Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 25 MEÐ NÝJU frumvarpi til laga um breytingar á lögum um viðskipta- banka og sparisjóði, sem nú er til meðferðar í þingflokkum stjórn- arflokkanna, er gert ráð fyrir að sparisjóðum verði veitt heimild til að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélag. Sparisjóðir eru byggðir upp með öðrum hætti en hlutafélög og í þeim er stofnfé í eigu stofnfjáreig- enda en ekki hlutafé í eigu hlut- hafa. Um stofnfé gilda aðrar reglur en um hlutafé, þar á meðal sú regla að stofnfjáreigandi nýtur einungis arðs af innborguðu stofnfé sínu en hefur ekki rétt til hluta af hagnaði sparisjóðs umfram arðgreiðslur. Hlutafé stofnfjáreigenda reiknað út frá áætluðu markaðsvirði Í athugasemdum við lagafrum- varpið kemur fram að stofnfé sparisjóða landsins er að meðaltali rúm 14% af eigin fé sjóðanna, en þetta hlutfall er þó mjög mismun- andi milli einstakra sjóða. „Stofn- fjáreigendur eiga tilkall til þess stofnfjár sem þeir sjálfir lögðu til sparisjóðs en ekki til uppsafnaðs hagnaðar sjóðsins. Aðferðin við hlutafélagavæðinguna er í grófum dráttum sú að í upphafi er mark- aðsvirði sparisjóðsins metið. Stofn- fjáreigendur fá síðan sama hlutfall hlutafjár og nemur hlutfalli stofn- fjár af áætluðu markaðsvirði. Með þessu er tryggt, að því marki sem kostur er, að mark- aðsvirði hlutafjáreignar fyrrum stofnfjáreigenda sé hið sama og verðmæti stofnfjárbréfa í dag. Að sjálfsögðu munu síðan hluthafar í sparisjóðum eiga tilkall til upp- safnaðs framtíðarhagnaðar í hlut- falli við hlutafjáreign sína, rétt eins og hluthafar í öðrum hluta- félögum,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra er hún var spurð að því hvernig metið verði hver hlutur stofnfjárfesta eigi að verða eftir að þeir hafa breytt sér í hlutafélag. Þá var Valgerður spurð hvort einhverjar ráðstafanir verði gerðar til að tryggja að ekki geti orðið um það að ræða að eigendur stofnfjár hagnist á formbreytingunni um- fram það sem þeir hafa lagt til sparisjóðsins. Stofnfjárfestar hafa hag af að markaðsvirði sé lágt metið „Já. Það er ekki stjórn spari- sjóðsins sem mun meta markaðs- verðmæti sparisjóðs. Ástæðan er sú að meiri hluti sparisjóðsstjórnar eru fulltrúar stofnfjáreigenda sem hafa hags- muni af því að markaðsvirðið sé metið sem lægst enda leiðir það til meiri hlutafjáreignar stofnfjáreig- enda í sparisjóðnum. Þess vegna er kveðið á um í frumvarpinu að það markaðsvirði sem lagt er til grundvallar við hlutafélagavæð- inguna sé metið af óháðum aðila, þ.e. aðila sem hafi ekki beinna við- skiptahagsmuna að gæta við spari- sjóðinn.“ Fyrirhuguð heimild til breytingar sparisjóða í hlutafélög Markaðsvirði hlutafjár svipað og stofnfjár FLYTJANDI (VM) og Vesturfraktehf. á Ísafirði hafa skrifað undirsamning og hafið samstarf. Fyr- irtækin eru bæði í vöruflutningum á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Vesturfrakt mun þess vegna aka í framtíðinni undir merkjum Flytj- anda. Fyrirtækin hafa bæði verið með daglegar ferðir á þessari leið og væntanlega kemur samstarf þetta til með að skila báðum að- ilum betri nýtingu á bílum og tækjum. Einnig færist afgreiðsla Vesturfraktar inn á afgreiðslu Flytjanda, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Í framhaldi af þessu verður af- greiðslu Vesturfraktar við Ás- geirsgötu á Ísafirði lokað fljótlega og mun hún færast yfir í af- greiðslu Flytjanda í Eyrarskála á Ísafirði. Í Reykjavík mun af- greiðsla Vesturfraktar færast frá Aðalflutningum og yfir í Vöru- flutningamiðstöð Flytjanda í Klettagörðum 15. Flytjandi og Vest- urfrakt í samstarf NETVERSLUN Á mbl.is Drykkjarbrúsi aðeins kr. 400 Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.