Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 25
MEÐ NÝJU frumvarpi til laga um
breytingar á lögum um viðskipta-
banka og sparisjóði, sem nú er til
meðferðar í þingflokkum stjórn-
arflokkanna, er gert ráð fyrir að
sparisjóðum verði veitt heimild til
að breyta rekstrarformi sínu í
hlutafélag.
Sparisjóðir eru byggðir upp með
öðrum hætti en hlutafélög og í
þeim er stofnfé í eigu stofnfjáreig-
enda en ekki hlutafé í eigu hlut-
hafa.
Um stofnfé gilda aðrar reglur en
um hlutafé, þar á meðal sú regla
að stofnfjáreigandi nýtur einungis
arðs af innborguðu stofnfé sínu en
hefur ekki rétt til hluta af hagnaði
sparisjóðs umfram arðgreiðslur.
Hlutafé stofnfjáreigenda reiknað
út frá áætluðu markaðsvirði
Í athugasemdum við lagafrum-
varpið kemur fram að stofnfé
sparisjóða landsins er að meðaltali
rúm 14% af eigin fé sjóðanna, en
þetta hlutfall er þó mjög mismun-
andi milli einstakra sjóða. „Stofn-
fjáreigendur eiga tilkall til þess
stofnfjár sem þeir sjálfir lögðu til
sparisjóðs en ekki til uppsafnaðs
hagnaðar sjóðsins. Aðferðin við
hlutafélagavæðinguna er í grófum
dráttum sú að í upphafi er mark-
aðsvirði sparisjóðsins metið. Stofn-
fjáreigendur fá síðan sama hlutfall
hlutafjár og nemur hlutfalli stofn-
fjár af áætluðu markaðsvirði.
Með þessu er tryggt, að því
marki sem kostur er, að mark-
aðsvirði hlutafjáreignar fyrrum
stofnfjáreigenda sé hið sama og
verðmæti stofnfjárbréfa í dag. Að
sjálfsögðu munu síðan hluthafar í
sparisjóðum eiga tilkall til upp-
safnaðs framtíðarhagnaðar í hlut-
falli við hlutafjáreign sína, rétt
eins og hluthafar í öðrum hluta-
félögum,“ sagði Valgerður Sverr-
isdóttir viðskiptaráðherra er hún
var spurð að því hvernig metið
verði hver hlutur stofnfjárfesta
eigi að verða eftir að þeir hafa
breytt sér í hlutafélag.
Þá var Valgerður spurð hvort
einhverjar ráðstafanir verði gerðar
til að tryggja að ekki geti orðið um
það að ræða að eigendur stofnfjár
hagnist á formbreytingunni um-
fram það sem þeir hafa lagt til
sparisjóðsins.
Stofnfjárfestar hafa hag af að
markaðsvirði sé lágt metið
„Já. Það er ekki stjórn spari-
sjóðsins sem mun meta markaðs-
verðmæti sparisjóðs.
Ástæðan er sú að meiri hluti
sparisjóðsstjórnar eru fulltrúar
stofnfjáreigenda sem hafa hags-
muni af því að markaðsvirðið sé
metið sem lægst enda leiðir það til
meiri hlutafjáreignar stofnfjáreig-
enda í sparisjóðnum. Þess vegna
er kveðið á um í frumvarpinu að
það markaðsvirði sem lagt er til
grundvallar við hlutafélagavæð-
inguna sé metið af óháðum aðila,
þ.e. aðila sem hafi ekki beinna við-
skiptahagsmuna að gæta við spari-
sjóðinn.“
Fyrirhuguð heimild til breytingar sparisjóða í hlutafélög
Markaðsvirði hlutafjár
svipað og stofnfjár FLYTJANDI (VM) og Vesturfraktehf. á Ísafirði hafa skrifað undirsamning og hafið samstarf. Fyr-
irtækin eru bæði í vöruflutningum
á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur.
Vesturfrakt mun þess vegna aka í
framtíðinni undir merkjum Flytj-
anda. Fyrirtækin hafa bæði verið
með daglegar ferðir á þessari leið
og væntanlega kemur samstarf
þetta til með að skila báðum að-
ilum betri nýtingu á bílum og
tækjum. Einnig færist afgreiðsla
Vesturfraktar inn á afgreiðslu
Flytjanda, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu.
Í framhaldi af þessu verður af-
greiðslu Vesturfraktar við Ás-
geirsgötu á Ísafirði lokað fljótlega
og mun hún færast yfir í af-
greiðslu Flytjanda í Eyrarskála á
Ísafirði. Í Reykjavík mun af-
greiðsla Vesturfraktar færast frá
Aðalflutningum og yfir í Vöru-
flutningamiðstöð Flytjanda í
Klettagörðum 15.
Flytjandi og Vest-
urfrakt í samstarf
NETVERSLUN Á mbl.is
Drykkjarbrúsi
aðeins kr. 400
Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í
síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is