snarlega afgreidd þótt í henni væru fjórtán básar. Nokkrum árum síðar byggði Jón nýtt fjós fyrir tæplega sextíu mjólkandi kýr. Stundum elnaði Jóni svo athafna- þráin þegar leið á daginn, að ekki var vegur að fá hann í kvöldmjaltirnar. Þegar þessi gállinn var á honum var ekki óalgengt að törnin stæði langt fram á nótt. Hann eyddi ekki löngum tíma í að reikna út í hörgul hvað borgaði sig eða hver framlegð væri í hverri framkvæmd. Honum lét ým- islegt betur en að laga sig inn í ein- hverja ramma því að hvorki héldu honum rammar né bönd. Alltaf lá á að koma hlutunum í framkvæmd enda kjarkurinn mikill og eljusemin óendanleg. Ég vona þín vegna, kæri vinur, að þeir eigi eitthvað óbyggt þarna hin- um megin. Á þessum árum las ég bókina Kappar, þar sem getið er m.a. við- ureignar þeirra Dufþaks í Dufþaks- holti og Orms á Stórólfshvoli. Mér hefur stundum fundist að það hlyti að þurfa að skrifa viðauka við þá bók að þér gengnum. Það urðu mikil umskipti í lífi þínu, minn kæri, þegar þú misstir Maríu, langt um aldur fram, og yngsta barn- ið var einungis fjögurra ára. Þá sann- aðist að eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni, þegar Pálína, elsta dótt- irin, fluttist heim til að halda þér heimili og ala upp drenginn unga. Að taka slíka ákvörðun og endast til að ljúka því ætlunarverki er manndóm- ur sem einungis fáum er gefinn. Bestu stundirnar sem ég átti með þér, elsku frændi, voru vormorgn- arnir og kvöldin þegar við riðum saman vestur Þverárbakkana og um Dufþekjumýrarnar að gæta að lamb- fénu yfir sauðburðinn – að verða vitni að því ævintýri er jarðargróður vaknar af vetrardvala, ferfætlingarn- ir fæðast hver af öðrum og fuglalífið er allt um kring. Þetta var stórfeng- leg sinfónía sem aldrei líður úr minni. Á þessum eftirlitsferðum okkar þurftum við oft að stansa og bíða meðan einhver ærin eða hryssan lauk sér af og þá notaðir þú iðulega tæki- færið og ræddir við mig um lífið og tilveruna og kenndir mér að bera virðingu fyrir fólki og fénaði. Eða eins og þú orðaðir það: Öllu sem lifir. Þarna kynntist ég því hvernig þín stóra skaphöfn var full af réttlætis- kennd og heiðarleika. Þessar okkar samræður enduðu oft á því, að þú brýndir mig á því að tapa aldrei mannorði mínu né virðingu með óheiðarleika eða illu umtali. Það væru verðmæti sem aldrei yrðu end- urheimt og okkur fyrirgæfist „allur andskotinn“ meðan við værum heið- arlegir og sýndum samferðafólkinu ávallt sanngirni. Að eiga inni hjá samferðafólkinu var meira virði en fé á bók. Þarna var ef til vill kominn lykill- inn að því, hvernig þér liðust yfirreið- ir þínar um hérað með þeim hætti sem stundum á varð þegar áfengi var með í för. Þú áttir svo víða inni og varst þeim mannkostum búinn, að þér fyrirgafst ávallt. Kæri vinur. Þegar ég kveð þig við umbreytingu þína minnist ég þessara orða úr Ritningunni: Réttlátir munu lifa að eilífu og laun þeirra er Drott- inn. Ég trúi að þú sért verður launanna og almættið muni við heimkomu þína veita þér kórónu lífsins. Með virðingu og þakklæti bið ég þér Guðs bless- unar á þeirri vegferð sem þú átt ófarna. Börnum þínum, tengdabörn- um, barnabörnum og öðrum ættingj- um votta ég samúð mína og hluttekn- ingu. Ágúst Gíslason. ✝ Arnþór Ágústs-son fæddist 10. ágúst 1928. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 22. febrúar síðastliðinn. Arnþór var sonur hjónanna Ágústar Kristins Einarsson- ar bónda, f. 6.8. 1888, d. 10.6. 1967, og Ingveldar Jónu Jónsdóttur hús- freyju, f. 12.6. 1901, d. 4.12. 1999. Arn- þór var þriðji í röð átta systkina: Jón Ingi, f. 23.6. 1925; Einar Óskar, f. 5.12. 1926, Svavar, f. 6.3. 1933, d. 30.8. 1999; Guðbjartur, f. 31.10. 1936; Ingvar, f. 8.2. 1939; Sæ- mundur Birgir, f. 20.2. 1941; Eyj- ólfur Viðar, f. 4.3. 1934, d. 11.3. 1981. Hinn 19. nóvember 1955 kvænt- ist Arnþór eftirlifandi eiginkonu í barnaskóla í Þykkvabæ. Hélt hann þá til hjá Jóni Óskari Guð- mundssyni og konu hans Sigur- björgu Ingvarsdóttur. Haustið 1945 fór hann í Ingimarsskólann. Vorið 1947 tók hann próf inn í Samvinnuskólann og lauk prófi þaðan 1949. Vann við landbúnað og jarðræktarstörf, var kokkur á báti í þrjár vertíðir. 1955 hóf hann félagsbúskap með foreldrum sín- um. Haustið 1962 flutti hann í Þorlákshöfn og vann hjá Meitlin- um. 1964 flytur hann aftur í sína íbúð á Bjólu, en vann á Hellu. Þar starfaði hann við rafgeymafram- leiðslu, síðan var hann útibús- stjóri á Landvegamótum í 14 ár, eða þar til útibúið var lagt niður. Hann vann um tíma hja S.G. á Sel- fossi en síðustu árin hjá Land- græðslu ríkisins í Gunnarsholti. Arnþór söng í mörgum kórum. Samvinnuskólakórnum, Karlakór Rangæinga, þar til hann hætti, Samkór Rangæinga hjá Friðriki Guðna Þórleifssyni, Samkór Þor- lákshafnar og í Kirkjudór Odda- kirkju í rúm 30 ár. Útför Arnþórs verður gerð frá Oddakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. sinni Guðríði Bjarna- dóttur, f. 4.3. 1934. Foreldrar hennar eru Bjarni Jóhannsson bóndi, f. 16.9. 1908, og Elínborg Sigurð- ardóttir húsfreyja, f. 20.5. 1909. Þau bjuggu á Árbakka í Landsveit. Synir Arn- þórs og Guðríðar eru: 1) Grétar, f. 2.4. 1956. Kona hans er Stein- unn Ásta Andreasen, f. 10.9. 1953. Börn þeirra: Helgi Már, f. 21.5. 1972, hann á eina dóttur, Ástu Kristínu, f. 18.11. 1997. Árni Þór, f. 10.2. 1978, og Eyjólfur Viðar, f. 28.7. 1981. 2) Bjarni, f. 20.3. 1959, kvæntur Elfu Björk Árnadóttur, f. 24.3. 1970. Þeirra börn eru: Sindri Snær, f. 21.10. 1991, og Andrea Hrund, f. 20.10. 1994. Arnþór ólst upp á Bjólu og gekk Mig langar að minnast með nokkr- um orðum mágs míns Arnþórs Ágústssonar. Hann var fæddur að Bjólu í Djúpárhreppi og ólst þar upp í stórum systkinahópi við venjuleg sveitastörf. Eftir hefðbundið barna- skólanám þess tíma fór hann í Ingi- marsskólann í Reykjavík 1945. Í Sam- vinnuskólanum dvaldi hann 1947–49. Eftir það vann hann við ýmis land- búnaðarstörf og fór einnig til sjós. 1955 hóf hann búskap á Bjólu á móti foreldrum sínum. Ég var aðeins stelpukrakki þegar Gurrý systir mín kom með mannsefnið sitt á æsku- heimili okkar og fannst mér það mjög merkilegt að eiga bráðum gifta syst- ur. Þau gengu í hjónaband 19. nóv- ember 1955 og bjuggu á Bjólu næstu árin. Þar fæddust synirnir tveir. Það- an lá leiðin í Þorlákshöfn og þar bjuggu þau í tæp tvö ár. Aftur fluttu þau austur að Bjólu en Alli eins og hann var alltaf kallaður starfaði þá á Hellu. 1968 festa þau kaup á húsi á Hellu og hafa búið þar alla tíð síðan á bökkum Rangár. Alli var einstaklega ljúfur maður sem allra götu vildi greiða. Hygg ég að margir minnist þessara góðu eig- inleika hans frá því er hann var úti- bússtjóri KF Þór á Landvegamótum. Eftir það starfaði hann um tíma hjá SG á Selfossi og Landgræðslu ríkis- ins í Gunnarsholti. Hann starfaði um árabil með Lions og var þar virkur félagi. Hann hafði mikið yndi af söng og söng í kórum um áratuga skeið. Hafa hjónin verið afar samstíga í því áhugamáli eins og svo mörgu öðru. Ber heimili þeirra þess gleggst vitni. Bókhneigður var Alli og aflaði sér þekkingar um menn og málefni, eink- um eftir að heilsu hans fór að hraka en hann hafði ekki gengið heill til skógar í mörg ár. Tók hann því mót- læti af einstakri rósemi og sýndi mik- inn andlegan styrk í veikindum sínum studdur af eiginkonu, sonum og tengdadætrum. Eftir að barnabörnin fæddust urðu þau hans yndi og eft- irlæti og dáðu þau afa sinn mjög. Að lokum vil ég þakka mági mínum fyrir allar stundirnar á liðnum ára- tugum. Gurrýju systur minni, Grét- ari, Bjarna og fjölskyldum óska ég guðs blessunar og bið um styrk þeim til handa að sigrast á komandi dögum. Blessuð sé minning þín. Sigrún Bjarnadóttir. Það er sorg í ranni, meðal okkar félaganna í Lionsklúbbnum Skyggni, er við göngum til að kveðja okkar kæra vin, Arnþór Ágústsson. Hann gekk til liðs við klúbbinn okkar þann 11. október 1976. Fljótlega varð Arnþór vel virkur og duglegur félagi. Hann starfaði, ein- hverntíma, í öllum vinnunefndum og var gjaldkeri starfsárið 1989 – 1990. Áhugi og dugnaður Arnþórs, til efl- ingar Skyggnis, var okkur félögum hans hvati, til að láta sem mest og best af starfseminni leiða. Það er ánægjulegt að minnast þess er við sáðum til gulrófna og síðan upptakan og sölumennskan. Þá ekki síður að nefna landgræðslu- og fjölskylduferð- irnar í Hraunteig. Í sambandi við vinnuna okkar og ferðalögin, þá brást það aldrei, að Arnþór og kona hans, Guðríður Bjarnadóttir, væru hlaðin nesti fyrir unga sem aldna, og það voru svo sannarlega ekki neinar ruður, sem þau lögðu fyrir okkur. Við félagarnir, í Skyggni, bárum gæfu til þess að sýna Arnþóri vott virðingar og þakklætis, fyrir mikil og vel unnin störf í þágu Lions og klúbbsins okkar. Þann 8. janúar 1996 var Arnþór gerður að Melvin Jones félaga, sem er æðsti heiður, sem Lionsmönnum er veittur. Þann 26. okt. 1998 var Arnþór gerður að ævifélaga í Lionsklúbbnum Skyggni. Við félagarnir þökkum Arnþóri Ágústssyni fyrir vinarþelið og sam- vinnuna, sem hann var svo ríkur af. Þá vottum við Guðríði, ekkju Arn- þórs, börnum þeirra og ættingjum öll- um, okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Arnþórs Ágústssonar. F.h. Lionsklúbbsins Skyggnis, Hörður Valdimarsson, fv. umdæmisstjóri 109 A. ARNÞÓR ÁGÚSTSSON Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.