Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.03.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Það er mikil gæfa að hafa átt Áslaugu Sig- urbjörnsdóttur að vini. Á kveðjustund koma margar minningar upp í hugann. Það sem einkenndi Áslaugu var kærleikur og umhyggja fyrir sínum nánustu, vinum og börnunum sem hún hjúkraði og ef einhver átti bágt var hann örugglega í bænunum hennar Áslaugar. Áslaug var mjög trúuð, enda alin upp á heimili þar sem trúin skipti miklu máli, þar var gott að koma, þar streymdi á móti manni hjarta- hlýja. Mikið var ég stolt þegar Ás- laug og Magnús heimsóttu mig í Þykkvabæinn, síðar komu þau hjón ásamt augasteininum sínum, hon- um Sigurbirni, og einnig voru for- eldrar Áslaugar með, þá var hátíð heima hjá mér á Lyngási. Þegar ég þurfti í smáaðgerð og fannst ég ósköp mikið ein þar sem foreldrar mínir voru fyrir austan, þá var Ás- laug nemi og sá hún um að litla vin- kona var ekki lengur ein. Áslaug vinkona mín hefur kvatt þennan heim og bið ég Guð að styrkja Magnús í hans miklu sorg og einnig Sigurbjörn og hans fjöl- skyldu. Allir sem eiga um sárt að binda eiga líka fjölmargar minn- ingar að orna sér við. Ég kveð Áslaugu með þökk. Minning um góða konu lifir. Pálína Kristinsdóttir. Mig langar til þess að minnast Áslaugar í fáeinum orðum. Senn eru tuttugu ár liðin er ég kynntist Sigurbirni, syni þeirra Magnúsar og Áslaugar. Fljótlega lá leiðin ÁSLAUG SIGURBJÖRNS- DÓTTIR ✝ Áslaug Sigur-björnsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist í Reykjavík 6. september 1930. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 23. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hallgrímskirkju 2. mars. heim á Fjölnisveginn og síðan ófáar heim- sóknir í sumarbústað- inn á Kiðafelli. Á heimili þeirra hjóna var alltaf tekið vel á móti manni, spurt og spjallað um heima og geima. Áslaug var sér- lega ljúf og þægileg í viðmóti. Það er ekki alltaf þannig að maður kynnist foreldrum vina sinna en í tilfelli Magnúsar og Áslaugar var það svo sjálfsagt að maður kæmi í heim- sókn, þáði veitingar og gistingu ef því var að skipta, jafnvel eftir að maður var kominn með eigin fjöl- skyldu. Fyrir þessi skemmtilegu kynni og góðu vináttu vil ég þakka. Áslaug kom úr stórri fjölskyldu. Ættir hennar munu aðrir rekja en óhætt er að segja að þar hefur farið glæsilegur hópur barna sem systk- inahópurinn var, gjarnan kenndur við Kiðafell í Kjós, sem foreldrar Áslaugar keyptu fyrir liðlega 70 ár- um. Þar átti fjölskyldan sinn unaðs- reit og þar undi Áslaug sér ætíð vel í brekkunni fallegu með kjarrið og blómin nánast allt um kring. Við Kristín kona mín sendum Magnúsi, Sigurbirni og Kristínu ásamt börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Barátta Áslaugar við erfiðan sjúkdóm er nú á enda. Minningin um dásamlega konu mun ávallt lifa. Stefán Kalmansson. Þegar ég hugsa til baka finnst mér ég fyrst hafa séð Áslaugu þeg- ar ég var um það bil 15 ára. Þó hafði ég heyrt á hana minnst miklu fyrr vegna tengsla sem voru á milli minnar og hennar fjölskyldu. Það var hópur unglinga úr Kristilegum skólasamtökum sem heimsótti ungu prestshjónin í Grundarfirði. Magn- ús eiginmaður Áslaugar var þar prestur. Eftir því var tekið að Ás- laug var þarna bæði ábyrgðarfull og hlýleg kona. Í minningunni hafði hún sig ekki mikið í frammi en var samt önnum kafin svo heimsókn þessara reykvísku unglinga tækist sem best. Við fórum sæl heim eftir þessa ferð enda búið að næra okkur bæði andlega og líkamlega. Við vit- um öll hvernig fór, ungu hjónin þurftu í blóma lífsins að hverfa frá því starfi sem þau höfðu helgað sér. Magnús greindist með erfiðan sjúk- dóm sem hann hefur borið æ síðan. Mörgum árum síðar lágu leiðir okkar saman á Barnaspítala Hringsins. Ég var svo lánsöm að njóta hennar leiðsagnar síðasta árið sem hún starfaði við spítalann. Það var aðdáunarvert að finna hlýjuna frá henni og þau eru ekki fá börnin, sem hafa fengið góðar og hlýjar óskir þegar hún fylgdi þeim að skurðstofunni en þá beið þeirra gjarnan aðgerð eða einhvers konar inngrip, sem hjá öllum er kvíðvæn- legt. Nálægð Áslaugar var ávallt huggandi enda tókst henni að draga úr kvíða bæði foreldra og barns. Ég hugsaði með mér, því oft fór ég með henni, að þarna væri engin tilgerð á ferðinni. Þetta var Áslaugu eigin- legt. Þessi umhyggja kom að innan, frá hjartanu. Við Áslaug töluðum stundum um pabba hennar sem þekktur var undir nafninu Sigurbjörn í Vísi. Amma mín og hann voru góðir kunningjar. Foreldrar Áslaugar heimsóttu ömmu af og til og væri einhver stórviðburður í fjölskyldunni létu þau sig ekki vanta. Það sem vakti athygli mína var hversu lífsglaður maðurinn virtist vera. Ég sagði einu sinni við Áslaugu: Var hann pabbi þinn alltaf svona hress? Já, svaraði hún, honum fannst lífið allt- af dásamlegt, alveg sama á hverju gekk því auðvitað fór hann ekki varhluta af sorginni eins og flestir þurfa að ganga í gegnum sem eiga langt líf. Já, sagði ég en hugsaði um leið að líklega hefur þú, Áslaug mín, erft þessa léttu lund hans föð- ur þíns. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með hvernig hún liðsinnti Magnúsi, mikil fórnfýsi og aldrei kvörtunartón að finna. Við Áslaug töluðum stundum um lífið hennar heima og lét hún mig skilja að þau Magnús ættu góðar stundir saman þrátt fyrir veikindi hans. Hann var margs megnugur með hennar hjálp. Ég hef fylgst með veikindum Ás- laugar og síðastliðið vor hittumst við í Þjóðleikhúsinu. Ég minnist þess að eftir þann fund var ég bjartsýn og ól þá von í brjósti að hún mundi hrista þetta af sér. En því miður reyndist það ekki raunin. Þegar ég heimsótti hana á líknar- deildina var ljóst að hverju stefndi. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þá stund sem við áttum saman, alltaf sama hlýjan og einlægnin í svipn- um. Það var mikil ró yfir henni enda var henni fullljóst að hverju stefndi. Áslaug kveið því ekki sem beið hennar enda lærði hún þegar í æsku að óttast og tilbiðja Guð. Ég mun seint gleyma brosinu sem hún sýndi mér þegar ég kvaddi hana. Við vissum báðar að þetta var kveðjustundin. Hún gat lítið talað en brosið sagði mér meira en nokk- ur orð. Vertu sæl, Áslaug. Framkoma þín, sem og allt þitt lífshlaup, verð- ur okkur, sem ferðuðumst með þér gegnum lífið lengur eða skemur, til eftirbreytni og umhugsunar. Sá sem fékk tækifæri til að kynnast þessari konu er ríkur maður. Sigríður Sólveig Friðgeirsdóttir. Þú hefur fengið friðinn blíða, fróun harma það getur veitt. Sárt var að sjá þig líða sárt að geta ekki neitt. Kær vinkona hefur kvatt okkur eftir langa baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Það er huggun harmi í, að vita að löngu stríði þínu er nú lokið, Ás- laug mín. Okkar fyrsti fundur var þegar við bekkjarsysturnar mætt- um í dagstofu Hjúkrunarskóla Ís- lands, sem þá var til húsa á þriðju hæð Landspítalans, 2. janúar 1951 til að hefja nám í hjúkrun. Mikil eftirvænting var í huga okkar allra. Eftir að tveggja mánaða forskóla lauk, fluttum við inn í heimavist skólans og þá tók við alvara náms- ins, að vinna með og annast sjúk- linga Landspítalans. Í þá daga voru nemendur Hjúkrunarskólans einn aðalstarfskraftur spítalans, eins og prófessor Guðmundur Thoroddsen komst svo skemmtilega að orði við útskrift okkar. Þröngt var búið og hefur það ef- laust gert okkur skólasysturnar samheldnari. Þú, Áslaug mín, Hjör- dís og ég vorum svo heppnar að lenda saman í herbergi fyrsta skólaárið og vildi svo skemmtilega til glugginn á herbergi okkar vísaði út að Fjölnisveginum. Já, þaðan sáum við næstum æskuheimili þitt. Strangar reglur voru í skólanum á þessum tíma hvað varðaði útivist- arleyfi á kvöldin, að ekki sé minnst á „næturleyfin“, sem okkur skóla- systrum þínum þótti hvað harðast koma niður á þér, sem áttir æsku- heimili þitt í augsýn frá skólanum. Þetta voru reglur þess tíma. Við skólasysturnar höfum oft rifjað upp á mörgum „hollfundum“ okkar hversu ánægjulegan tíma við áttum saman þessi þrjú ár í skól- anum. Við vorum framsæknar að mörgu leyti, og er margs að minn- ast í því sambandi. T.d. æfðum við handbolta eitt vorið á túni Land- spítalans með því loforði að vera ekki með hávaða og læti. Sigmund- ur Magnússon læknir sem þá stundaði nám var þjálfari okkar. Eitt sinn sóttum við tíma í sálfræði á kvöldin hjá dr. Brodda Jóhann- essyni, þar sem áhugi okkar hafði vaknað að fá meiri vitneskju í þess- ari faggrein eftir annars árs bók- lega námskeiðið. Við stóðum fyrir „Luciu-hátið“ í desember, þá komn- ar á þriðja árið, og sóttum fast eftir að útileyfum nemenda yrði breytt. Þar var Áslaug með framsöguer- indi. Einnig vorum við hvatamenn að því að „blæjan“ væri lögð niður og kappar teknir í notkun sem varð að veruleika þegar við vorum á öðru námsári. Já, það var ekki útaf neinu að skólastjórinn kallaði okkur „hávaðahollið“, en einnig „fyrir- myndarhollið“. Þessi ár okkar í skólanum var yndislegur tími. Nýr heimur hafði opnast, áhugaverð menntun, fram- andi lífsreynsla og með hópnum tókst einstaklega samstæð vinátta sem hefur haldist fram á þennan dag. Við minnumst þess með gleði hve við skólasysturnar vorum létt- stígar við að sinna þörfum sjúkling- anna og þar lást þú, kæra Áslaug, ekki á liði þínu að gera allt sem þú gast til að mæta þörfum skjólstæð- inga þinna, ötul og sívinnandi. Þú lagðir þig virkilega fram við að allt yrði gert sem sjúklingar þínir þörfnuðust. Það sama er að segja um störf þín vestur á Grundarfirði, alltaf varstu tilbúin að rétta fram hjálparhönd þar sem þess var þörf. Það kom okkur því ekki á óvart að þú skyldir velja þér barnadeild sem starfsvettvang eftir að þú og fjöl- skylda þín fluttust til Reykjavíkur. Hvar sem þú hefur starfað eða lagt hönd á plóginn hefur glæsileiki þinn, góðvild og hlýja geislað frá þér. Við skólasystur þínar höfum alltaf verið hreyknar af þér, þú hef- ur borið af í hópnum okkar. Þú létt- ir okkur oft stundir með píanóleik í dagstofu skólans á kvöldin, bæði með léttum lögum sem oktovur eft- ir Chopen. Þú prýddir glugga Lofts ljósmyndara niður á Austurstræti um langt skeið, myndir af þér hafa verið valdar úr Ljósmyndasafni Hjúkrunarfélagsins til birtingar nokkrum sinnum og þú varst heiðr- uð af forseta Íslands fyrir rúmu ári fyrir óeigingjörn störf þín í þágu hjúkrunar og mannúðarmála. Já, svona mætti lengi telja. Áslaug mín, við áttum margar ánægjulegar samverustundir sam- an gegnum árin og þakka ég fyrir þær allar. Við fengum að liggja hlið við hlið á fæðingardeild Landspít- alans þegar við eignuðumst dreng- ina okkar í júlí 1959, vorum her- bergisfélagar í ferð okkar skóla- systranna til Benidorm 1984 þegar við héldum upp á 30 ára útskrift- arafmæli okkar og varst þú glöðust allra í hópnum. Þá man ég vel gift- ingu ykkar Magnúsar 6. mars, nokkrum dögum eftir að við lukum námi. Ekki hafði ég séð glæsilegri hjón ganga fram kirkjugólfið í Dómkirkjunni. Kæra vinkona, ég þakka þér af alhug fyrir alla vináttu þína og tryggð og þá ekki síst fyrir síðasta góða handskrifaða bréfið þitt sem ég fékk fyrir nokkrum vikum. Þar segir þú mér frá þínum miklu veik- indum í desember sl. en þú barðist og gast komist heim á aðfangadag jóla og sonur ykkar, Sigurbjörn, sótti ykkur síðan á jóladagsmorgun og þú gast notið hátíðarinnar heima með fjölskyldu þinni og varst „ótrú- lega góð og hress“ og gast farið í jólaboð fjölskyldu þinnar eins og þú segir mér í bréfinu og jafnvel spilað undir jóla- og nýárslög. Einnig SIGRÍÐUR M. JÓNSDÓTTIR ✝ Sigríður Magða-lena Jónsdóttir fæddist á Úlfarsfelli í Helgafellssveit 9. desember 1910. Hún lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Benedikts- son bóndi á Úlfars- felli í Helgafellssveit, f. 21. nóv. 1872,d. 12. ágúst 1948, og Guð- rún Sigurðardóttir, f. 15. febrúar 1882, d. 3. júní 1969. Sigríður ólst upp á Úlfarsfelli en fluttist þaðan til Stykkishólms 1946. Systkini henn- ar voru: Pálína, Halla Kristín, Guðrún, Benedikt og María og einnig átti Sigríður eina fóstur- systur, sem hét Herdís Torfadótt- ir. Útför Sigríðar fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. aumt sjá, þá varst þú komin til hjálpar. Þú hugsaðir alltaf vel um alla og hvert sem þú fórst fylltir þú loftið af ást og kærleik. Það er mikill missir að missa þig, amma saknar þín mjög mikið eins og við gerum reyndar öll því að þú varst okkur öllum svo góð. Þú kenndir mér að maður á alltaf að reyna af fremsta megni að fyrirgefa og vera góður. Þú fylgd- ist alltaf vel með fram á seinustu stund hvort ég stæði mig í skól- anum og studdir við bakið á mér í lífsins ólgusjó. Ég man að þú sagð- ir mér alltaf að vera góð og biðja Guð um að leiða mig í gegnum lífið því að aðeins þannig gæti ég fund- ið ást og hamingju í lífinu. Þótt að ég elski þig og hafi misst mikið með brottför þinni þá er ég ánægð fyrir þína hönd því að nú veit ég að Guð hefur tekið á móti þér opn- um örmum og að þú munt öðlast eilíft líf hjá Honum. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þín frænka, Eva Rún. Látin er vinkona mín og vinnu- félagi til margra ára, Sigríður Elsku Sigga mín, nú er komið að kveðjustund og mig langar að skrifa nokkur orð til að þakka þér allt það yndislega sem þú gerðir fyrir mig á lífsleiðinni. Ég er mjög lánsöm að hafa átt þig fyrir frænku því að betri manneskju hef ég aldrei kynnst. Þú máttir ekkert Jónsdóttir. Bjartar og fallegar minningar koma fram í hugann. Efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og njóta hlýju og góðvildar hennar. Sigga mín var alltaf svo fín og falleg þótt hún hefði ekki úr miklu að moða. Sigga var ein af þessum hvunndagshetjum sem vinna verk sín í hljóði, biðja ekki um hrós þótt þær eigi það svo sannarlega skilið. Hún var ótrúlega afkastamikil, þessi litla kona sem varð að standa uppi á trépalli við borðið sem hún vann við. Að eigin sögn var það vegna þess að hún var svo stutt í annan endann. Við þessar aðstæð- ur voru bakaðar góðar kökur, fal- legar kökur, heimsins bestu kökur. Þegar ég hafði slíkt á orði fannst Siggu það hin mesta firra. Lítillæti var eitt af hennar aðalsmerkjum. Það er ég viss um að þeir sem unnu á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi á þessum árum eru mér hjartanlega sammála um að vandfundið var betra bakkelsi en „Siggukökur“. Það var ekki nóg að hugur og hönd væru að verki við baksturinn heldur hjartað líka. Oft var glatt á hjalla hjá okkur í eld- húsinu og þurfti ekki mikið til að við Sigga grétum úr hlátri. Hlátur okkar var ekki á kostnað annarra heldur aðeins af eigin hugdettum. Sigga tók ástfóstri við Steinþór son minn þegar hann var lítill strákur og átti oft leið um eldhúsið til okkar. Þessi vinátta hélst alla tíð og sýndi hún það bæði í orði og verki. „Hvernig hefur vinur minn það?“ spurði hún þegar við hitt- umst. Svo bætti hún við: „Ég bið fyrir honum á hverjum degi.“ Fyr- ir þetta og allt það sem þessi elskulega vinkona gerði fyrir okk- ur þökkum við nú að leiðarlokum. Ég og fjölskylda mín vottum Mar- íu systur hennar, Ingu, Jenna og Evu Rún innilega samúð. Blessuð sé minning minnar elskulegu vinkonu. Gréta. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa æfi. (Davíðssálmur nr. 23.) Já, Sigga mín, Drottinn var þinn hirðir, þú treystir honum. Í mörg ár vannstu hjá okkur í eldhúsi St. Fransiskusspítala í Stykkishólmi. Fyrir mína hönd og systranna allra þakka ég þér fyrir störf þín og vináttu. Hvíldu í friði í húsi Drottins. Systir Jóhanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.