Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 69
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 69 Eftir þessa helgu stund verður kaffi- sala til styrktar KFUM & K Landa- kirkju, en unglingar úr félaginu stefna á utanlandsferð næsta sumar- .Allir velkomnir bæði í messuna og kaffið, því öllum erum við æskulýður, hversu gömul sem við erum. Kl. 21:00 verður messan svo sýnd á sjónvarps- stöðinni Fjölsýn. Ólafur Jóhann Borgþórsson, Æskulýðsfulltrúi Landakirkju. Æskulýðsdagurinn í Seltjarnarneskirkju SUNNUDAGINN 4. mars verður æskulýðsdagurinn haldinn hátíðleg- ur, dagurinn sem helgaður er börnum og unglingum um allt land. Í Seltjarn- arneskirkju verður boðið upp á fjöl- breytta dagskrá þennan dag. Fjölskylduguðsþjónusta verður kl. 11:00. Það verður skemmtileg stund sniðin að unga fólkinu. Barnakór Sel- tjarnarness syngur. Eftir stundina er gestum boðið til safnaðarheimilis í kaffi og þar mun æskulýðsfélag kirkj- unnar halda kökubasar. Ágóðinn af þeirri sölu rennur til æskulýðsstarfa. Einnig verður um kvöldið skemmti- leg tónlistarsamvera, kl. 20:00. Þar verður fjölbreytt dagskrá frá ung- lingum úr æskulýðsstarfi Seltjarnar- neskirkju. Kammerkór kirkjunnar syngur fjörug gospel lög, Margrét Grétarsdóttir syngur einsöng og stúlkur úr æskulýðsfélaginu sýna jassballet og ýmislegt fleira. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum til Hjálparstarfs kirkjunnar. Organ- isti: Pavel Manasek. Við blásum í and- ans lúðra og köllum ykkur öll til helgrar samverustundar sunnudag- inn 4. mars. Verið öll hjartanlega vel- komin. Allir aldurs- og heilsufarshópar saman í Laugarnesi ANNAÐ af tveimur slagorðum Laug- arneskirkju er þetta: „Allir aldurs- og heilusfarshópar saman!“ Á Æsku- lýðsdegi kirkjunnar látum við verkin tala. Í Fjölskyldumessu kl. 11:00 mun fjöldi barna og unglinga úr flestum greinum safnaðarstarfsins leggja sitt af mörkum í messuna. Fulltrúar fermingarbarna og eldri borgara flytja samtalsprédikun, börn frá leik- skólanum Lækjarborg syngja undir stjórn kennara sinna og Klassíski listdansskólinn gefur okkur brot af því besta er nemendur hans dansa fyrir okkur í messukaffinu.Við mess- una þjóna allir starfsmenn kirkjunn- ar og hvetjum við foreldra til að fjöl- menna með börnum sínum til kirkju þennan dag. Kl. 18:30 verður hið ár- lega harmonikkuball fermingarfjöl- skyldna, eldriborgara og fatlaðra haldið í dagvistarsal Sjálfsbjargar að Hátúni 12. Þar munu heiðurshjónin Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri Laugarnesskóla og frú Matthildur stýra dansinum af sinni snilld, Reynir Jónasson leikur á harmonikku, ferm- ingarbörn aðstoða gesti og þjóna til borðs, og að ballinu loknu kl. 20:30 býður Halaleikhópurinn öllum ferm- ingarbörnum á sýningu sína „Nakinn maður og annar í kjólfötum“ á meðan hin eldri fá sér seinni sopann. Sýning- unni lýkur kl. 22:00 og eru foreldrar beðnir að tryggja börnum sínum örugga heimferð. Staða barnsins í kristinni trú Á FRÆÐSLUMORGNUM í Hall- grímskirkju verða næstu sunnudaga fluttir fyrirlestrar um börn og upp- eldi frá ýmsum sjónarhornum. Næstkomandi sunnudag, á æsku- lýðsdegi þjóðkirkjunnar 4. mars kl. 10:00, mun séra Sigurður Pálsson flytja erindi sem hann nefnir Staða barnsins í kristinni trú. Rætt verður hvort Jesús Kristur hafi birt einhver ný viðhorf til barna miðað við eigin samtíð og hvort börn hafi einhverja sérstöðu í kristinni kirkju og ef svo er í hverju sú sérstaða er fólgin. Að fyr- irlestrinum loknum verður tækifæri til að bera fram fyrirspurnir og um- ræðuefni. Fjölskylduguðsþjónusta hefst svo í kirkjunni kl. 11:00 í umsjá séra Sigurðar með þátttöku barna- kórs kirkjunnar undir stjórn Bjarn- eyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 4. mars kl. 20.00 verður kirkjuvaka í Hallgrímskirkju með fjölbreyttri dagskrá. Fram koma sigurvegarar úr freestyle-keppni Tónabæjar og sigurvegari söngva- keppni Samfés. Lúðrasveit Vestur- bæjar undir stjórn Lárusar H. Grímssonar, Unglingakór Selfoss- kirkju undir stjórn Margrétar Bóas- dóttur, Unglingakór Hallgrímskirkju undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur og Skátafélagið Landnemar. Hugleiðingu flytur Páll Ásgeir Ólafsson frá æskulýðsfélaginu Örk í Hallgrímskirkju. Einnig munu unglingar lesa upp frumsamin ljóð og smásögu. Þetta er í annað sinn sem kirkjuvaka er haldin í Hallgríms- kirkju þar sem félög sem vinna með unglingum hafa veg og vanda að dag- skrá sem þessari. Að dagskránni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Æskulýðsguðsþjón- usta í Fella- og Hólakirkju Á ÆSKULÝÐSDEGI þjóðkirkjunn- ar 4. mars nk. verður æskulýðsguðs- þjónusta kl. 11 í Fella- og Hólakirkju. Í tilefni dagsins munu börn og ung- lingar setja mikinn svip á guðsþjón- ustuna. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Þórdísar Þórhallsdóttur. Nemendur í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar leika á þverflautu og trompett. Unglingar frá félagsmið- stöðinni Miðbergi rappa lagið við „Drottinn er minn hirðir“. Börn sjá um bænalestur og starfsfólk barna- og unglingastarfs kirkjunnar sjá um ritningarlestra og flytja hugvekju. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar í guðsþjónustunni og organisti kirkj- unnar, Lenka Mátéová, leikur á org- elið. Að lokinni guðsþjónustu er boðið upp á kaffi og djús í safnaðarheim- ilinu þar sem unga fólkið í Æskulýðs- félagi kirkjunnar verður með vöfflu- sölu. Allir eru hjartanlega velkomnir og eru börn og unglingar kvött til að taka fjölskylduna með sér í kirkju. Fella- og Hólakirkja Neskirkja. Kirkjustarf eldri borgara í dag kl. 14:00. Bingó. Kaffiveitingar. Munið kirkjubílinn. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja. AA-hópur hittist kl. 11:00. Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir 8. 9. og 10. bekk kl. 20-23. Fríkirkjan Vegurinn: Fjölskyldusamkoma kl. 11. Brauðsbrotning. Samkoma kl. 20. Brauðsbrotning. Högni Valsson pré- dikar. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS: Samkoma í dag laugardag kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdótt- ir. Mikil lofgjörð, söngur og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomnir. Þriðjud: Brauðsbrotning og bænastund kl. 20.30. Miðvikud: Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Föstud: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartan- lega velkomnir. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 11 Æfing hjá Litlum lærisveinum í safnaðarheimili. Mánudagur, 5. mars. 16:50 Æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Leikir og létt fjör. Spurning um hvort Axel mæti á svæðið. Hvammstangakirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Umsjón: Hreiðar Örn Stefánsson. Hjálpræðisherinn. Kl. 13 Laugar- dagsskóli. Sunnudaginn 4. mars kl. 20 Hjálpræpissamkoma í umsjón majór- anir Turid og Knud Gamst. Mánu- daginn 5. mars kl. 15 heimilasam- band. Fimmtudaginn 8 mars kl. 20 vakningaherferð með Inger og Einar Höyland. Allir velkomnir. Þorlákskirkja Tónlistadagskráin Úr djúpunum... ljóðadagskrá flutt af listamönnunum Hilmari Erni Agnarssyni, Hirti Hjartarsyni, Sveini Pálssyni, Ingunni Jensdóttur og Eyvindi Erlendssyni, kl. 20:30 sunnudag. Dagskráin er að stofni til byggð á lögum sömdum af Gyðingum í útrýmingarbúðum. Sýn- ingin er liður í 50 ára afmælishátíð Þorlákshafnar. Aðgangur ókeypis. FRÉTTIR NÁUM ÁTTUM – fræðsluhópur stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 6. mars 2001, kl. 8.30– 10.30 í Sunnusal Hótel Sögu. Skráið þátttöku hjá: iae@rvk.is og bryn- dis@bvs.is. Þorbjörn Broddason prófessor er málshefjandi og flytur erindi um áhrif fjölmiðla á lífsstíl ungs fólks. Fulltrúar fjölmiðla flytja stutt inn- legg og sitja fyrir svörum í pallborði: Pétur Gunnarsson blaðamaður Morgunblaðinu, Rúnar Gunnarsson dagskrárstjóri Sjónvarps, Sigmund- ur Ernir Rúnarsson ritstj. frétta- og dægurmála Stöð 2, Sigtryggur Magnason blaðamaður DV og Sól- veig Kr. Bergman fréttastjóri Skjá 1. Fundarstjóri er Héðinn Unn- steinsson verkefnisstjóri Geðræktar. Þátttökugjald 1.500 kr. með morg- unverði. Morgunverðarfundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Náum áttum – er opinn samstarfs- hópur um fræðslu- og fíkniefnamál með þátttöku: Götusmiðjunnar, Vímulausrar æsku, Barnaverndar- stofu, Íslands án eiturlyfja, Land- læknis, Áfengis- og vímuvarnaráðs, fulltrúa framhaldsskólanna, Sam- starfsnefndar Reykjavíkur um af- brota- og fíkniefnavarnir, Heimilis og skóla, Lögreglunnar í Reykjavík, Bindindissamtakanna IOGT, Rauða- krosshússins og Geðræktar. Fundur um áhrif fjölmiðla á lífs- stíl ungs fólks FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á sunnudaginn 3. mars kl. 10.30 til rútu- og skoðunarferðar þar sem far- ið verður að Gullfossi í klakabönd- um, að Geysissvæðinu og víðar. Í ferðinni verður farið að Bergs- stöðum þar sem litið verður á sýru- ker sem sagt er að Bergþór risi í Blá- felli hafi klappað þar í stein. Þar verður skálað í mysu honum til heið- urs. Fararstjóri er Nanna Kaaber en verð er 3.000 kr fyrir Útivistarfélaga og 3.300 kr fyrir aðra. Brottför er frá Umferðarmiðstöðinni, BSÍ og eru miðar seldir í farmiðasölu. Ferð að Gull- fossi og Geysi með Útivist TÆKNISKÓLI Íslands (TÍ) ásamt Hollvinafélagi TÍ standa fyrir kynningardagskrá sunnudag- inn 4. mars í húsakynnum skólans á Höfðabakka 9, milli kl.13 og 18. Megináhersla verður lögð á að kynna fjölbreytta námsmöguleika við Tækniskóla Íslands og mik- ilvægi tengsla hans við atvinnu- lífið. Í því sambandi verður m.a. boð- ið upp á fyrirlestra sem tengjast lokaverkefnum nemenda við TÍ og ýmissa gestafyrirlestra. Auk þess munu gestir geta kynnt sér ný hönnunar- og teikniforrit, fengið mælt kólesterol í blóði, setið ör- námskeið í notkun Netsins, tekið þátt í léttri getraun, kynnst al- þjóðastarfi TÍ og margt fleira. Sérstakt barnahorn verður með gæslu fyrir yngstu gestina. Allir áhugasamir um starfsemi TÍ eru boðnir velkomnir og hvattir til virkrar þátttöku í Tækniskóla- deginum 2001, segir í fréttatil- kynningu. Sjá má dagskrá TÍ- dagsins inni á heimasíðu skólans ti@ti.is Opið hús í Tækniskóla Íslands RAGNAR Ingi Aðalsteinsson heldur fyrirlestur um bragfræði og ljóða- gerð í Kirkjuhvoli, Garðabæ, mánu- daginn 5. mars kl. 15. Fyrirlesturinn er á vegum Bókasafns Garðabæjar og tengist ljóða-og smásagnakeppni sem safnið stendur fyrir í tilefni 25 ára afmælis Garðabæjar. Fyrirlestur um bragfræði og ljóðagerð FERÐAFÉLAG Íslands efnir til skíðagönguferðar sunnudaginn 4. mars fyrir áhugasamt skíðafólk. Síð- asta sunnudag fór full rúta af fólki á skíði á Lyngdalsheiði í fínu færi og nú er ferðinni heitið norður fyrir Ár- mannsfell en þar er nægur og góður snjór. Reiknað er með að skíðagang- an sjálf taki 3–4 klst. Vegna þess hve illa hefur gengið að komast á göngu- skíði eru skíðaferðirnar nú á sérstöku afsláttarverði og kostar ferðin á sunnudaginn 1.400 krónur fyrir manninn, segir í fréttatilkyningu. Brottför er frá BSÍ kl. 10:30 og komið við í Mörkinni 6. Fararstjóri í þessari ferð er Sigurður Kristjánsson. Þá vill Ferðafélag Íslands vekja at- hygli á skíðagönguferð í Tindfjöllum 9.–11. mars. Farið verður á einkabíl- um og er þátttökugjaldi mjög í hóf stillt. Nauðsynlegt er að bóka með góðum fyrirvara því svefnpláss í skála er takmarkað. Frekari upplýsingar um ferðir Ferðafélags Íslands má sjá á heima- síðu þess, www.fi.is og á bls. 619 í textavarpi RÚV. Skíðagöngu- ferðir með Ferðafélagi Íslands JÓLATRÉSSALAN Landakot hef- ur undanfarin fjögur ár stutt við starfsemi SKB (Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna) með framlagi sem myndast við sölu jóla- trjáa á ýmsum stöðum höfuðborg- arsvæðisins. Myndin er tekin nýver- ið er styrkur fyrir árið 2000 var afhentur á skrifstofu SKB. Á henni eru auk Þorsteins Ólafssonar, framkvæmdastjóra SKB, þremenn- ingarnir Ágúst Magnússon, Gunnar S. Harðarson og Sæmundur Norð- fjörð. Styrktu SKB ♦ ♦ ♦ ÍSLANDSMEISTARAKEPPNIN Tískan 2001 verður haldin sunnu- daginn 4. mars á Broadway. Slag- orð keppninnar þetta árið er: „Vel- megun fyrir alla“. Í fréttatilkynningu segir: „Keppnin frá því í fyrra, Tískan 2000, er komin á Netið á slóðinni www.fashiontv.is og hafa allt að 90.000 heimsóknir verið á síðuna frá byrjun, hér heima og erlendis. Þetta árið, samhliða keppninni, verður haldið evrópuþing Al- þjóðasambands hárgreiðsluskóla og í tengslum við þingið verða haldnar tvær sérkeppnir í hár- greiðslu. Fjöldi fyrirspurna um þingið og keppnina hefur borist erlendis frá. Keppnin og sýningin standa yfir í 14 tíma eða frá kl. 9 til 23 og enda með mikilli veislu og verð- launaafhendingu þar sem veitt verður á annað hundrað verðlauna af tímaritinu Hári og fegurð og öðrum fyrirtækjum. Keppt verður í tískulínu, „frístæl“, permanenti, litun, dagförðun, tískuförðun, leik- húsförðun, fantasíuförðun, ljós- myndaförðun, tískuhönnun, fata- gerð, tískuskartgripum, fantasíu- nöglum og ásetningu gervinagla. Á staðnum verða fjórir ljósmyndarar frá tímaritinu Hári og fegurð og tveir frá fashiontv.is og verða ljós- myndir teknar af módelum allra keppendanna og sýndar í tímarit- inu Hári og fegurð. Eftir að keppninni lýkur verður útsending frá henni á www.fashiontv.is. Fjölmörg fyrirtæki verða á staðnum með kynningarbása þar sem ýmsar vörur varðandi tísku- heiminn verða kynntar.“ Tískan 2001 haldin á Broadway ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.