Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 40
VIKULOK 40 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NOKKRAR stórar hlaðnar vörður við alfaravegi hafa verið kallaðar beinakerlingar. Sagnir eru um þær meðal annars á Mosfellsheiði, Botns- heiði, Skarðsheiði, Þorskafjarðar- heiði, Stóra-Vatnskarði, Vatnahjalla ofan Eyjafjarðar, Smjörvatnsheiði milli Vopnafjarðar og Jökuldals, Fjallabaksvegi og Mýrdalssandi, en nafnfrægastar hafa orðið kerlingarn- ar á Kaldadal, Stóra-Sandi og Kili. Ekki er öldungis ljóst hvernig nafnið er hugsað. Algengt er reyndar að drangar séu nefndir karl eða kerl- ing og því var nærtækt að gefa uppmjóum vörðum svipað heiti. At- hygli vekur að getið er um beina- hrúgu við sumar þeirra eða bein sjást enn innan um grjótið. Þekktasta skýring er á þá lund að ferðamenn hafi stungið skilaboðum í hrosslegg og komið honum fyrir í vörðunni. Menn gátu verið að láta aðra vita af ferðum sínum, tilkynna um strokufé, segja frá nýmælum eða vara við einhverri hættu. Þá var stutt í að menn í góðu skapi sendu vænt- anlegum ferðalöngum kersknisvísur á sama hátt. Sá kveðskapur hefur haldið minningu beinakerlinganna lengst á lofti og orðið beinakerlinga- vísa er löngu farið að merkja grodda- lega neðanþindarvísu af þeim toga sem nú á dögum virðist ein helsta skemmtun kvenna sem karla í fjöl- miðlum og á mannamótum, svo því er líkast sem fólk sé upp til hópa nýbúið að fá hvolpavit. Önnur túlkunartilraun er á þá leið að hér sé upphaflega ekki um nein dýrabein að ræða, heldur nafnorðið beini í merkingunni hjálp eða greiði, að fá góðan beina, og sagnorðið að beina manni leið í rétta átt. Merk- ingin hafi því einna helst verið „hjálpsöm kona“. Þeir sem löngu síð- ar skildu ekki þessa merkingu tóku að búa sér til nýja skilgreiningu. Þriðja tilgátan gerir beinakerling- ar að minjum um heiðinn átrúnað, til dæmis að hörgum frjósemisgyðjunn- ar Freyju. Hér hafi dýrum verið blótað henni til heiðurs og beinin séu leifar þeirra. Í samræmi við það hafi átt sér stað frjósemisdýrkun með frjálslegu kynlífi eins og víða eru spurnir af meðal þjóðflokka sem enn eru tengdir náttúrunni á eðlislægan hátt. Eftir kristnitöku hafi kirkjan fordæmt og afskræmt slíkt athæfi og kallað saurlífi. Leifar þessa finnist í blautlegum athöfnum og kveðskap í tengslum við beinakerlingar. Fjórða skýringartilraunin er sú að upphaflega hafi fé eða hestar sem drápust á ferðalögum verið urðaðir og grjóti hlaðið utan um skrokkinn í þrifnaðar- eða hreinlætisskyni svo að hrætætlur fykju ekki út um víðan völl. Þegar skrokkarnir rotnuðu und- ir grjótinu urðu beinin ein eftir og stóðu út á milli steinanna eða sást í þau inni í hrúgunni. Eftir nokkrar aldir vissi enginn lengur hvernig á þessari beinahrúgu stóð og hug- myndaríkir menn tóku að smíða kenningar. Beinakerlingavísur Fyrsta tilgátan er að sjálfsögðu vinsælust, enda í samræmi við þá lagfæringu á orðum Ara fróða að „hvatki er missagt er í fræðum þess- um, þá er skylt að hafa það heldur, er skemmtilegra reynist“. Elstu varð- veittar beinakerlingavísur eru frá lokum 17. aldar. Þær eru oftast ortar í orðastað kerlingar sem ögraði næsta ferðamanni til að sanna henni karlmennsku sína. Sem dæmi má taka vísu sem eignuð er Páli djákna Sveinssyni fyrir munn kerlingarinn- ar á Stóra-Sandi og beint til Steins Hólabiskups Jónssonar um 1725: Margur tók sér maður við góm mín væri gott að njóta. Klerka alla og kennidóm kýs ég á millum fóta. Í nemendaritgerð úr Skálholts- skóla um gamla fjallvegi frá því um 1760 eftir Magnús Guðmundsson síð- ar lækni er þessi kafli í lýsingu Kjal- vegar og leiðir hugann nokkuð að skýringartilraun númer 3: „Á þessum vegi er kölluð Beina- kerling, svo nefnd af beinahrúgu, sem þar er saman borin, og fundist hafa á veginum. Það eru gleðimanna lög, þegar komið er að þessari kerl- ingu, að sé nokkur í þeirra ferð, sem þar hefur ei fyrr um riðið, þá skuli menn fara af baki, og þrengja honum upp á hana, ella hann skuli fría sig með lofvísu nokkurri til hennar, hver þá er skrifuð upp á eitt af beinunum. Þar kveður og þá hver, sem getur, oftast eina gamanvísu, annaðhvort hver til annars upp á kerlinguna, ell- egar undir hennar persónu. Nokkrir láta þar og eftir kátlegar og á bein skrifaðar vísur upp á þá, sem þeir vita að innan skamms eftir koma. Þá er og drukkin skál hennar, áður en menn stíga á bak aftur, ef brennivín er við höndina.“ Leit að beinakerlingu á Sprengisandi Í grein um beinakerlingar árið 1923 segir Jón Þorkelsson þjóð- skjalavörður að óvíst sé hvort nokk- urn tíma hafi verið beinakerling á Sprengisandsvegi. Árið 1949 birtist hinsvegar í 1. bindi safnritsins Hrakningar og heiðavegir, sem Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson gáfu út, lýsing á Sprengisandsleið frá 1770 eða 1771 eftir Eirík Hafliðason á Tungufelli í Lundarreykjadal, sem alist hafði upp í Hreppum í Árnes- sýslu og á yngri árum verið fylgd- armaður tveggja embættismanna norður Sprengisand kringum 1735 og 1740. Frumritið á dönsku var kynnt á Alþingi sumarið 1770 eða 1771 og gefið út af Bergsteini Jóns- syni í skjölum Landsnefndarinnar 1770–1771 árið 1961. Í lýsingu Eiríks segir meðal annars í þýðingu Pálma og Jóns: „Þá er komið að Háumýrum, og er vegalengdin þangað frá Biskupsþúfu um 2½ míla. Þaðan eru röskar 2½ míla að Sveinum, sem eru klappir með nokkrum vörðum. Frá Sveinum er haldið að Beinakerlingu, og er sá vegarspotti einnig um 2½ míla. Beinakerling er stór varða og stend- ur mitt á milli 24 dætra sinna. Þar eru nokkurar klappir, en þó mun mestur hluti þeirra hulinn sandi. Skömmu áður en komið er að Beina- kerlingu, er riðið um sléttan sand, sem Sprengir heitir. Frá Beinakerl- ingu er stefnt í landnorður á Háöldu (efsta fjallsás á Sprengisandi), og er sú vegalengd 2½ míla.“ Þessa frásögn tók Steindór Stein- dórsson að mestu upp í annað bindi ritsins Landið þitt árið 1968. Þar sá hana Björn Jónsson læknir í Swan River í Kanada. Björn var ættaður frá Veðramóti í Skagafirði og al- þekkt gælunafn hans var Bjössi bomm. Björn fylltist hug á að ganga úr skugga um hvort finna mætti þessa beinakerlingu sem enginn vissi lengur hvar var og ekki heldur áminnstir Sveinar. Áhugi hans var bæði jarðbundinn og háfleygur því hann hafði heillast af kenningum Einars Pálssonar um rætur íslenskr- ar menningar og gerði sér vonir um að finna þann stað sem menn hefðu í forneskju talið miðju Íslands og ýmis helgitákn hugsanlega verið miðuð við í árdaga. Björn viðaði að sér skriflegum heimildum og fékk loftmyndir af svæðinu. Sumarið 1977 kom hann sem oftar til Íslands og fór ásamt nokkrum öðrum áhugamönnum upp á Sprengisand. Af hyggjuviti sínu og mælingum fann hann stóra grjót- vörðu fulla af beinum ásamt mörgum smærri vörðum niðri í grunnri kvos um 2 km vestur af vestasta sveig Fjórðungsvatns eins og lega þess er nú. Sumarið eftir gerði hann aðra ferð ásamt Birni Magnússyni Lions- manni og taldi sig nú finna með vissu sandinn Sprengi skammt suður af Beinakerlingu, svo og staðinn sem Eiríkur Hafliðason hafði nefnt Sveina. Sumarið 1979 ók Kristján Eldjárn forseti í slóð Björns kunningja síns ásamt Einari Ágústssyni utanríkis- ráðherra og konum beggja undir handleiðslu Halldórs Eyjólfssonar á Rauðalæk sem var þaulkunnugur öllu svæðinu. Menn reyndust sam- mála Birni um beinakerlinguna og Sprengi, en ekki um staðsetningu Sveina. Þess í stað fundu þeir nálægt mótum Fjórðungskvíslar og Berg- vatnskvíslar hóp af klöppum með vörðum og þótti sem þar væru hinir réttu Sveinar Eiríks Hafliðasonar ljóslifandi komnir, enda skeikar vegalengdin ekki miklu milli þeirra og Beinakerlingar. Hún er um 15 km, en Eiríkur hafði giskað á að hún væri um 2½ danska mílu eða nálægt 18 km. Á þetta féllst Björn Jónsson. Hann hefur skrifað um allt þetta mál í þrjú hefti af ársriti ferðafélagsins Útivistar. Viðhald kerlingar Nú liðu nokkur ár án þess að nokk- ur vitjaði kerlingar svo kunnugt sé. Vigfús Magnússon læknir og Fanney kona hans óku sumarið 1985 norður Sprengisand og tókst að finna kerl- inguna eftir lýsingu Björns. Haustið 1994 fór þangað nokkur hópur á svæðið undir forystu Vigfúsar og Björns Magnússonar sem verið hafði fylgdarmaður Björns Jónssonar sumarið 1978. Nokkurn tíma tók að finna bæði Kerlingu og Sveina, en nú var hvort tveggja hnitmiðað með við- eigandi mælitækjum sem þó reynd- ust ekki nákvæm. Úr því var bætt seinna. Síðan hefur valinn hópur far- ið næstum árlega pílagrímsferð und- ir sömu forystu, seinast haustið 2000, og þátt hafa tekið meðal annarra knáir menn á sviði náttúrufræði, bú- skaparhátta, fornleifafræði, þjóð- hátta, jarðfræði og kenninga Einars Pálssonar. Beinakerlingin stendur nær því vestast á klapparhrygg sem liggur nokkurn veginn frá NA til SV. Ekki er svo að sjá sem hún hafi verið hlað- in af neinni vandvirkni, fremur eins og henni hafi verið hrófað upp skipu- lagslítið. Þó má vera að hún hafi í öndverðu verið vel hlaðin en hrunið saman á löngum tíma vegna frost- skemmda þegar enginn hélt henni lengur við. Margar vörðuleifar sjást í háaustur og hin austasta um 50 m frá henni. Sú er reyndar ekki annað en stuðull sem annar steinn hallast upp- að og þó gæti hver grjótlistamaður verið stoltur af þeirri uppstillingu. Fleiri vörðuleifar má greina á klöpp- um í óreglulegum hring um megin- vörðuna. Minnt skal á þau orð Eiríks Hafliðasonar um klappirnar nálægt miðri 18. öld að þá þegar muni „mest- ur hluti þeirra hulinn sandi“. Vart hefur sandfokið minnkað á þeirri hálfu þriðju öld sem síðan er liðin. Beinakerling á Sprengisandi Ljósmynd/Sigurður Helgason Fínkornótti sandflákinn Sprengir suðvestan við Beinakerlingu. Miklafell í Hofsjökli í baksýn. Ljósmynd/Sigurður Helgason Hvíldarstaður við Laugafell. Ljósmynd/Útivist Bjössi bomm fann kerlinguna eftir hátt á þriðju öld, fór strax upp á hana og benti í austur og vestur. Ljósmynd/Björn Jónsson Kerlingin og aðrar vörðuleifar frá vestri til austurs. Austur- steininn ber í Trölladyngju. Margar sagnir eru til um beinakerlingar, segir Árni Björnsson og fjallar um eina.         :7                !"           #        ! "    *+, +- * . + */0+*1*"%2("%2"  ! " !  ,* ,* ; <<= ;  >0  ?  %4 / #&3)$ #$% $%       ! !      *+, +- * . + */0+*1*"%2("%2" ,* 3', @  : 18AB9+CAB9 #D'-$---$ #+924  83*#4 $ ,-#% 1 #D#--$---  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.